Vísir - 12.01.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 12.01.1971, Blaðsíða 6
6 VfSIR . Þriðjudagur 12. janúar 1971. i 0 Leikari í 25 ár. Um þesSar mundir á Rúrik Harsldsson 25 ára leikaraaf- mæli. Sitt fyrsta hlutverk lék hann hjá Leikfélagi Reykjavík- ur árið 1946 og var það hlut- verk Vilhjálms í Vermlendingun um. Hann stundaði leiklistar- nám I London i þrjú ár á Central School og Speech and Drama. Kom heim að námi loknu og byrjaði að leika hér í Reykjavík. Fyrsta hlutverk Rúriks hjá Þjóðleikhúsinu var í Heilagri Jóhönnu eftir Bernard Shaw, en þar lék hann Dunois höfuösmann á móti Önnu Borg. Síðan má segja að Rúrik hafi leikið næstum óslitið hjá Þjóð leikhúsinu og hefur veriö einn af aðallei'kurum leikhússins mestan hluta þess tíma. Of langt yrði að telja öll þau mörgu hlutverk, sem Rúrik hef ur leikið á sviði Þjóðleikhúss- ins og marga manngeröina hef- ur hann túlkað frábærlega, bæði í gleði og sorg, sem hefur oröið minnisstætt öllum, er séð hafa. Á liðnu vori hlaut Rúrik Silfur lampann fyrir leik sinn í Gjald inu eftir Arthur Miller. Leikhúsgestum gefst nú kost- ur á að sjá Rúrik í titilhlutverk inu f Sólness byggingameistara eftir Ibsen, I ágætri uppfærslu Glsla Halldórssonar. Rúrik er ennfremur að æfa eitt af aðal- hlutverkunum f Svartfugli, eft- ir Gunnar Gunnarsson, en leik urinn verður frumfluttur á næst unni í Þjóðleikhúsinu. Þar fer hann með hlutverk Bjama á Sjöundá, þess mitóla ógæfu- manns. Meðfylgjandi mynd er af Rúrik í hlutverki Sólness bygg- ingameistara. % Dregið í jólakross- gátunni. Dregið hefur verið í jólakross gátu Vísis. Upp kom nafn Guð mundar Ámasonar, Brekkugerði 34, Rvík. Á 4. hundrað lausn- ir bárust blaðinu og þökkum við góða þátttöku. Bárust 3—4 útgáfur á vísunni. sem átti að hljóða svona: Er í skuld viö skaparann, skepna hverrar sálar, sem að leiðir lána fann, lifs um brautir hálar. % Forstjóraleikur Það hefur færzt mjög í vöxt að halda námskeið fyrir þá sem fást við stjómunarstönf og rekst ur fyrirtæikja. Hefur Stjórnunar félag íslands einkum staðið fyr- ir námskeiðum þessum. Þann 18. janúar n.k. hefjast némskeið á vegum iðnaðarráðuneytisins, — kynningamámskeið um stjórnun fyrirtækja. Hver hluti nám- skeiðsins fjallar um ákveðið svið en þeir eru tengdir innbyrðis og mjmda eina heild. Hlutamir em Stjómun og starfsmannamál, frumatriði rekstrarhagfræði, framleiðsla, sala, fjármál skipu lagning og hagræðing skrifstofu starfa. Námskeiðinu lýkur á stjómunarlei’knum, hver þátttak andi stjórnar sínu ímyndaða fyr irtæki, en ákvarðanir hivers um sig lesnar inn á rafreikni. Stjórn unarfélag íslands gefur uppl. um námskeiöið. % V-Húnavatnssýsla gleymdist Hin nýju uppMeyptu bort Land mælinga Islands, sem unnin eru í Kassagerðinni, hafa notið mik iílla vinsælda en sennilega fáir nema Húnvetningar hafa tekið eftir þvf að nafn V-Húnavatns- sýslu hetfur fallið niður á kort- inu. Nú ætla Landmælingar að gera bragarbót á því og hafa lát ið útbúa stimpil með nafninu. Geta þvi Húnvetningar og aðrir fengið nafnið stimplaö á kortin. % Fuglar taldir á Akureyri Áriega fer fram á Akureyri fuglatalning. Segir Dagur að fuglatalning hafi farið fram 27. des. s.l. á svæöi, sem nær yfir aillan bæinn og fjömr út fyrir Krossanes, Fjórir menn. Jón Sigurjónsson. Friðbjófur Guð- laugsson, Ámi Bjöm Ámason og Þorsteinn Baldvinsson, vom fuglatalningarmenn AMs komu þeir auga á 13 fuplategundir. mest stokkendur, 285 talsins, 207 æðarfugla, 175 skógarþresti, 85 svartbaka, 50 siltfurmáva. Áður sáust tvær silkitoppur og daginn eftir talningu sáust hundmð snjótittlinga, ef ekki þúsundir. Þá sást nokkru fyrir talninguna einn músarindill niðri í bænum. # Dregiðíbfl- númerahappdrætti Á Þorláksmessu var dregið í bfianúmerahappdrætti Styrktar- félags vangetfinna. Upp komu þessi númer: Y-592 sem Mýtur Citroen Palias, R-25411 sem hlýtur Ford Oortína og Þ-1683. Fíat 850 Mýtur eigandi þess miða. Og vonandi era eigend- ur viðkomandi bifreiða einnig handhafar miðanna, ella munu þeir naga sig í handarbökfn. JÖN L0FTSS0N h/f hringbraut 121, sími moo i □ Hvers vegna mega þeir drekka bjór? Jón Sveinsson skrifan „Ég get nú ekki orða bundizt vegna þessarar bjórdrykkju i Þjóðleikhúskjallaranum. Hér er maður talinn hafa gerzt brotleg ur við lög, ef maður flytur bjór á milli húsa, eða bara drekkur hann. En hingað koma svo menn aö utan með birgðir af bjór og fara ekki í neina launkofa meö það. — Þeir drekka hann í Þjóðleik- húsinu og það meira að segja í viðurvist blaðaljðsmyndara, svo að myndir af öllu saman birtast í blööum dagana á eftir. Og eng inn amast við þessu, eða viröist sjá neitt athyglisvert við þetta. Hvemig getur þetta dæmi gengið upp?“ Ekki er það nú alveg rétt skil- i», að menn séu hér orðnir brot legir við lög, þótt þeir láti inn fyrir sínar varir áfengan bjór — ef hann bara er löglega inn- fluttur til landsins og löglega af hendi látinn. En þýzka sendi ráðið mun hafa staðið að fögn uðinum í Þjóðleikhúskjallaran- um, og sendiráðum er heimilt að flytia inn áfenga drykkl til þess að hafa til neyzlu i sfnum húsakynnum og á sinum vegum. □ Happdrættin draga Uka úr óseldum miðum. Jón Sveinsson skrifar einnig: „Mikið hef ég velt vöngum yfir þvi, sem ég rakst á I frétt um blaða einu sinni, þar sem skýrt var frá þvi, að vinning- ur — og það meira að segja stór vinningur — hefði fallið á óendumýjaðan miða, og yrði því ekki úthlutaö. Mér hefur verið sagt, að ó- endumýjaður miði skoðaðist sem óseldur miði. Af ofan- nefadri frétt getur maður leitt rök að þvi, að ðseldir miðar séu ekki teknir út úr veltunni, þegar dregið er, heldur sé einn ig dregið úr þeim. Það mundi auðvitað auka vinningslíkur þeirra, sem hafa númer í happdrættunum, ef ó- seldu númerin væm tekin út, því að það fækkar núpwrum í veltunni og eykur möguieíka hvers númers, sem verOur eftir þegar dregið verður. — Er þetta þá eölilegt, að draga lfka úr ó- seldum og óendumýjuðum núm erurn?" Við ieituðum upplýsingar hjá SÍBS, og Ólafur Jóhannesson sem varð fyrir svöram sagði okkur: „Þetta er rétt, að einnig er dregið úr óseldum miðum — þannig er það hjá öllum happ- drættunum. Það kemur að vfsu afar sjaldan fyrir, að vinningur komi á slíkt númer, og enn sjaldnar aö það sé stór vinn- ingur. En gerist það, þá kemur hann ekki til útborgunar. Við höfum oft fengiö fyrir- spumir um þetta atriði, og þá höfum við vakið athygli fólks á því, að vinningamir, sem i boði eru, miðast við ákveðið hlut- fall af allri veltunni — ÞEGAR ALLIR MIÐARNIR HAFA VER- H) SELDIR. Þess vegna er líka dregið úr öllum miðunum.“ □ Eldspýtur til barna. M. kom að máli við okkur og sagði: „Eitt sinn þegar ég var stödd f verzlun í hverfinu heima, kom þar inn 8 ára snáði og ætlaði að fá keypta 4 eða 5 eldspýtu- stokka, en verzlunarfólkið vildi ekki afgreiöa hann. Þaö lét ekki eldspýtur af hendi viö svo ung böm. Þennan sama hátt þyrftu aör ar verzlanir að taka upp. Því að eldspýtur í höndum óv ta eru hættulegir hlutir. Maður les um allar íkveikjumar í blöðunum og hafa sumar þeirra verið rakt ar til óvitabama, svo að varla þarf aö fjölyrða um hvað hlotizt getur af því, ef böm hafa eld- spýtur fyrir leikföng. Hér á dögunum kviknaði í gluggagar- dínum í gangi í húsinu hjá mér, vegna þess að böm kveiktu í eldspýtustokk og logamir teygðu sig f gardínuna. Heföi ekki verið nærstatt fólk, sem brá strax við og slökkti eldinn, er ðmögulegt að vita, nema il'la hefði farið. En oftast koma börn hönd- um yfir eldspýtur með því að fá þær f verzlunum. Heima hjá sér fá þau sjaldnast eldspýtur." HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 I Sjúkrahúsið i á Selfossi Hjúkrunarkonur vantar nú þegar að Sjúkra- húsinu á Selfossi, frítt húsnæði. Upplýsingar um starfið gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 99-1300. Sjúkrahússtjóm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.