Vísir


Vísir - 11.12.1970, Qupperneq 16

Vísir - 11.12.1970, Qupperneq 16
 11 kindur brunnu inni í fjárhúsum á Akureyri ELLEFU kindur brunnu inni í fjárhúsi á Akureyri í gær- kvöldi, þegar fjárhús og |Kartöflugeymsla eyðilögðust í eldsvoða. Tókst þó að bjarga 14 kindum úr brunan- um og heyStabbi, sem var last við fjárhúsin, slapp án skemmda. Eigandi fjárins, Jónas Jóhann- esson, Aftalstræti 74 á Akureyri, var að gefa því í gærkvöldi um kl. 22, en hafði féð í fjárhúsi nokkru sunnan við bæinn, rétt neðan við Naustaveg. Var Jón- as að leysa hey og flytja inn í húsið fyrir féð, og hafði hjá sér olíulukt til lýsingar. Talið er, að eldurinn hafi brot izt út við þaö að luktin hafi dottið um koll, en Jónas vissi :j varla fyrri til en logarnir voru orðnir óviðráðanlegir. Slökkvi- liði var strax gert viðvart, en . fjárhúsih voru alelda, þegar þaö kom á vettvang. Tókst aðeins að bjarga út 14 kindum af 25, ; sem í húsinu voru, en hins veg- ar varð heystabbanum bjargað. Við fjárhúsin var einnig kartöflugeymsla, og eyðilagðist hún ásamt nokkrum kartöflu- birgðum, sem ekki er þó vitaö, hvað voru miklar. — GP Hiðurröðunin erfið Við vonum víst allir, að samn- ingarnir geti orðið tilbúnir um helg- ina, en þetta reynist alltaf meiri vinna en búizt hafði verið við, þannig að ekki er rétt að slá neinu föstu til að vekja ekki upp vonir að ástæðulausu, sagði Guðjón Bald- vinsson, ritari BSRB, í viðtali við Vfsi í morgun. Samningamir verða ekki tilbúnir fyrr en búið er að undirrita þá af beggja hálfu og þótt aðeins sé eftir að raða niður hluta af starfsheitum í launaflokka er aldrei að vita, hvað getur gerzt. Þessi niðurröðun er viðkvæmt mál, sagði Guðjón. — VJ DAGAR TIL JOLA Hundavinir meb undirskriftir á 5. þúsund manna: Vilja fá hunda sína hreinsaða — og frest til oð fjarlægja þá ef svar borgarrábs verbur neikvætt ■ Einn fulltrúi hundavina, Gunnlaugur Briem mynd- Iistarnemi, gekk á fund borgar- stjóra í morgun og afhenti hon- um undirskriftir á fimmta þús- und Reykvíkinga, sem fylgjandi eru hundahaldi. Jafnframt bað Gunnlaugur borgarstjóra um frest á útrýmingu hunda — þ. e. ef úrskurður borgarráðs verður neikvæður í garð hunda og hundavina þann 17. n.k., er mál- ið verður tekið fyrir. f Vill Gunnlaugur biðja um frest- inn til handa eigendum hunda, svo þeir geti komið þeim fyrir í sveit, eða annars staðar. Einnig fara hundavinir fram á, að yfirvöld verði hundaeigendum innan hand- ar með að hreinsa hundana nú um áramótin, „hvort sem úrskurður borgarráðs verður neikvæður eöa ekki“, segir Gunmlaugur Briem, og í öðru lagi vilja hundavinir fá yf- irvöld til að vera sér innan handar ef hundur týnist, þannig að fólk þori að snúa sér til lögreglunnar og biðja um aðstoð við leit. f þriðja lagi fara hundavinir fram á dýra- vemd — þannig að hægt verði að kæra hundaeiganda fyrir illa með- ferð á hundi hans, ef ástæða þyk- ir til. ' — GG Viðamestca verk- efns sjónvarpsins Galdra-Loftur sýndur annan dag jóla Viðamesta verkefni, sem sjónvarp ið hefur ráðizt í til þessa er Galdra Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson, sem sýndur verður annan dag jóla. Undirbúnmgur þessarar upptöku hefur staðið undangengna tvo ntán- uði, en hennj er nýlokið. Hörður Ágústsson skólastjóri og starfsfólk Þjóðminjasafns var haft tíl ráðu- neytis um gerð leikmyndar og hún inga ,en hvort tveggja er verk Bjöms Bjömissonar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Galdra-Loftur hefur verið sýnt flestum íslenzkum Ieikritum oftar á leiksviði sem kunnugt er. Aðal- hlutverkin í þessari sjónvarpsgerð leiksins, Ieika Pétur Einarsson (Galdra-Loft), Kristbjörg Kjeld (Steinunni), Valgerður Dan (Disu), Þorsteinn Gunnarsson leikur Ólaf. Biskupinn leikur Baldvin Halldórs- son, ráðsmanninn, Jón Sigurbjöms- son, blinda ölmusumanninn Brynj- ólfur Jóhannesson. — JII Fjárlög hækka og hækka enn Fjárlagafrumvarpið var í gær samþykkt við 2. umræðu í Samein- uðu þingi, og er nú eftir ein um- ræða, áður en það veröur endan- lega samþykkt. Otgjöld frumvarps- ins hafa vaxið frá degi til dags í meðferð þingsins. Fjárveitingar til bygginga barna- og gagnrræðaskólá hafa verið hækkaðar um 151 milljón, og framlög til annarra skólabygginga hafa hækkað tals- vert. Hækkuð hafa verið framlög til sjúkrahúsbygginga og hafnar- gerða, til íþrótta og menningar- mála. Enn hefur ekki verið unnt að taka tillit til þeirra miklu hækk- unar, sem verða mun á tölum frumvarpsins vegna kauphækkunar opinberra starfsmanna, þar sem ekki hafði veriö gengið frá sarnn- ingum. Er þess að vænta, að niður- staða liggi fyrir áður en frumvarp- iö kemur til 3. pmræðu, og verði unnt aö samþykkja fjárlög fyrir jól. Fjölmargar tillögur til hækkunar bíða 3. umræðu. — HH Daglegir samningafundir í Straumsvík m Daglegir samningafundir hafá verið haldnir undanfarið með fulltrúum launþegafélaganna, sem eiga félaga í vinnu við álbræðsluna í Straumsyík og fulltrúum íslenzka álfélagsins. Eins og Vísir hefur áð- ur skýrt frá voru samningar lausir hjá verksmiðjunni 1. desember. Launþegafélögin sendu ISAL kröfur sínar sameiginlega í byrjun i nóvember, en auk þess mun eitt- hvað hafa verið um sérkröfur af hálfu félaganna. í sameigintegu kröfunum er aöeins gert ráö fyrir 10% grunnkaupshækkun, en þess má geta, aö ISAL hækkaði laun starfsmanna sinna af sjálfsdáðun um 17% þegar almennu kjara- samningamir voru gerðir í júní. Auk grunnkaupshækkunar fara fé- lögin fram á vinnutímastyttingu, aulmingu orlofs og orlofsfjár, starfsaldurshækkanir, aukin veik- indafri, hærri tryggingabætur, auk- ið atvinnuöryggi eftir slys eða veik- indi með hugsantegri endurmennt- un og útvegun vinnufatnaóar. Ýms ar aðrar kröfur eru gerðar, sem eru fyrst og fremst orðalagsbreytingar á ákva.'ðum fyrri samninga. —VJ Drengir stabn- ir ab innbroti Tveir unglingspiltar, 12 og 14 P ára að aldri, voru staðnir að verki | við innbrot í vinnuskúr í Vatna- | görðum í gærkvöldi, en komið var | að þeim, þar sem þeir höfðu brot- I izt inn í skúrinn. — Höfðu þeir | tekið til dót, sem þá munaði i, r? og sett það i noka til þess að hafa ff á brott með sér. Vaktmaður er hafður í Vatna- görðum, og varð hann mannaferða var í gærkvöldi og gerði lögregl- | unni viðvart en hún kom á stað- j inn í tæka tíð, til þess að grípa ' drengina í miðju kafi. í fyrrinótt var einnig brotizt \ inn á þessum slóðum, og var þá j farið inn i tvo vinnuskúra. — GP 6ANIRSÝNA " / SMJÖRI Við nýlegar rannsóknir á mjólkurfitu smjörs hefur ekki fundizt efnið Hexacid (Lindan), sem notað er til sauðfjárbað- ana. Þetta segir í fréttatilkynn- ingu frá Rannsóknarráði ríkis- ins. í skýrslu, sem ráðið lét gera fyrir nokkru segir að í nokkr- um sýnum mjólkurfitu smjörs Wafi verið það mikið af efninu Hexacíd, að það nálgaðist það, sem varhugavert er talið til manneldis. Rannsóknum á þessu atriði sé hvergi nærri lokið. Efnið hafi fundizt í örfá- um og ein'angruöum sýnishom- um, sem tekin voru fyrir all- löngu, en seinni athuganir hafi ekki gefið slíkar niðurstööur. í skýrslunni segir: „Annað hvert ár eru flutt inn úm 12 tonn af efni, Lindan (Hexacfd), sem notað er til böðunar sauð- fjár og er allsterkt eyðingbr- efni. Fyllsta ástæða er til að rannsaka, hvað um þetta efni verður, þegar það hefur verið notað, hvort því er til dæmis einf'aldlega veitt beint út í næsta læk eða á, þar sem það gæti gert skaða.“ —HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.