Vísir - 08.12.1970, Page 9
V í SIR . Þriðjudagur 8. desember 1970.
Ofnotkun orða hlýtur
að hvetja til andófs
— segir Einar Bragi Ijóoskáld
ÖLDIN er ljóðlistinni í ýmsu tilliti óhagstæð. Þetta er hávaða
söm öld. Þessi ofnotkun orða, svo sem í fjölmiðlum: útvarpi,
sjónvarpi blöðum, þar sem það er dagleg iðja fjölda fólks
að fara með orð með misjöfnum árangri að sjálfsögðu. —
Þetta hlýtur að hvetja til andófs. Og þetta er kannski skýr-
ingin á því, hve við erum hljóðlát, Ijóðskáldin. Við finnum
okkur knúin til þess að fara varlega með orðin. — Þetta er
kannski uggvænleg þróun, svo kynni að sýnast að loka-
punktur hennar yrði þögnin sjálf. —
/4 liltaf silæðast nokkrar ljóða-
bækur inn á „jólabókamark
aðinn” — þótt sí'fellt sé á því
hamrað, hve lítið seljist af þeim
og ‘hve íslendingar lesi litið ljóð
nú orðið. — Meðal þess sem for
vitnilegt kann að þykja í þess
ari yfirlætislausu útgáfu, er ný
ljóðabók éftir Einar Braga, „1
Ijósmáiinu” — Einar Bragi er
einn þeirra manna, sem eitt
sinn voru kaillaðir vond skáld, af
því þeir byrjuðu að yrkja án
ríms og ljóðstafa, formbyltingar
menn og atómskálld. Einn þeirra
manna, sem ekki gat sjóazt
fyrir austan, síðan sendur tíl
mennta í Reykjavík, þaðan hef
ur hann svo farið víða um lönd
til aö nema bókmenntir og list-
ir. — En blaðamaður Vísis hitti
hann heima í tvflyftu húsi á
Bjarnarstíg, einni af þessum
þorpsgötum í miöri Reykjavík.
— Ég held að ekki sé hægt
að segja með réttu aö fólk lesi
lítið Ijóð. Ég held að ungt fólk
lesi miiklu meira ljóð heldur
en var þegar ég var ungur, seg
ir Einar Bragi, þegar við höfum
tyllt okkur í stofu yfir kaffi-
bolla og glasi. — Ungt fólk yrk
ir líka mikið. — Það sést bezt
á því, hve ótrúlega margar ljóöa
bækur koma út á þessu ári —
eftir komunga höfunda. Sama er
uppi á teningnum, þegar litið er
í skólablöð. í skólunum virðist
vera fólk, sem heldur uppi bók
menntaumræðu, bæði í ræðu og
riti. — Ég átti þess kost að kynn
ast þessu lftillega fyrir
skemmstu, þegar ég var ásamt
öðrum beðinn að koma og lesa
upp og spjalla um skáldskap
hjá menntaskólanemum. Það var
skemmtileg reynsla. Þetta unga
fólk er svo opið og' einarðlegt.
Mér fannst þetta fólk vera miklu
bókmenntasinnaöra heldur en
minn ágæti árgangur í skóia þar.
Þó var ég í fremur bókmennta-
sinnuðum árgangi.
TVTútímaljóðlist á kannski ekki
^ ’ eins mikinn hljómgrunn
meðal eldri kynslóðarinnar. Fólk
sem aliö er upp við rímuðu ljóð
in er eðlilega fastheldið á þau.
— Svo á það misjafnlega erfitt
meö að átta sig á nýjungum. —
En ég held að komi ekki nokk
ur bók út, sem ort er í sama dúr.
Það er annað sem veldur að
mér finnst bærilegra að vera
ljóðskáld: Fölk sættir sig við
orðinn hlut. Hér áður óðu menn
fram á bægslunum, og þar á
meðail ýmsir mætir menn, þeg
ar þessi atómskáld voru að gefa
út sínar fyrstu bækur. — Nú er
talað um ljóðlist af meira jafn
aðargeði, rætt um þetta eins og
hverja aöra bókmenntafræðilega
staðreynd. Það liggur við jafn-
að manni finnist stundum
að okkur bessum eldri fufltrúum
þessarar ljóðagerðar sé sýnd full
mikfl respekt.
þú varst um skeið formaður
rithöfundasamtakanna, Verð
ekki slíkt veraldarvafstur
ur
hvað hefur áunnizt, hlýtur það
líka að koma mér til góöa. Ég
er hins vegar vonlítilil um að
sú hafi orðið raunin, nema þá
ef vera skyldi að höfundar
fyndu betur þörfina fyrir að
þjappa sér saman. Rithöfundar
eru ekki komnir lengra í sinni
kjarabaráttu, að þeir hafa ekki
fengið viöurkenningu fyrir því'
aö þeim beri laun fyrir sín störf
þótt hins vegar sé það viður-
kennt, í orði kveðnu að minnsta
kosti, að þeir vinni þjóðfélaginu
gagn. Þeir sem vinna algeng
störf, svo sem tii dæmis að
— Ljóðskáld finnur sig knúiö til þess að fara varlega
með orð.
— Ungt fólk les miklu meira ljóð en áður var.
— Menn eru hættir að ganga fram á bægslunum yfir
órímuðum Ijóðum.
— Rithöfundur hefur ekki hlotið viðurkenningu á að
honum beri laun fyrir sitt starf.
— Pop — verkar á mann eins og viðbót við skvaldur
aldarinnar.
lamandi fyrir skáldskapinn?
— Það stóð skamman tima,
þar hafa aðrir lengur og betur
að unnið. Því er hins vegar
ekki að leyna að þetta er mikið
starf. Ég hafði nóg að gera ölium
stundum, meðan það stóð. —
Sannleikurinn er sá að aðstaða
rithöfunda hér á landi er fyrir
neðan allar hellur. Ég get þó
ekki verið að barma mér. Ef eitt
hreinja götur fá viðurkenningu
vinnuveitandans á að þeim beri
laun fyrir sín störf og í krafti
samtakamáttarins knýr hann
fram mælikvarða á, hvað honum
beri fyrir það sem hann er að
gera.
Við getum tekið dæmi af með
al'bók — sem selzt sæmilega,
segjum í 1500 eintökum — á 500
krónur eintakið eða afls 750.000
kr. Af því fara minnst 20% eða
150 þúsund til bóksalans. Fram
leiðslukostnaðurinn er varla und
ir 300 þúsundum. Þá eru eftir
300 þúsund, sem hugsanlega
gætu komið til skipta milli út-
gefanda og rithöfundar. Gerum
ráð fyrir að höfundur hafi kom
ið ár sinni vel fyrir borð og
fái helming þessarar upphæðar
í sinn hlut.
Góðum höfundi er ekki hægt
að ætla minna en tvö ár til þess
að skrifa eina bók. Það heyrir til
undantekninga, ef menn sem
fást við ritstörf af einhverri al-
vöru, koma út bók oftar en ann
að hvert ár. — Ef við ætlum
rithöfundi sæmileg laun, eða
svona á borð við gagnfræða-
skólakennara, ætti hann að hafa
600 þúsund fyrir þetta starf sitt.
Þama vantar sem sé upp á 450
þúsund, sem alls ekki er innifal
ið I bókarverðinu og ekki gert
ráð fyrir að hann fái nokkru
sinni. Það skal viöurkennt að
no'kkuð er gert af hálfu ríkisins
til þess að leiörétta kjör lista-
manna, meðal annars með lista
mannalaunum. Ef við svo gerum
ráð fyrir að höfundurinn, er við
tökum sér sem dæmi, sé í efra
filokki listamannalauna, hefur
hann þar 150 þúsund á þessum
tveimur árum. Eftir eru samt
sem áður 200 krónur af hverju
-iweintaki sem,ikaupandinn fær að
. gjðf af laununj rithöfundarins.
'Mfloö -áf þfessúm bókum er
keypt af opinberum aðilum, eins
og tíl dæmis Reykjavíkurborg og
bæjarfélögum, sem ekkert hafa
gert til þess að endurgreiða höf-
undinum það sem honum ber.
— Hins vegar er ekki hægt að
hækka verð á bókum. Hér yrði
þá ólýðræðisiegra lestrarfyrir-
komulag. Það sem vangoldiö er,
verður að greiðast af opinberu
, fé. — Hvað er ekki gert við land
búnaðarvörur?
U eta íslenzkir rithöfundar
keppt við allt það sem þýtt
er af bókum, kannski með litlum
tilkostnaði? Og ættum við að
koma upp gæðamati á íslenzkar
bókmenntir?
— Sjálfsagt væri hægt að
koma upp siíku mati á bók
menntir eins og hvað annað. —
Það eru algeng rök að það þýði
ekkert að bjóða fólki nema það
sem lélegt er, hvort heldur eru
bækur eða kvikmyndir, annað
seljist ekki. Á þessu hafa kvik
myndahúsaeigendur klifað í sí-
felilu. — En hvaö gerist svo, þeg
ar Háskólabíó, þessi menningar
stofnun Háskólans fæst loks til
íþess að sinna frambærilegri
kvikmyndalist? Raunin verður
sú að endurtaka verður mynd
irnar mánudag eftir mánudag.
— Hvernig verkar pop-menn
ingin á skáidskapinn?
— Hún orkar ekki inspírer
andi. Megnið af þessu verkar
einungis á mann eins og viðbót á
þetta skvaldur aldarinnar. Ef-
laust leynast innan um mörg
ágæt poplistaverk og það hlýtur
að vera, en þeirra gætir lítið í
öllu flóðinu. Þetta er svinað og
gerist í öðrum listum, svinað og
er að gerast í myndlist hér á
landi. — Og fjöimiðlunartæki
virðast ligvia a'ven marflöt fvrir
þessu. Sumir fjölmiðlar virðast
engan greinarmun gera á góðri
list og gervimennsku. —JH
riSIBSIW
Finnst þér kaupmáttur
launa binna meiri nú en
hin síðari árin?
Steinn Karlsison, lögregluþj. nr.
126: ,,Nei, eins og stendur finnst
mér hann minni en þegar ég
byrjaði í lögreglunni fyrir þrem
ur árum. — En kannski það lag
ist með staif'smatinu.“
Örlygur Eyþórsson, verzlunarm.:
„Tja, eftir niðurgreiðslurnar á
matvörunni finnst mér þetta
hafa lagazt, já.“
Sigurjón Andrésson, vöruaf-
greiðslumaður: „Ég held, að
hann . hafi aldrei — eða að
minnsta kosti ekki lengi — ver
ið eins lítill og núna.“
Sveinbjörn Zophoníaisson, inn-
heimtumaður: „Mér finnst hann
minni núna en í fyrra. — Þó hef
ég ekki reiknað til fuillnustu,
hvaða áhrif þessar síðustu lækk
anir hafa á heimilishaldlð hjá
mér. En við erum aðeins tvö,
og' þurfum ékki mikið í mjólk
eða matvöru tiil heimilisins."
Hh
Þorsteinn Kjartansson, frá
Svelgsá í Helgafeiflssveit: „Einn
stýrisarmur í jeppann minn
kostar mig núna einn lambs-
skrokk og áttatíu krónum betur.
Það er aðeins lakari útkoma fyr
ir mig — en áöur en vfir höfuð
talað finnast mer kjórtn svipuð
— nema olíukaupin sem eru
mikið óhagstæðari.“
)