Vísir - 11.12.1970, Side 9
VÍSIR . Föstudagur 11. desember 1970.
9
hans lagöi af stað frá Kreml fór
i samband sérstakt umferðar-
Ijósakerfi, sem stöðvaði alla
. aðra umferð á haefilegum tima,
svo einræöisherrann kæmist á-
fram á skotheldri biifreið sinni,
án þess að þurfa að nema stað
ar, og var jafnan sérstök lög-
regluvarzla meðfram leiðinni.
Ýmsat aðrar vililur eru í bók-
inni, sem að visu mætti af-
saka með skeikulu minni, eins
og þegar sagt er að Nadezdja
kona Stalins hafi verið í boðum,
eftir að Krúsjeff var orðinn
•flokksstjórnarritari í Moskvu.
En hún hafði framið sjálfsmorð
ári áður en hann hlaut þá stöðu.
Þetta ásamt fjölmörgu öðru
viröist sýna að það sé útilokað,
að Krúsjeff haifi sjálfur skrifað
þessa bók. Þar fyrir er þó ekki
sagt, að bókin sé einskisverð,
því að aftur er margt, sem bend
ir til að höfundur hafi verið ná-
kunnugur Krúsjeff. Hafa ýmsar
kenningar verið á lofti um það
hvemig handritið sé til komið
og hver sé höfundurinn.
Á það hefur verið bent i
þessu sambandi, að Krúsjeff
muni hafa talað sundurlausa
minningarpunkta inn á segul-
band og gæti hugsazt, að ein-
hver hefði komizt yfir þau segul
bönd, en síðan skáldað í eyðurn
ar. Sé þetta undirstaðan, þá er
einna helzt talið, að handritið
sé runnið undan rifjrnn tengda
sonar hans, Adsjúbei, sem forð
um var ritstjóri Izvestija en
kona Adsjúbeis og dóttir Krús-
jeffs kom m.a. einu sinni í
heimsókn hingað til íslands. —
Einnig væri hugsanlegt, að ein-
hverjir starfsmenn rússnesku ör
yggis'lögreglunnar KGB hefðu
komizt í þessar spólur og séð
þar möguleika til gróðavonar.
'p’n auk þess berast böndin að
samningu bðkarinnar að
rússneskum manni, sem hefur
verið nokkurs konar leynilegur
sendiboði og útbreiðslumaður
fyrir margvíslegt eldfimt rit-
mál frá Rússlandi. Maður þessi
heitir Victor Louis og hefur aðal
lega starfað að ýmiss konar þýð
ingum. Hann þýddi til dæmis
söngleikinn My Fair Lady á
rússnesku og hefur hann verið
sýndur víðsvegar í Sovétrikj-
unum í þýðingu hans við mjög
góðar undirtektir. Ennfremur
þýddi hann á sínum tíma til út
gáfu í Rússlandi Dagbók Önnu
Frank. Þá leikur grunur á að
hann hafi dreift ritum Soisénit
síns ti'l Vesturlanda.
Nú hefur það veriö riifjað upp
að Victor Louis var á sínum
tíma nákominn kunningi Krús-
jeffs. Ýmsir blaðamenn, sem
störfuðu við fréttaritun í
Moskvu á vaidatíma Krúsjeffs
minnast þess, að hann gat þá,
hvenær sem á þurfti að halda,
aflað hinna merkustu upplýsinga
og yifiriýsinga frá Krúsjeff.
Þánnig er Victor Louis einn af
önfáum mönnum, sem hugsan-
legt er að gætu hafa sikrifað
þessa bók. Þaö er vel hugsanlegt
að hann hafi á sinum tíma átt
löng persónuleg samtöl við Krús
jeff og l'átið hann rif ja upp ýmsar
minningar sínar. Þannig má
segja aö bókin sé ekki alveg
einskis virði Gallinn er aðeins
að það verður örðugt að meta,
hvað sé frá Krúsjeff komið og
hvað frá hinum leynilega höf-
undi hennar. En óvenjulegar að
stæður í Rússlandi, leyndin yf-
ir stjómarathöfnum, veröur
þess valdandi að höfundurinn
þorir ekki að kannast við hana.
Það versta er að svo lítur
út sem birting bó'karinnar komi
hart niður á aumingja Krúsjeff
par sem hann situr á friðarstóli
í eftirlaunum sínum. Hann er
sagður hafa fengið hjartaáfail.
Þorsteinn Thorarensen.
Ljóðl istin rýrnandi þátt-
ur í þjóðmenningurni
— segir Jóhannes úr K'ótlum við útkomu
sinnar 20. bókar
□ Ég hallast meira og meira að því að hafa þetta
einfalt og auðskilið, segir Jóhannes skáld úr
Kötlum, þegar Vísir hitti hann snöggvast að máli
í annarri viku jólaföstu, þegar við fréttum að von
væri á nýrri ljóðabók eftir hann. Þetta er 20. bók
Jóhannesar, þegar barnaljóðin, sem flestir þekkja,
eru talin með. Hún ber nafn af vaxandi og minnk-
andi tungli: „Ný og nið“. — Jóhannes hefur sem
kunnugt er jafnan vakið athygli og stundum furðu
með hverri nýrri bók. Hann er hvort tveggja hefð-
bundið skáld og atómskáld. Hann er þjóðskáld
og stundum hálft í hvoru hulduskáld. Og sífellt er
hann að gera menn hissa.
llTann hefur ekki byrjað efni-
lega fyrir mér áttundi tug-
urinn, segir Jóhannes, því ég
hef ekkert getað ort á þessu ári
vegna kr'ankleika. Það sem
kemur út í þessari bók, er sam-
tíningur af ýmsu efni. Ljóðin
hafa þó aldrei komið í bók áður.
Fyrsti flokkur bókarinnar hefur
raunar birzt i tímariti Máls og
menningar, „Óöur um oss og
börn vor“.
Aðalkbfli bókarinnar eru ein-
tóm smáljóð um hin og önnur
efni og ég kalla þau: „Mörg
var sú kveðandin smá“. Þriðji
'kafli bókarinnar ber nafniö
„Fimm hugvekjur úr Dölum“.
Síöan kemur kafli sem ég kalla
„Inn milli fjalla". Það eru aðal-
lega endurminningar úr Þórs-
mörk og þess háttar. Loks er-
svo kafli meö ljóöaþýðingum
eftir israelska ljóðskáldið' Nelly ■
Eg þekki svo lítið til þessarar popaldar, sem nú virðist hafa
yfirtekið á ótrúlega stuttum tíma, segir Jóhannes.
Sachs, sem lengst af dvaldi í
Svíþjóð, en þangað flýði hún
frá Þýzkafandi í stríðsbyrjun. —
Þessar ljóðaþýðingar bera nafn-
iö „Glóandi gátur“,
17ru þetta órímuð ljóð, minna
kannski á einhverjar fyrri
bækur þínar?
—Meirihlutinn er jú órímuð
ljóð, rriyndi kannski helzt verb
f ætt við Sjödægru sumt af því.
□ Hneigist meira að
því að hafa þetta
einfalt
□ Ungt fólk hallast
að atómkveð-
skapnum
□ Tónskáldin of lin
við að semja tón-
list við órímuð ljóð
□ Uppreisn, sem veit
ekki hvað hún vill
U », í A
U— Finmft'þór áhugi ú'ijóðlist
og ljóðalesning fara minnkandi?
Allténd lærir fólk ljóð ekki
utanað líkt og áður?
— Það hverfur með rímuðu
ijóðunum. — En það lítið unga
fólkiö sinnir ljóðlist, haltest það
að atómkveðskap. Annars er
dálítið erfitt að skiigreina atóm-
kveðskap. Sumir vilja að þetta
nái yfir öll órímuð ljóð, sem
mér finnst fráleitt. — En nýi
kveðskapurinn hefur ekki náð
til fólksins eins mikið og rím-
uðu ijóðin gerðu. Þess ber að
. gæta 'að fólk hafði lítið við að
vera áður. Nú er tii svo margs
að hverfa.
Tjað er til dæmis miklu minna
sungið af kvæðum en áð-
ur var. Þetta fór svo mikið shm-
an söngur og ljóð. Tónskáldin
hafa Iíka verið ákaflega lin við
að nota órímuö ljóð til að
• emja við lög. — Þetta er alLt
hí> verða einhver pop menning,
bæöi í ljóði og tónlist.
— Heldurðu aö atómljóðið sé
að ganga sér til húðar og von
sé á einhvers konár formbreyt-
ingu?
—Mér finnst það liggja í
loftinu. Ég veit satt að segja
ekki hvaða form myndi henth.
— Þaö er mikil hreyfing á unga
fólkinu, greinilegt gímald milli
kynslóða og erfitt um samleið.
Ljóðlistin virðist vera sírým-
andi þáttur í þjóðarmenning-
unni. Aðrar greinar taka t'ar
við. Ég þekki ekki til þessarar
popöldu, sem nú er að yfirtaka
allt á ótrúlega stuttum tíma.
— En mér stendur stuggur af
úmsu í fari þess'arar nýju hrær-
ingar. Það virðist ekki ljóst að
hveriu unga fóikið stefnir, ber
svo mikiö á anarkiskum tii-
hneigingum. — Þetta er eins
og unoreisn, sem veit ekki hvað
hún vill. — Og þaö fer að
verða dálítið erfitt að átta sig
á hlutunum.
TÍSBSm:
— Eruö þið að hugsa um
að hætta að reykja?
Emanúel Cilia, heildsali: „Já.
ég hef alltaf ætlað mér það, og
nokkrum sinnum reynt það, en
... ekki tekizt! En nú ætla ég
að herða mig upp“.
Guðmundur Ársælsson, póst-
maður: „Nei, ég hef ekkert hugs
aö mér það“.
Kristján Ingimundarson, blikk
smiöur: „Ég ER hættur! Hætti
um s'íðustu hvítasunnu upp úr
slgarettuleysi . . . já, mig vant-
áði sígarettur, þar sem ég var
um hvítasunnuhelgina, og það
endaði með því, að ég fékk. mér
þær aldrei. Steinhætti, eftir að
hafa reykt f 10 ár“.
Dagmar Gunnarsdóttir, verzl-
unarmær: „Nei, ég er ekkert aö
hugsa um þ'að, og ég fer ekkert
eftir því, þótt reynt sé að hræða
mann“.
Anna Viihjálmsdóttiiv söng-
kona: „Ó minnstu ekki á það...
Ég get ekki hætt. Einu sinni
reyndi ég það, og ég ber það
ekki við aftur“.
Jóhánn Pálsson, augiýsinga-
teiknari: „Ekki í bráð — býst
ég viö. En ég hef mikið hugsað
um þ(að“.
991