Vísir - 09.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 09.02.1971, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 9. febrúar 1971. I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND 200 bandarískar Hugvélar að- stoða iaorásarlið Suður-Víetnama Umsjón: Haukur Helgason: Blaöiö spyr, hvort menn geti í- myndaö sér, að annað gerist í Laos en gerðist í Kambödíu. Hvað svo sem verði á skömmum tíma þá muni niðurstaðan þegar til lengdar lætur vera, að Suður-Víetnam hafi sífellt meiri mannafla á erlendri grund. Þetta gerist á þeim tfma, sem full þörf sé fyrir hermenn Suð- ur-Vfetnam heima fyrir til að leysa Bandaríkjamenn af hólmi. New York Times spyr einnig, hv'ort þess sé að vænta, að her — „en engir bandariskir hermenn munu berjast á landi" — „bendir til endalauss striðs", segir New York Times □ Hersveitir Suður-Víet- nama, studdar banda- rískum flugher, dreifðu sér í nótt yfir stóran hluta Ho Chi Minh-leiðarinnar í La- os, eftir að komið hafði til bardaga við Norður-Víet- nama. Sex bandarískar þyrlur munu hafa verið skotnar niður og tveir Bandaríkjamenn fallið. Will iam Rogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Melvin Laird vamarmálaráíðherra eiga í dag að verja innrás Suður-Víetnama í Laos í bandaríska þinginu, andstæðingar þátttöku Bandarfkjanna í Indó- Kínastríöinu ráðgera miklar mót- mælaaðgerðir um öll Bandaríkin vegna innrásarinnar. Laird ráðherra mun hitta her- máíanefndir þings. Hann á þá að gera grein fyrir, hvemig innrásin í Laos á að „vemda heimköMun bandarískra hermanna frá Víet- nam“. Bandaríska stjórnin virðist telja, aö eyöilegging Ho Chi Minch- leiðarinna í Laos muni verða til að draga úr hemaði í Suður-Víetnam sjálfu. Rogers utanríkisráðherra ræddi við utanríkisnefnd öldungadeildar- innar, en meirihluti nefndarmanna telur innrásina í Laos vera útfærslu stríðsins og brot gegn hlutleysi Laos. Óttazt er, aö ölga verði í háskól- um Bandaríkjanna Mö,rg samtök friðarsinna hafa boðað aðgerðir. Blaðið The New York Times seg- ir í forystugrein í morgun, að inn- rás Suður-Víetnama bendi ekki til friðar og minnfcandi átaka. Þvert á móti benti innrásin í þá átt, að styrjöldin verði endalaus. Suður-Víetnam geti gegnt því hlut- verki í þremur ríkjum, sem hann hafi aldrei getað gegnt í heima- landi sínu einu. Það munu vera um 5000 suður- vfetnamskir hermenn, sem nú þeg- ar hafa farið inn í Laos. Meira en 200 flugvélar Bandaríkjamanna eru stöðugt á sveimi til að styðja Suð- ur-Víetnama í sókn. Sagt er f Saig- on, að herinn sé á leið gegn um skóg sunnan bæjarins Tchepone í Laos, sem er 32 kílómetrum frá landamærunum. Bærinn er talinn miðstöð fyrir flutninga Noröur-Ví- etnama. Ríkisstjóm Laos og Souvanna Phouma forsætisráðherra mót- mæltu í gær innrásinni. Kraföist hann þess, að allur erlendúr her yrði á brott úr Laos, bæði Suður- og Norður-Víetnamar. Suður-Víetnamar segjast hafa fellt fjórtán Norður-Vfetnama í bar- daga en misst sjáTfir þrjá eða fjóra. Norður-Víetnamar munu hafa veitt mótspyrnu á nokkrum stöðum. — Sumir álíta, aö Norður-Víetnamar hafi vitað um innrásina með næg- um fyrirvara til að flytja burt meg- inhluta hers síns viö landamærin. Yfirmaður bandarfska hersins í Ví- etnam Abrams, segir, að engir bandarískir hermenn muni berjast í Laos. Bandarískir ráðunautar muni heldur ekki verða í för Suður- Víetnamanna. Fréttamenn skýra frá því, aö Nokkrum dögum fyrir innrásina í Laos héldu hersveitir Suður- Víetnama inn í Norður-Kam- bódíu Suður-Víetnamar berjast því nú í þremur löndum. Mynd- in sýnir foringja hers S-Víet- nama í N-Kambódíu, Do Cao Tri. bandarískt stórskotalið hafi skotiö inn yfir landamæri Laos í eina klukkustund eftir aö innrásin hófst. Um 20 þúsund Suður-Víetnamar og 9 þúsund Bandaríkjamenn séu við herstöðina Khe Sanh, en innrásinni er stjórnað þaðan. SKOTIÐ YFIR LANDAMÆRIN. — Fréttamenn segja, að bandarískt stórskotalið hafi í gær skotið yfir landamærin inn á land- svæði í Laos til að styðja við bakið á innrásarliðinu. Myndin er af failbyssuvígi Bandaríkjamanna við landamæri Laos. 5 ára stúlka BLAÐAMANNAFUNDUR varð undir bíl UTAN ÚR GEIMNUM — og barizt 0 Hin bönnuðu samtök „írski lýöveldisherinn" juku í gær- kvöldi og nótt skæruhernao sinn í Belfast. Félagar í lýðveldis- hemum munu hafa staðið fyrir sprengjuárásum og vélbyssuskot hríð á brezka hermenn í borg- inni. Skotið var einnig á fjóra ungl- inga, sem eru mótmælendatrú- ar, og særðust þeir. Hermaður einn særðist alvarlega á höifði, þegar skotiö var úr launsátri á herflokk f kaþólska borgarhlut- anum. var i Belfast Fimm ára stúika beið bana i gærkvöldi. Varð hún fyrir her- Difreið’ og segir herinn, að þetta hafi verið venjulegt umferðar- slys. Sumir borgarbúar litu þó á þetta sem ögrun og upphófust ný átök. í bænum Londonderry köst- uðu kaþólsk ungmenni grjóti í hermenn. Hermennirnir höfðu komið í veg fyrir, að ungmenn- in réðust á prest mótmælenda Ian Paisley og stuöningsmenn haps. f Stjórnandi Apollo 14 Alan Shepard sagði í nótt, að ferðin hefði heppnazt full- komlega. Shepard og fé- lagar hans Roosa og Mit- chell héldu hálfrar klukku- stundar blaðamannafund utan úr geimnum, en Ap- ollo 14 var þá 190 þúsund kílómetra frá jörðu. Geim- fararnir og blaðamenn sem saman voru komnir í stöð- inni í Houston ræddust við með aðstoð sjónvarps. Shepard sagði, að hann vænti þess, að lendingin á Kyrrahafi f kvöld yrði jafn vel heppnuð og ann- að í förinni. Apollo 14 á aö lenda um níuleytið. Hann sagði, að þeir félagar hefðu getað klifið upp á tind gígsins, er þeir könnuðu, ef þeir hefðu ekki staðnæmzt á leiðinni til að tfna tunglgrjót og gera aðrar athugan- ir. Mitchell sagðist að vfsu vera óánægður með það, að þeir kom- ust ekki upp á tindinn eins og til stóð, en þeir hefðu samt fram- kvæmt tilskildar rannsóknir. ) Þeir kváðust ekki hafa þreytzt á göngunni og tunglrykið hefði ekki orðið þeim til trafala. — Mitchell sagði, að þeir hefðu ekki átt í erfiðleikum með að aka hjólbörun- um, sem þeir höfðu. Otsýni var s'læmt og þess vegna villtust þeir í gfgnum. Þeir héldu, að þeir væru komnir upp á tind, þegar þeir sáu, að annar gfgur var eftir á leiðinni. Þá hættu þeir við að fara upp. Shepard sagði, að gönguferðirnar tvær hefðu verið kapphlaup við klukkuna Þeir tóku ekki eftir ó- venjulegum hjartslætti, en Shepard var kominn upp f 150 æðaslög á mfnútu en Mitchell hafði 128. Apollo 14 flytur til baka 48 kí’ó tunelgrjóts. Hættulegasti hluti þess, sem eft- ir er, verður þegar geimfarið kemur inn í andrúmsloft jarðar og mikili hiti verður á vfirborði farsins. — Þrettán mín. fyrir lendingu eiga þei'r að Iosa sig við tækjahluta geimfarsins. Geimfararnir eiga að vera í ein- angrun ti'I 26. ffebrúar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.