Vísir - 05.01.1971, Blaðsíða 5
5
Gunnlaugur Hjálmarsson er
hér að stjórna Iiði sínu nú
nýlega I leik við FH, — um
helgina fékk hann að vita að
hans væri ekki Iengur óskað
sem þjálfara og liðsstjóra.
Gunnlaugi Hjálmarssyni
var sagt upp sem þjáif-
ara hjá Fram um helg-
ina. Ætlunin var að
hann þjálfaði liðið út
keppnistímabilið en eins
og kunnugt er hefur
Framiiðinu ekki gengið
allt of vel að undan-
förnu. Tap liðsins gegn
frönsku meisturunum
U.S. Ivry í Evrópubikar-
keppninni urðu mikil
vonbrigði, og þá byrjaði
liðið iila í íslandsmót-
inu.
„Mér skilst að einhverjir inn-
an liðsins hafi verið óánægðir
með æfingamar hjá mér og ár-
angurinn“, sagði Gunnlaugur.
Hann kvaðst hafa fengið munn-
iega uppsögn um helgina og
væri því laus alíra mála sem
þjálfari liðsins. ,
„Ég ber engar sárar tilfinn-
ingar til Fram vegna þessa“,
sagði Gunnlaugur og kvaðst
eftir sem áfram verða ákafur
Framari og væri hans aðstoðar
einhvers staðar þörf, þá mundi
ekki standa á henni.
Því hefur verið haldið fram
að lið Framara væri nú í tals-
vert umfangsmi'killi mótun.
Liðsmenn eru margir hverjir
mjög ungir og svo virðist sem
eldri liðsmenn æfi ekki alveg
eins mikið og æskilegt væri, því
að þeir eldri þurfa oftast meiri
æfingu en þeir ungu.
Hefur Gúnnlaugur ugglaust
átt við mikla erfiðleika að etja
með liö sem þannig var í bí-
gerðinni, — en þegar illa geng-
ur, er sökinni oftast velt yfir á
þjálfarann, æfingar hans eru
slæmar og árangurinn eftir því,
segja menn. Þetta hefur greini-
lega veriö álit fleiri en leik-
manna í liðinu, stjórn hand'knatt
leiksdeildar Fram hefur verið
sama sinnis og vill því leita á
önnur mið eftir þjáifara.
Þegar lit'ið er á . árangur
Gunnlaugs má þó benda á að
hann skilur við Fram sem ís-
Iandsmeistara og nú fyrir nokkr
um vi'ku tóku liðsmenn hans við
Reykjavikurbikaranum, — Evr-
ópúbikarinn kemur ekki í ár.
Það eru yohbrigði. — JBP
Jónas Magnússon kemur þama svífandi inn í vítateiginn í leiknum
við ÍR í gæj. Hann stóð sig mjög vel í leiknurr og skoraði drjúgt.
1*í>íoijj5 Uoq .jOitm
. injfctö ( ji
Bíiífi jólanna setti svip á handknattleikinn
Það er ekki fjarri lagi aö ætla
að handknattleiksmenn hafi notið
jölanna. Það var engu líkara en
handknattleikurinn í hraðkeppni
HKRR i gærkvöldi bæri þess merki
að þungar og miklar steilcur, sæl-
gæti og jólaöl hefðu hafnað í maga
kappanna í ríkum mæli. Þungir
voru þeir niargir a.m.k. og svifa-
seinni en að venju.
Þó má rei'kna með hörðum lei'kj-
um í kvöid;1 þegar úr&lit keppninnar
fara fram, en leikirnir eru 2x15
mínútur hver. í kvöld leika fyrst
Haukar og Ármann og síöan Fram
og FH. Þá verður leikur um 3. og
4. sætið og loks úrslitalei'kur móts-
ins.
í gær urðu úrslit þau aö ÍR
vann Víking meö 13:7, meiri mun
en reikna mátti með, þá mörðu
Framarar nauman sigur yfir KR
með 15:13 eftir 8:6 forystu í hálf-
leik. Ármann átti í miklum erfið-
leikum gegn Þrótti og aðeins
heppni ein gat fleytt þeim upp í
13:10 á síðustu mínútum leiksins.
S'kemmtilegasti leikurinn í gær
var mil'li Vals og Hauka, Bergur
Guðnason jafnaði á síðustu sek-
úndunum í 8:8 og var þá fram-
lengt um 2x3% mínútu og þá var
greini'legt að Hau'kar dugðu betur
og komust yfir í 10:8 með tveim
mörkum Stefáns og unnu 12:10.
Síðasti leikurinn var milli FH,
sem sat hjá og ÍR, sem lék nú ann-
an leik sinn þetta kvöld. FH átti
létt með að sigra 16:10, — en
geymdu sér þó báðar aðalskvttur
liðsins, Geir Hallsteinsson og Ólaf
Einarsson, sem báðir verða með
í^kvöld gegn Fram.
I Ka-sko. Kdppaféíag skokkara stofnað i heita „pottinum" i sundlaugunum:
Að húftryggja hailsu f
anna er
Meðan ÍSÍ skoðar trimmið
sitt á skrifbprðinu eiu talsvert
margir áhugamenn um trimm-
málefni farnir að starfa, — og
það fyrir langa-löngu. Á mið-
vikudaginn kl. 12.30 var fyrsta
félagið, sem hefur skokk á
stefnuskrá sinni stofnað.
Þetta eru menn, sem koma
saman i Laugardalslauginni i
hádeginu og iðka heilsurækt.
gamansarhir menn, sem taka þó
heilsuræktina alvarlega. Þeir
kalla félagið Kappaféíag skokk-
ara, skammstafað Ka-sko, og
var Gunnlaugur Þórðarsop,
c-and. juris. emróma kjörinn for
maður félagsins á þessum ó-
venjulega stofnfundi, en pottur
inn, þar sem stofnfundurinn var
haldinn, var fullur af áhugasöm
um stofnfélögum, sem voru 20
karlar og ein kona.
„Tilgangur félagsins er aö
reyna að húftryggja heilsu fé-
lagsmanna með ástundun úti-
iþrótta. en sérstaklega leggur
félagið áherzlu á víðavangs-
hlaup, hvar sem er og hvenær
sem er og sund“. Svo segir í
2. grein jaga félagsins. í 3. grein
segir aö allir íslendingar eigi
rétt á að gerast félagsmenn. i
4. grein er sagt. ,,að aðalfund
félagsins skulj haida á íslandi
ár hvert, milli jóla- og nýárs,
helzt undir beru lofti".
I 7. og síðustu grein er e.t.v.
sneitt lítillega að aðgerðum eða
aðgerðaleysi ÍSÍ í þessum mál-
um. þvi þar stendur orðrétt:
..Félagið stefnir að því að ger-
ast aðili að samtökum íþrótta-
manna í landinu (ÍSÍ), þeim til
eflingar“.
Væntaniega tekur TRE^I við
sér við þessa ögrun, mönnum
þykir full seint ganga aö koma
kerfinu í gang. — JBP