Vísir - 04.02.1971, Page 8

Vísir - 04.02.1971, Page 8
8 VISIR . Fimmtudagur 4. febrúar 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson RiWtjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjúri: Jón Birgir Pétursson Ritw.iómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 AfR^eiösl8• Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöia Visis — Edda hí. Kerfið liðkað Öll kerfi eru stirð og þung í vöfum, og á það eldd síður við um skólakerfi en önnur kerfi. Ein mynd þessa stirðleika er fólgin í því, hve erfiðlega skólakerfum gengur að þjóna þeim nemendum, sem að einhverju leyti eru frábrugðnir meðallaginu. Náms- kröfur skólanna eru yfirleitt miðaðar við meðalnem- endur. Og kennslan sjálf er oft miðuð við hina slak- ari nemendur, því að mestur tími kennarans fer í að lyfta þeim upp. Slíkt kerfi fer fram á hið ómögulega, — að allir geti og vilji geta hið sama. Hingað til hefur nokkurt tillit verið tekið til af- brigðilegra barna, sem þurfa sérkennslu til að geta fyigzt með venjulegum bömum. Er talið, að um helm- ingur þessara bama fái sérkennslu. Samkvæmt hinu nýja fmmvarpi um grunnskóla er gert ráð fyrir, að ríkinu sé skylt að færa þessa hlið í svo gott horf á tíu árum, að þá njóti öll afbrigðileg börn sérkennslu. í þessu felast markverðar umbætur. Hins vegar hefur til þessa lítið tillit verið tekið til þeirra barna, sem em óvenjuleg að því leyti, að þau hafa miklar námsgáfur. Þau hafa orðið að fylgjast í hægagangi með jafnöldrum sínum. Þetta hefur orðið enn bagalegra á síðustu árum, síðan farið var víða að láta tilviljunina en ekki námsgetuna raða bömum í bekkjardeildir. Þetta dregur greindu börnin enn frek- ar niður, því að það rýrir enn möguleika skólanna til að sinna þessum bömum sérstaldega. í skýringum með nýja frumvarpinu um grunnskóla er vikið að misjöfnum greindarþroska nemenda. Þar kemur fram, að einungis 16% af 14 ára unglingum hafa greindarþroska 14 ára unglinga. 30% af 14 ára unglingum hafa annaðhvort þroska 13 eða 15 ára bama og 24% hafa annaðhvort þroska 12 eða 16 ára bama. 30% af 14 ára unglingum hafa meiri frávik í greindarþroska en þessi tvö ár. Þessi geysilega dreif- ing sýnir, hve fráleitt er að láta alla jafnaldra fást við sömu verkefni. Viðmiðun við meðaltal, sem rúmar aðeins 16% aldursflokksins, er harla lítils virði. I skýringum fmmvarpsins segir, að „hið æskileg- asta væri, að hverjum og einum væri sköpuð aðstaða til að fara með sínum hraða gegnum skólann. Þótt því marki verði varla náð og ekki með núverandi bekkja- og deildaskipan, þá gerir frumvarpið ráð fyr- ir, að mjög duglegum nemendum sé leyft að fara á styttri tíma gegnum skólann en öllum þorranum. Væri þá aðallega um annað tveggja að ræða: flýtingu í upp- hafi skólanáms, t.d. eftir forskóla, eða breytt fyrir- komulag á síðustu ámnum, þar sem nemendur væm frekar bundnir af námsefni en deildaskipan.“ í þessari stefnu hins nýja gmnnskólafrumvarps felst lofsverð viðleitni í þá átt að draga úr stirðleika skólakerfisins, — að laga kerfið eftir þörfum hvers og eins. Ekki getur þó fmmvarpið talizt ganga langt í aðlöguninni, en alténd veltur þó mest á sjálfri fram- kvæmd stefnunnar. J )} \\ ii \\ (( k Flugrit verkamanna i Gdynia: „ ALÞÝÐU STJ ÓRNIN MYRÐIR ALÞYÐUNA- □. Pólski kommúnista- flokkurinn hefur sem stendur tögl og hagldir í bæjunum í Norður- Póllandi. Sagt er, að Sov étríkin líti á atburðina í Póllandi svo alvarlegum augum, að Rússar muni TIL ALLRA ÞJÓÐA HEIMS Verkamenn við Parísarkomm- únuskipasmíðastööina f Gdynia, hafnarverkamenn og allir verka menn og starfsmenn f strand- héruöunum beiöast þess, aö for- dæmd verði þau fjöldamorö, sem hið pólska NKWD (öryggis- iögreglan) hefur framiö gegn saklausu fólkinu. Þaö voru böðl- ar Moczars (yfirmaöur öryggis- lögreglunnar), sem hafa hlotiö þjáilfun til þessa í sérstökum skólurn í Slupsk, Pila og öörum borgum. Við beiöumst þess, að þetta bréf veröi birt í öllum fjölmiðl- um og krefjumst retfsingar yfir þá, sem ábyrgð bera á dýrsleg- um morðum á börnum, konum, bamshafandi konum, feðrum og sonum, sem voru á leiö til vinnu sinnar hinn 17. desember vegna beiöni Kocioleks (yfirmanns í kommúnistaflokknum)... 16. desember 1970 milli átta og níu síödegis hvatti Kociolek í útvarpi alilan almenning ti1 aö hætta verkfallinu og fara til vinnu. Verkamenn (við höfnina) fylglu þessu kalli og fóru grun- lausir og í góðum tilgangi áleiö- is til vinnu sinnar. Á leiöinni til skipasmíðastöövarinnar, hafn arinnar og annarra vinnustaöa þar þurftu þeir aö fara göngu- bni, sem liggur yfir jámbrautina við Czerwonych-Korrynierów- götu.... „Þeir myrða“ Fyrst gekk niður þrepin frá göngubrúnni til Polskagötu kona, sem var barnshafandi. — Um þaö bil tólf þrepum aftar komu fjórir verkamenn, sem sennilega unnu í skipasmíöa- stööinni. Á þessu andartaki. Gierek hinn nýi foringi pólskra kommúnista tók við af Gomulka eftir óeirðirnar í landinu í desember. Gierek hefur nokkuð reynt til að friðmælast við verkamenn og heitið þeim kjarabótum. án nokkurrar viövörunnr, glumdu margir skothvellir úr vélbyssu. Konan hrópaði: Jesús Marfa og fél'l niöur þrepin. Þá kom önnur hryðjan úr vélbyss- unni. Einn verkamaðurinn féll máttvana vfir handriðiö, og þrír aörir féllu niöur þrepin. Ólýsan- leg skelfing og hryllingur greip um sig. „Þeir myröa“ heyrðist hrópað. Blóö rennur. Mikill mannfjöldi safnaöist saman í Czerwonych-Kosynier- ówgötu. Fólkið kallaði: „Morö- ingjar. Gestapó". Ringureið var og hryllingur vegna þess aö sú stjórn. sem kölluð var alþýðu- stjóm, hafði fyrirskipaö fjölda- morð. Þessu vatt fram, þar til bjart var orðið. Og þegar bjart var orðið, komu þyrlurnar á vett- vang. Þær vörpuðu táragasi á fölkið og skutu á það með vél- byssum. Margir féllu eða særð- ust. Fólkið flýði til þess að leita skjóls fyrir þyrlunum. \ Lögðu lík drengsins á hurðina Án þess að skeyta um skot- hríðina tóku ungir menn hurð af hjörum og lögðu á hana lík drengs, sem haföi verið á leið í skó-lann þegar hann var skot- inn. Þeir vættu pólska fánann í blóði hans og héldu niöur í borg ina. Að minnsta kosti 2 þús. manns slógust í för með þeim. Þeir ætluðu til forsætisnefndar borgarinnar til aö fá skýringar. Þegar fólkið kom til Swieto- ianska-götu biðu þar leppar Moczars eftir þeim Þarna urðu ógurleg fjöldamorö.... Blöðin sögðu frá því, aö 21 hefði falliö, en þar vantar aö minnsta kosti eitt núH aftan við. Meðferð á særðum var dýrs leg. Lögreglan sagði, að glæpa- menn mættu drepast f friði, og ástæðulaust væri að flytja þá í sjúkrahús. Af þessu leiðir, að verkamaður í Póllandi er sam- kvæmt skilgreiningu svokallaðr ar albýöustjómar glæpamaður. Vei að eilifu því alþýðulýðveldi, sem myrðir félaga sína og sitt eigið fó'lk! Líkin flutt á afvikinn stað Gdynia mun aldrei gleyma þeim Moczar og Cyrankiewicz. að blóði saklausra var úthellt í Gdynia .. Við beiðumst þess. að samtök Sameinuöu þjóðanna krefjist þess af pólskum stjóm völdum, að birt verði nákvæm tala þess fólks, sem myrt var í borgunum (við Eystrasalt) og lík fallinna verði afhent fjöl- skyldum beirra, þvf að farið var með líkin til staðar. sem ekki er vitað um, og þau þar grafin. Þetta var önnur Piasnica (', þorpinu Piasnica drápu Þjóð- verjar á stríðsárunum tfu eða tólf þúsund Pólverja). Verkamenn í Parísar- kommúnuskipasmíðastöð inni, við höfnina og á öðr um vinnustööum. Þýtt eftir þýzka timaritinu Der Spiegel. (Svigaathugasemdum bætt við.) Skipasmíðastöð í Gdynia. „Vantar núll aftan við tölu faliinna, sem blöðin hafa birt“. senda mikinn her inn í Pólland, ef uppþot verða þar að nýju. í eftirfar- andi texta flugrits _____ verkamanna í Gdynia ’l (if^l segir frá atburðunum í ^ borginni: ■■■■■■■■■■■■ Umsjón. Haukur Helgason: IIIIIII9IIIG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.