Vísir - 12.01.1971, Blaðsíða 16
o • •• *
ojo ara
fyrir bíl
Sjö ára telpa fóbbrotnaöi, sem
varð fyrir bifreið á gatnamótum
Rofabæjar og Hraunbæjar. Hljóp
telpan aftur fyrir strætisvagn og út
á götuna, en varð þá fyrir bifreið,
sem kom aðvifandi. —GP
grænt gras við hús og hitamolla um allt land
Það var engu líkara en vor
væri í lofti í morgun, er menn
höfðu sig af stað til vinnu
sinnar. Næstum logn og hiti.
Raunar hefur veðurblíðan ver
ið einstök það sem af er vetri
— sumir hafa jafnvel búizt
við að sjá brum á trjám, en
ekki hélt Ingólfur Davíðsson
grasafræðingur það geta ver-
ið. Hins vegar sagði hann að
gras væri orðið ■ grænt aftur
við húsveggi, og í flögum,
sem sáð var f seint í haust,
t.d. við Ártúnsbrekkuna og
víðar er allt hvanngrænt.
„Þetta hefur ekki enn haft
nein slæm áhrif á gróðurinn“,
sagði Ingólfur, „en það getur
náttúrlega illa farið, ef hret
koma ofan j blíðuna — ég vildi
bara að blíðan héldist framúr —
eða þá að kaldi væri og hann
þá nokkuð jafn“,
Veðurstofan tjáði Vísi í morg
un, að hiti væri um allt land,
„Það er hvergi frost — t.d. 4
stiga hiti á Hveravöllum. Hér
sunnanlands er hitinn 5—8 stig
jafnvel 9 stig f Síðumúla f Borg
arfiröi. Fyrir norðan er hitinn
2—5 stig. Það er hægviðri um
allt iand, þó allhvasst við suður
ströndina og rok á Stórhöfða.
Áttin hefur verið suðlæg og við
búumst við að hún haldi áfram
en það verður kaldara á morg
un. — Nei við höfum aldrei vit-
að til að svona blíða fyrir
þorra héldist allan veturinn —
teljum það raunar útilokað."
—GG
20 skákmenn tefla
í gegnum
— í blaðaskák Akureyrar og Reykjavikur
TUTTUGU skákmenn frá Tafl-
félaginu á Akureyri annars
vegar og Taflfélagi Reykjavíkur
hins vegar munu leiða saman
hesta sína næstu vikur og mán-
uði og verður leikjum þeirra
lýst í dagblöðunum.
Þessi blaðaskák milli Aikureyr-
inga og Reykvfkinga hefst í öillum
blöðunum í dag og verður síðan
birtur einn leikur á dag meðan
skákir endast. Tveir frá hvorum
staðnum keppa fyrir hvert blað.
Þeir sem keppa fyrir Visi eru Gunn
laugur Guðmundsson og Sveinbjörn
Sigurðsson af hálfu Akureyringa
en Leifur Jósteinsson og Björn Þor
steinsson fyrir Reykvíkinga. Alilir
eru þeir snja'llir skákmenn. Sunnan
menn hafa að vísu komið meira við
sögu á taflmótum og eru meðal
okkar sterkustu skákmanna. Björn
Þorsteinsson hefur til dæmis blot
ið íslandsmeistaratitilinn. Skákin
verður framvegis á biáðsíðu 10* i
blaðinu. —JH
Blaðssskákin
TA—TR
Svart: Taflfélag Reykjavíkur
Leifur Jósteinsson jy
Bjöm Þorsteinsson
1. leikur d2 til d4
lHiP
’ iit n
*
m
■ ua
Hvítt: Taflfélag Akureyrar
Gunnlaugur Guðmundsson
Sveinbjörn Sigurðsson
Slökkviliðið gahbað 16 sinnum
— í stað 60-70 sinnum áður
„Jú, það hefur mikið dregið úr
þvf að menn narri slökkviliðið
út,“ sagði slökkviliðsstj., Rúnar
Bjarnason, í morgun í samtali
við Vfsl, „við lögðum af bruna-
boðana fyrir 2—3 árum. Með-
an þeir voru ,við lýði vorum við
Kaup yfirmannn
hefur hækkað
um 50% undnn-
farið ór
— sáttafundur árangurs-
laus — nýr ekki boðaður
Ekkert gekk saman á sátta
fundi ríkisins með yfirmönnum
togaraflotans og fulltrúum Fé-
Iags fsl. botnvörpuskipaeigenda
í gær, en þrír togarar eru nú
stöðvaðjr vegna verkfalls yfir-
mannanna. Fundurinn stóð f
rúma fjóra tíma. Nýr fundur
hefur ekki verið boðaður.
Eins og Vísir hefur áður skýrt frá
nema kröfur yfirmanna samanlagt
hátt í 50%. Munu togaraeigendur
eiga erfitt með að sætta sig við
miklar hækkanir núna enda telja
þeir að kaup yfirmanna hafi hækk
að mikið siðastliðið ár. Fiskverðið
sjálft, sem ræður mestu í kjör-
um yfirmanna hefur hækkað um
51,5% frá fyrri áramótum. 1. janú
ar 1970 hækkaði fiskverðið um
15.1%. 1 júní hækkaði það um 5.5%
og loks hækkaði það um 25% núna
um áramótin. Fyrir utan þetta
hækkuðu útgerðarmenn fastakaup
yflrmaifna og raunar allra á togara
flotanum um 17,5% þegar almennu
samningamir voru gerðir í júni sl.
AHs mun fastakaupið hafa hækkað
tmi 30% undanfarið eitt ár. —VJ
gabbaðir 60—70 siiinum á ári
en s.l. ár vorum við ekki gabb-
aðir nema 16 sinnum.
Við áttum talsvert við það að
stríða rétt fyrir áramótin, það voru
einhv^rjir drengir á fermingaraldri
sem gerðu sér það aö leik, að
narra slökkviliöið — en nú hefur
rannsóknariögreg'lan haft uppi á
jæim. Það er venjan að reyna að
láta slíka pörupilta borga kostnað-
inn af útkallinu — slíkt útkali get-
ur kostað á milli 10 og 20 þús-
und krónur, þótt ekkert sé gert.
Kos-tnaðurinn kemur til af því að
þegar við vitum ekki bvað kann að
vera á seyði, hvað þarf að gera,
sendum við oftast 3 bila. Þar fyrir
utan hafa þeir slökkvildðsmenn,
sem ekki eru á vakt, réfct til að
ikoma og skrá sig til vinnu, ef þeir
frétta um brunaútkalL"
i
í skýrslu frá slökkvistöðinsai í
Reykjavík kemur frani, að útköll á
árinu 1970 voru alls 332, og þar af
voru 62 útköll, sem ekki var um
eld að ræða, heldur grun um eld.
Ókunnugt er um orsök í 77 til-
felum. Um íkveikju að ræða f 82
tilfellum og í 22 tilfellum hefur
kviknað í út frá olíukynditækjum.
Slökkviliðsstjóri tjáði Vísi, að
aðstaöa slökkviliðsins væri nokkuð
góð. „þefcta hefur þokazt töluvert
í rétta átt, hvað tækjakost snertir“
— GG
Fóstrun eða ættleið-
ing barns ekki einka-
maT móðurinnar
Að gefnu tilefni vill barnavernd-
amefnd vekja athygli á því, að
enginn megi taka barn eða ung-
menni f fóstur, nema með sam-
þykki viðkomandi bamavemdar
nefndar. Enginn megi heldur ráð
stafa barni til fósturs nema til
aftila, sem fengið hafa samþykki
barnaverndarnefndar til þess.
Þessar reglur gildi einnig, þegar
um er að ræða ráðstöfun á bami
til ættleiðingar.
Á fundi með fréttamönnum í
gær sagði formaður bamavemdar-
nefndar dr. Bjöm Bjömsson að
mjög hefði gætt þess viðhorfs að
fóstrun barns væri taiin einkamál
milli móður barns eða móður að
væntanlegu bami og aðila, sem
ætlaði að taka bamið I fóstur.
Kvað Björn þetta algjörlega ó-
heimilt. Hann sagði að borið hefði
á því að ungar stúlkur og ráðviHt-
ar hefðu skrifað undir samn-
ing þess efnis að þær ætluðu að
setja bam sitt í fóstur eða láta ætt-
ileiða það. Það komi svo á daginn,
að móðrrin sjái eftir þvf og úr
iþví verði hörmungarsaga. Þá sagði
Björn, að barnavemdamefnd mælti
ekki með neinni ættleiðiogu fyrr
en bamið væri orðið þriggja mán-
aða gamalt og það væri gömul
starfsregVa að hafa nokkum frest
svo að marka mætti tilfinningalega
afstöðu móðurinnar. Þá kom það
fram að réttur ógiftrar móöur til
að ráöstafa bami sfnu i fosfcur er
mjög einhhða og hefnr bamsfaðir
lítinn rétt eða engan i því máli.
— SB
hefur enn gert
tannviðgerð
„Óska eftir tilboðum í yfir-
ferð á tönnum 23 ára manns.
Hefur ekki farið til tannlæknis
sl. 3 ár. Þarfnast hreinsunar og
einhverra viðgeröa. Aðeins tann
læknar sendi tilboð merkt „Tenn
ur—32““.
Þessi auglýsing birtist í Vísi
á fimmtudaginn var og skila-
frestur tilboða ákveðinn til nk.
miðvikudags, þ.e. á morgun.
Enn hefur auglýsingadeildinni
í Bröttugötu ekki borizt tiliboð
í tennur unga mannsins — og
kannsiki ekkert skrítið við það,
þar sem útboðsgögn fylgja ekki
með. Vísir náði í þennan bjart-
sýna mann i morgun og tjáði
hann okkur, að foreldrar sínir
hefðu kostað tannviðgerðir hans
þar til fyrir 3 árum, er hann
setti saman eigið bú. „Síðan
hefur verið brýn þörf fyrir
hverja krónu og ekkert afgangs
til að eyða í tannviðgerðir. Ég
reyndi fyrst að komast að hjá
tannlæknanemum í Háskölanum
en það var svo langur biðlisti
þar, að það þýddi ekkert að iáta
skrifa sig á hann — nú held ég
að tennumar séu að byrja að
skemmast. en ég er að byggja og
hreinlega tími ekki að eyöa
þúsundum í viðgerðir — ekki án
þess að reyna allt annað fyrst og
sjá hvað ég get sloppið ódýrt."
—GG