Vísir - 21.01.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 21.01.1971, Blaðsíða 16
Fhnmtudagur 21. Jamiar 1971. Opinn gluggi var smuga fyrir inn- brotsþjofinn D Fimm þúsund krönum var stolið úr íbúð við Grenimel í gaerkvöldi, meðan íbúamir voru fjarverandi. Uppgötvaðist þjófnað- urinn, þegar íbúamir koifiu heim til sín kl. rúmlega 11 í gœrkvöldi. Þjófurinn hafði farið inn um opinn glngga á svefnherbergi í íbúöinni á 1. hæð. Peningana fann hann í skattholi. — GP „ Viljum skemmtilega menn hingað" skáld og fræðimenn geta fengið fæði og fyjónustu og notið næðis á Hrafnseyri samtali við Visi í morg- „Ég vii hafa skáW í kringum mig — það má kannski orða það þann- ig,“ sagði Hallgrímur Sveinsson, bóndi á Hrafnseyri í Arnarfirði í un. HaHgrímur amiglýsti í ekiu Reykjavikurblaðatma í gaerií þar sem harm gaf ,,rrt!höfundum og fræðimönnum bost á að dvelj- ast á Hrafnseyri í febrúar, marz og aprí:l“. Sagði hann V'ísi að aðlbúnað- u-r væri góður á Hrafnseyri, þar væri rólegt mjög, enda enginn á Hrafnseyri utan hann sjálfur og konan. „Ég vil taka það fram“, sagði Hallgrímur, „að þótt Hrafnseyri sé ríkisjörð, þá er þessi gistirekstur algjörlega á mfnum vegum, og væntanlegir gestir munu verða inni á mínu heimili. Það má kannski segja að þetta sé hugsjónastarf hjá mér. Ég rek þetta til reynslu í 3 mánuði — það er ekkert víst að ég haldi því áfram eftir þann tíma, það fer auðvitað svolítið eftir því hvemig gengur. Dvölin hér mun ekki kosta hvem ein- stakiing nema 300,00 kr. á dág, og er innifalið í þessu gjaldi öll þjónusta og fæði. Hér er svo að- staða öll hin bezta til að fara í gönguferðir eða sinna ritstö.rf- um. Bókasafn er hér, þótt ekki sé það stórt. Og Arnarfjörðurinn er fámennur hreppur, og okk- ur þætti tilbreytni í að fá skemmtilega menn hingað ... ef einhver hefur áhuga, þá er bara að hafa samband við mig“, sagði Hallgrímur að lokum. . GG „Viðræður við Alþýðu- flokkinn fóru út um þúfur — segir Hannibal Hannibal Valdimarsson skýrði frá | Aðeins væri nú eftir að slíta þess- því í sjónvarpsviðtali f fyrrad. að um vinstri viðræðum formlega. viðræður flokks hans við Alþýðu- í Hannibal var spurður um við- flokkinn hefðu farið út um þúfur. ræður flokks hans við unga Fram- Hann sagði, að ekki hefði reynzt sóknarmenn. Hann taldi ekki úti- unnt að koma á samvinnu milli þessara aðila fyrir kosningar og hefði Alþýðuflokkurinn hafnað til- boði Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um tilhögun sam- starfs. Hundrað manns kvört- uðu undan hitaveitunni lokað, að Framsóknarflokkurinn mundi klofna. Væri mikill munur á stefnu ungra Framsóknarmanna og eldri manna í Framsóknar- flokknum. — HH — meira um kvartanir i kuldaköstum — minni notkun á heita vatninu i gær Rúmlega hundrað manns hafa snúið sér til hitaveitunnar sl. tvo daga með kvartanir um kulda í húsakynnum sinum og með beiðni um úrlausn. Alagið, sem hefur orð ið á hitaveitukerfinu í borginni vegna kuldans og aukinnar notk- unar á heitu vatni hefur það í för með sér, að hitaveitukerfi hafa far ið úr skorðum, stiflazt, mælar byrjað að leka o.s.frv. Hitaveitustjóri sagði í viðtali við VIsi í morgun, að aukið rennsli í kerfunum hefði það stundum í för með sér að óhreinindi í pípunum losnuðu og settust að í litlum ventl um hitaveitukerfisins og yllu stíflu, einnig kæmu bilanir fram við aukna notkun. Kvartanir væru óvenju miklar að þessu sinni miðað við eðlilegt ástand, en að meðaltali væru það 5—20 manns , á dag i hæsta lagi. sem leituðu til hitaveitunnar um aðstoð vegna bii ana í hitaveitukerfum. Leitaði . fólk frekar til hitaveitunnar vegna | bilana þegar það þyrfti á hitanum i að halda í kuldakasti sem þessu. j Þá sagði hitaveitustjóri, að birgð j ir hitaveitugeymanna hefðu ekkert lækkað sl. sólarhring og fari vatns magnið væntanlega að hækka aft- ur. Notkunin í gær á hitaveituvatni hefði verið minni en í fyrradag. - SB Stálu veskinu frá kennslukonunni TVEIR drengir, 15 og 13 ára gamlir, sem grunaðir höfðu ver- ið um þjófnað, fundust í sjoppu í miðbænum, þegar gerð var að þeim leit. Voru þeir með hluta af þýfinu á sér. Þeir höfðu stolið veski kennslukonu í Lindargötuskólan- um, en í veskinu voru tvær spari- sjóðsbækur, tékkhefti, ávísun að I upphæð kr. 500 og kr. 100 sænskar. Drengirnir viðurkenndu þjófnað- inn, enda fundust á þeim sænsku peningarnir og ávísunin. Hins veg- ar höfðu þeir fleygt veskinu með öðru inniha'ldi, en þeir gátu þó vís- að lögreglunni á það. Fannst veskið með sparisjóðsbókunum og tékk- heftinu í sorptunnu við Baróns- stíg. — GP Færist í vöxt að karlmenn Óvenju mildur vetur á Siglufirði — nær engin snjókoma jbar i allan vetur • „Þetta hefur verlð okkur Siglfirðingum framúrskar- andi mildur vetur,“ sagði Ragnar Jónasson fréttaritari Vísis í spjalli við blaðið í morgun. Kvað hann Siglu- fjarðarskarð raunar vera lok- að að vanda, en það kæmi ekki að sök fyrir tilstilli Strákagangna, sem hafa ver- ið Siglfirðingum „aðalbjörg- in“ eins -og Ragnar orðaði það. „Það er vart hægt að segja, að Sigiufjarðarskarð sé ekið lengur,“ sagði hann. Tvo viðsjárverða staði sagði Ragnar vera á leiðinni meðfram Skarðsvík, eða „Aimenning" — en svo er sú leið nefnd, sem nú er ekin. Væri það í Dala- skriðum annars vecar oa á ksfla rétt hjá Haganesvfk í Fljótum. Þar vildi Almenningur lokast i skafrenningi. Svo hefði orðið í gærdag, er hvessti lítils háttar, en vonir stæðu til, aö hægt yrði í dag að ryðja burtu þeim veg- artáimum í dag. „Það geta ver- ið miklir tálmar, þar eð snjó- laust er nú að kalla,“ sagði Ragnar og bætti því við, að veruleg snjókoma hefði ekki orð ið á Siglufirði það sem af væri vetrinum og mætti það furðu gegna. Að lokum hafði Ragnar orð á því, að afli Siglufjarðarbáta mætti heita allsæmilegur, 'þegar gæfi á sió og eins væri allt gott um atvinnuvegina aö segja, nóg vinna væri fyrir alla vinnu- f æra. — ÞJM vinni rfér fyrrum voru hjúkrunarstörf á vistheimilum og sjúkrahúsum að langmestum hluta unnin af hjúkrunarkonum — nema þau verk, sem læknar og læknanem- ar gengu í. Síðan hefur færzt í vöxt að hjúknmanmenn og hjúkrunarliðar hafi gengið í þessi störf lfka. hjúkrunarstörf ,*HilutfaMið miillli kynjanna í þeim hópi, sem útskriifaðist til gæzlustarfa á vistheimilum eftir námsárið 1969—1970, var 60% karlmenn og 40% konur", segir í fréttatilkynningu, sem nemar í Gæzluskóla Kópavogshælis 1 sent frá sér, þar sem þei- frá stofnun félags gæzlunetr „Tilgangur þessa félagr i að kynna nám gæzlunema, vekja á- huga hjá báðum kynjum til að stunda þetta nám, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndum, og vekja aimenning til skilnings á því, að '>æz!ustarf er meira á sviði upp- 'dis og fræðslu en hjúkrunar“ ir í tilkynningu nemanna. ‘ iis stunda núna 14 ,nemar nám Gæzluskóla Kópavogshæiis. -GP Yoru alla nóttina að slökkva eldinn Talsverður bruni varð á bænum Hjaltabakka skammt frá Blöndu- ósi í fyrrakvöld. Jón Þórarinsson bóndi var að hita vatn við gas í kjallara hússins, þegar eldur brauzt út. Fékk Jón ekki við neitt ráðið,, og eldurinn leitaði upp vegginn og upp á efri hæð. Slökkvilið kom á vettvang frá Blönduósi, en erfitt var að komast að eldinum í veggn- um. Fyrst í gærmorgun var búið að komast fyrir eldinn. Mikið brann af vegg, allt upp í riáfur. Þá skenimdist talsvert af innanstokksmunum. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.