Vísir - 04.02.1971, Síða 3

Vísir - 04.02.1971, Síða 3
V1S I R . Fimmtudagur 4. febrúar 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason: Suður- Víetnamar inn í Kambódíu — samkvæmt fréttum i morgun —30 þúsuad manna lið við landamæri Laos — Kommúnistar i skotmáli við Luang Prabang HAUSAVÍXL Venjulega tíðkast í Austurlöndum, að ekið sé með „heldri menn“ um borgir í hjólvögnum að gömlum sið. Trudeau forsætisráð- herra Kanada hafði endaskipti á hlutunum, þegar hann heimsótti Djakarta, höfuðborg Indónesíu nýlega. Eins og myndin sýnir, gerðist Trudeau ökumaður, en ekillinn sat í því sæti, sem ráð- he,rranum var ætlað. ' Mikið herlið Suður-Víet- nama stutt bandarískum sprengjuflugvélum og þyrl um hefur ráðizt inn í Kambódíu á mörgum stöð- um í austur- og norðaust- urhluta landsins, að því er fréttir frá Saigon herma. Innrásin er ti’l 'þess gerð að eyði- leggja stöðvar Norður-Vfetnama og Vfetkong, og beinast aðgerðirnar að stöðvum, sem kommúnistar hafa reist síðan innrásin var gerð í fyrra. Opinberlega hefur ekki verið skýrt frá innrásinni, en fréttamenn segja, að hún sé jaifn víðtæk og var í fyrra. Nú muni mi'Mi 10 og 20 þúsund hermenn taka þátt í aðgerð- unum. Yfirstjóm bandaríska hersins í Saigon hefur aðeins sent frá sér tilkvnningu um það, að Bandaríkja- menn muni í framtíðinni veita stuðning úr lofti þeim Suður-Víet- nömum, sem berjist á landi í Kambódíu. Bandaríska herstjórnin tilkynnti f morgun, að 30 þúsund hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Ví- etnam hefðu tekið sér stöðu við landamæri Laos og væru við „hreinsun" í norövesturhluta S- Vfetnam. Væm þeir að eyðileggja stöðvar kommúnista á þessum slóð- um. Souvanna Phouma forsætisráð- herra Laos sagði f morgun, að Norð ur-Víetnamar og skæruliðar Pathet Lao hefðu hafið mikla sókn í Norð- ur-Laos. Hin konunglega höfuðborg 1 Laos Luang Prabang væri innan skotmáls fallbyssa og sprengjukast- ara. Forsætisráðherrann sagði, að sér væri ókunnugt um, að hermenn frá Suður-Víetnam hefðu farið yfir iandamærin inn í Laos. Hann sagði, að bardagar yrðu að minnsta kosti takmarkaðir við Ho Chi Minh-veg- inn, ef Suður-Víetnamar hefðu far- ið inn í Laos. Ho Chi Minh-leiðin er aðalaðflutningsleið kommúnista úr Norður-Víetnam inn f Suður-Ví- etnam. Forsætisráðherrann kvaðst mundu senda mótmæli til Sovétríkjanna og Bretlands, en þessi rfki eiga að fylgjast með því, að haldin sé í heiðri Genfarsamþykktin um hlut- leysi Laos. Mundu Laosmenn mót- mæla árás Norður-Víetnama og sókn kommúnista. t Apollo 14 á braut um tungl anda fararinnar, eftir að þeir höfðu í gær skriðið inn í tunglferjuna. Seinasta stefnuleiðrétting var gerö til að tryggja, að geimfarið kæmist á rétta braut um tungl. — Spenna i rafhlöðu nægileg Apollo 14 hvarf snemma í morgun bak við tungl og var sambandslaus viðgeim ferðastöðina í fyrsta sinn. I 32 mínútur vissu menn ekki gjörla, hvort hreyfill starfaði eins og skyldi, en síðan kom geimfarið aftur fram fyrir tungl og allt hafði gengið vel. Mitchel'l kaMaði: „Tunglið stækkar gífurlega. Nú erum við á hnaðri ieið niður“. Fyrir þessa athugun hafði verið tilkynnt, að hið eina, sem gaeti vald ið frestun lendingar, væri, ef raf- hlaða væri ekki í lagi. Geimferðastöðin f Houston veitti geimförunum f nótt leyfi til að undirbúa lendingu á tungli, sem á að verða á morgun. Edgar Mitchell geimfari hafði þá tilkynnt, að raf- hlöður væru í góðu lagi í tungl- ferjunni. Var sú niðurstaða athug- ana hans og A'lan Shepards, stjóm- VOPNAHLÉ FRAM- LENGT í MÁNUÐ? Verksmiðjan sprakk í tætlur 31 fórst er verksmiðja á vegum bandariska hersins sprakk i gærkvöldi Að minnsta kosti 31 fórst og fjöltnargir slösuðust, þegar efna verksmiöja í Woodbina f Ge- orgíufylki i Bandaríkjunum sprakk í loft upp f gærkvöldi. Tólf starfsmanna við verk- smiðjuna er saknað og óttazt er um líf margra hinna slösuðu. Fimmtíu voru taldir slasaðir samkvæmt fyrstu fréttum, en talið var, að margir væru grafn- ir í rústunum. Sprengingin var svo öflug, að verkemiðjan sprakk f „tætlur". Lögreglan telur, að gas hafi waldið sprengingunni. Þetta var magnesíumverksmiðja á vegum hersins. Sérfræðingar hersins voru í morgun á leið til staöar- ins til að rannsaka málið. í þess ari verksmiðju var meðal aim- ars framleitt eldsneyti fyrir eld- flaugar. Starfsfólk var um 400. — Egypzki herinn er búinn til bardaga Egyptar hafa fallizt á fram lengingu vopnahlés í einn mánuð, en það rennur út á morgun. Þetta kemur fram í bréfi, sem Riad utanríkis- ráðherra Egyptalands hef- ur ritað Rogers utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Annars eru aðilar ekki alveg sammá'la, hvenær núgildandi vopna hlé ganga úr gildi. Telja Egyptar það renna út nokkrum stundum fyrr en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna álíta. Anwar Sadat forseti Egyptalands flytur ræðu f egypzka þinginu f dag. Fréttamaöur fréttastofunnar Reuter í Kaíró segir í morgun, að það sé erfið ákvörðun, sem Sadat verði að taka. — Sadat hafi oft sagt, að hann vilji ekki framlengingu vopnahlés, nema ísraeismenn svari á jákvæðan hátt kröfum Araba um, að ísraels- menn skili aftur herteknu svæðun- um. Hins vegar hefur U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna skorað á Araba og ísraels- menn að framiengja vopnahléð og gefa Gunnari Jarring sáttasemjara tækifæri til að sætta aðila. Það verði ekki auðvelt, ef Sadat ætli að vísa á bug tilmælum U Thants, þvi að Egyptar styðja álvkt un Sameinuðu þjóðanna um Mið- Austurlönd frá nóvember 1967, en starf Jarrings byggist á þeirri á- lyktun. Egypzki herinn er nú búinn til bardaga. Flugherinn hefur verið bú- inn nýjum sovézkum vopnum. — Margir óttast, að ný átök hefjist, þegar núgMdandi vopnahléi lýkur. Egypzka þjóðin er farin að finna ti'l hins breytta ástands. Smám sam an munu borgir verða myrkvaðar á nóttu. Fyrr í vikunni voru almenn ir borgarar æfðir í hernaði með það fyrir augum, að þeir gætu varið borgir sínar, ef á þær yrði ráðizt. Zetu gardínubrautir. Ódýrasta og vinsælasta gardínu- uppsetningin á markaönum. meö og án kappa fjölbreytt litaúrval

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.