Vísir - 21.01.1971, Blaðsíða 2
Sex stafa tala
„Mynd af ungri stúlku" veldur
nú næstum því erjum milli Italiu
og Bandarikjanna. Listasafnlð í
Boston „Museum of Fine Arts“,
hengdi einn góðan veðurdag
mynd þessa upp á vegg hjá sér
og sagðist hafa keypt hana fyrir
verð, sem ekki gæfist upp, en tal-
an væri sex -stafa. Myndina sögðu
safnverðir vera keypta á Italíu og
væri tiún eftir RafaeL — Italska
stijjámin vefengdi í engu hver höf
undurinn væri, en vefengdi hins
vegar rétt Boston-safnsins til aö
stæca sig af verkinu JVIálið var
fengið í hendur dómsmálaráðu-
neytmu bandaríska og er í at-
hugun — al-lt bendir -til að safn-
ið í Boston hafi látið smygla því
tíl USA frá Italíu. Meðan sá grun
ur-er á kreiki, þykir ekki til-hlýði
iegt að láta málverkið hanga uppi
í safninu — því var þess vegna
komiö tii geymslu í kjallara dóms
máteráöuneytisins.
DDDO
Taugapillur handa
öílum
ELTON JOHN
VOICES OF EAST HARLEM
VINSÆLDALISTINN
1. ( 1) MY SWEET.LORD . George Harrison
2. ( 2) I THINK I LOVE YOU .. Partrige Family
3. (10) NO, NO, NO .... Voices of East Harlem
4. ( 3) IRONMAN ..... Black Sabbath
5. ( 5) I FOUND OUT.... John Lennon’s Plastic Ono
Band
6. (—) WAH-WAH ........ Qeorge Harrison
7. ( 8) PARANOID ...... Black Sabbath
8. ( 6) BLACK MAGIC WOMAN Santana
9. ( 4) WHAT IS LIFE? . George Harrison
10. ( 7) TAKE OF YOUR CLOTHES Peter Sartred
Fimm mest leiknu LP-plöturnar segja plötusnúð-
amir vera:
1. (1) ALL THINGS MUST PASS....... G. Harris.
2. (-) TUNBLEVEED CONNECTION ...... Elton John
3. (2) PARANOID ................... B. Sabbath
4. (5) JOHN LENNON’S PLASTIC ONO BAND John o. fl.
5. (3) LED ZEPPELIN................ L. Zeppel.
þá er hér kominn öðru sinni
vinsældaiisti Glaumbæjar-
diskóteksins. Talsverðar tilfærsl-
ur hafa oröið á honum frá þvi
í siðustu viku, þó að aðeins eitt
nýtt iag hafi komizt á blað að
þessu sinni, þetta nýja lag „Wah-
wah“ er á einni af þrem breið-
plötum, sem George Harrison
sendi frá sér um daginn í einu
og sama albúminu. Svo sem sjá
má af listanum yfir markverðustu
LP-plötumar er það al-búm i mikl
um metutn hjá plötusnúðum
Glaumbæjar þessa dagana. Það
viðurkenna þeir líka fúslega, og
höfðu meira að segja orð á því,
að fleiri lög en þau þrjú, sem
á vinsældalistanum eru af þeim
plötum 'hefðu fyllilega átt ski-lið
að komast á blað.
Þetta frábæra albúm Georges
„All things must pass“ er ekki
enn komið í hljómplötuverzlanir
hérlendis, eina eintakið sem til
er hér, er það sem gerir svo
mikla lukku í Glaumbæjar-diskó-
tekinu. Afgreiðslufólk hljómplötu
deildar -Fálkans, sem hefur um-
boð fyrir Apple — útgáfufyrir-
tæki afbúm'slns — gaf okkur í
gær þær upplýsingar, að platn-
anna væri vart að vænta hingað
fyrr en um mánaðamótin næstu
og Plastic-plötu Lennons svo
nokkru síðar.
Sérstaka athygli vildu plötu-
>
GEORGE HARRISON
snúöamir í Glaumbæ vekja á lag
inu „No, no, no“, sem í fyrri viku
var í tíunda sæti vinsaaldalist-
ans, en er nú komið í það þriðja.
Telja þeir ekki ólíklegt að það
lag eigi jafnvel eftir að ná öðru
eða fyrsta sæti á næstu vikum.
Voices of East Harlem, sem á heið
urinn af þessu lagi er hljómsveit
eða öllu heldur kór, sem hefur á
að skipa söngröddum, sem 1 mörg
um tilfellum minni á Edwin
Hawkins singens, sem sxmgu með
al annars lagið „Oh, happy day“,
Sú líking á þó ekki við hvað
varðar „No, no, no“.
Þá má loks rísa úr sætum fyrir
hinni vönduðu og um leið
skemmtilegu LP-plötu söngvarans
Elton Johns, sem hann nefnir
ekki óverulegra nafni en„Tunble*
veed Connection“.
• Engin íslenzk hljómplata hef-
ur komizt á lísta plötusnúð-
anna, enda engin þeirra gefið til
efni til þess, að þeirra sögn. „Fólk
er forvitiö að heyra plötumar
rétt fyrstu dagana, en láta þaer
svo eiga sig eftir það“, segja
snúðarnir og gefa þá skýringu
helzta að þær plötur íslenzkar,
sem út hafa komið að undan-
förnu, séu betur til þess fallnar
dansa eftir.
-WM
Langflestir þeir er þessa jörö
byggja, munu innan 20 ára neyta
afslöppunarlyfja — eöa ekki er
annað sýnt, fari svo fram sem
horfir, segja framleiðendur tauga
lyfja I Hollandi. Segja framleið-
endurnir, að neyzlan hafi vaxið
stórum upp á síðkastið i öllum
heimshomum, og eftir 20 ár
muni offjölgun fólks í flestum
löndum, jafnframt aukinn; streitu,
hafa skapað þaö ástand, að flest
ir muni borða taugapillur. Hvort
framieiðendur lyfjanna skýra frá
þessari skoöun sinni sem gleði-
fregn, fylgir ekki sögunni.
DDDD
Dagblað með einn
lesanda
Það dagblað i heiminum, sem
sennilega' er rekiö með hvað
mestu tapi, hefur einn ritstjóra
og fimm starfsmenn á ritstjórn —
upplag blaðsins er eitt eintak
á dag. Kaupandi forseti Banda-
rfkjanna.
Nixon forseti fær blaðið á
hverjum morgni kl. 8.
Blað ’þetta heitir: „The Presi-
dent‘s Daily News Summary" —
(Daglegt fréttayfirlit forsetans)
og eintakið er merkt: „Kemur aö-
eins fyrir sjónir forsetans". — í
blaði þessu er yfirlit yfir helztu
heimsfréttir dagsins, og er þaö
yfirlit soöiö upp úr 54 dagblöð
um, tímaritum, útvarpsfréttum og
s jónvarpsfréttum.
Sérstæður dómur:
Dómari lét stúlku bera fána
— en óður hafði hún brennf bandariska
fánann opinberlega
17 ára skólastúlka var látin
koma fyrir rétt í haust i heima
bæ sínum, Arlington, Massa-
chusetts, USA, og var hún dæmd
fyrir að brenna bandaríska fán-
ann opinberlega meðan stóö yfir
fjölmenn mótmælaganga í Arling
ton. Voru mótmælendur að lýsa
yfir fordæmingu sinni á stríðs-
rekstri lands síns í Víetnam.
Dómarinn sem dæmdi stúlkuna,
sem heitir Martha Meyer, kvaö
upp dóminn 16. nóv. sl. Áður en
dómarinn, sem heitir Frank Tom-
asello, fékk málið til meöferðar,
haföi veriö kveðinn dómur yfir
stúlkunni í lægri rétti — og þar
hafði hún veriö dæmd í 6 mán-
aða fangelsi óg 50 dollara sekt.
Tomasello sá ekki ástæðu til
aö læsa 17 ára stúlku bak viö
himinháa múra — né heldur
vildi hann rýja hana inn að skyrt-
unni. En hann spurði hana: Er
þaö rétt hjá mér, aö þú sjáir
eftir því sem þú geröir?
„Já, yöar ágæti“, svaraöi
Martha.
„Ertu huguð stúlka?“, spuröi
þá dómarinn.
,Já“.
Benti hann þá á bandaríska fán
ann, þar sem hann var á stöng
í homi réttarsalarins, og spurði:
„Myndir þú taka þennan fána og
ganga með hann aö Harvard-
torgi?“
Og það segist ungfrú Meyer
mundu gera.
Síðan gekk stúlkan undir lög-
regluvernd meö fánann niður að
Harvard-torgi — ekki sérlega
langa leið, en einmitt þá leið sem
mótmælagöngur í Arlington eru
oftast gengnar. Stúlkan er há
vextj og sterk, og hún bar fán-
ann hátt uppi og Iéttilega aö
Harvgrd-torgi og aftur að dóm-
húsinu. Þar fóru lögreglumennirn
ir síðan inn og gáfu skýrslu um
að dóminum heföi verið fullnægt.
Var Martha Meyer með þessu
leyst undan frekari refsingum.
Kennslustund í þjóðarmetnaöi — Maríha Meyer. gengur undir
lögregluvernd með bandaríska fánann, en það var refsing henn-
ar fyrir að brenna hann opinberlega.