Vísir - 09.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 09.02.1971, Blaðsíða 16
Voga mér ekki að reykja nema í brúnni — segir skipstjórinn á Albert frá Grindavik — skipshöfnin öll / bindindi nema hann .. ... .. VÍSIR Þriöjudagur 9. febrúar 1971. TRIMM - PUÐ ■ Illa hefur gengið að finna ís- lenzkt orð um trimmið, íþróttir fyr- ir alla. Komið hefur fram hug- mýnd um aö kalla það þjálf, en henni hefur ekki verið vei tekið. Hér er sett fram ný tiliaga, sem tekur mið af þeirri staðreynd, að áreynsla á hiartað er eitt af megin- atriðunum i trimminu. Tillagan er, að kalla trimmið einfaldlega puð og trimmarann puðara.' — JK Ég voga mér ekki að stinga pípunni upp í mig, nema þegar ég er uppi í brúnni, sagði Þór- arinn Ólafsson, sá kunni aflaskipstjóri á vélbátn- um Albert frá Grinda- vík, en skipverjar hans hafa nú lagt niður allt tóbaksbrúk og banna reykingar í borðsal skipsins. Ég veit ekki, hvort þeir hafa haldið út núna í iandlegunni, sagði Þórarinn, þegar Vísir spurði hann um þessa stúku- menningu á skipi hans. — Þeir tóku allir upp á þessu um mán- aðamótinu. — HeTdurðu að þeir séu jafn- góðir sjómenn eftir sem áður? — Já, það held ég. Ég.var dá- lítið hræddur um það fyrst í stað, að þeir yrðu ieiðiniegir í skapinu, þegar tóbaksiöngunin færi að segja til sín. En á því hefur bara ekkert borið. Þeir heröa hver annan upp í þessu. w Albert hefur sem kunnugt er | verið með afiahæstu skipum á H landinu undanfarnar vertíðir, | svo að ekki ættu skipverjarnir að þurfa svo mjög að spara öðr- | um fremur. Að vísu hefur fiskir- íið verið heldur tregt hjá þeim '' f vetur, miðað við í fyrra ti'l dæmis. Að sögn Þórarins er afl- inn rétt um 200 tonn, þar af þó nokkuð ;af ufsa. — Tólf skip- verjar eru á bátnum. Reikna má með að þeir hafi reykt að með- altali fyrir um 50 kr. á mann á dag, svo aö spamaðurinn af gj bindindinu verður ekki svo lítil'l, | 16—17 þús. á mánuði. — JH fj Leikararnir tóku sér tíu ára hvíld írá Músagildrunni Leikfélag Kópavogs hefur nú ákveðið, að hefja að nýju sýning- ar á sakamálaleikriti Agötu Ghrist- ie, ,,Músagildrunni“, en, síðustu sýn ingar Leikfélagsins á því leikriti voru fyrir réttum 10 árum. Þó er allt útlit fyrir aö sama leiklistar- fólk fáist til að taka þátt í endur- sýningum þessum. Hefur Klemens Jónsson t. d samþykkt að annast leikstjómina sem fyrr og Magnús Pálsson kiktjaldamálari gengizt inn á það, að endurnýja leiktjöldin, er hann málaði á sínum tíma fyrir Músagildruna. v Sömuleiðis hafa allir „gömlu“ leikararnir tekið vel í það að spenna gildruna að nýju og þar á meðal Jóhann Pálsson, sem fór með aðalh.lutverk leiksins í fyrri upp- færslunni. Ráðgert er að hefja leikæfingar einhvern næstu daga og því allt útlit fyrir að sýningar hefjist um líkt leyti og sýningar LK á Hár- inu eða um miðjan næsta mánuð. —ÞJM Norsk Snorra-sýn- ing send Frændur okkar Norðmenn sýna Snorra Sturlusyni öllu meiri sóma en við íslendingar gerum. Fyrir síðustu heigi var opnuð sýning á myndaútgáfu Heimskringlu Snorra. Myndirnar eru allar unnar í grafik. Bók þessi var gefin út um síðustu aldamót af M. J. Stenersen og marg ir fremstu listamenn þeirra tíma til Belgíu eiga verk í bókinni. — Gerhard Munthe skipulagðj bókina fyrir grafískar myndir. Þessi sýning er á vegum norska þjóðminjasafnsins, listasafns Noregs og utanríkisráðu- neytisins. Sýning þessi á að fara síöar til Belgíu og verður sett upp í konungsbókhloöunni í Briissel. — ÁS Bidsted og Helgi Tómasson Helgi Tómasson faðmar Erik Bidsted, sinn gamla kennara. — Bidsted var hér á landi, þegar Hlelgi var á barnsaldri og þekkir því vel til þessarar fyrstu ballettstjörnu íslendinga. — Bidsted setti hér upp í haust söngleikinn „Ég vil, ég vil“, en fór síðan utan aftur. Núna kom hann hingaö til lands til þess að sjá Helga Tómasson dansa, og einnig til að hjálpa til við undirbúning sýning- anna, „og svo ætlar hanh víst að taka smá törn á ballettskólanum hérna,“ sagði Klemens Jóns- son Vísi í morgun. — GG , .j. j <-' ■» Óánægðir með aðeinsj einn söngtíma í viku j — segja söngkennarar „Við getum ekki gert raun- hæfar tillögur til úrbóta fyrr en niðurstöður af tilraunakennsl unni í tónlist liggja fyrir, en það hefur dregizt á langinn“, sagði Egill Rúnar Friðleifsson formaður Söngkennarafélagsins í viðtali við Vísi um það að þaö hafi komið fram, að ekki væru nægir söngkennarar til að annast kennslu í söng í barna skólunum. Sagði hann, að söng kennarar væru óánægðir með að hafa ekki nenia einn tíma í viku í söngkennslu á hverjum bekk. „í nýju fræðslu'öggjöfinni er gert ráð fvrir lengingu skóla- tímans og vonumst við til að fá fleiri kennslutíma í viku, a. m. k. tvo. Á undanförnum árum hefur reynzt afskaplega erfitt að fá útgefið kennsluefni. Við höf- um orðiö að útbúa okkar verk- efni sjálf“ Þá sagði Egill, að söngkennaranámskeið yrði hald ið hér í ágústmánuði n. k. og vonuðust söngkennarar til að fá þangað tvo ungverska leið- beinendur, en < Ungverjalandi hefðu farið fram miklar tilraunir með tónlistarkennslu í bama- skólum. —SB « a * o e 8 i < M.yndin er af sýningunni í Osló, • © Q +

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.