Vísir - 04.01.1971, Page 8

Vísir - 04.01.1971, Page 8
8 VÍSIR . Mánudagur 4. janúar 1971. Otgefandi: Reykjaprent bl. Framkvæmdastióri • Sveinn R. Eyjólfsson Ritst|6ri Jónas Kristjánsson Fréttastióri; Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfuiltrúi ■ Valdimar H. Jóhannesson Augiysingar Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreíösla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiórn ■ Laugavegl 178 Simi 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmióia Visis — Edds hí. Ár góðra vona Ársins 1970 verður á alþjóðavettvangi fyrst og fremst minnzt sem þess árs, sem vakti góðar vonir um frið- samlegri sambúð þjóða, þó án þess að þær vonir rætt- ust nema að litlu leyti. Árið bar vissulega merki átaka, styrjalda og stríðsótta, og fólk lifði áfram „í skugga sprengjunnar'" og óttanum um tortímingu heims- byggðarinnar. Engu síður kann árið að hafa markað nokkur þáttaskil í sögu kalda stríðsins, ef áfram verð- ur stefnt í sömu átt. Merkustu heimsviðburðir ársins 1970 eru samn- ingar sem loks tókust milli Vestur-Þjóðverja og tveggja fornra andstæðinga þeirra í Austur-Evrópu, Rússa og Pólverja. Við það hafa glæðzt vonir um að semja megi um lausn annarra viðkvæmra deilu- mála ríkja. Harmleiknum í Víetnam lauk ekki á árinu, en manntjón mun hafa verið hið minnsta um nokkurt skeið. Átökin breiddust til Kambódíu, svo að vett- vangur stríðsins stækkaði. Þó binda margir vonir við þá stefnu bandarísku stjórnarinnar, að unnt verði að kalla herinn heim frá Víetnam, án þess að Suður-Víet- nam verði ofurselt kommúnistum. - r 1 •Pl .....■, w-Mt'fejali^ífUiOa Wr-’S ■ " ■ • Samið var um tímabundið vopnahlé. í Mið-Austur- löndum og viðræður hafnar um frið. Þó eygja jafnvel hinir bjartsýnustu menn enga varanlega lausn á deil- um Araba og ísraelsmanna. Bíafrastríðinu lauk með ósigri Bíaframanna eftir ólýsanlegar þjáningar og hungur. Tveir af fremstu leiðtogum þjóða féllu frá á árinu, de Gaulle, forseti Frakklands, og Nasser, forseti Egyptalands. Eftirmenn þeirra hafa til þessa haldið áfram stefnu fyrirrennara sinna í aðalatriðum. íhalds- flokkurinn sigraði í kosningunum á Bretlandi. Ársins 1970 mun einnig verða minnzt sem árs flug- /élarána og mannrána. Af hinum fjölmörgu flugvéla- ánum er cfci. ninnilegast. 'þegar arabískir skæruliðar rændu þremur f-"' "•:;ff pg héldu rúmlega fjögur hundruð farþegum í gíslingu. í það sinn tókst íð komast hjá fjöldamorðum, þótt mjóu munaði. lannrán urðu æ tíðari þáttur í starfsemi pólitískra Tgamanna. Þau byrjuðu í rómönsku Ameríku en iáðu til Kanada og Spánar. Ólga meðal æskufólks setti svip sinn á árið eins g næstu ár á undan. Eiturlyf breiddust út um heim- inn. Magnaðar erjur urðu milli kynþátta og milli trú- flokka víða um lönd. Enn ein þjóðin bærði á sér undir oki kommúnism- ons. Almennixigur í Póllandi reis upp og stjórnarskipti urðu. Sovétríkin halda þó sem fyrr tryggilega um stýrið. Hundruð þúsunda biðu bana í einhverjum mestu náttúruhamförum sögunnar í Austur-Pakistan. Árið var eins og önnur ár sneisafullt af góðum tíð- indum og illum, en heildarsvipur þess er, að það var fyrst os fremst ár góðra vona, en heldur ekki meira. ( Hvað er □ Um áramót skyggnast menn um öxl, líta yfir farið ár og reyna að meta það. Eins og undanfarin ár leitar Vísir nú til nokkurra manna, sem hafa verið í fréttunum á nýliðnu ári, til að forvitnast um, hvað þeim er minn- isstæðast frá árinu, sem nú er horfið í aldanna skaut. Svörin fara hér á eftir. Frú Auður Auðuns, dómsmálaráðherra: Þvi er fljótsvarað, hvaða at- burður er mér minnisstæðastur, en það er hið hörmulega frá- fall dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, frú Sigríöar, konu hans og dóttursonar þeirra. Af ánægjulegum stjómmála- viðburðum kemur mér sú stund í hug, þegar Ijóst varð um úr- :Jit borgarstjórnarkosninganna i ykjavík sí'ðastliöið vor. M 'íi £ . i Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra: Mér er að sjálfsögðu minnis- stæðastur sá sorglegi atburöur, þegar dr. Bjarni Benediktsson, kona hans og dóttursonur fór- ust á Þingvöillum, Slfkir sorgar- atburðir líða eicki úr hugum manna fljótt. Af ánægjulegum tíðindum ný- liðins árs vil ég fyrst nefna, að unnt hefur reynzt að fækka at- vinnuleysingjum • með þvi aö auka og tryggja atvinnuna í landinu. Þá var koma hafrann- sóknarskipsins Bjarna Sæmunds sonar sérstaklega ánægjulegur atburður, sem ég vona að verði bjóðinni til mikillar gæfu og blessunar. Persónulega hlýt ég þó að minnast þess með einna mestri gleði að geta orðið að liði við björgun ungs pilts og aldraðs manns frá drukknun í Visby á Gotlandi í Svíþjóð á sl sumri. Gunnlaugur Þórðarson dr. juris, hæstaréttarlögm.: Áriö veröur manni minnis- stæðast vegna hinna mörgu slysfara og þá ekki sizt þéss hörmulegasta, sem varð er for- sætisráðherrahjónin brunnu inni í Konungshúsinu á Þingvöllum. Heklu-gosiö var óvæntur atburð ur, er setti töluverðan svip á árið en af erlendum vettvangi mundi ég helzt taka til björgun bandarisku tunglfaranna, sem öil heimsbyggðin fylgdist meö. Ég man ég geröi mér það til gamans að lita i erlend blöð, sem um þennan atburð fjölluðu og hafði mikið gaman af því, að sjá hvaða atriði hvert þeirra lagði mest upp úr. Það þýzka sagði: „dimmt og kalt f himin- geimnum", það brezka: „nægi- legt súrefni bráð nauðsyn" franska blaðið lagði mikla á- herzlu á það, hve þarna reyndi mikið á getu einstaklingsins, en það danska að geimfararnir hefðu nógan mat meðferðis. Einn' eftirminnilegan atburv' frá árinu á ég ótalinn. en það er akstur rússneska bílsins á tunalinu Tilkoma hans sannar má'taekið sem segir að ekkert sé nýtt undir sólinni. Henný Hermannsdóttir „Persónulega veröur mér þetta ár sennilega þaö eftir- minnilegasta, sem ég hef upp- lifað og á nokkum tíma eftir að upplifa. Allt hófst það með því. að mér var boðin þátttaka i keppntnni um titilinn „Miss Teenager International". Síðan tiefur hver atburðurinn rekið annan hver öðrum eftirminni- legri. Mér verður þó áreiðan- lega eftirminnilegast þaö augna- blik, er þaö var hrópaö upp að ísland hefði sigrað, í fyrr- nefndri keppni. Af innlendum viöburðum á árinu kemur manni vitanlega fyrst og síðast í hug hið vo- veiflega lát Bjarna Benediktsson ar, konu hans og dóttursonar." Hjörtur Jónsson, formaður Kaupmannasam- takanna: Slysið á Þingvöllum, þar sem forsætisráðherra Islands dr. Bjami Benediktsson, kona hans og dóttursonur fórust, er mér minnisstæðast svo ekkert kemst þar nærri. Nefni ég fleira, þá em próf- kjör sjálfstæöismanna mér minn isstæð, og hver getur litið yfir hið liðna ár, án þess að stöðvast i huganum við þá velmegun, sem hér hefur rfkt og rfkir á öllum sviðum?“ Atburöir i heiminum stóra, náttúruhamfarir, tækni og tjón, breyta ekki þessu svari mínu. Albert Guðmundsson, stórkaupmaöur: Mér er minnisstæöastur sá at- burður er kom fyrir íslenzka knattspyrnulandsliðið f London f byrjun febrúar er það var þar á ferö. Sá hörmulegi atburður skvggir á allt annað. — Af öðr- um viöburöum minnist ég kosn ingabaráttunnar einna helzt. Sverrir Runólfsson, vegagerðarmaður frá Kali- fomíu: Hörmungarnar I Pakistan em

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.