Vísir - 25.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 25.02.1971, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Fimmtudagur 25. febrúar 1971 VISIR ■ssm Otgefandi: Reykjaprent öt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiðmarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simai 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstfórn- Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmiöia Vfsis — Edda hf. Traustur landbúnaður „J>að er álit bænda almennt, að afkoma landbúnað- arins væri nú með ágætum, ef tíðarfarið undanfarin ár hefði verið í meðallagi,“ sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings nú í vikunni. „Það verður að telja, að bændur hafi staðið af sér með ágætum þá erfiðleika, sem af tíðarfarinu stafa. Þeir hafa haldið framleiðslunni í horfinu og haldið áfram framkvæmdum, byggingum, vélvæðingu og ræktun. Nú vona allir, að árferðið fari að batna, og mun landbúnaðurinn þá njóta góðs af þeim fram- kvæmdum og þeirri fyrirgreiðslu, sem unnið hefur verið að undanfarið.“ Landbúnaðarráðherra vék að ýmsum aðgerðum stjómvalda í þágu landbúnaðarins á undanförnum ár- um. Benti hann á, að fóðurbætisverð hefði lækkað verulega, síðan innflutningur fóðurbætis var gefinn frjáls. Ennfremur vék hann að því, að ríkisstjórnin hefði jafnan fallizt á þær tillögur, sem harðærisnefnd hefur gert til stuðnings við bændur, sem beðið hafa tjón af kali og öskufalli. Þá hefur starfsemi Rann- sóknastofnunar, landbúnaðarins eflzt yerulega á und- anfömum árumt. Sh mm m * Ríkið rekur nú heykögglagerð í Gunnarsholti og er nú að breyta grasmjölsverksmiðjunni á Hvolsvelli í heykögglagerð. Rætt hefur verið um að koma slíkum verksmiðjum upp víðar um land. Heykögglar hafa mikið fóðurgildi, eru hentugir í flutningi og geta að ýmsu leyti komið í stað innflutts fóðurbætis. Þá hafa hinir miklu ræktunarstyrkir undanf^rins áratugar stuðlað að því, að bændur hafa haft betri aðstöðu en ella til að mæta erfiðleikunum. Afkoma bænda mun hafa verið nokkm betri í fyrra en árið 1969 og mikill fjöldi þeirra hefur getað breytt lausaskuldum sínum í fqst lán. Samkvæmt rannsókn framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda eru ekki nema rúml-cga " 00 bændur á landinu, sem vonlítið er talið, að geti ráé ' ' : ' ■ '"V'lir. sínar. Er þetta mun lægri tala en hingað til hefur verið talið. Mál þessara bænda eru nú til athugunar. Sumir þeirra hafa verið óheppnir og ættu með aðstoð að geta komizt á réttan kjöl, en öðrum ætti að hjálpa til að hætta búskapnum. Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra lagði í á- varpi sínu áherzlu á, hve nauðsynlegt væri fyrir bændur að auka þekkingu sína og halda henni við. Benti hann á, hve misjafnlega bændum gengur að ná afurðum af búfé sínu. Margir fá 3000 lítra mjólkur af hverri kújen margir fá ekki nema 2200 lítra. Margir bændur fá yfir 20 kíló af kjöti eftir hverja kind, en margir fá líka ekki nema 13—14 kíló. Um þetta sagði Ingólfur: „Sá munur er vissulega alltof mikill og verð- ur til þess, að þeir bændur, sem minni afurðir fá, búa við lélega afkomu, þótt þeir, sem meiri afurðir hafa, komizt vel af.“ Af þessu er ljóst, að bændur geta með aukinni kunnáttu enn bætt hagkvæmni landbúnaðar- ins og treyst hann í sessi. ____ Mannkynið fimm on ara: ? — fyrir áratug var jbað falið „aðeins" milljón ára, en siðan hafa fundizt miklu eldri leifar um frummanninn Kjálkabrot, sem talin eru úr manni, hafa fund- izt í Keníu í Afríku, og mun mannkynið eldast við þetta upp í fimm milljón ár, segja vísinda- menn. Fræðimenn frá „manni“ sé feominn homo sapiens, nútimamaóu rinn. „Týndi hlekkurinn“ fundinn Pundur þessi mun væntanlega breyta noifekuö viðurkenndum kenningum um þróun mannsins. Af þessu má ráða, að maðurinn v, ^" ‘iS «4. . -iílfe.' Harvardháskóla fundu þessar leifar, og segja þeir þær vera tvöfalt eldri en nokkrar aðrar leifar um mannlíf, sem áður höfðu komið í leit- irnar. Elztu leifar, sem áður fundust, voru oln- bogabein eitt og fannst það á svipuðum slóðum árið 1965. 1,50 á hæð Leifarnar eru af hægri helm- ingi neðri kjálka, og er einn jaxlinn á sínum staö. Fræði- menn höfðu verið við uppgröft á þessum slóðum, í Lothagam- hæðum i Norður-Ken.íu. Þar hafa margsinnis fundizt hinar merkustu fomleifar frá fyrstu dögum mannsins. Bryan Patterson prófessor, sem stjórnaði flokki vísinda- mannanna, segir, að beinið sé úr lífveru, sem sé náskyld Austra- lopithecus, en svo hefur sú manntegund verið nafnd, sem lifði í Suöur-Afrífeu og öðrum hlutum Afríku í árdaga. Þetta var um 150 sentimetra há vera. sem gekk upprétt og hafði þyk!:- an og breiðan kjálka. Vísinda- menn teija, að frá þessum inn“ og áðurnefndan Austral- opithecus, fná fonfeðrum þeima, öpunum. Maðurinn verður sífellt eldri, eftir því sem rræðimenn grafa upp leifar. Á nokkrum sfðustu áratugum hefur maðurinn elzt um fjórar milljónir ára. Árið 1959, fyrir aðeins tólf árum, olli _J>að undrun, er dr. Louis Leaky fann leifar manna, sem voru 1,8 millijón ára garnlar. Sá fundur varð í Aifríkuríkinu Tanzaníu. Þessi fundur Leakys þrefald- aði aldur mannkynsins, en nú hafa fræðimenn aiftur þrefaldað þennan aldur. Mannkynið var fyrir rúmum áratug talið vera innan við milljón ára gamalt. Leifamar í Keníu benda til þess. að maðurinn hafi feomiö til sög- unnar fyrir að minnsta kosti fimm mflljón árum. Illlllllllll m mm KJÁLKI FRUMMANNSINS. — Ofar er kjálkabein úr nútíma- manni, en neðar er sams konar kjálkabein úr frummanninum Australopithecus Africanus. Strikaði hlutinn á efra kjálka- beininu sýnir, hversu stórt brotið var, sem fannst í Keníu. hafi verið að þróast þegar á Pliocenskeiöinu, sem hófst fyrir 13 milljónum ára. Áður var tal- ið, að maðurinn (Aystra- lopithecus) hefði hafið göngu sína á næsta skeiöi á eftir, Pleistoscenskeiðinu, sem hófst fyrir einum tveimur milljórium ára. Þessi fundur getur einnig fýllt upp í eyðuna, sem verið hefur milli Australopithecus- mánnsins og „mannapans“, Ramapithecus, sem var uppi fyrir 14 milljónum ára eða þar um bil. Áður höfðu fræðimenn ekki fundið tengilið milli mann- apans og mannsins. „Mannapinn“ Ramapithecus er öðrum fremur talinn Mkleg- astur forfaðir mannsins. Mismunur manns og apa Þótt þess; „týndi hlekkur" hafi nú fundizt, að sögn fræði- mannanna frá Harvard, skortir enn mikið á, að menn geri sér nokkra viðhlítandi grein fyrir því með hvaöa hætti þróunin varð. Ekki er vitaö, hvenær mannapinn tók að ganga upp- réttur, kom niður úr trjánum og varð að manni. Mismunur manns og apa er sá, að rnaður- inn gsngur uppréttur og hefur stærri heila. Þetta skilur fyrir- rennara nútímamannsins í mannfræðilegu tilliti, homo erectus eða „upprétta mann- Umsjón: Haukur Helgason Lá á yfirborðinu Eins og um margar aðrar merkar fomleifar átti tilviljun- in sinn þátt í þessum fundi. Þótt fyrst nú sé fullvitað um aldur leifanna, þá eru meira en þrjú ár síðan þær fimdust. Amold D. Lewis fann kjálka- brotin „eitt heitt bvöld“ áriö 1967. Kjálkinn var uppi á hæö og lá þar á yfirhorðinu. Lewis sá strax, að þetta var úr manni og hafði það með sér til athug- unar. Hófst síðan mikið starf vísindamanna í rannsóknarstof- um til að marka með vissu ald- ur brotanna og eðli. Niðurstaðan varð sú,’ að bein þetta væri merkasti fundur um uppruna mannsins. Dæmi um svik Rétt er að minna á, að stund- um hafa slíkar leifar reynzt fölsun og eru mörg fræg dæmi um það. Slíkar falsanir eru hins vegar tiltölulega fátíðar og má ætla, að þriggja ára rann- sóknir á kjálkabrotunum frá Keníu hafi skorið úr um raun- gildi leifanna. Patterson prófessor, sem mest hefur fjallað um rann- só’kn leifanna, sagðj fyrir helgi, að „hann væri frekar ánægður með þennan blut“. Hann bætti við: „En ég vildi óska, að leif- arnar væru eitthvað fullkomnari en þœr eru“. Skástrikaði hlutinn á kjálkan- um á myndinni, sem fylgir, sýn- ir, hversu stór hlutj manns- kjálka leifarna<r frá Keniu eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.