Vísir - 09.02.1971, Blaðsíða 2
Heimsmet í bjór-
þambi kvenna
Hjúskaparmiðlun
Nýlega var haldin i Englandi
drykkjukeppni kvenna. Sú sem
vann, er 18 ára og heitir Angela
Rand frá Kent. Angela drakk
gallon af eplamiði á hálftíma.
Hún varð þrisvar sinnum veik í
keppninni, önnur, sem tók þátt
í keppninni sofnaði alveg út aif og
vaknaði ekki þaö sem eftir var
keppninnar.
Angela sagði, að sér hðföi nú
liðið hálf iMa eftir keppnina, en
hún sagöist samt hafa skemmt
sér vel. Maðurinn, sem stóð fyrir
mjaðarþambinu sagði, að stúlkum
ar hefðu sjálfar beðið hann um
að efna til keppninnar. Sagði
Artlhur ag stúlikurnar hefðu verið
mjög drukknar eftir keppnina, en
fljótt rann af þeim og ég helc
að þetta hafi ekkert komið að
sök.
Hjúskaparmiðlunarstöð í
Júgóslavíu hefur veriö opnuð og
er hún rekin af ríkinu. Miðlunin
hefur staðfest það að innan 6
mánaða hafa viðskiptavinirnir
hitt sinn rétta lífsförunaut og
gift sig. Hundruð bréfa streyma
að víðs vegar úr Evrópu. í miðl-
uninni starfa þrír menn, þeim til
hjálpar eru sáifræðingar og geð-
læknir. Þegar viðskiptavinirnir
láta skrá sig, borga þeir 11 pund,
en þeir þurfa að útfylla eyðublað,
sem er með yfir 100 spumingum.
Þegar miðlunin opnaði voru við-
skiptavinirnir aðallega karlar, en
þegar konurnar fréttu það, byrj-
uðu bréfin að streyma inn. —
Fyrsta giftingin sem á sér stað
með hjálp miðlunarinnar, fer
fram nú um næstu mánaðamót.
Ef einhverjir íslendingar hafa á-
huga á að komast í samband við
miðlunina þá er hún í borginni
Ljubljana í Slovenia-héraði.
Á myndinni sjást keppendur í drykkjukeppninni, lengst til vinstri
er Angela Rand.
aaaa
Y insældalistinn
1. (1) MY SWEET LORD George Harrison
2. (2) CURRIED SOUL Mr. Bloe
3. (4) IN MY CHER Status Qo
4. (7) PICKIN TOMATOES Shocking Blue
5. (3) IRONMAN Black Sabbath
6. (6) WHEN I’M DEAD AND GONE McGunness Flint
7. ( ) VIECHLE Ides of March
8. (5) NO, NO, NO Voices of E. H.
9. (8) WHAT IS LIFE? George Harrison
10. (9) PARANOID Black Sabbath
L.P.-plöturnar:
i. (i) ALL THINGS MUST PASS G. Harrison
2. (2) JOHN LENNONS PLASTIC ONO BAND John o. fl.
3. (3) PA RANOID B. Sabbath
4. ( ) VIECHLE Ides of M.
5. ( ) LED ZEPPELIN 111 L. Zeppelin
Barnaherbergi í kúlu
81 árs hjúskaparafmæli
Nixon Bandaríkjaforseti slóst í
félagsskap með því dáindis-
fólki, Frank Sinatra, Pierre Elli-
ott Trudeau forsætisráðherra
Kanada, Júlíönu Hollandsdrottn-
ingu, Bing Crosby, Gústaf kóngi
í Svfþjóö og Gary Grant með að
^snda þeim Ward og Anne Mc-
Daniel frá Macon, Montana, USA
hamingjuóskir í tilefni af áttatíu
og eins árs brúðkaupsafmæli
þeirra. Eftir því Sem Cyril, hinn
70 ára sonur þeirra (Ward er 102
og Anne 101) segir, þá vildu
gömlu hjónin engin læti út af
afmælinu, ,,þau eyddu deginum
heima í rólegheitum" sagði
stráksi, „og það var allt i lagi,
þau hafa djammað nóg á öðrum
afmælum og munu skemmta sér
á hjúskaparafmælum iengi enn“.
Möguleikar á fleiri hjúskaparaf-
mæilum eru sagði vera 1 á móti
190 milljónum.
Þessi lcúla, sem stendur þama
út úr húsinu, er úr plasti. Kúian
er bamaherbergi, hana gerði
Maroel Lachat í Genf í Sviss.
Nýlega fæddist Marcel og konu
hans dóttir. Þau fóru um alla
borgina að leita að stærri ibúð,
en fengu enga. Þá sá Marcel ekk-
ert annað ráð en að setja þessa
300 kílóa kúlu utan á húsið og I
kúlunni sefur litla dóttirin. Kúlan
er úr polyesterplasti og er 4
mönnum óhætt að vera inni í
herberginu í einu. Slökkvistöðin í
nágrenninu hefur tilkynnt að hún
ætli að rífa kúluna niður, því að
þeim hjá slökkviliðinu finnst þau
hjónin stofna lífi sínu og barnsins
í hættu.
Ari „sekkur44 og
Jackie „amma“
Klæðnaður Ara og Jackie vakti
mikla athygli og blaöamenn
sendu þeim tóninn, þegar þau
voru á göngu i Gaprí. Blaðið
London Daily Sketch lýsti Jackie
á þessa leið: „Hún var í kjól sem
óneitanlega minnti á tjald og með
slá, sem gerði hana í útliti eins
og hippaömmu“. Ari vár í svört-
um buxum, sem voru álíka víðar
og strigapoki og £ hvítum skóm.
a
Frú Lachat gefur Söru litlu pelann sinn.