Vísir - 22.02.1971, Síða 6

Vísir - 22.02.1971, Síða 6
Yngsti leikmaður í deild- umimskoraði fjögur mörk! — og stúdentinn Alan Gowling skoraði fjögur af m'órkum Manch. Utd ARSENAL mundi selja álmu af leikvelli sínum til að kaupa Trevor Francis. Öll stærstu knattspyrnu- félög Englands hafa fýlgzt með honum og reynt að vinna hylli hans undanfarin ár, en frá því hann var átta ára hefur honum verið spáð stjömuframa í knattspyrnu. En hver er þessi Trevor Francis? — Hann er aðeins 16 ára strákhnokki, sem fyrir nokkrum vikum byrjaði að leika með Birmingham í 2. deild; hefur skorað í nær hverjum leik og á laug- ardaginn skellti hann knettinum fjórum sinnum í mark Bolton í sínum tíunda deildaleik. Bezta efni, sem komið hefur fram í enskri knattspyrnu frá því lítill rindill að nafni George Best setti allt á annan endann fyrir tæpum 10 árum. „Ég varð að velja Trevor í liðið, því allt gekk á afturfótunum,“ sagði Freddie Goodwin, framkvæmdastjóri Birmingham, „þótt hætta sé á, að margir deildaleikir geti komið í veg fyrir eðlilega framför hans. Selja hann? — nei, aldrei.“ Birmingham tapaði fyrsta leiknum, sem Trevor lék með liðinu, en síðan ekki söguna meir og hlotið 16 stig af 18 mögulegum og 16 ára strákurinn hefur skorað meginhluta markanna.. En það voru fleiri ungir pilt- ar, sem komu mjög við sögu í ensku knattspyrnunni í síðustu viku. Cambridge-stúdentinn Al- an Gowling er nú orðinn aðal- stjaman { stjömuliði Mandh. Utd. og skoraöi fjögur mörk fyr ir lið sitt gegn Southampton á laugardaginn —en United vann 5—rl — og Alan er fyrsti leik- maðurinn í 1. deild, sem skorar meira en 2 mörk í leik síðustu þrjá mánuðina. Wililie Morgan skoraði fyrsta mark United, en síðan skoraði Gowling 3 mörk á níu mínútum. Staðan \f hálf- leik var 4—0 en í síðari hálfleik s'koraðj stúdentinn, sem „fóm- að frama í Cambridge fyrir frægð hjá United“ sitt fjórða mark, en Jimmy Gabriel eina mark „Dýrlinganna". Govsrling er stór og sterkúr, eldifljótur, en virkar stundum klaufskur við hiið hinna teknisku sam- herja sinna — og reyndar al- gjör andstæða við annan ungan pilt, Charlie George hjá Arsenal, sem mjög hefur sett svip sinn á leik Arsenal-liösins að undan- fömu, og breytt mjög til hins betra hinum oift svo þunglama lega stí] Arsenal. Og hver er Charlie George? — Jú, ég sagðj ykkur oft fró honum í fyrra og þessi tvítugl „cookney-búi“, sem fæddur er nokkra metra frá leikvelli liðs- ins f Highbury f Lundúnum og einj „cockneyinn" í liðinu, er bezta efni, sem lengi hefur komið fram hjá Arsenal. Hann tVklabrotnaði í haust og hefur ebki leikið með fyrr en síðustu fjóra leikina. Arsenal hefur unn ið alla, gegn Portsmouth og Manch City f bikarkepnninni, og Ipswich og Manch. City i 1. deild, og Charlie skoraði fjög ur mörk — þar af bæði mörkin í bikarleiknum gegn City. Hann skoraði fyrsta markið gegn Ipswich á laugardaginn, splundr aði vöm Ipswich, þegar John Radiford skoraði annað markið. Fyrirliðinn Frank McLintock skoraðj þriðja mark Arsenal og staðan f hálfleiik var 3—0. En eitthvað slappaði Arsenal-liðið af í síðari hálfleik. Mike Lam- bert skoraðj fljótlega fyrir Ips- wich og á 83. mín. var Jimmy Robertson á ferinni og skor- aði hjá stínum fyrri félögum. Lokamínútumar voru æsispenn andi og virtist mikill ótti gripa um sig meðal leikmanna Arsenal en þeim tókst þó að bjarga báð um stigunum f höfn. Og í síðustu viku var greidd mesta fjárupphæð, sem um get- ur fyrir enskan knattspymu- mann, þegar Derby County keypti hinn unga fyrirliða Sund erland, Colin Todd, fyrir 170 þúsund sterlingspund — eða jafnvirði tíu góðra togarafarma í Grimsby-höfn. Það em miklir peningar í knattspymunni og nú er að vita hvort hinn ungi Todd þolir það álag, sem þess- ari sölu fylgir. Hann verður fyr irliði enska landsliðsins, leik- menn undir 23ja ára aldri, sem leikur við Skotland á miðviku- dag, og leikur sinn fyrsta leik með Derby á laugardag gegn Arsenal. Næst hæsta sala, sem um getur er, þegar Leeds keypti Alan Clarke fyrir 165 þúsund pund. Þegar Tottenham keypti Martin Peters frá West Ham f fyrra var sagt, að sú sala jafngilti 200 þús. pundum, en Tottenham greiddi 120 þús. og lét svo Jimmy Greaves í skiptum, sem rúmlega þritugur er varla 80 þúsund punda virði. En þetta er nú orðinn lengri inngangur, en ég ætlaði mér, og kominn tímj til að Mta á-úrslitin á laugardag: 1. deild Arsenal—Ipswich 3—2 Blackpool—Derby 0—1 C. Palace—Coventry 1—2 Everton—Liverpool 0—0 Leeds—Wolves 3—0 Manch. Utd—Southampton 5—1 Newcastle—Tottenham 1—0 Nottm. For.—Bumley 1—0 Stoke—Chelsea 1—2 W. B. A.—Huddersfield 2—1 West Ham—Mantíh. City 0—0 og leikurinn í 2 deild á get raunaseðlinum fór þannig, að jafntefli varð hjá Q. P. R. og Huil 1—1. Lánið lék ekki við Hull f þeim leik og þrátt fyrir yfirburðaleik náði liöið aðeins öðru stiginu Á síðustu sekúnd um leiksins var dæmd víta- spyma á Lundúnarliöið QPR. Fyrirliði og framkvæmdastjóri Hull Irinn Terry Neil, tók spyrnuna, en spyrnti knettinum framhjá markinu. Þessi mistök hans hafa ekki aðeins áhrif hjá Hulil — sennilega hafa þús- undir króna skipt um vasa hjá íslenzkum tippurum um leið! Nú, Leeds komst aftur á rétta braut og sýndi einn sinn bezta leik á keppnistímabilinu gegn Úlfunum eftir hörmungar- leikina að undanfömu. Leeds hefur þvf enn þriggja stiga fbr ustu í 1. deild á Arsenal. Það var Alan Clarke, sem hóif sigur göngu Leeds í leiknum, þegar hann skoraði á 18. mín., en lengi vel hélt markvörður Olf- anna, Phil Parkes, möguleikum liðs síns opnum með snilldar- leik í markinu. Á 21 mín. i síð- ar; hálfleik réð hann hins veg ar ekki við spyrnu Poul Made- ley — eftir að bakvörðurinn Terry Cooper hafðj opnað vöm Olfanna — og 13 mín. síðar tryggðu Leeds-leikmennimir sér ömggan sigur. Cooper lék þá í gegn, en var felldur ;lla inn- an vítateigs. Johsny G ss urðu á engin mistök í sambandi við vítaspyrnuna. Olifarnir höfðu smámöguleika á sigrj f deild- inni með því að sigra í þess- um leik — en eftir tapið er hægt að afSkrifa þá. Liverpool-liðin mættust I 104. Trevor Francis — 16 ára stjaraa. sinn innbyrðis í deildakeppn- innj og sáu 54 þúsund áhorf- endur þá viðureign Everton lék mun betur en frábær mark- varzla hins unga markvaröar Liverpool, Ray Clemens, kom í veg fyrir sigur liðsins. Hann bjargaði t. d. tvívegis hreint ótrúlegá spymum Joe Royle. Hins vegar hafði Gordon West Mtið sem ekkert að gera f marki Everton — þurfti aðeins að Vjerja eina spymu, sem heitið gat þvi nafni. Tottenham átti afar lélegan leik í Newcastle — hreint dæmi gerður leikur fyrir lið, sem á fyrir höndum úrslitaleik. Pop Robson skoraði eina mark New castie á 76 mín., en marbvarzla Pat Jennings kom í veg fyrir stórtap Tottenham. Sama er að segja um hitt liðið, Aston Villa í 3. deild, sem leikur til úrslitá við Tottenham i deilda- bikamum á laugardaginn kem- ur. Liðið sýndi litla getu gegn Bury og tapaðj 3—1. Um aðra leiki f 1. deild er það að segja. að Tony Brown skoraði bæði mörk WBA gegn Huddersfield og hefur þar með skorað 22 mörk á leiktímabil- inu. Fyrra markið skoraði hann á 51 mfn., en Frank Worthing- ton jafnaði fyrir Huddersfield á næstu mín. Sigurmarkið var skorað á 70 mín. og á síðustu mln. áttj Bobby Hoy börkuskot í þverslána hjá WBA. Coven- try komst í 2—0 í Lundúnum gegn Palace og skoraði skozki landsliðsmaðurinn Willie Carr bæði mörkin. Alan Birchenall lagaði stöðuna í 2—1, þegar 18 mín. voru eftir, en að jafna tókst C P ekki. Ian Storey Moore skoraði eina mark Nottm. Forest gegn Bumley fljótlega 1 leiknum, en þar lék Neil aMrtin sinn fyrsta leik fyrir Forest, sem keypti hann í sl. viku frá Coventry fyrir 65 þúsund pund. John 0‘Hare skoraði fyrir Derby í Blaokpool og það nægði Derby til að hljóta bæði stigin í leiknum. 1 2. deild er keppnin skemmti- leg og öll efstu liðin sigmðu á laugardaginn nema Cardiffog Hull. Efstu liðin þar era nú þessi: Sheff. Utd. 29 15 9 5 50:32 39 Cardiff 28 14 9 5 48:24 37 Luton 27 14 8 5 41:19 36 Hull City 28 14 8 6 40:26 36 . Carlisle 29 13 10 6 46:30 36 Middlesb. 29 15 6 8 46:30 36 Leicester 27 14 7 6 41:26 35 og hvert sem er af þessum liðum gseti sigrað í deildinni. Birmingham hefur að undan- förnu skilið við botnliðin og er komiö upp í tíunda sæti. Stað an f 1. deild verður birt með getraunaspjailinu á morgun. Markhæstu leikmenn í deild og bikar eru nú þe&sir: Ted Mc- Dougall, Bournemouth, 37 mörk, Ray Crawford, Colohester, John Hickton, Middlesbro og Mal- colm MacDanoId, Luton, 24 hver og Martin Chivers, Totten- ham 23 mörk. —hsím.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.