Vísir


Vísir - 12.11.1970, Qupperneq 3

Vísir - 12.11.1970, Qupperneq 3
VlSIR . Fimmtudagur 12. nóvember 1970. í MORGUN UTI.ÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason. 1 HÖNDUM LÖGREGLUNNAR. — Bemard Lortie, 19 ára, einn mann- ræningjanna í Quebec, hefur gefið lögreglunni miklar upplýsingar. I MYND AF GÍSLINUM? — Þessi mynd hefur borizt yfirvöldum í Quebec, og mun hún vera af James Cross, og hafa ræningjar hans tek- ið hana. AMALRIK DÆMDUR ÍDA C Þriggja ára fangelsi vofir yfir einum kunnasta rit- höfundi og stjórnarandstæðingi Sovétrikjanna Ein þekktasta persónan í I í Sovétríkjunum, rithöfund andstöðunni við stjórnvöld urinn Andrej Amalrik, 250 ÞÚSUND SÁTU FASTIR Ógnarástand i neðanjarðarbrautum A/ew York — Eldsvoðar og skemmdarverk tið Meira en fjórðungur millj. manna sat í fyrrakvöld fastur í yfirfylltum vögn- um neðanjarðarjámbraut- anna í New York eða menn biðu klukkustundum saman eftir fari. Tæknileg- ir erfiðleikar og skemmd- arverk hafa undanfarið valdið miklum töfum á þessum samgöngum. Ofsahræðsla brauzt út í sumum vögnunum, þegar farþegar urðu að sitja í myrkri I rúma klukkustund, en þá fóru þeir að brjóta rúður og hurðir til að komast út og fálma sig áfram í myrkrinu í átt til næstu stöðvar. Straumur var rofinn á öllu kerfinu af ótta við að fólk kynni að slasast af ragmagni. Hundruð þúsunda fólks, sem var á heimleið frá vinnu, tafðist í margar stundir. Húsleit víða í Montreal LÖGREGLAN í Montreal hefur gert húsleit víða í borgihni seinustu daga og leitað aö ræningjum ráð- herrans Laporte. Bernard Lortie, einn ræningjanna, sem Iögreglan hefur náð, hefur gefið mikilvægar upplýsingar um málið. Lögreglan hefur ekki skýrt frá því, hvaða árangur þetta hefur bor- ið. Skýrt hefur verið frá handtöku þriggja manna seinustu daga, einn var tekinn i borginni og tveir utan við hana. Leitin að Cross beinist einkum að borginni. Þýzkar fjölskyldur í Póllandi fá að fara vestur Pólverjar og Vestur-Þjóðverjar eru nú að gera lista yfir þær fjölskyldur af þýzkum ættum, sem búa i Póllandi, en vilja flytja til Vestur-Þýzkalands. Þetta er einn þátturinn í samn ingaviðræðum, sem hafa staðið um hríð milli rfkisstjórna land- anna, þar sem reynt hefur verið að sætta þessa fomu fjendur. Fjrrir sendinefndunum eru Walter Soheel utanríkisráðherra V-Þýzkalands og Stefan Jed- rychowski utanríkisráðherra Póllands. Þeir munu hittast að máli i dag. Samningaviðræöurn- ar eru sagðar ganga vel. Hafa ráðherramir sagt, að þeim muni f-ljótt ljúka. Áður hafði hins veg ar verið talið, að nokkur bið yrði á því. Meira en 30 slösuöust í þrengsl- um. Margir féMu I yfirlið af loft- leysi og ótta. Margt gamalt fól’k var flutt í sjúkrahús með hjarta- áfall. A'Mt ti'ltækt lögreglulið, bruna lið og sjúkralið var kvatt á vett- vang. Stjóm brautanna gerði sér fyrst grein fvrir því, hversu alvarlegt ástandið var, þegar Iögreglan til- kynnti, að farþegar væru að skríða út úr neyðarútgöngum á miöjum götum. Margir voru þá sem óðir væru eftir þrengingamar. Þetta byrjaði með því að lest stöðvaöist við aðvörunarmerki skammt frá brautarstöð, og önnur varð að nema staðar vegna þess að rör hafði verið lagt yfir teinana. Þrjár eða fjórar aðrar námu staðar með þvf að nota neyðarhemla. Undanfarið hefur verið mikiö um alvarleg slys og vaxandi skemmd- arverk. Eru þeir borgarbúar, sem verða að nota neðanjarðarbrautim- ar, skelfingu lostnir. Kerfið er svo yfirfyllt og slitið, .að yfirvöld fara ekki dult með, að þama geti hve- nær sem er orðið mikið slys. Eidsvoði hefur orðið í brautunum margsinnis sfðan í ágúst, oft af óþekktum orsökum. Einu sinni lok- uöust mörg hundruð manna inni í göngum. Kona beið bana, og 53 veiktust af reykeitmn. Vegna snar- ræðis lestarstjóra og starfsmanna tókst að koma í veg fvrir meiri slys. Fjórum dögum síðar slösuðust 4, þegar 600 manns filýðu í æði, eftir að eldur brauzt út. „Okkur finnst, að við ferðumst með lifið í lúkunum", segir kona ein um neðanjarðarbrautimar í New York. verður dæmdur í dag. — Hann er sagður eiga á hættu þriggja ára fangelsi. Amalrik hefur ritað bækur, sem forystumönnum kommúnistaflokks- ins eru ekki að skapi. Meðal verka hans er bókin „Munu Sovétríkin lifa eftir 1984?“ og „Nauðungar- ferð til Síberíu". Hann var hand- tekinn í maí og ákærður fyrir róg um Sovétríkin. Bækur hans tvær vom lagðar fram við réttarhöldin sem sönnunargögn. Málsókn á hendur Amailrik hófst í gær, en vitnaleiðslur gengu hratt og var þeim lokið samdægurs. Þess vegna er talið, að dórnur í málinu fa'lli í dag. Eiginkona Amalriks fékk ekki að vera viðstödd réttarhöldin. Amalrik kaMaði þessi réttarhöld ólögleg í gær. Hann kvaðst vera saklaus af rógi og níði um Sovétríkin. Með honum er ákærður stúdentinn Lev Ubosjko, sem kveðst safclaus af sömu ákæru. '■W'' 'W ' \-'S Við réttarhöldin Flugvélarræninginn Mincliiello sýnir dómurum hvemig hann hand lék byssu sfna, er hann rændi flugvélinni í fyrra. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. MINICHIELLO FÉKK 7 - ÁRS FANGELSI Dómstóll í Róm dæmdi I gær hinn alræmda flugvéla ræningja Raffaele Mini- chiello í sjö og hálfs árs fangelsi. Minichiello er 21s árs bandarískur sjóliði, sem rændi bandarískri far- þegaflugvél í fyrra og lét fljúga til Ítalíu. Minichi- ello átti á hættu að hljóta allt að tíu ára fangelsi á Ítalíu. Fréttamenn segja, að Minichiello muni líklega látinn laus eftir fjög- ur og hálft ár. Hann hefur nú þeg- ar setið í fangelsi í eitt ár og beðið þess, að málið kæmi til dóms. Þá nýtur hann góös af almennri sakar- uppgjöf, er nýlega var gefin á ít- alíu, þar sem öll fangelsisrefsing var stytt um tvö ár. Þá var ræninginn dæmdur til að greiða 370 þúsund lírur, eða um 50 þús. íslenzkar krónur, í sektir. Þessi flugvélarræningi varð þjóö- sagnapersóna meðal margra ltala eftir rániö. Bárust honum mörg hjónabandstilboð frá yngismeyjum, sem vildu allar með honum ganga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.