Vísir - 27.01.1971, Síða 9

Vísir - 27.01.1971, Síða 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 27. janúar 1971, 9 JhtUtt aímjfjtinn Slíkt spjald með myndum af algengustu fíkniefnum hangir á vegg hja toilþjónum á Kefla' Birgitta Thorsteinsdóttir, skóla- nemi: — Mér fannst leikritiö ' álveg ofsalega gott og teJkar- amir svakalega fínir. — Hvernig bótt; yöur sjónvarpsleikritið „Bar- áttusætið“? Bryndís Helgadóttir, húsmóðir: — Mjög gott. „Romm handa Rósalind“ finnst mér vera eina íslenzka sjónvarpsleikritið, sem stendur því jafnfætis hvaö gæöi snertir. Brynjar Eiríksson, skólanemi: — Bara ágætt, held ég. ÞaÖ er að minnsta kosti þaö bezta af íslenzku leikritunum, sem sjón varpiö hefur sýnt. Sigurbjörg Jónsdóttir, húsmóöir: — Mér fannst það vera alveg hreint ágætt. Líklega meö þeim betri, sem sjónvarpið hefur sýnt. Það sýndi líka margt at- hyglisvert úr nútímaþjóöfélagi. Ragnar Einarsson, eftirlitsma'ð- ur: — Þaö virtist bara vera sæmilega gott frá mínum sjónar hól séð. Guömundur Þór Guðmundsson, bílstjóri :— Sá hluti leikritsins, sem ég sá fannst mér vera ágæt ur, bæöi hvað snertir, leik og efnisþráö. • • vornm fíkmlyfjum — segja bandarískir lögreglumenn á Vellinum — Telja ótta um fiknilyf frá varnarliðinu ásfæöulausan „Þið standið betur að vígi en margar aðrar þjóðir, með því að þið hafið komið auga á vandann og búið ykkur undir að gera ykkar ráðstafanir, áður en hann er skollinn á. Víðast annars staðar, eins og í mínu heimalandi, hafa menn ekki gert sér grein fyrir vandanum, fyrr en hann ekki aðeins var skolinn á og búinn að festa rætur heldur einnig orðinn risavaxinn og illviðráðaniegur.“ Talið hafði snúizt um fíknilyf og eiturlyfjavandamáliö, sem undanfariö hefur verið svo ofar- lega á baugi, og sá, sem þetta sagði, var blaðafulltrúi sjóhers- ins á Keflavi'kurflug'velli, Arling- ton Kline, commandör. Hann hafði komið því í kring, að blaðamaður Vísiis náði tali af einum rannsóknarlögreglu- manna sjóhersins í skrifstoifum herlögreglunnar á Keflavíikur- flugv., þegar blm. Vísis var þar á ferð í síðustu viku. — Vegna aðstæðna í heimalandi sínu hafa bandarískir löggæzlumenn mjög mikla reynslu í baráttunni við eiturlyfjaneyzlu og útbreiðslu hennar, og margar þjóðir hafa sótzt mjög eftir samvinnu yfir- valda þar við uppbyggingu fíknilyfjavarna í sínum heima- högum. „Því miður urðum við nokk- uð seinir til viðbragða, og það var ekki fyrr en eftir 1960, jafnvel 1962, að menn fóru að bregðast við þessu og taka þessi mál föstum tökum,“ sagði lög- reglumaðurinn, þegar talið sner- ist um' samanburð á aðstæöum hér á íslandi og svo hins veg- ar í hans heimalandi. „Þó á innflutningur á eitur- lyfjum til Bandaríkjanna rætur sínar að rekja allt til þess tíma, þegar kínverskir verkamenn fluttust þangað og höfðu með sér ópíum um miðja 19. öld. En svo var komið, að athugun, sem gerð var í New York og nágrenni fyrir nokkrum árum, leiddi í ljós, að þar um slóðir voru um 200 þús. eiturlyfja- SJÚKLINGAR." Það hefur sennilega ekki ver- ið alger tilviljun, að herlögreglu- maðurinn minntist þessarar at- hugunar, því niðurstöðutala hennar er jafnKá íbúatölu ís- lands eða þar um bil. „Er ykkur kunnugt um, að mönnum hér stendur stuggur af því, að fiíknilyf kunni að ber- ast hingað til lands að einhverju leyti með varnarliðsmönnum?" spurðum við. „Já, okkur hefur borizt það til eyrna. Það er leitt, að við skulum ekki geta sýnt fólki hvernig aðstæður hérna gera hermönnunum þetta nánast ó- kleift. Þeir búa margir saman í skálum og eru undir stöðugu eftirliti yfirmanna sinna, og yfir hverjum skála er að minnsta kosti einn svonefndur „vopna- vörður“. Það er útilokað fyrir mennina t.d. að reykja hass í þessum skálum, án þess að við það verði vart. Þótt einhver þeirra gæti pukr- azt með það í felum, þá á hann ekki gott um vik að vera á ferli undir annarlegum áhrifum, því að lögregluþjónar, bæði íslenzk- ir og frá sjóhernum, veita slíku fljótt eiftirtekt, og upp um þá gæti komizt þannig. Ennfremur er heilbrigðiseftir- litið mjög strangt hjá hernuih og vikulega fer á vegum þess fram skoðun á vistarverum her- mannanna. Ef henmennirnir hefðu fíknilyf undir höndum í verulegum mæli, er hætt við að eftirlitsmennirnir hlytu að rek- ast á einfaver merki þess.“ „Við höfum flutt fyrirlestra og sýnt fólki efnin og áhöldin, sem fíknilyfjaneytendur nota, til þess að fólk geti borið kennsl á það, þegar slíkt verður á vegi þess,“ sagði banda- ríski lögreglumaðurinn, sem sýndi blm. Vísis, hvernig mor- fínneytandi notar sprautu við inntöku efnisins. „Hingað hafa þö borizt fréttir að utan þess efnis, að af og til hafi menn í herþjónustunni orð- ið uppvísir að fíknilyfjaneyzlu, og meiri brögö að því síðari árin.“ „Þar sem það þykir wíst, aö ffknilyfjanotkun haifi farið vax- andi með hverju árinu meðal almennra borgara, þá er ekki ó- eðlilegt að ætla, að þesis gfeti kannski lika innan raða hersins. — En það sýnir sig í flestum þessum tilvikum, að um hefur víkurflflgvelli, til þess að auðveldh þeim að þekkja þau. verið að ræða unga menn, ný- byrjaða i herþjónustunni. Hins vegar nýtur varnarliðið hér þeirrar sérstöðu, að hingað eru aðeins sendir valdir menn, sem reynsla hefur fengizt af, því að þeir hafa veriö í hernum tölu- verðan tírna, áður en þeir eru sendir hingað.“ „Gerið þið einhverjar ráð- stafanir hér hjá varnarliðinu — umfram venjulegt eftirlit — tii þess að bægja ffknilyfjanotkun frá?“ „Hér er starfandi sérstakt fíknilyfjaráð eða nefnd skipuð presti, skólastjóra. lögreglu- manni og óbrevttum borgurum — einum fulltrúa úr belztu þáittum okkar litla samfélags héma. Þessir menn hittast reglu- lega til funda og bera saman bækur sínar. En það er okkar mat, að bezta vörnin gegn fíknilyfiavandan- um sé fræðsla — að upplýsa fólk úm hvað raunvenjleaa fylgir fíknilyfianotkun. í því skynj höfum við bæði flutt fyr- irlestra, sýnt fólki þessi efni, sem um er að ræða, svo að það geti borið kennsl á þau , begar þau verða á vegi þeirra — og ennfremur höfum við svnt kvik- myndir, sem fialla um bessa hluti. Ekki áróðursmvndir — því að fólki er orðið uonswað við áróður — heidur fréttnmvndir með viðtölum við fíknilyfja- neytendur og mvndir. sem fjal'la um staðrevndir málsins. bær. sem liggja fyrir,“ sagði lög- reglumaðurinn að lokum, — GP

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.