Vísir - 03.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 03.10.1970, Blaðsíða 8
VISIR Otgefanli Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Ifnur) Askrift.argjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintaklð Prentsmiðia Vfsis - Edda hf. ■ "rWMBMWMimi.l !.■ ————————— Lýðræð/ X>jóðviljamönnum virðist erfitt að átta sig á reglum lýðræðisins, eða þá að þeir látast ekkert um þær vita. Þeir hafa undanfarið eytt miklu rúmi í blaðinu til bollalegginga um prófkjör Sjálfstæðisflokksins og komizt þar að mörgum fáránlegum niðurstöðum. Þeir gera mikið úr því, að hörð átök hafi orðið milli fylgis- hópa einstakra manna á prófkjörslistanum og segja að „samskipti aðalleiðtoga Sjálfstæðisflokksins mót- ist af óheilindum og gagnkvæmri óvild“. Rökin fyrir þessu eru þau, að atkvæði skyldu ekki falla óskipt á sömu sjö mennina. Blaðið segir að þeir 2517 kjós- endur, sem ekki völdu Geir Hallgrímsson, hafi talið hann „óhæfan“ til þess að vera í framboði fyrir flokk- inn í næstu kosningum; og þeir, sem ekki kusu Jó- hann Hafstein forsætisráðherra, hafi hafnað honum sem þingmanni. Af þessu verður varla dregin önnur ályktun en sú, að hugmyndir Þjóðviljaklíkunnar um lýðræði séu ekki í samræmi við skilning Vesturlandabúa á því hugtaki, en hún hafi í þess stað í huga það, sem kall- að er lýðræði fyrir austan járntjald. í slíkri „kosn- ingu“ hefði vitaskuld þeim sjö, sem kjósendur áttu að velja, verið raðað efst á listann, ef nöfnin hefðu þá verið nema sjö, og svo hefðu þeir auðvitað fengið 99,9% atkvæða! Þannig eru „lýðræðiskosningarnar" í ríkjum kommúnista. Þar sem raunveruiegt lýðræði ríkir er þessu öðru vísi farið. Þar fá kjósendur að láta í ljós vilja sinn. Allir, sem voru á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins, höfðu áður í skoðanakönnun og með öðrum hætti verið úrskurðaðir hæfir til þingmennsku. Og þegar um marga góða ög gegna menn er að velja, er eðli- legt að atkvæði dreifist milli þeirra. Þeir, sem t. d. kusu ekki Geir Hallgrímsson að þessu sinni, hafa eflaust talið hann vissan með að ná því atkvæða- magni, sem hann þurfti og því valið einhvem, sem þeir töldu líka eiga erindi á þing, og þeir vildu styðja, og sama máli gegnir um Jóhann. Þannig hlýtur alltaf að verða þar sem menn fá að nota kosningarétt sinn þvingunarlaust. Því ber ekki að neita, að nokkur átök hljóta alltaf að verða í svona kosningum. Það gerist í öllum lýðræðisflokkum, bæði hér og annars staðar. Það sem hér skiptir mestu máli er að fullur ein- hugur ríki um stuðning við þá, sem valdir voru til þingsetu — að þeir fái stuðning allra flokksmanna, jafnt þeirra, sem ekki tóku þátt í prófkjörinu. Og yfir því mun Þjóðviljinn ekki fá tækifæri til að hlakka, að þar komi til nokkur sundrung eða ósamþykki. Þá munu allir sjálfstæðismenn standa saman um sinn lista, hvernig sem þeir kusu í prófkiörinu. Það er hinn sanni lýðræðisandi, sem af skiljanlegum ástæðum er kommúnistum ógeðfelldur. VISIR . Laugardagur 5. nmuua Hvað gerist, þegar leiðtogi fellur frá? Hvað gerist, þegar póli- tísk „stjama“ eins og Nasser fellur frá? Sumir segja, að „það gerist raunar ekkert“ fyrst í stað. Einhver annar lítt kunnur umheiminum taki við völdum og haldi áfram landsstjórn á svip aðan hátt og fyrri leið- togi. Aðrir halda því fram, að fall slíks þjóð- arleiðtoga muni valda miklum breytingum á stefnu heimsstjórnmál- anna. „Litlar breytingar“, segir Nixon Það er haft eftir Richard Nix- on Bandaríkjaforseta eftir lát Nassers, að fráfall þjóðarleið- toga valdi litlnm breytingum. Nixon nefndí sem dainji. „ura þetta, aö lát Ho. Chi Minhs, lei$tasa Npröur-yjptnama , .haifi í rauninni engu brevtt um Vlet- nammálið. Blaðamenn, sem rætt hafa þessi ummæili Nixons, benda á, að oft hugsi Nixon dýpra en orð haras gefi ti'l kynna. Þvl geti verið. að hann hafi með þessum orðum aðeins ætlað aö lægja öldumar eftir lát Nass- ers og reyna að hindra, að frá- fall hans spi'llti fyrir friðarum- leitunum í Mið-Austurlöndum. Raunin er sú, aö nefna má margar „stjörnur“ heimsstjórn- málanna og fullyrða, að mikið mundi breytast við fráfall þeirra. Þetta á auövitað mi'klu fremur við í einræðisríkj- um, þar sem einn maður hefur Tttó. Franco. IlilggiBIflSI m mm ■■■■■■■■«■■■ Umsjón: Haukur Helgason. oft ráðið ferömni. Straumur sög- unnar breytist við fráfaM þeirra. „Sjokk“ vegna láts Hos Blaðamaður bandaríska blaðs- ins Daily News segir til dæmis, að lát Ho Chi Minhs hafi verið sem „sjokk“ I Washington. Menn hafi þótzt þess vissir, að Ho mundi hegða sér á „hefð- bundinn hátt kommúnista", eins og menn söigöu. Óendanlegar taf ir mundu, verða á friðarumleit- unum I Víetnam, og síðan þeg- ar öll sund virtust lokuð, mundu kommúnistar skyndi'lega gera sáttaþoð, jafnvel tiiboð. serh Bandarí'kiamenn gætu fallixt á. Eftir lát Hos varð stjórn Bandar. vonlauis í bráð um að samið yröi I Víetnam, og er sagt, að ráöamenn í Bandaríki- unum viti ekki enn. hvert hin nýja stjórs N-Víetnam er að fara. — t>annig mesi fulbTða. að fráfatl Hn Chi hrínhs þofi haft mikil áhrif á Víetnam-mál- ið. T»tó oy Franco bætta Sé litazt um í heiminúm, má benda á fjölmarga leiötoga, sem upp úr standa og hafa sffk úr- slitaáhrif á gang mála, að ver- öldin vrði önnur við fráfafl þeirra. Nú ætlar tíl dæmis Tító þjóðarteiðtogj Júgósdavíu að hætta fyrir aldiurs sakir. Hann hefur undirbúið afsögn sína og skipað „ráð“, sem á að leysa hann af hölmi. Annar þjóðhöfð- ingi, sem Nixon heimsækir um þessar nrundir, Franco, er einn- ig að þúa þjóð sina undir af- sögn sína eða dauða. Hann ætl- ar að láta Juan Carlos taka kon- ungdóm að sér gengnum. Aug- ijóst er, að Júgóslavía og Spánn munu verða öi önnur eftir þá Tító og Franco. Enn meiri þreytinga er að vænta, þegar hinir öldruðu Kín- verjar Mao og Ohiang Kai-shek verða allir. Eða þá Gastro, sem að vísu er ungur maður. Þeir Mao og Chiang bera höfuð yfir aðra menn I stjóm ríkja sinna, og enginn veit, hvað gerzt get- ur eftir þá. Þegar ný stjóm hefur tekið við í Kína og á For- mósu, hafa orðið grundvaMar- breytingar á málum Asíu. Minni áhrif í lýðræðisríkjum Hins vegar gerist það oft í lýðræðisríkjum, að einn tekur við af öðrum, án þess að greimi- leg stefnubreyting verði. Lítii breyting varð á stefnu brezku stjórnarinnar á dögunum, þótt McMiilan, Mtt þekktur utan heimalands síns, Ieysti hinn fræga Churchilll af hólmi. í fljótu bragði er stefna Pompi- dous ef ti'l vili ekki ósvipuð stefnu de Gaulle eða var stefna Kiesingers ósvipuð stefnu þeirra Adenauers og Erhards á sfnum tíma. Þó er greinilegur munur á. Pompidou hefur „opnað hlið- in“ fyrir aðild Breta að Bfna- hagsbandalagi Evrópu. Fráfall Adenauers var upphafið að þró- un, sem leiddi til kanslaradöms Wiliy Brandts. Pannig hefur oröið mikil breyting í heiminum við fráfaM Nassers. Enginn veit, hvemig mun fara i Miö-Austurlöndum. Væntanlega mun „veikur" stjómmálaforingi taka forseta- embætti í Egvptalandi. Arabar allir hafa misst sína skærustu stiömu. Það verður væntanlega örðugra að semja um iausn deilumáianna. Það verður erfið- ara að hafa hemil á mestu öfga- mönnunum í arabískum stjóm- málum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.