Vísir - 20.10.1970, Page 5

Vísir - 20.10.1970, Page 5
VfcSIR . Þriðjudagur 20. október 1970. 5 Ensku meistararnir teknir í kennslustund hjá Arsenal — Bobby Charlton bætti markametið hjá Manchester United 0 Það var mik,ill glæsibragur yfir leik Lundúna- liðanna í 1. deild á laugardag. Þrjú þeirra sigr- uðu, en hin tvö, West Ham og Tottenham, gerðu jafntefli innbyrðis á Upton Park 2—2 í frábærum leik og þar var mesti áhorfendafjöldi, sem verið hefur á leik hjá West Ham, 42.322. Glæsilegastur var sigur Arsenal á Highbury og þar voru ensku meistararnir, Everton, teknir í kennslustund í þess- um hundraöasta leik félaganna í deildakeppninni. Fjögur urðu mörkin, sem höfnuðu í markinu hjá Rankin áður en yfir lauk og það var ekki marki of mikið. Arsenal hafði yfirburði á öllum sviðum, en Everton sýndi hins vegar lítið af þeirri getu, sem gerði liðið að sigurvegara í 1. deild í vor. Það var hinn sterki leikmaður Raymond Kennedy, sem vörn Everton réð ekki við og hann skoraði tvö fyrstu mörk Arsenal með fimm.mínútna millibili — og hefur þar með skorað 11 mörk í haust, og er markhæstur í 1. deild. Hin tvö mörk Arsenal skoruðu Skotinn Eddie Kelly og Peter Storey úr vítaspyrnu. „The Gunners“ hafa verið á skotskón- um í haustog skorað flest mörk allra deildarliðanna. | f Peter Dobing, fyrirliði Stoke, brotnaði illa á laugardag, og ólík- | legt talið, að hann leiki knattspyrnu framar. Everton-liðið er nú aðeins svipur hjá sjón, og þar breytti litlu, þótt framkvæmdas tjór- inn, Harry Catterick keypti fram vörðinn Henry Newton frá Nottrn. Forest í örvæntingu í vik unni fyrir 150 þúsund sterlings pund — eða rúma 31 milljón íslenzkra króna. John Hurst missti stöðu sína í liðinu, ag var Colin Harway miðvörður ásamt Roger Kenyon, en Newton fram vörður með Howard Kendall. Að öðru leyti voru allir helztu leik- menn Everton með eins og t.d. Aian Balil og Tocnmy Wright, en það hafði ekkert að segja gegn Arsenal, sem nú hefur náð öðru sæti í deildinni, tveimur stig- um á eftir Leeds. Liðin úr Suöur-Lundúnum- Cheisea og Crystal Palace, náðu ágætum árangri. Ohelsea sigraði í Derby og það þótt heimaliðið skoraði fyrsta markið, en Keith Weller, sem Ohelsea keypti mjög óvænt frá Millvall f vor, skoraði tvivegis og það nægði til sigurs. Crystail Palace sigr- aði WBA með 3—0 og það voru fyrrum Chelsea-leikmennimir Alan Birohenall og Bobby Tambl ing sem skoruðu mörkin, Bobby tvö. Palace er það liðið, sem langmest hefur komið á óvart, og er nú i fimmta sæti meö 17 stig — eða sama stigafjölda og Manch. City og Tottenham, sem hafa aðeins betri markatölu. Leikurinn í Austur-Lundúnum milli West Ham og Tottenham var afar skemmtilegur fyrir á- horfendur. Tottenham náði tvi vegis forustu, en WH tókst að jafna. Fyrsta markið í leiknum skoraði fyrirliði Tóttenham, A1 an Muliery, en Peter Eustace jafnaði. Þá fór hinn stóri mið- vörður Tottenham Mike Eng- land, eitt sinn upp í hornspyrnu og tókst að skail’la í mark, en þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði sá frægi kappi Geoff Hurst fyrir West Ham og þar við sat. Báðum leikjum lið anna i haust hefur því lokið með jafntefli, 2—2. En við s’kulum nú líta á úrslit- in í 1. deildinni. Arsenail—Everton 4—0 Blackpool—Huddersf ield 2—2 Coventry— N. Forest 2—0 C. Palace—WBA 3—0 Derby—Chelsea 1—2 Ipswidh—Stoke City 2—0 Leeds—Manch. Utd. 2—2 Liverpool—Bumiey 2—0 Manch City—Southampton 1—1 West Ham—Tottenham 2—2 Wolves—Newcastle 3—2 og í leiknum í 2. deild á get- raunaseðlinum milli Cardiff og Leioester varð jafntefli 2—2. Þarna kemur langmést á ó- vart jafnteflið í Leeds, en þó leit út fyrir góðan sigur heimaliðsins þegar það náði tveggja marka forustu. Jackie Charlton skoraði fyrsta markið í leiknum eftir hornspymu, og var það mjög umdeilt mark, eins og svo mörg af mörkum Jackie við svipaðar aðstæður. Og þegar 10 mín. voru af s.h. skoraði Terry Hibbitt ann að mark Leeds. En þá var eins og leikmenn United vöknuðu. Bobby Charlton tók hornspymu á 65. mín og eftir hana tókst John Fitzpatrick að skora. Elftir það var um nær stanzlausa sókn að ræða á Leeds-markið og þremur mínútum fyrir leikslok lék Johnny Aston upp kantinn og splundraði vöm Leeds með frábærri sendingu og Bobby Charlton sendi knöttinn í net- ið — 199 mark hans fyrir Manch. Utd. og markmet ein- staks lei'kmanns hjá félaginu. — Leikurinn var talsvert harður og George Best og Jaokie Charlton voru bó’kaðir af dómara. Úlfarnir halda strikinu — sigr uðu 1 sjötta lei’knum í röð — og eru nú komnir í sjöunda sæti. Wyn Davies skoraöi fyrsta mark ið í leiknum fyrir Newcastle, en þeir Mike Bailey og Bobby Gould löguðu stöðuna í 2—1 fyr ir Úlfana. Þá varð John Hols- grove á að senda knöttinn í eigið mark og staöan var jöfn 2—2, en David Wagstaffe skor aði sigurmarkið. Stoke tapaði i Ipswich og varð fyrir miklu álfalli, þegar fyr irliðinn Peter Dobing var borinn aif velli, illa fótbrotinn, þar sem Dobing er kominn á fertugsald urinn, er sennilegt að leikferli hans sé lokið, en hann hefur veriö einn litdkasti leikmaður á Englandi síðasta áratuginn með Stoke, Manoh. City og Black- burn. Og þá var „bezti mark- vörður heims“ Gordon Banks bókaður af dómara í leiknum, þegar hann mótmælti fuM ákaf ur vítaspyrnu. fyrsta bókun, er þessi frægi markvörður fær á löngum leikferli. Ron Yeates, hinn þrekvaxni og stóri leikmaður Liverpool, lék nú með eftir langa fjarveru sem bakvörður og hann skoraði fyrsta mark Liverpool gegn Burnley við mikil fagnaöarlæti Mersey-búa. Síðara markið skor aði stúdentinn, sem ég sagði ykkur frá í síðasta þætti, en nafn hans misritaðist þá á furðu legan hátt og var reyndar óskilj anlegt. Þessi 22ja ára írski stúd ent heitir Stephen Heighway. Nú, ofar við Mersey-ána átti Manch. City í miklum erfiðleik um með Southampton. Ron Dav ies skoraði fyrir „The Saints" þegar hálfbími var af leik, og það var ekki fyrr en rétt fyrir lokin að Francis Lee tókst að jafna fyrir City. En jafnteflið þýddi, aö Manch. City tapaði öðru sætinu til Arsenal. Staðan í 1. deild er nú þapnig: Leeds 13 8 4 1 20:9 20 Arsenal 13 7 4 2 27:13 18 Manch. C. 12 6 5 1 17:8 17 Tottenham 13 6 5 2 19:10 17 C. Palace 13 7 3 3 15:9 17 Ohelsea 13 5 6 2 16:13 16 Wolves 13 7 2 4 26:27 16 Liverpool 12 5 : 5 2 15:6 15 Stoke 13 4 5 4 18:16 13 Coventry 13 5 3 5 12:11 13 Newcastle 13 4 5 4 15:16 13 South’pton 13 4 4 5 15:13 12 Everton 13 4 4 5 18:21 12 Derby 13 4 3 6 18:20 11 W.B.A. 13 3 5 5 22:30 11 Manch. Utd. 13 3 5 5 13:18 11 Nottm. For. 13 3 5 E i 13:8 11 Huddersif. 13 3 5 5 12:17 11 Ipswich 13 3 3 7 14:15 9 West Ham 13 1 7 5 15:21 9 Blackpool 13 2 4 7 10:23 8 Henry Newton, framvörður- inn, sem Everton greiddi fyr- ir rúmlega 31 milljón ísi. króna í síðustu viku. Burnley 13 0 4 9 6:22 4 I 2. deild er keppnin mjög skemmtileg og þar er Hull City — en lið frá þessari 300 þúsund manna borg í Yorkshire við Humherána hefur aldrei leikið í 1. deild. — efst með 18 stig. Terry Neill, fyrrum fyridiði Ars- enal, tók við liðinu í sumar. í öðru sæti eru Luton Town og Leicester með 17 stig, en síðan koma Oxford og Sheff. Utd. með 16 stig. Oxford. sem haft hefur forustu í deildinni, tapaði óvænt heima á laugardag fyrir Lund- únaliðinu Mil'lvalil 3—2, og missti við það forustu. Annað Lundúnalið QPR vann góðan sig ur gegn Birmingham 5—2 og þar skoraði Rodney Marsh þrjú mörk. Hin þrjú Lundúnaliðin í 2. deild, Charlton, sem á stærst an völl altra enskra liöa, og Ori ent er meöal neðstu liða, Oharlt on í neösta sæti • meö 6 stig og Orient fimmta að néöan með 10 stig, og Watlford hefur' 11 stig. Við höfum mi’kið minnzt á Lund úni í þessari grein og tvö önn ur lið frá heimsborginni lei'ka í deildunum, Fulham, sem er í efsta sæti í 3. deild og Brentford í 4. deild. Bæði hafa leikið í 1. deild og Millvall er hið eina af Lundúnaliðunum, sem aldrei hef ur leikið í 1. deild. —hsím. ■iWWIIl LfJI JIB—— FELAGSLIF HAUKAR handknatt'leiksdeild. Æfingataf'Ia 1970. Mfl. karla og 2. fl. karla: Mánud. 21.45—23, Laugardalsh. Þriðjud. 20.50—22.30, Lækjarsköli Föstud. 21.15—23, Seltjarnarnes. 3. fl. karla: Þriðjud. 20.05—20.50, Lækjarsk. Föstud. 21.20—22.30, Lækjarsk. 4. fi. Karla: Þriðjud. 19.20—20.05, Lækjarsk. Föstud. 20.05—21.20, Lækjarsk. 2. fl. kvenna: Laugard. 20.15—21, Lækjarsk. 3. fl. kvenna. Laugard. 19.30—20.15, Lækjarsk. FRAMARAR — knattspyrnud. Æfingatafla veturinn ’70—71 i Álftamýrarskóla. 2. fl. miövikud. kl. 18.50—19.40. 3. fl. sunnud. kl- 14.40—15.30. 4. fl laugard. kl. 15.10—16. 5. fl. A og B miðvikud. kl. 18— 18.50. 5. fl. C og D sunnud. kl. 9.30— 10.20. Old boys á laugard. kl. 4 e.h. Fjölmennið og mætið stundvís- lega. — Stjórnin. VÍKINGAR Knattspyrnudeild. Innanhúsæfingar.. 4. fl. sunnudagur 33.30 — 5.10 1. fl. sunudagur 3.30—5.10 ?. fl. fimmtudagur 9.30—11.10 Meistaraflokkur og 1. fl. þriðjudaga kl. 7. Þessi tafla gildir til 1. nóvember. Stjómin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.