Vísir - 04.01.1971, Síða 1

Vísir - 04.01.1971, Síða 1
Á GRÍMSSTÖÐUM SEGJA MÁ, að fimbulvetur sé á landinu sem stendur, en frostiö mældist 26 stig á Grímsstöðum á Fjöllum í morgun. Þá var 22 stiga frost á Staðarhóli i Aðaldal og á Hveravöllum, en 17 stiga frost á Akureyri og nokkrum öðrum stöð- um á vestanverðu Norðuriandi. í Reykjavík var 8 stiga frost klukk- an níu í morgun en mesta nætur- frostið mældist 9 stig. Páll Bergþórsson veðurfræðingur skýrði blaðinu frá þvi í morgun, að Vestan til á Norðurlandi og inn til landsins væri logn og heiðskírt og hörkufrost. Bjóst hann við áfram- haldandi frosti um landiö næsta sólarhring, en að drægi heldur úr vindi. Ekki vildi Páll spá lengra fram í tímann, en í morgun var veðurskipið India statt 500 kíló- metra suður af landinu í sunnan átt og 8 stiga hita. „Þama eru hita- skil, en þessi skil berast mjög hægt að Iandinu,“ sagði Páll. Þá taldi Páll, að íshraflið, sem barst meö vestanátt upp að Vest- fjörðum hlyti að vera mjög lítið. Hefði það horfið frá Hörnströndum í gær og einstaka jakar, sem voru í gær úti af mynni ísafjarðardjúps, hefðu eflaust verið á leið frá landi. Hins vegar sagði Páll að ís heföi aukizt töluvert við Jan Mayen að undanförnu og ta'di hann aö sú aukning stafaði liklega mest af ný- mynduðum ís i vetur. —SB Og svo sló klukkan 12 slög. 1970 var liðið og síðan skrifa menn 1971 — „Og nú fær tappinn að fjúka úr kampavínsflöskunni!“ sögðu þau þessi, sem ljósmyndari Vísis hitti á áramótadansleik í Glaumbæ. 66 fórust á knottspyrnu- leikvungi - sjá bls 3 og 5 Saksóknarí höfðar mál gegn stýrímanni Steinunnar gömlu er ákærður fyrir að hafa sigli niður bát með 3 m'ónnum ÞINGFEST var nýlega í siglinga- dómi mál, sem ákæruvaldið hef- ur höfðað á hendur stýrimanni vélbátsins Steinunnar gömlu. En eins og menn muna vöknuðu um það grunsemdir í sumar, að .Steinunn gamla hefði siglt tk trillubátinn Ver um 2 mílur suð- ur af innsiglingunni í Sand- gerði 16. maí, en af trillubátn- um fórust tveir menn, hinn þr.'ji komst af. Ýtarleg rannsókn fór fram fyrir sjódómi Gullbringu- og Kjósar- sýslu og á grundvelli hennar hefur saksóknari ríkisins höfðað mál á hendur stýrimanni Steinunnar, — sem fór meö stjórn hennar á þeim tíma, sem slysið er talið hafa gerzt. Krefst ákæruvaldið þess, að stýri- maður verði dæmdur fyrir brot á 215. gr. hegningarlaganna, sem tekur til manndráps i gáleysi fram ið, og fyrir brot á 85. gr. sjðmanna ganna, sem fjallar um brot í starfi. Viðurlög við broti á 215. gr. hegningarlaganna geta varðað allt frá fjársektum upp í 6 ára fangels isvist. Eins og menn muna báru skip- verjar Steinunnar gömlu það, að þeir hefðu aldrei orðið neins þess varir, sem benti til þess að bátur- inn hefði lent í árekstri. Pilturinn, komst lífs af trillunni, bar það hins vegar, að trillan hefði ver ið sigld niður af Steinunni gömlu. Við rannsókn á vélbátnum fund- ust á bógi hans ákomur, sem gátu hafa stafað fi*á árekstri. Imönnum, fjórum mönnum sérfróö- um um siglingamál og fonmanni sem er HCákon Guðmundsson, yifir- borgardómari. — GP Síðustu farþegarnir komu kl. 3 í nótt Miklir flutningar stóðu yfir milli Akureyrar og Reykjavíkur f gær- kvöldi og fram á nótt. Flutti Flug- félagið farþega frá Akureyri til Reykjavíkur og öfugt, en í gær biðu á fimmta hundrað manns á Akureyri eftir flugfari til Reykja- víkur. Hefur mörgum orðið tafsamt að komast heinian frá sér í skóla eða á vinnustaö f öörum landshlut- um eftir nýárið, en misviðrasamt í hefur verið og flug tafizt. Hliðarvindur varð til þess í gær að ekki var hægt að fljúga til Akur- eyrar fyrr en klukkan að ganga níu um kvöldið, þá voru famar fjórar ferðir tii Akureyrar og komu siöustu farþegamir frá Akureyri hingað klukkan rúmlega 3 i nótt. Voru fluttir 270 manns frá Akur- eyri f gær með þessum ferðum, en 160 manns norður. 1 dag eru áætl- aðar þrjár ferðir og að hægt verði þá að flvtja bá sem eftir urðu og bíða eftir fari. í gær var hægt að fljúga til Isafjarðar en þangað voru fiognar fjórar ferðir. Aðrir farþegar á Akureyri tóku sér far með Tyggva Helgasyni f gærdag en hann flaug tvær ferðir frá Akureyri. —SB Brssuzt inn og stul snumnvél Brotizt var inn í ibúð á Grens- ásvegi á nýársnótt og háfði þjófur- inn þaðan á brott með sér fatnað, skó o. fl:, og meðal annars Pfaff- saumavél i grárri tösku. Lögregi- an hafði Uppi á þjófnum, sem gat skilað mestöllu þýfinu, en ekki saumavélinni, því að hama bafði hann látið leigubílstjóra hafif í pant fyrir greiðslu vegna ökuferð ar. Lögregian biður nú leigubíl- stjórann að gefa sig fram með saumavélina. — GP FYRSTA BARN ÁRSINSI Fyrsta barn ársins var stúlka, sem fæddist 70 mínútum eftir a5 nýja árið var gengið í garð. Hérna sjást móðirin Bergrós Hilmars- dóttir og dóttirin, báðar ákaflega ánægðai með sig. Hvorki meira né minna en sex börn fæddust á Fæðingar heimili Reykjavíkur fyrsta dag ársins og einnig fyrsta barn ársins, en á gamlársdag var þar tíðindalítið og engin fæðing skráö. Fyrsta bamið fæddist kl. 01.10 á nýársnótt og var bað lítil stúika. Hún er dóttir 16 ára móður, Bergrósar Hilmars dóttur og unnusta hennar Þor- steins Svavarssonar. Vísir hafði tal af þeim mæðg unum á Fæðingarheimilinu og voru Bergrós og hjúkrunarkon- an sammála um, aö fæðingin hefði gengið liómandi vel. Bergrós var ljómandi af á- nægju með litiu dótturina og hin ánægðasta yfir að það skvldi verð? stúika. ,.r>að sögðu mér margir að þetta yrði stelpa það var svona ágizkún“ Svo kvöddu blaðamaður og Hósmyndari þær mæðgur, en mamman hefur i huga að klára fjórða bekk í gagnfræðaskóla í vor, og ekki verður þess Iangt að bíða að sú litla hefji sína skólagöngu. Á Fæðingarheimilinu voru skráðar 975 fæðingar á árinu, sem em færri en í fyrra en á Fæðingardeildinni var skráð 1191 fæðing, en bamafjöldann er eftir að telja á báðum stöð- um. — SB c

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.