Vísir - 21.01.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1971, Blaðsíða 3
3 MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGIJN ÚTLÖND A UCL ÝSIN6A HERFCRB CECN DÖNSKUM VÖRUM — Bandar'iskir náttúruverndarmenn æfir vegna laxveiði Dana við Grænland — Mikil ánægja með Islandskvikmynd Bing Crosbys Danska stjórnin var í gær sökuð um ábyrgð á „misk- unnarlausum sjóránum á alþjóða hafsvæðiCÍ með því að leyfa netaveiði á laxi við Grænlandsstrendur. — Samtökin CASE, sem eru samtök til vemdar laxi í Atlantshafi, hvöttu til þess að einstaklingar í Banda- ríkjunum hættu að kaupa danskar vörur. Bing Crosby var aöalstjarnan í veizlu á gistilhúsinu Wa'ldotif Ast- oria. Þar hvöttu fuitltrúar náttúru- verndar og sportveiðimannasam- taka til aðgerða gegn Dönum. Heil- síðuauglýsing veröur birt í tímarit um neytendasamtaka. „BófaFlokkur 300 danskra fisiki- manna berst gegn banni við lax- veiði í Norður-Atlantsbafi," segir þar. Viðurkennt er, að rétt kunni að vera, sem Danir fu'Ilyrða, að veiðin í hafi ógni ekki sjáifri tiiveru lax- stiofnsins. Hins vegar er sagt, að veiðin kunni að eyðileggja mikil- vægi laxins fyrir sportrveiðimenn og ræktun lax. Norðmenn voru sakir um aö lei'ka tveim skjöldum. Sportveiðimennirnir í Waldorf Astora sögðust ekkert haifa á móti Dönum sem slíkum. Bing Crosby 1 söng hvorki né talaði um Dani. Bing sýndi hins vegar stutta kvik- mynd um 1 axveiðiferð sína á ís- landi. Myndin var í litum, og sýndu gestir mi'kla ánægju með hana. Seg- ir í frétt þaðan, að þetta hafi verið feikileg auglýsing fyrir túrisma á Islandi. Ekkja Hemingways, Mary, var meðal gesta. Ennfremur Ted Will- iams, sem er kunnur stjómandi baseballliðs. Umsjén: Gunnar Gunnarsson. 5© ...... ...,. Arafa.t skæruliði er orðinn ] hófsamlegri. Sportveiðimenn eru Bauns- gaard erfiðir. Skæruliðar hætta andstöðu við friðarsamninga Arabískir skæruliðar hafa hætt andstöðu sinni við friðarviðxæður milli Araba og ísraelsmanna, ef við- ræðumar verða ekki þránd ur í götu hernaðaraðgerða skæruliðanna. Þetta frétt- ist fyrst frá Amman, höf- uðborg Jórdaníu, í gær- kvöldi. Skæruliðar Palest- ínuaraba hafa alltaf áður beitt sér af miklum móði gegn hvers konar viðræð- um við ísraelsmenn. Miðstjórn frelsishreyfingar Pal- estínumanna var á fundi í Amman, en hreyfingin er samband ellefu af stærstu flokkum skæruliðanna. Miðstjórnin segir í yfirlýsingu, að of mikil „tilfinningasemi" hafi einkennt fyrri afstöðu og andstöð- una við viffræður. Upp frá þessu munu samitökin styðja tilraunir Arabarikja 'til að vinna úr höndum Isrelsmanna þau svæði, sem Isrels- menn hertólku í stríðinu árið 1967. Þetta megi jgera með samningavið- ræðum. Ogj muni skæruliðar ekki hætta eiginítilraunum til að vinna aftur herteknu svæðin með hem- aði. Þessi yfirlýsing vakti mikla at- hygli, og mun hún efda þá aðila meðal Araba, sem leitast viö að finna friðsamíega lausn í Mið-Aust- urlöndum. Arafat, æðeiti leiðtogi skæruliða, mun nú ræða þessi mál við ríkis- stjórnir Arabaríkja. NIXON „I SJAVARHASKA“ Nixon forseti hélt 58 ára afmæli sitt hátíðlega í kyrrþey um helgina. Hann er nú líka búinn að vera forseti í tvö ár. Aldan glettist við forsetann, eins og myndin sýnir, kom honiun að óvörum, svo að hann varð að hoppa til að vökna ekki. Margar stærri öldur hafa strítt Nixon í forsetatíð hans. — Eins og myndin sýnir, er hundahald ekki bannað á strönd Kaliforníu. Hundurinn Pasha fylgir húsbónda sínum dyggilega._ Veriur lokað fyrir allt símasamband við Bretízad? Dætndur njósnari skreppur heim — til að hitta veikan fóður sinn — verkfallsmenn biðja um samúðaraðgerðir i öðrum lóndum Brezkir póstmenn hafa ósk að eftir stuðningi og sam- úðaraðgerðum verkalýðs- félaga í öðrum löndum. Komi til þess, munu áhrif verkfalls þeirra stórauk- ast. Póstmannaverkfallið í Bret- landi hélt áfram í morgun, án þess að nokkur merki sæjust um, að saman hefði dregið. Forystumenn póstmanna báðu alþjóðasamband póstmanna í gær um að loka fyrir símasamband við Bretland. Verkfalls'brjótar höfðu sig nokkuð í frammi I gær, einkum unnu ýmsir af ritsímamönnum. Meðal póstmanna var verkfaldið hins vegar nærri 100%. Verkfalls- menn krefjast 15% kauphækkunar, en ríkið býður þeim 8%. Er ekki búizt við, að ríkið muni hækka til- boð sitt fyrir helgi. Rússneskur njósnari hefur feng- ið leyfi til að fara heim til sín og heimsækja sjúkan föður sinn. Njósnarinn, sem var f vörzlu bandarísku lögreglunnar. mun fara til Moskvu næstu daga. Hann hefur lofað að koma aft- ur til Bandaríkjanna, þegar mál hans kemur fyrir áfrýiunardóm- stól í Bandaríkjunum. Igor Ivanov er fertugur og vann hann sem bílstjóri fyrir rússneska viðskiptanefnd í New York. Hann var handtekinn árið 1963 fyrir njósnir og dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Eftir aðeins fáeina mánuði i fangelsi var honum sleppt gegn tryggingu og loforði Rússa, að hann mundi ekki fara úr landi fvrr en áfrýjunardómstóll hefði endanlega f jalla ð um málið. Nú hefur rússneski ambassa- dorinn í Wasfidngton, Antonij Dobrynin skrifliega lofað, að Iv- anov muni snúa aftur til Banda- ríkjanna, beganmál hans verður tekiö fyrir næst. Það hefur ekki gerzt áður í viðskiptum stúrveldanna, aö dæmdur njósnari fái að fara heim á þennan hátt. Fréttamenn töldu þetta í morgun benda til sáttfýsi Bandarfkianna, sem vildu bæta andrúmsloftið, svo ,að unnt vrði að fá sams konar ti'lslökun af hálfiuíSovétrfkjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.