Vísir - 12.01.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 12.01.1971, Blaðsíða 2
SÍÐAN „Borgum þér meira... Síðan Walter J. Hickel var rek- inn úr stöðu innanríkisráðherra' í stjórn Nixons, hefur næstum því hver einasti bókaútgefandi í USA.ií sem einhvers má sín, farið á fjör- (<* ur við hann um að skrifa bók umV) reynslu sína og viðburði í starfi innanríkisráðherra. Hickel ætlar líka að skrjfa bók, en þeir út- gefendur sem búast við að fá i hendur handrit að bók sem fjaUi, um vandræöi og stríð Hickels við hina rikisstjómarmeðlimina og Nixon sjálfan, verða eflaust fyrir vonbrigðum, því Hickel ætlar að skrifa bók sem hann kallar „Það' sem Ameríka þarfnast“. Biaöið Washington Post hefurl farið þess á leit við Hickel að( hann skrifi vikulegan þátt í blað-( ið, og er sagt að ritstjórinn semf við Hickel ræddi, hafi sagt við2 hann: „Viö skulum jafnvel borgay þér meira en við borgum Bill( Buckley fyrir hans greinar“. „OgV fjárinn sjálfur", svaraði þá Hick-( el „þaö finnst mér líka að þið^ ættuð að gera. Hann er bara( strákllngur, sem reyndi að verða* borgarstjóri í New York og tap-( aði kosningunni!“ □ DDD Gína Lollobrigida notar nýju lögin Leiklkonan Gina Lollobrigida hef' ur lýst yfir, að hún muni fara1 fratn á skilnað frá Milko Skofic’ — ég er ein hinna mörgu þús- unda, hinna mörgu ítölsku' atúlkna sem em hlekkjaðar í, hjónaband með útlendingum, sam( kvæmt ítölskum lögum, jafnveli þótt eiginmaður manns hafi feng- ið skilnað erlendis“ — og núi ætti Gina að geta fengið skiln-i aðinn, því eins og menn munal era ekki nema nokkrir dagar síð- an ítalska þiogið samþykkti að1 leyfa skiinaði — hvað sem páf-( inn segði. Gina var annars gift júgóslav- nesikum lækni, Milko Skofic og' er sá faðir sonar hennar, sem erl 12 ára. Skofic fékk löglegan ( skílnað frá Ginu fyrir austurrísk-( um réttl £ janúar 1969 og er( austurriskri sóprani TJite Von Aichbichler. h BIGCS aftur á Englandi — hefur tekizt oð ER HANN SKEGGJAÐUR? leika á lögregluna i fimm ár Scotland Yard heldur því fram, að lestarræninginn heimsfrægi, Ronald Biggs, dvelji nú 1 Eng- landi. Sem kunnugt er, flúði hann föðurland sitt, England, er hann strauk úr Wandsworthfangelsinu í London árið 1965. Hafði Biggs aðeins setiö inni örfáa mánuði, en hann var dæmdur í 30 ára fang- elsi. Þegar eftir flóttann úr Wands- worth mun hann hafa komizt til Ástraliu, og þar var hann með konu sinni, Charmaine og þrem bömum þeirra. 6 ár í felum < ER HANN AÐ GRÁNA? Biggs er nú 41 árs, og fer ekki milli mála að hann nýtur stuðnings ótal aðila, öðruvísi tæk- ist honum naumast að fara svo huldu höfði sem honum hefur tekizt. Scotland Yard leitaði hans um veröldina þvera og endilanga unz hún komst á slóð hans I Ástraliu. Loks fundu lögreglu- menn hús hans og umkringdu það. Er þeir komu til að grípa gæsina, var Biggs sporlaust horf- inn, rétt eins og jörðin hefði gleypt hann. Sjaldan eða aldrei hefur Scot- land Yard látið einn ræningja fara svo illa með sig; Og §vo gerðist það um daginn, að sonur þeirra Biggs og Charmaine lenti í bíislysi og lézt. Konan lét Biggs vita af slysinu, með þvi að til- kynna það blaðamönnum og sömu leiðis skoraði hún á mann sinn að koma ekki heim vegna dauða bamsins. Samt býst lögreglan við að Biggs þoli ekki við fjarri konu sinni, er þessi harmur hefur knúið að dyrum, og hefur lög- Nú er í tízku að hafa skegg. þannig skegg? reglan sett öflugan vörð við öll hlið flugvalla og hafna, þar sem Biggs gæti hugsanlega komizt undan og úr landi — þ. e. a. s. sé hann i Bretlandi. Sást á Möltu Lögreglan heldur að Biggs búi núna í London með konu einni og komi hann fram sem eiginmað- ur hennar. Ekki eru nema 15 mánuðir síðan lögreglan komst að, því aðy íjjggs vajfiJ Ástmlíu með konuusipni, en.rúí Jiádur 3iun því hins vegar fram að hann sé kominn til S-London. Talið er víst að Biggs hafi sézt á Möltu í sumar og er álitið að þaðan hafi hann komizt til Bretlands í þeim tilgangi að sækja það sem eftir var af pundunum 120.000 — þvi sem álitið er að hafi ver- ið hans hlutur eftir lestarránið mikla, en alls var rænt 2.500.000 pundum. Er Biggs með Þótt Biggs sé glæsilegur maður og líti ekki út fyrir að vera orðinn 41 árs, þá kann hann að hafa litað hár sitt grátt. Tannlæknar, gætið ykkar! Leynilögreglumenn reyndu að fá fólk til að hjálpa sér við leit- ina að Biggs, og var sjónvarpað sérstökum þætti á vegum lögregi unnar til að aðstoða fólk í að þekkja manninn. Fór útsendingin fram laugardaginn 2. janúar og sá Scotland Yard um þáttinn ásamt með London Weekend Television. Sýndar voru ljós- myndir (gamlar auðvitað) af Biggs, og voru sérfræðingar og teiknarar iögreglunnar síðan látn ir geta sér til um hvemig Biggs lítur út núna. Halda lögreglusérfræöingarnir að Biggs hafi gengizt undir upp- skurð og látið breyta andliti sínu. Lögreglan veit aö Biggs hefur síðan hann slapp, lent í bílslysi og skaddað tennur sínar illilega. Halda lögreglumenn að Biggs þurfi reyndar gervitönn I neðri góm, vinstra megin og vara aila tannlækna, sem maðurimn kann að fara til, við. Lygari Annars lýsir lögreglan Biggs sem hávöxnum, glæsilegum manni, sem sé einkar kvenholl- ur og eyði miklum tíma 1 að drekka i klúbbum og dýrum stöðum. Hann er líka sérlega hæfur trésmiður — vinnur auðveldlega allt sem lýtur að húsbyggingum, jafnt innan húss sem utan. Biggs hefur gengið undir fjöldanum Öl-I- um af fornöfnum, en þó er al- gengasta nafniö Terence, eða Terry. Dómari sá, er dæmdi hann í 30 ára fangelsi eftir lestarránið mikla, segir að Biggs Ijúgi án þess að vita af því eða blikna hið minnsta. Aðgerð gegn drukknum ökumönnum — 2 þýzkir ráðherrar tóku h’óndum saman að bæta umferðarmenningu í fyrra varð þvílikur fjöldi á- rekstra, alvarlegra umferftarslysa í Norftur-Vestfalen í V-Þýzka- Iandi, aft yflrvöll tóku snar- lega vlft sér og boðuðu strangar aftgerftir gegn þeim svörtu sauft- um I umferftinni, sem skaða valda út frá sér. Tvelr ráðherrar í ríkisstjóm V-Þýzkalands tóku að sér að framkvæma viftamiklar aögeröir. En þar sem ráftherramir voru tveir, þ. é. umferftarmálaráftherr- ann og kirkjumálaráftherrann, beittu þeir slnni aðferðinni hvor, en höfðu þó samstarf sin á mllli, eins og heiöursmönnum ber. Hliðargötur hunzaðar Innanríkisráðherrann, Willi Weyer, undir hvers stjórn lög- reglan starfar, byrjaði þegar i stað með þvi að merkja vandlega allar krossgötur, þar sem hægt er að fara f 4 áttir. Hann komst að þvi við fljótlega athugun, að ökumenn höfðu tilhneigingu til að láta allar litlar hliðargötur eiga sig — aka jafnhratt yfir gatna- mót, þar sem mjó og lítil gata mætir breiðri og stórri, sem engin gatnamót væru. Á laugardags- og sunnudags- kvöldum hafói Weyer lögreglu- bíla sína til eftirlits í og við borg- irnar Bonn, Essen og Diisseldorf. Hann lét stöðva bfla sem hrattÆ- og blindandi óku yfir gatnamót, og varð afraksturinn stórkostleg- ur. Kom í ljós, að þar gat lögregl- an auðveldlega haft hendur í hári drukkinna ökumanna, bílþjófa, innbrotsþjófa og eftirlýstra^ mahna. Og nú hefur Weyer ryrlr- skipað að hafa vakt á umferðar- götum allar nætur vikunnar. Heim í strætó Félagi hans, dr. Horst-Ludwig*) Riemer, umferðarmálaráðherra, fór heldur linlegar að — eða ölluV heldur vinsamlegar. Hann lét.\ samstarfsmenn sína festa miða viö rúður allra þeirra bíla sem geymdir voru um nætur I næsta nágrenni hinna 400 dans- og drýkkjustaða i DUsseldorf. Á þess um miðum útmálaði hann fyrir ökumönnum bílanna, hversu þétt- riðið net Weyers, félaga sins væri og hversu margir ökumenn með vonda samvizku féllu í greipar þeim skálki. Til þess að lenda ekki í greipum Weyers, ráðlagði dr. Riemer ökumönnum helzt aö leita undankomu heim tii sín með því að fara með járnbrautarlest- um, strætisvögnum eða leigubíl- um. Og samkvæmt kröfum tím- ans fylgdi á hverjum seðli ná- kvæm timatafla yfir brottfarar- tíma strætisvagna frá hverri kránni fyrir sig — og hann benti á að ef mönnum þætti vont að þurfa að drífa sig heim af kránni til að komast í síðasta strætó, þá væri alltaf hægt að biða fram á nóttina og komast síðan með vagninum sem flytur starfsmenn strætisvagnanna heim. Listin að spara Á hverjum tveggja vikna fresti spara Ray Lansing og starfsmenn hans, Washingtonríki $27.82 — með því að þeir halda til haga öllum pappírsklemmum sem skrifstofu þeirra berast í bréfum og pökkum. Venjulega er klemm- um þessum fleygt í ruslafötur, en Lansing lét sína menn fleygja þeim i eina ákveðna körfu, og tekur 2 vikur að fylla hana af klemmunum. „Síöan leyfum við helztu viðskiptamönnum okkar að koma hingaö og fylla nokkra kaffifanta af klemmum, sem þeir síðan senda okkur aftur með við- skiptabréfum sínum!"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.