Vísir - 23.11.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 23.11.1970, Blaðsíða 5
IIV1S I R . Mánudagur 23. nóvember 1970. LEEDS hefur nú fjögurra stiga forskot í 1. deild — eftir tvo ágæta sigra i sidustu viku — Bobby Charlton og Gordon Banks ekki valdir i enska landsliðib Q Eftír tvo ágæta sigra í síðustu viku hefur Leeds nú orðið fjögurra stiga forskot í keppninni í 1. dei'ld á Englandi. Á miðvikudaginn sigraði Leeds Stoke á heimavelli með 4—1 og á laugardaginn lék liðið við Úlfana í Wolverhampton og sigraði í skemmtilegum leik með oddamarkinu af fimm. Leeds hafði tögl og hagldir í leiknum lengi vel og komst í 3—1, en eftir að Hugh Curran skoraði annað mark Úlfanna í leiknum komst aftur mikil spenna í leikinn, en þrátt fyrir mikla sókn lokamínúturnar tókst Úlfunum ekki að jafna. Hlustunarskilyrði voru mjög slæm um helgina og upp- lýsingar um leikina flesta heldur af skornum skammti — en lang mest kom á óvart tap Tottenham gegn New- ■castle — fyrsti tapleikur Tottenham í síðustu tíu leikj- um liðsins. Wyn Davies skoraði fyrir Newcastle, en Martin Chivers eina mark Lundúnaliðsins og var það 21. mark hans í leikjum í haust og er hann marka- hæstur allra leikmanna nú. Chivers hefur skorað 12 ‘sinnú'm fleikjum í 1. deild — fimm sinnum í deilda- bikarnum, þar af þrjú mörk, þegar Tottenham sigraði Coventry sl. miðvikudag með 4—1 og fimm mörg í Texaco-bikarnum, sem er keppni milli liða frá öllum Bretlandseyjum, en Tottenham er þegar úr þeirri keppni, tapaði fyrir skozka liðinu Motherwell. Við tapið gegn Newcastle féll Tottenham 18 10 5 3 30 12 25 Tottenham niður í þriðja sæti, en Chelsea 18 8 7 3 25-21 23 Arsenal skauzt aftur upp í annað Manch. City 17 8 6 3 23-14 22 sætið eftir ágætan sigur í Ipswich. Liverpool 17 7 7 3 20-9 21 George Armstrong skoraði eina Wolves 18 9 3 6 36-36 21 markið í leiknum á lokamínútun- C. Palace 18 7 6 5 20-16 20 um — og þetta er jafnframt fyrsta South’pton 18 7 5 6 22-16 19 tap Ipswich á heimavelfi síðan 1. Coventry 18 7 4 7 17-18 18 september. Urslit í 1. deild á laug- Newcastle 18 6 6 6 19-22 18 ardaginn urðu annars þessi: Everton 18 6 5 25-29 17 Stoke 19 5 7 7 26-29 17 Bumley — Nottm. For. 2—1 Manch. Utd. 18 5 6 7 19-24 16 Chelsea — Stoke 2—1 Huddersfield 18 5 6 7 18-24 16 Cöventry — C. Palace 2—1 Derby 18 5 5 8 21-25 15 Derby — Blackpool 2—0 Ipswich. 18 5 4 9 17-19 14 Huddersfield — W.B.A. 2—1 W. B. A. 18 5 5 8 29-36 13 Ipswich — Arsenal 0-1 West Ham 18 2 9 7 22-30 13 Liverpool — Everton 3-2 Nottm. For. 18 3 6 9 15-24 12 Manch. City — West Ham 2-0 Blackpool 18 2 4 12 15-35 8 Southampton — Man. Utd. 1—0 Burnley 18 2 4 12 12-33 8 Tottenham — Newcastle 1—2 Wolves — Leeds 2—3 og leikurinti í 2. deild, sem var á getraunaseðlinum fór þannig aö Sunderland og Sheff. Utd. gerðu jafntefli 0—0. Óvenju mikið var því utn heimasigra á seðlinum — eða átta — þrír útivinningar og eitt jafntefli. Innbyröisieikur Liverpool liö- anna var skemmtilegur og í hálf- leik leit út fyrir sigur meistaranna, Everton, og staðan var 2—0. Aían Whittle og Joe Royle skoruðú fýr ir Everton. En i síðari hálfleikn- um tókst Liverpool mjög vel upp og skoraöi þrivegis. Fyrsta markið skoraði John Toshack og er það jafnframt fyrsta mark hans fyrir sitt nýja félag. Síðar jafnaði írinn Steve Heighway og rétt fyrir lok in skoraði bakvörðurinn Chris Lawler sigurmarkið, en þá Lawler sé bakvörður hefur hann mörg und anfarin ár verið meðal markhæstu leikmarvna Liverpool. Manch. Utd. og Tottenham, sem unrtu svo ágæta sigra í deildabik- amum á miðvikudag — og koma ’sennilega til með að leika til úr- slita i þeirri keppni, því þau dróg- ust ekki sáman í undanúrslitum, töpuðu bæði, sem er ósköp tákn- rænt eftir að hafa unnið sigra i bikarkeppni nokkrum dögum áður. Staðan í 1. deild eftir leikina á laugardaginn er nú þannig: Leeds Arsenal 19 13 5 18 11 5 1 36-14 31 3 35-15 27 Annars var aðalfréttin á Eng- landi í síðustu viku val Sir Alf Ramsey á 22 leikmönnum til und .irbúnings fyrir landsleikinn við Austur-Þjóðverja núna á miðviku- daginn. Þaö val var virkileg ,,bomba“ að áliti ensku blaðanna, því leikmenn eins og Bobby Charlton og Gordon Banks voru ekki vaidir. Charlton, sem er 33 ára, hefur leikið 106 landsleiki fyr ir England og er nú talið líklegt, að landsleikjasögu hans sé nú Jok- ið..g|tir..óyenju g 1 <■ si!egan ferii. en Banks, sem er 3] árs er enn a1- mennt talinn bezti markvörður heims. Hann sagði eftir að hann frétti um valið: ,,Ég á eftir að vinna sæti mitt aftur, Sir A’ltf“. Ramsey er mjög að „yngja“ upp landslið sitt og hefur áreiðanlega næstu heimsmeistarakeppni sem markmið. Allir markmennirnir, sem voru í enska landsliðinu i Mexikó í sumar, misstu stööur sín ar — ekki aöeins Banks heldur einnig Peter Bonetti og Alec Stepney — og einnig varnarleik- menn Everton Brian Labone og Keith Newton. En við skulum líta nánar á þennan 22ja manna hóp, því ég held að hann hafi ekki birzt hér í blöðunum. Markmenn eru Peter Shilton, Leicester, og Ray Clemence, Liver pool, báðir kornungir leikmenn um tvítugt. Varnarmenn eru Terry Cooper, Leeds, John Hollins, Chelsea, Emlyn Hughes, Liverpool, Norman Hunter, Leeds, Bobby Moore, West Ham sem jafnframt •er elzti maöurinn í hópnum, 29 ára, Aian Mullery, Tottenham, Poul Reaney, Leeds, David Sadler, Manch. Utd. og Tommy Wright, Everton. Framlinumenn eru Alan Ball, Everton, Colin Bell, Manch. City, Alan Clarke, Leeds, Geoff Hurst, West Ham, Brian Kidd, Manch. Utd., Francis Lee, Manch. City, Peter Osgood, Chelsea, Mart- in Peters, Tottenham, Joe Royle, Everton og Peter Thompson, en hann meiddist rétt eftir valið og kemur ekki til greina í landsliðið. Flestir leikmannanna eru frá Leeds eöa fjórir og almennt er tal iö, aö landsliðið á miðvikudag veröi þannig skipað. Shilton, Wrigth, Sadler, Moore, Cooper, Mullery, Ball, Peters, Lee, Hurst og Royle. En við skulum láta þetta nægja um landsliðið og líta aöeins á úr- slitin í 2. deild á laugardaginn. Bolton — Birmingham 3 — 0 Carlisle — Blackburn 1—0 Chalton — Cardiff 2—1 Hull City — Q. P. R. 1-1 Luton — Portsmouth 2 — 1 Millvall — Bristol City 2—0 Norwich — Leicester • 2—2 Orient — Watford 1—1 Oxford — Swindon 0—0 Sheff. Wed. — Middlesbro 3—2 Sunderland — Sheff. Utd. 0 — 0 Leicester City hefur enn forustu í deildinni meö 27 stig, en Luton Town er í öðru sæti með 25 stig. Þá koma Cardiff og Hul1 meö 24 stig og Sheff. Utd. 23 stig. Þrátt fyrir hinn góða sigur Charltons er liðiö enn í neðsta sætinu i deild- inni með 10 stig, en Blackburn hefur sömu stigatölu. Bristol City er meö 12 stig. —hsím. [■ i »nji iiiHi ii i j infuijii j 1.1.1) ^ii i > Bandaríkja- mennirnir með / hraðmóti / kvöld Bandaríkjamennirnir taka þátt i hraömóti í handknattleik í kvöld í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Hefst mótið kl. 20. Þarna leika fjögur lið, landslið Bandaríkjanna, Haukar, Víkingar og Gróttumenn af Seltjarnarnesi. Leikiö verður í 2x15 mínútur, fyrst tveir leikir, en sigurvegararnir í leikjunum svo til úrslita, en hin tvö liöin um 3. og 4. sætiö. Miklar framfarir USA — brátt fyrir 30:16 sigur ISLANDS íir Alf Ramsey — kom mjög á óvart meö vali sínu. lSLAND sýndi það í fyrri leikn- um við Bandaríkjamenn að það er enn herraþjóðin i sambandi við handknattleik. Sex mörk voru komin á töfluna áður en Kevin Serrapede svaraði með fyrsta marki USA, en þá fylgdu tvö önnur með, og afar slakur kafli íslenzka liðsins. Á 10. mín. skoraði ísland 6 mörk, en á 20 þeim síðari önnur 6 mörk, eða jafnmörk og Bandaríkjamennirn irnir, sem áttu allt of góðan að- gang að íslenzku vörninni. Raunar má þakka Hjalta Einars- syni, að ekki komu fleiri mörk, hann varói margt afbragós vel, en lét annaó fara í netið, sem ver var gert. í hálfleik var staöan því 12:6. Seinni hálfleikuriijn var mun þokkalegri hjá fslandi, þó alls ekki nema á köflum. Ég veit ekki hvað það er sem fær liðið til að hætta j að hugsa á stórum leikköflum, en eitthvað virðist vera að. Því mið- ur eru þessir kaflar allalgengir í leikjum okkar og reynast oft af- drifaríkir Landsliðsnefnd gaf 3 nýjum leik- mönnum kost á að koma inn á í leikjunum um helgina, þeirn Gunn- steini Skúlas., Sturlu Halldórss., Brynjólfi Markússyni. Einkum kom Gunnsteinn prýðilega út. En spum- ing er hvort ekki hefði átt að reyna menn eins og Ottesen- frændurna í KR. Þeir eru nú aðeins 17 ára, en Björn skorar sarnt 10 mörk gegn fílefldum karlmönnum. Hann verður líka á góðum aldri 1972, þegar OL fara fram, 19 ára. Hann hlýtur að vera einn þeirra, sem sterklega koma til greina þá, ekki satt? Sama er um markvörð Fram að segia, Guðjón Erlendsson, iafnvel fleiri. Bandaríkjaliðið sýndi annars mun betri leik nú. Liðið er í fram- för, það er staðr'eynd. Hins vegar er ekki víst að liðið nái mjög langt nokkurn tíma, þrátt fyrir ótak- mörkuð fjárráð. En þetta ætti að geta orðið góð „kveikja" fyrir bandarískan handknattleik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.