Vísir - 04.02.1971, Síða 7

Vísir - 04.02.1971, Síða 7
V í S IR . Fimmtudagur 4. tebrúar 1971. cTPÍenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: I teikni firringar Baldur Ragnarsson: TÖF Reykiavik, Heimskringla 1970. 84 bls. TJaldur Ragnarsson hefur áð- ur birt eina Ijööabók, Undir veggjum veðra, 1962, þýtt ís- lenzk ljóð á esperanto og sjá'lf- ur ort á því máli, og hann hef- ur gefið út þrjár bækur um móð urmálskennslu. Ennfremur hef- ur Baldur birt allmargar greinar um skáldskap sem lýsa auðsæj- um áhuga og æöimikilli bók- legri þekkingu á efninu. Það :'V'> ' kann að stafa af greinum Bald- urs ef maður leiðist til að líta á hans eigin ljóðagerö öðru fremur sem tilraun til að hag- nýta í verki „fræðilega“ kunn- áttu, heimfæra kenningar veru- leika sjájfum. En augljós er vits munalegur metnaður og stefna hans með skáldskap sínum. •JVif er all-fjölbreytt bók aö efni og formi þó hún sé ekki stór, og hún lýsir sem sagt viöfangi alvarlega sinnaðs vandvirks höfundar við efni og formvanda skáldskapar. Alvöru gefni höfundar verður til þess aö orðfæri hans er allajafna formfast og mjög svo hátíðlegt og stundum þvingað, Baldur er ótvírætt bókfastur höfundur, gefinn með köflum fyrir ögn dularfullt táknmál eða kenn- ingastfl: ísinn í teikni firringarinnar utan skuröardepilsins þar sem gildin hafa glatað möndli sínum og runnið saman f jafnvægi óendanleikans. Þessar hendingar eru úr Rórða og veigamesta þætti bók- arinnar, Ijóðaflokknum Isar, og er að vísu sök sér þótt bók- stafleg merking þeirra liggi ekki í augum uppi. Hitt er verra að samhengj textans veitir þeim ekki svo séð verði gildi, merking umfram hina bókstaflegu, og fer svo raunar víðar þar sem höfund ur vi'll gerast „heimspekilegur" tjá efni utan viö og umfram hlut bundna skynjun. Það er engu líkara en málið sjálft, hiö vand- virknislega orðfæri hans bregð- ist stundum höfundi þegar mest á riður að koma textanum heim við raunheim, skynbundna reynilu Þetta breytir ekki því að einmitt ísar, sem ort er út af Narcissus-sogninni, er glæsi- legt kvæð; með köflum, fallega og skáldlega orðaöur texti: Þú finnur hjarta þitt fjarlægjast unz sláttur þess hefur aðjafnazt anda þessara slóða snæborin fiðrildi svifa hrímuðum vængjum inn í blóð þitt og þú meötekur veturinn f þessum fíngerðu táknum sem þrátt fyrir allt eiga sér vin f sumri vin og von En lesandi þykist sjá eða finn- ur til þess að höfundur ætli kvæði sínu erindi umfram það sem efni þess standa raunveru- lega til, sem af einhverju leyti kann að stafa af alvörugefni og hátíðlei’k stílsins — og leiðist þess vegna út í orðræðu sem brestur innistæðu eiginlegrar merkingar og verður einungis til að þoka tiltölulega einföldum ljóðtexta fjær og loka honum fyrir lesanda. A lveg sambærilegir annmark- ar eru enn gleggri í fyrsta þætti bókarinpar, .Orð mót þögnv, þar sem Baldur yrkir með' rími og- hljóðstöfum um •ýms söguleg minni, kvæði sem sumpárt verða bara hégómleg; (Virtuoso, Or bréfi Hákonar biskups) sum- part klúðrast í kynlegri rímnauð ({ Fossdal, Maríuklæði). Verst við þetta er þó að bæöi tilefni og bragur kvæðanna gefa til kynna að höfundur hafi i sjálfu sér öll efni til að gera verki sinu markverðari skrl — ef hann ætlaði sér af, stillti útleggingu í hóf, staðnæmdist við hin raun- verulegu yrkisefni eins og þau liggja fyrir honum. Meira er vert um lengsta þátt inn í bókinni, rimlausra og hátt- frjálsra kvæða, sem nefnist Speglar vatnanna. Þar birtist gleggst verklagni Baldurs Ragn- arssonar, skynbragð hans á myndir og málfar, það sem hann vildi sagt hafa. Baldur Ragnarsson er vísvitandi „nú- tímalegur“ höfundur að orð- bragði og strl, augljóst er sam- hengi ljöða hans •við íslenzkan módemisma í skáldskap eins og hann hefur þróazt á umliðnum áratugum, höfunda eins og Sig- fús Daðason, Hannes Sigfússon, Þorstein frá Hamri, og þótt með öðrum hætti sé, Hannes Péturs- son. En ýkja „frumlegur" eða persónulegur höfundur er Bald- ur ekki að svo komnu, og þótt mörg einstök ljóð hans í þess- um þætti bókarinnar megi kalla falleg, rétt og slétt, fagmann- lega oe snyrtimannlega gerður texti, láta þau mann ösnortinn. íhugul varfærni, aðgát varan- legra verðmæta i hverfulum heimi, athvarf hjá náttúru lands ins, fortíð þjóðarinnar: þetta virðast í stytztu máli efnislegar niðurstöður Baldurs Ragnars- sonar í þessum kvæðum, og er það allt algengt. Hitt er samt mála sannast að' vegna vinnu- bragða sinna finnst manni að hann ætti að vera áhugaverðari höfundur en raun ber vitni í Töf. „Ckáldið eitt leitar sannleikans meö þeim orðum sem málið fær þvi til þjónustu,“ segir hér í þriðja þætti bókarinnar, í jaðrinum, þar sem gagngert er ort um vanda skáldskapar, sann leiksleitar á vorum dögum, og jafnharðan hvatt til tortryggni: þvi sannleikurinn er löngu vaxinn úr grasi og starf okkar einungis i þvi fólgið að færa út jaðarinn um eina spönn eða tvær i alvöru, rótt, án allrar tilgerðar. Hvað merkja þessi ummæli: að reynsla skáldskapar, lesandans, skáldsins þegar hann yrkir sé á einhvern hátt ólygnari en önnur? Að skáldskapur visi með einhverjum hætti veg að ein- hverju sem nefna megi veru- leika, sannleikan sjálfan? Vera má að hér sé einkum um að ræöa andsvör við kröfugerð urn ,,skorinorðan“ visvitandi ávirkan skáldskap og má þá og taka ljóðaflokkinn sem skáldlega stefnuskrá, „ars poetica" höf. — sem geri hinn ýtrasta trúnað við eigin reynslu, málið sem hann yrki, starf sitt sjálft að sínu æðsta „miði“ eða „mæti“ svo notað sé orðfæri Baldurs Ragn- arssonar. En þá er það sjálf- sagt álitamál hvort og hversu Baldri takist að framfylgja henni — „án allrar tilgerðar". Ef endilega þarf að vera að orða „ætlunarverk" skáldskapar mætti til að mynda segja sem svo að vel ort Ijóð veiti einka- legri reynslu almennt gildi, geri hana með nýjum hætti verulega fyrir lesandanum. Skáldskapur þarf, í stytztu máli sagt, að koma öðrum við. Án þess að vefengja einlægni Baldurs Ragn arssonar, með allri virðing fyrir vandvirknislegum vinnubrögð- um hans, viröist þessi vandi að verulegu leyti óleystur vnnþá i Ijóðurn hans. ()<£ll Oi£ VOÖÍ CV C7 Báídur Öskarsson: Krossgötur Reykjavík, Heimskringla 1970. 60 bls. J^rossgötur er önnur ljööabók Baldurs Óskarssonar, en auk þeirra hefur hann gefið út smásagnasafn og skáldsögu. Svefneyjar, fyrri ljóðabók Bald- urs, 1966, var að sönnu heldur óbjarglegt verk, en i Krossgöt- um virðist hann hafa náð til muna meira valdi á hinni sömu yrkisaðferð. Baldur yrkir í eigin- legum „atómstíl“, hvorkj meira né minna, myndreknum og marg brotnum, sem lætur venjuleg röktengsl máls og hugsunar lönd og leið. Því er sízt að neita að eftirtektarverðri mynd gerð bregður víðsvegar fyrir í ljóðum Baldurs Óskarssonar: Þú kannar skóg, og skimar meðal trjánna. Þú finnur lind, og lýtur niður til að bergja vatnið. Og þú mætir mynd af bleikum loga, blaktandi Ijósi í grænum skugga trjánna. En hinu verð ég að játa að mér veitist að svo komnu fjarska erfitt að eygja merkingu og miö, fá áhuga a myndröd Baldurs i heilu lagi, né festa hug við einstök kvæði hans, allra sizt . þar sem hann yrkir á einhvers konar dulrnáli (Flug- urnar). Styrkur hans liggur aflur í hinnj litsterku, grófgerðu myndasmíð og þau kvæði sýnast markverðust sem stytzt eru. Þar kemur gleggra og trúverð- uglegar til skila hinn kviðvæn- legi drungi, vitund ógnar í að- sigi, sem bók þessi virðist eink- um og sér í lagi leitast við að lýsa. Auglýsing um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og samkvæmt heimild í 65. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 eru hér með settar eft- irfarandi reglur um umferð og stöður bifreiða í Hafnarfjarðarbæ. 1. Umferð um Selvogsgötu nefir forgangs- rétt fyrir umferð úr Brekkugötu og Hlíð- arbraut. 2. Bifreiðastöður eru bannaðar á Lækjar- götu n.v. megin (lækjarmegin) frá Hverf isgötu/Öldugötu að Suðurgötu. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 3. feb. 1971. Einar Ingimundarson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.