Vísir - 27.01.1971, Page 5

Vísir - 27.01.1971, Page 5
V í S I R . Miðvikudagur 27. janúar 1971. 5 Framstúlkunar fá næst ungverskar valkyrjur Keppa við jbær í 8-liða úrslitunum i Evrópu- keppninni i handknattleik annað kv'óld Það er sannarlega ekki tekið út með sældinni að vera með sigursælt Iið í handknattleik kvenna, jafnvel að kom- ast í 8-liða úrslitin eins og Framstúlkurnar. Það þýðir aðeins fjármálaá- hyggjur fyrir félagið. — „Við vonum þó að í þetta skipti sleppum við vel“, sagði Ólafur Jóns son, formaður hand- knattleiksdeildar Fram á blaðamannafundi í gærdag. Ungverjarnir gerðu Fram til- boð á dögunum, — að Fram borgaöi hverri stúlku 2 dollara í dagpeninga, en greiddi að auki ailan kostnað aif uppihaldi stúlknanna hér, en báðir leik- irnir yrðu leiknir hér í staðinn. Þessu • hagstæða tiiiboði var ekki hægt að svara þar eð ekki var hægt að fá það á hreint hvort Fram fengi leikdagana, sem tilgreindir voru. HSÍ var méð sömu leikdaga í huga fyrir landsleiki við Austur-Þjóðverja, en af þeim varð ekki. Þegar þetta v-arð Ijóst, hafði ungverska handknattleikssambandið kom- izt í spilið hjá Ferencvaros og setti stólinn fyrir dyrnar að gengið yrði til slíkra samninga. Fram hafði 'hins vegar áður sam- þykkt tilboðið með símskeyti. Sagði Ólafur að Framarar hafi skýrt Ungverjunum frá því að þeir héldu fast við að haldið yröi við fyrra tilboðið, en ung- verska sambandið hafði óskað eftir 2000 doltera greiðslu, ef af báðum leikjunum hér heima átti að veröa. Þetta er ekki lítið fé, eitthvað nálægt 180 þús. krónum. Málin standa þá þann- ig, að Ungverjar sendu skeyti á sunnudaginn og kváðu farar- stjóra sína semja um málið, er ti.l íslands kemur, en liöiö kem- ur í kvöld. Ferencvaros-stú'lkurnar munu eiga innan sinna vébanda nokkra heimsmeistara í hand- knattleik kvenna, þvf Ungverjar unnu þann titil 1967, þegar síö- ast var keppt, og var uppistaða liðs Ungverjanna úr liðum Hon- ved og Ferencvaros. Annars hafa éngar upplýsing- ar komið um ungverska liðið, nema hvað Iiðið vann Leipzig, liðið, sem vann Valsstúlkurnar fyrir nokkrum árum hér heima f 2. umferð keppninnar og varð það ár Evrópubikarmeistari. Það má næstum slá því föstu aö hér séu hinar mestu valkyrju á ferðinni, en sjón verður vænt- anlega sögu rfkarj annað kvöld og á sunnudaginn, þegar síðari Evrópubikarleikurinn fe.r fram. — JBP Sigri fagnað FH og From mætost í forloiknum Það veröur ekki forleikur af verri endanum, sem áhorfendur fá annað kvöld í Laugardalshöllinni. Þar keppa Fram og FH, liðin sem virðast enn einu sinni ætla að berj- ast harðri baráttu í 1. deildinni i handknattleik. Eins og menn muna, skildu liðin jöfn rétt fyrir jólin f deildinni, en bæði eru í mikilli framför, ekki sízt FH. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið fékk á blaðamannafundinum f gærdag, verða allir beztu leik- menn liðanna með. Leikurinn hefst kl. 20, en leikið verður fullan lerktíma. Að leiknum loknum leika Ferencvaros og Fram Evrópubikarlei'k sinn. Hér fagna ung- versku handknatt- i'■ lefksstúlkurnar úr Ferencvaros einum sigra sinna og hampa veglegum verðlaunagrip. — Nokkrar stúlkn- anna eru heims- meistarar í hand- knattleik, en síð- asta keppni fór t'ram 1967. Fátt er vitað með vissu um getu þessa liðs, en reikna má með að það sé mjög sterkt og jafn vel sigurstranglegt 1 í þessari Evrópu- keppni. Mtormur ráðinn þjálfuri Mureyringa 9 Guttormur Ólafsson hefur veriö ráðinn knattspyrnuþjálfari 1. deildarliðs Akureyrar í ár. Er Guttormur íþróttakennari á Ak- ureyri og hefur verið þjálfari Þórs í körfhbolta, svo og yngri flokka félagsins í knattspyrnu með góðum árangri. 9 Guttornmr er annars kunn- ur leikmaður í knattspyrnu, var markvörður Þróttarliðsins fyrir nokkrum árum og þótti mjög góður leikmaður, og með körfu knattleiksmönnum KR náði hana mjög langt á sínum tíma, íék meðal annars landsleiki fyr- ir Islands hönd. Sundmót Ægis 2. febráur n. k. Sundmót Ægis verður hald- ið í Sundhöll Reykjavfkur þriðju daginn 2. febrúar kl. 20.00 og mánudaginn 8. febrúar M. 20.30 n.k. Keppt verður í eftirtöldum greinum og í þeirri röð er að neðan greinir: Þriðjudagnm 2. febrúar feL 20,60 (í æfingabíma félagsins): 1. 1500 m skriðsund kvenna (bik- arsund). 2. 1500 m sferiðsund karla (bikarsund). Mánudaginn 8. febrúar kl. 20.00: I. 200 m baksund kvenna. 2. 400 m fjórsund karla. 3. 200 m. brfngu- sund kvenna. 4. 50 m. skriðsund sveina. 5. 200 m. skriösund kvenna. 6. 100 m skriðsund karla. 7. 200 m bringusund karla. 8. 50 m bringu- sund telpna. 9. 100 m flugsund kvenna. 10. 200 m baksund karla. II. 4x100 m skriðsund kvenna. 12. 4x100 m skriðsund karla Þátttökutilkynningar þurfa að hafa 'borizt i siðasta 'lagi mánudag- inn 1. febrúar til Guðmundar Harð- arsonar, Hörðalandi 20, eða Torfa Tómassonar í síma 15941. Einar Helgason ráðinn Einar Helgason, þjálfari og fyrrum markvörður Akureyr- inga, hefur nú verið ráðinn þjálf- ari Keflavíkurliðsins í knatt- spyrnu, en lið Keflavíkur barðist um íslands titilinn við Akurnes- inga í fyrrasumar eins og menn muna ugglaust. Er Einar ráöinn frá og með 1. aprfl n.k. og nær samningstíma- bilið tfl 1. október. Fram að þeim tíma, er Einar kemur til Keflavíkur, mun Guðni Kjart- ansson stjórna æfingum liðsins. Um árabil hefur Einar Helga- son þjálfað Akureyringa og náð ágætum árangri með liðið. Ein- ar var i hópnum, sem fór utan etfir áramótin til Englands á námskeið þjálfaranna þar. í Suðurnesjatíðihdum segir frá ráðningu Einars og er þar fagnað þeirri ákvörðun að ráða Einar. Aif Keflvíkingum er það ann- ars að frétta, að þeir hafa nú stórbætta aðstöðu ti-1 æfinga með tilkomu fióðljósanna á mal- arvellinum. Keppti lið ÍBK ný- Iega við knattspyrnumenn úr Garðinum, og foru leikar svo að ÍBK-liöið vann með 10:1, en Víðisliðið leikur í 3. deild. Þá hafa Víkingar leikið æf- ingaleik f Keflavík, Viikingar unnu með 1:0, og þá hafa laads- liöið og unglingalandsiliðíð feom- ið suður eftir i heimsókn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.