Vísir - 25.02.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1971, Blaðsíða 4
4 VISIR . Fimmtudagur 25. febrúar 1971, ■ Óskað eftir aðsfoð lesenda: Hvað á TrimmiB að heita? Hannibal varð ekki langlífur Ellefta og síðasta sýningin á Herför Hannibals verður í kvöld hjá LR. Hannibal varð því ekki langlífur í því leikhúsi, en f hon- um er fjallað um hershöfðingj- ann mikla frá Karþagó hinni fomu. Hannibal er því ólíkur öðm því sem LR hefur haft á prjónunum undanfarna mánuði, þvi al'lt annað virðist ganga ákaflega í haginn hjá félaginu. Loðnuveiðin hefst fyrr nú en í fyrra Loðnuveiðin í ár hófst ta!ls- vert fyrr nú en var í fyrra. Þá birtust fyrstu fréttir af loðnu- veiði 25. febrúar, en nú var það meira en viku fyrr. Þá höfðu skfpin sum hver hangið úti á miðunum eftir loðnunni vikum saman sum hver, bður en nokk- ur veiði fékkst. Einn sótti um prófessors embætti í gervitanna- gerð Nýlega rann út frestur til að sækja um embætti prófessors í gervitannagerð við Háskóla ís- lands. Einn sótti um, — Örn Bjartmars Pétursson, settur prófessor. Æ fleiri safna erlendri mynt Myntsöfnun virðist vera að aukast sem áhugamál. Flestir menn reyna eftir megni að koma sér upp álitlegri inni- stæðu á bankabók, en aðrir festa fé í frímerkjum eða gam- aMi mynt. Nú eru 173 féla-gar i Myntsafnarafélagi Islands, en félagið hélt aðalfund nýlega. Formaður félagsins er Helgi Jónsson, ritari Hiálmar-Hafliða- son, gjaldkeri Freyr Jóhannes- son, Ragnar Borg erlendur bréf- ritari og meðstjórnandi Hali- dór Helgason. Danskennarar út- skrifaðir á íslandi Danskennarasamband Islands hefur séð um nám fvrir dans- kennara hér heima. en til þessa hefur þurft að leita til útlanda til að fá próf sem danskennari. Greinilegur áhugj er fyrir þvi meðal almennings að finna nafn á það sem hingað til hefur verið látið duga að kalla Trimm, en flest ir munu sammála um að geti varla gengið á íslenzku. I gær taldi Jón Böðvarsson, umsjónarmaður út- varpsþáttarins Daglegs máls, upp 14 tillögur sem honum hafði bor- izt. I gærkvöldi sagðj hann undir- rituðum að fleiri til.lögur hefðu reyndar borizt sér eftir að upptaka þáttarins var gerð. Þessar uppástungur hafa komið fram: ÞJÁLF — frá Kristjáni skáldi á Djúpalæk. DUBB — frá Haiidóri Dungal. STÆLING — uppástunga frá sama manni. HÆFING — frá Konráði þóris- syni. RJÁL — frá Hirti Hjálmarssyni. ÞÓF — eftir Magnús Gestsson í Grímsey. TAM — er tillaga Guðnýjar Jó hannesdóttur (konu Gils Guðmunds sonar). ÞJÁL — kemur frá Halldórj Hall- dórssyni, pröfessor. FIM — er frá sama manni. VIÐRINGUR — er tillaga Ólaifs Briem á Laugarvatni. BÆGSL — er frá Steingrími Jónssynj á Stokkseyri. ÞRAMM — Konráð Gíslason í Hellas og reyndar líka frá Ólafi Óskarssyni. HREYSTING — frá Bimi Franz syni. HEILSUBÓT — frá XBP, Vísi. Þá hafa komið þessar tillög- ur: ALlÞRÓTTIR — frá Jóni ög- mundj Þormóðssyni. KASK — frá Gunnlaugi Þórðar- syni. RÆKT — frá Jóhannesi Helga, rithöfundi. LIÐKUN — er tillaga frá Ingi- björgu Júlíusdóttur. Þá hafa heyrzt tillögur um ein falt orð eins og HREYFING, og heilmargar tillögur settar fram í gríni meira en alvöru, eins og rembingur, puð og ramb. Nú væri gaman að fá að heyra frá lesend- um blaðsins hvert þessara orða þeim Iítist bezt á að leysi Trimm af hólmi í framtíðinni, — eða hafa þeir e. t. v. orð, sem þeir telja að henti betur? Biðjum við lesend ur að senda okkur úrklippuna sem fylgir sem allrá fyrst. f maí s.l. luku tvær stúl'kur fyrrihlutaprófi í danskennslu, og eru fyrstu nemendurnir, sem taka slík próf hér heirpa. Átján aðilar eru í DSÍ, og stjörnm eingöngu skipuð konum, þeim Ingibjöfgu Jóhannsdóttur, Ingi- björgu Bjömsdóttur, Guðbjörgu Pálsdóttur, Unni Arngrímsdótt- ur og Iben Sonne Biamason. Árlegar sýningar DSÍ hafa verið ákveðnar 28. marz og 4. apríl. Fatakaupmönnum frá Færeyjum boðið á kaupstefnu hér Vonazt er til að fjölmenot.lið'1 fatakaupmanna frá Færeyjum komi hingað til lands 11. mafz j n. k., begar kaunstefnan Islenzk ur fatnaður verður opnuð í and- dyri Laugardalshallarinnar. Sér- stakar tízkusýninear á vegum kaupstefnunnar fara fram á Hótel Borg fyrsta daginn, 11. marz og þann síðasta, 14. marz. Verða sýningámar opnar fyrir almenning, en kaupstefnan siálf , aðeins fyrir innkaupastióra kaunmenn og aðra, sem boðnir 1 verða. Heilt lið vinnur að gerð verðlaunamyndar Sjónvarpsauglýsingar, sem eiga að vekia athygli, verða ekki hristar fram úr erminni að sögn Bjarna Grímssonar hjá Auglýsingastofu Kristínar Þor- kelsdóttur í Kópavogi. Verð- launamyndin frá táningaverzlur inni Adam var t. d. búin tij af ekki færri en 6 aðilum, sem sáu um handrit, teiknivinnu tæknibrögð, kvikmvndun, klipp- ingu, val tónlistar og ljósmynd- un. Tnka.(!n% fvrirfram Skattgreiðendur ættu ekki að láta sér bregða stórkostlega begar þeir komast að raun urn að launapokinn þeirra verður fviö léttari en þeir e^ t. v. reikn- uðu með nú um mánaðamótin. Fjármálaráðunevtið hefur nú ‘ .fengið Jágaheimild, sem teð nqt 1 ar siflSfL að taka. CO' > aCápUf- ^berump^öidum ^lSiT^jp^r^y var þessi tajaiSOVó.-.Segir. ráöu- neytið að þetta sé gert vegna hækkaöra. tekna greiðenda 1969 og 1970, að meðaltali 25%, en tekjuhækkun 1970 og 1971 sé einnig mikil og hækkun í krónu- . tölu ,á sköittum fyrirsjáanleg. Vindmyllan í marki IR, Guðmundur Gunnarsson Ég tel að orðið .................................. muni' bezt til þess fallið að koma í staðinn fyrir TRIMM. -.ÍMHar Jppástunga um nýtt orð:........................... . Nafn ............................................ GORDON BANKS RÆNT! — og skilað aftur Markverðinum fræga, Gonckm Banks, var rænt í gær og faaldið í 4 klukkutíma af fjórum stúdin- um. Var hann neyddur inn í bfl, þegar hann ýfirgaf Victoria Ground. Kröfðust stúdínumar lausnargjalds, — eittfavað um 24 milljóna króna. Að lokum var Banks <þó látinn laus eftir að félag Banks, Stoke City, samþykkti að greiða 7000 krónur fyrir hann, — en það fé rennur í sjóð Madely-háskóla og verður varið til góðgerðastarf- semi. Sagði Banks að hann hefði ekkert á móti því að taka þátt i gríni stúdentanna, mannrán sem. þessi eru ekkj annað en spaug eitt gerð i auglýsingaskyni fyrjr fjársafnanir. Auglýsið í V is i I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.