Vísir - 05.01.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 05.01.1971, Blaðsíða 13
V í SIR . Þriðjudagur 5. janúar 1971. P*ML» oo hejwflíi FJÖLSKYLDAN OG FRAMTÍÐIN — lifír fjölskyldan af? — Bandariska fjöl- skyldan i sviösljósinu — fyrri útdráttur jyiún fijöilskyMan lifa af?“ spyr bandaríski mannfræð ingurinn Margaret Mead. Þess- ari spurningu velta menn nú mjög fyriis sér í Batidaríkjunum sern víða annars staöar í heimin um. Nýlega birtist grein um bandarisku fjölskylduna í tíma ritinu Time og koma þar ýmis sjónarmið fram, sem vel geta átt við fjöls'kylduW víðar í heim inum en f Bandaríkjunum. Hér .á eftir kemur fyrri útdráttur úr greinintrf sem hefst á því að sagt er frtá. skýrslu sem barst ráðstefnu sftm fjallaði um börn og var haldin í Hvíta húsinu. 1 sikýrslunni stóð að bandarískar fjölskyldur aettu við svo veiga- mikið vandamál að stríða að það gæti stefnt framtíð þjóðarinnar í voða. Um þetta eru skiptar skoðanir. „FjölskyMan“ segir banda- rfski sálfræðingurinn Riohard Farson „hefur nú oft engan til- gang. Hún er ekki lengur grund vallarþátturinn í samfélagi okk V/’mislegt virðist styðja þessa skoðun segir Time. Einu af þyerjum fjórum hjónaböndum f Bándankiunum lýkur með skilnaði. Skilnaðarhlutfallið er að aukast gffurlega og nemur hvorki meira né minna en 70% á sumum þéttbýlustu svæöunum á vesturströnd Bandaríkjanna. Fæðingarhlutfallið hefur hins vegar minnkað, eða frá 30,1 fæð ingu á hverja þúsund ibúa árið 1910 í 17,7 árið 1969. Með- an þetta er talin eðlileg þróun í mörgu tilliti þá gefur fæðingar hlutfallið í skyn töluverðar breytingar á fjölskyldulífinu og gildi þess. Árlega er einnig tal ið að hálf miiljón táninga í Bandaríikjunum Wlaupist að heim an. Það er talið að þjóðfélagið hafi áhrif á fjölskylduna. Sérhver breyting innan þjóðféilagsins og árekstrar komi fram innan fjöl skyldunnar. Andstaða eða „and menning‘‘ unga fólksins. áhrif stríðsins, efnahagslegir örðug- leikar. hrömun borganna allt ryðst þetta inn í hina þröngu bardagafúsu stofnun sem kaliist fjölskylda. Það er talið óiiklegt að fjöl- skyldan muni ekki lifa af, en spumingin, - sem fjögur þúsund fulltrúar lögðu fyrir sig á ráð stefnunni var sú hvort hún gæti lifað af með góðum árangri eins og hún er byggð upp núna. — Hinir sömu komust að þeirri niðurstöðu, að allt benti til þess að fjölskyldan þarfnaðist að- stoðar til þess. Þátttakendumir. stungu.,.upp á því viö Nixon forseta að komið yrði upp fjölskyldustofnun, al- mennum dagheimilum, heilbrigð isstofnunum og kennsluþjónustu sem foreldrar tæki virkan þátt í, stofnun ráðuneytis sem fjall- aði um fjölskyldumál og mál barna og sjálfstæðri löggjafar- stofnun fyrir böm m.a.. Þá eru taldar upp í greininni ýmsar breytingar, sem hafa átt sér stað varöandi fjölskylduna. Það er talað um þær kröfur sem séu gerðar til fjölskyldunnar en sá stuðningur sem fjölskyldan hljóti frá þjóðfélaginu í sam- bandi við siðfræði þá sem kennd sé bömunum sé lítill núorðið. Þá er fólksflutningurinn til borga og bættar samgöngur taldar hafa áhritf á fjölskylduna. í gamla daga, þegar þéttbýlis- svæðin voru ekki eins mörg bjó meðalfjölskyldan bandaríska í ættarsamfélagi, það er að segja foreldrar og börn voru um- kringd af ættingjum bræðrum, systrum. frænkum. frændum, ömmum og öfum. Ef ættingjam ir bjugsu ekki ; sama húsinu bjuggu þeir í nágrenninu eða á næsta bæ. En þogar, samgöngur jukust hafa smám saman orðið breytingará íjWskyI<iunhi'T'í>S átt, að hún hefur orðið að kjarna fjölskyJdu, sem samanstendur bara af föður, móður og böm- um þeirra og heimili þeirra er venjulega í mörg hundmð kfló metra fjarlægð frá næsta aett- ingja. JJr. John Platt segir um þessa hluti, „Eiginmaðurinn og eiginkonan þurfa nú að bregða sér í alls konar hlutverk en i gömlu fjölskyldunni höfðu þau alls konar aðstoð, sálfTæðiIeg- an stuðning, ráðleggingar í fjár málum o.s.frv. Þrýstingurinn vegna þessa margþætta hlut- verks nú ber aö hluta sökina á háum skilnaðartölum, áfengis- neyzlu. neyzlu róandi efna o.s. frv. Félagsfræðingurinn ,Andrew Hacker segir: „Aðalbreytingin : fjölslíyldunni á síðustu ámm og vandamá'l framtíðarinnar felast i einu orði, konur. 1 gamla daga og allt fram á ofekar daga vora eiginkonurnar ein- faldlega viðauki eiginmanna sinna og ekki gert ráð fyrir þeirti sem fullbroska, mannleg um verum. Núna vænta konur mildummra og verðá fyrirmeiri vonbrigðum en áður, t.d. vinna 40% bandarísfera Inænna utan heimilisins. Þegar feona vinnur utan heimilisins sér hún sjálfa sig á nýjan hátt.“ Og Haoker seg ir ennfremur, að vandamál kvenna staíi af því aðallega, að sú stofnun sem kölluö sé hjóna band rými ekki tvær fullþnoska mannvemr — aðeins eina og hálfa. Einnig hafi stuðningur þjóðfélagsins stutt ímynd feon- unnar sem eiginkonu og móður. Nú sé þessi stuðningur ekki lengur fyrir hendi. jyjargaret Benston einn af hug- myndafræðingum banda- rfsku kvenréttindahreyfingarinn ar kemur fram með hagfræði- kenningu, sem skel'lir skuMinni um „misnotkun“ konunnar beint á fjölskylduna. Hún segir: „Það sem ekki er borgað fyrir störf konunnar á heimiilinu er það álit ið einskis virði af þjóðfélaginu". Þar að auki, miðað við núver- andi aðstæður, merki störf kon unnar utan heimilisins að hún hafi tvö störf eitt utan og annað á heimilinu. Það verði því að „færa“ alla vinnu út af heimil- inu og borga fyrir hana eins og' aðra framleiðslu, aðeins nýjung ar eins og sameiginileg eldhús rekin af samfélaginu og bama heimili muni frelsa bonuna, seg i r hún. í VIKULOKIN HANDBÓK HÚSMÆDRANNA VlSIR I VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1450 króna virði, 336 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. VISIR I VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. vís:r í vikulokin er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) ■/,;/ t y MVirlTn f ■ 1 :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.