Vísir - 27.01.1971, Page 1

Vísir - 27.01.1971, Page 1
61 árg — Miðvikudaeur 27. ianúar 1971. — 21. thl Yfirmennirnir fara fram á aukin skatthlunnindi Sáttafundur ekki boðaður. — Togari, sem kostaði 3.5 millj. skilaði yfir 60 millj. á sl. ari Heimsmarkaðsverð aldrei hagstæðara loðnuvertíð tonnum af frystri loðnu til Jap ans, en auk þess er Vísi kunnugt uir þriðja aðilann, sem er að gera samninga um sölu á veru- legu magni af frystri loðnu til Japans. >á er Norðurstjarnan í Hafnarfirði að vinna að endur- bótum og aukningu í niðursuðu á loðnu. Ástæða mun vera til bjartsýni um árangur þeirrar starfsemi og hefur Norðurstjarn an m. a. fundið allálitlegan markað fyrir niðursoðna loðnu í Frakklandi. Japanir eru nú ekki jafn strangir í kröfum sínum um flokkun frystu ioðnunnar. í fyrra — Lýsisverðið ekki jafn hátt siðan i Kóreu- striðinu og aldrei hærra verð fyrir loðnumj'ólið Útlit er nú fyrir, að loðnuvertíð hafi aldrei verið okkur hagstæðari, en sú sem nú fer senn að hefjast, ef aflabrögð verða svipuð og á undan fömum árum. Heims- markaðsverð á loðnu- mjöli og lýsi hefur hækk að verulega frá því í fyrra. Mjölverðið mun aldrei hafa verið hærra. Lýsisverðið hefur ekki verið jafnhátt síðan í Kóreustríðinu, þegar það komst upp í svipað verð og það er nú um tíma. Með svipuðu afla- magni og í fyrra ætti loðnan að skila þjóðar- búinu hátt í 700 milljón- ir kr. í útflutningsverð- mæti. Auk þess, sem 'heimsmarkaös verðið á loðnulýsi og mjöli er mjög hagstsett hef-ur þegar tek- iat að selja Japönum heimingi meira nmgn af frystri loðnu, en í fyrra og fyrir mun betra verð. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SfS hafia þegar í sameiningu gert samning um sölu á 2.000 voru mjög strangar kröfur um hlutfall á hrognmagni loðnunar auk þess sem gerðar voru kröf ur um að loðnuhrygnur væru hlutfallslega mun fleiri en loðnu hængar. Af þessu leiðir, að ó- dýrara verður að frysta Ioön- una á Japansmarkað, en var í fyrra vegna minni vinnu við flokkun. Heimsmarkaðsverðið á lýsi er nú komið í 109 sterlingspund SIF miðað við höfn í N-Evrópu. Til samanburðar má geta þess, að lýsisverðið komst niður í 37 sterlingspund i október 1967 og var allt árið 1968 f 39—42 pund um og var að smástíga upp d 50 pund á árinu 1969. Það var ekki fyrr en i fyrra, sem lýsisverðið náði sér á strik eftir verðfall ið. Þá komst það i 72 pund í upphafi árs, en komst hæst í tæp 100 pund á árinu. Nýting loðnunnar í lýsi er að vísu mjög léleg eða 2—4% af heildarþunga loðnunnar, en þó munar verulega um lýsið, þegar verðið er orðið svona hátt. Mið að við að um 180 þúsund tonn af loðnu veiöist á þessari ver- tíð munu útflutningsverðmæti loðnulýsisins verða um 130 milljónir króna. Verðiö á loðnumjölinu er nú talið verða 27—29 shillingar fyrir próteineiriinguna. Nýting loðnunnar í mjöl er um 15%. Fyrir um 180 þúsund lestir af loðnu ættu því aö fást um 530 milljónir króna f útflutningsverð mæti, en reiknað er með, að um 66 próteineiningar séu i hverju tonni af loðnu. —VJ Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður í togaradeilunni og virðist lítið sem ekkert þoka í samkomulagsátt. Síðasti sátta fundur var haldinn á fimmtudag en þá höfðu liðið 10 dagar milli sáttafunda. Fulltrúar Farmanna og fiski- mannasambandsins hafa gengið á fund sjávarútvegsráðherra og fjár- málaráðherra til að Ieita eftir stuðn ingi ríkisstjómarinnar við lausn deilunnar. Einnig hefur sambandið skrifað forsætisráðherra bréf. — í viðræðum við tvo fyrrnefnda ráð- herra var m. a. farið fram á það. að þeir hefðu forgöngu um aukin skattfríðindi yfirmannanna, en skattfríðindi sjómanna nema þeg- ar mjög verulegum upphæðum. Að sjálfsögðu var einnig farið fram á, að hluti 22% hlutans af fisk- verðinu verði aftur skilað til sjó- manna. Ingólfur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Farmannasambands- ins sagði, að samninganefnd yfir- mannanna væri etoki mjög trúuð á þær tölur um afkomu togaranna, sem lagðar hafa verið fram á fund- um með þeim. Þar hefur því verið haldið fram, að rekstrartap togar- anna hefði verið um 70 milljónir á nýliðnu ári og væri tapið áætlað um 90 milljónir króna á þessu ári. Þetta kæmi þeim spánskt fyrir sjónir. Til dæmis tók hann fram, að einn gamall og slitinn togari, sem hefði kostað 3.5 milljónir króna á sínum tíma hefði skilaö yfir 60 milljónum króna í aflaverð- mæti á síðasta ári. — VJ . •.... ; 'AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA------ SAMIÐ VIÐ LÖG- REGLUMENN í NÓTT Samningar tótoust á miili Reykja- vikurijorgar og Lögreglumannafé- lags Reykjavfkur í nótt eftir mán- aðar samningaviðræöur. Niðurstað- an varð sú, að lögregluþjónar fengu sams konar launahækkanir og ríto- islögreglumenn höfðu áður fengið f kjarásamningum við ríkisstarfs- menn. Lögregluþjónar munu vera óánægðir með það, hvemig þeim var raðað f Iaunaflokka í ríkis- samningnum og þrýstu mjög á, aö borgaryfirvöld færu með þá f hærri launaflokka. Slfkt mun hins vegar hafa verið óframkvæmanlegt, m.a. vegna þess, að um 40 ríkis- lögregluþjónar vinna hér í Reykja- vík með starfsbræðrum sínum, sem eru starfsmenn Reykjavíkurborgar. „Launamisræmi milli þessara manna er fráleitt. Þeir eiga meira að segja að ganga í takt, hver við annars hlið“ sagði einn talsmaður borgarinnar í viðtali við Vísi í morgun, eftir að samningarnir tók- ust. Almennir lögregluþjónar eru í 15. launaflokki, en rannsóknarlög- reglumenn í 17 og 19. launaflokki. — VJ myndinni má sjá, hvemig aökoman var hjá Fossvogsbrúnni, þegar ljósm. Vísis bar að, en þokan skýlir fremstu bílunum. Sjá má öftustu bílana í árekstrarröðinni, en til hægri á myndinni sést kranabíll legja af stað burt með þann fremsta. Yfir þokubakkanum má sjá Borgarspítalann. 9 bílar í sama árekstrinum 9 bílar lentu í einni árekstrar bendu við Nesti á Reykjanes- braut hjá Fossvogslæknum í morgun. Niðdimm gufuþoka huldi ökumönnum sýn yfir brautina í morgun, svo að öku- menn, er leið áttu þarna um, sáu varla hálfa bíllengd fram á veginn. „Þegar ég fór f vinnuna þama um f morgun, þurfti ég að aka með höfuðið út um hliðargluggann og rétt að fara fetið,“ sagði lög- regluþjónn, sem býr í Kópavogi, og gefur það nokkra hugmynd um, hvemig skyggnið var. En að auki var hálka af snjónum á brautinni. — Þokan stafaði af gufu, sem lagði upp úr skurði við veginn, þar sem heitt vatn rennur. Áreksturinn varð eftir kl. 10 í morgun. þegar fólksbifreið á leið norður nam staðar, vegna tveggja sendibfla, sem lent höfðu út af veg inum með því aö ökumenn þeirra höfðu misst sjónar af veginum. — En strætisvagn, sem kom á eftir þessum fjórum, fékk ekki numið staðar, heldur rakst aftan á þann síðasta og ýtti allri röðinni saman, svo að hver rakst á annan. Á eftir strætisvagninum komu aðrir þrír bílar, og tókst ökumönn- um þeirra öllum að stööva, áður en til árekstrar kom. — En enn kom einn og bætti um betur, þvl að í humátt á eftir þeim kom vöru- bíll með hlass af tunnum, og rakst hann aftan á aftasta bílinn. Lfkt og strætisvagninn ýtti hann allri röðinni saman. Enginn maður slasaðist að ráði í þessum árekstrum, en skemmdir urðu töluveröar á bílunum. Sátu bílarnir þama ýmist fastir f snjón- um, eðg þá klemmdir hver af öðr- um, svo að mesta öngþveiti mynd- aöist. Tók það lögregluna drykk- Ianga stund að greiða úr flækj- unni, þar sem þokan var til mik- ils trafala. Sást varla frá einum bílnum til þess næsta f þokunni, sem lá þarna yfir lægðinni eins og mara. — GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.