Vísir - 25.02.1971, Síða 9

Vísir - 25.02.1971, Síða 9
•saðiðotstbaðiðtðdc VISIR . Fimmtudagur 25. febrúar „971. » I > ft O 6 • » « e e « e e e «» e e e e e e e e e e e e e » e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e » © Gætu gefið af sér milljarða i erlendum gjaldeyri án mikils tilkostnaðar Ósnortin náttúra, hreint loft, hreint vatn hafa verið þær einkunnir, sem við íslendingar höfum aðallega talið landinu til gildis hin seinni ár fyrir utan hin auðugu fiskimið og óþrjótandi varma- og vatnsaflsorku. Hið mikla gildi ósnortinnar og hreinnar náttúru hefur þó kannski vafizt fyrir mönnum. Margir eru þannig vantrúaðir á, að ferða- mannaþjónusta geti nokkurn tíma orðið hér sú stóriðja, sem hún er í nokkrum löndum. Sumarið, sem afmarkar ferðamannatímann, er of stutt til að geta risið undir miklum fjárfestingum, segja hinir vantrúuðu. Sú staðhæfing skal aðeins dregin í efa hér núna án þess að fjölyrða meira um það. Hins vegar er sett hér upp eitt lftið dæmi um það, hvern- ig laxveiðarnar einar hér á landi gætu staðið undir 3—4 milljarða króna gjaldeyristekjum af ferða- mönnum árlega eða sem svarar til þriðjungs af heildargjaldeyristekjum af öllum sjávarafurðum, en þær voru í fyrra 10 milljarðar og 81 milljón kr. betur. Veiðimálastjóri, Pór Guðjóns- son, skýrði Vísi frá því, að í fyrras'umar hefðu stanftveiðiclag arnir I laxánum verið um 18.000 og um 60% af heildarlaxveið- inni hafi verið á stöng, en um 40% hafj verið í net. Með þvi að taka upp netin mæfcti því fjölga stangveiðidögunum upp í 30.000 þegar í stað. Með áfram- haldandj ræktun eins og verið hefur mætti sennilega fjölga stangvejðidögunum upp í 60.000, en með auknu átaki mætti þó gera mun betur. — Það er erfitt að fullyrða. segir veiðimálastjóri hversu mikið unnt er að fjölga stangvejðidögunum. Það má benda á, að upp í Kollafjörð eða lækinn, sem rennur í Kollaifjörð gengu 4.200 laxar í fyrrasumar, en í heild veiddust um 56.000 laxar i fyrra. Með þessa reynslu i huga virðast möguleikamir að- eins takmarkaðir við veiðistað- ina sjálfa. veiði’hyljina. Miðað við þá reynslu, sem við höfum þegar fengið, er aug ljóst, að unnt væri að tvöfalda veiðina auðveldlega eða þre- falda, fjórfalda eða fimmfalda hana, með því aö bæta árnar með laxastigum, vatnsmiðlun- um o.s.frv. auk aukinnar rækt unar. Af þessum upplýsingum veið;- málastjóra er augljóst. að auð- velt væri að fjölga stangveiði- dögum hér á landi upp í um 100.000 á tiltölulega fáum ár- urr., ef vilji og fjármagn eru fýrjr hendi. Ástæða er til að ætla. að áhugi á stangveiði muni hailda áfram að aukast meða! lslendinga og þarf því að tryggja þeim a.m.k. 40% af heildarstangveiðifjöldanum, um 40.000 stangveiöidaga eða rúm- lega tvisvar sinnum fleiri daga, en alls voru til ráðstöfunar í fyrrasumar. Stangveiðidagarnir til að Ieigja erlendum veiðimönn. um væru þá um 60.000 talsins. Nú má sjálfsagt endalaust deila um, hvað unnt væri að fá erlenda veiðimenn til að greiða fyrir dag i íslenzkri lax- vei'iá. Vfsi er þó kunnugt um nokkur dæmi. Stöngin í sæmi- legrj á á Snæfellsnesi var seld í Bandarikjunum árið 1969 á 150—200 dollara, þ.e. 13—18.- 000 kr. Þetta kann að þykja mikið verð á Islandi, en í Banda- ríkjunum, þar sem 5% þjóðar- innar hefur 40—50.000 dollara. (3.5—4.5 mil'lij. kr.) og þar yfir í árslaun, eru slíkar upphæðir ekki umtaisverðar. Það kemur enda í ljós, að allir stangveiði- dagar í ánni Aalta í N.-Noregi, þar sem stangveiðidagurinn kostar 500 dollara (44 þús. kr. ísl.), eru uppseldir þrjú ár fram í tímann Veiðin þar er ekki mi’kil og hreint ekki víst, að menn fáj nofckuð, þó aö þeir séu að skarka i nokkra daga. Hins vegar geta menn átt von á því að setja í 40—50 punda fisk, sem er stærsta aðdráttar- afl árinnar. Tómas nokkur Holton, Islenzk ur Bandaríkjamaður, sem um allmörg undanfarin ár hefur flutt út héðan á Bandaríkja- markað og þekktir bandartskan „sportfnarkað“ manna bezt hér á landi, fullyrti í viðtali við blaðamann Vísis nýlega, að auð- velt væri að selja laxveiðiviku á fe 'and' fyrir 1500— 2000 doll ara með réttrj sölutækni. 1 þessu verði yrði að vera inni- falið ferðir innanlands og uppi- hald þ.e. f veiðikofum með mat. Ferðir til landsins bættust þama ofan á. í íslenzkri lax- veiðiviku mætti og væri jafnvel heppilegra að hafa þrjá daga í laxveiðiá og þrjá daga við sil- ungsveiöi f vatni. Til þess aö þetta sé hægt verð ur þó að bæta veiðiaðstöðuna við árnar og veiðivötnin, t.d. með vegalagningu og byggingu veiðikofa, sem þurfa ekki að v$ra jafndýrir eins og þeir þurfa að vera smekklegir. Höf- uðkrafan við veiðikofa er sú, að þeir séu þægilegir, en þeir mega gjarnan eða jaifnvel eiga að vera frumstæðir. Með því skilyrði fullnægðu, að byggð hafi veriö upp aðstaða fyrir veiðimenn við veiöistaðina til að nýta aukna stangveiði- daga, skapaðist grundvöllur til að selja 20.000 veiðivikur til er- lendra veiðimanna, þar sem hver veiðivika innihéldi 3 daga í laxveiðiá og 3 daga viö sil- ungsveiðar. Það er einfalt reikn- ingsdæmi að fá það út, að séu allar veiðivikur seldar fyrir 1.500 dollara hver vika eða eins og verðið er áætlað vera í lægri kantinum, gefur þetta 3 mili- jarða íslenzkra króna í hreinar gjaldeyristekjur eða vel það, sem allur iðnaðurinn ísilenzki gaf af sér í útflutningstekjur á nýliðnu ári aö álinu og kísil- gúmum meðtöldu. Hérna er ekki um neina smáhluti að ræða. Það má vera stór skekkja f þessu dæmi til að það geti engu að síður komið út úr þvf mjög álitleg niöurstaða. Það kann að vera, að þetta hér að ofan þyki miklar skýja- borgir, enda er þetta því aðeins framkvæmanlegt, að allir hags- munaaöilar um laxveiðar á landinu taki sig saman. Þar skal fyrsta nefna iandeigend- urna sjálfa, stangveiðimenn, f erða s krj f s tof ur, náttúru ve rnd- armenn, stóra leigutaka lax- veiðiáa, og stjórnvöld. Allir þessir aðilar í sameiningu gætu tryggt uppbyggingu laxvejöinn- ar í landinu með nauðsynlegu skipuiagi og fjármagnsútvegun. Eins og stendur er t.d. erfitt að útvega fjármagn til að rækta upp og endurbæta ár, sem eng- ar tekjur gefa af sér núna. en gætu gefið af sér mifclar tekjur fullræktaðar. Ýmsar aðrar ástæður liggja til þess, að nauðsynlegt er að skapa samtök allra hagsmunaaðila f landinu. Þar má nefna, að forð- ast verður undirboð á erlendum markaði. Tryggja yrði Islending- um nægan aðgang að laxveiðum fyrir vægara verð en erlendum mönnum, þar sem verðlag hér- lendis er allt annað en tíðkast i.d. í Bandarí'kjunum og meðal efnaðrj Evrópubúa. Þetta má t. d. gera f gegnum stangveiðifé- lögin. Þá verða íslendingar aö gæta þess að hafa sjálfir sölu laxveiðileyfanna með höndum á erlendum markaði. Það hefur t. d. gerzt undanfarin ár, að um helmingur þess, sem erlendir laxveiðimenn hafa greitt fyrir laxveiði hér hefur orðið eftir erlendis, sem eru alltof mikil afföll í svona áhættulítilli um- boðssölu. Fyrir utan alla sölumennsku og uppbyggingu hér á landi þarf svo auðvitað að stórauka rann- sóknir á fersfcvatnsfiski. Stöðu- >•!••••••••••••••••••••• vötnin okfcar t.d. eru svo til alveg órannsökuð. en þau gætu orðið undirstaða undir miklum ferðamannatekjum. Þó er vert að geta þess, að fullmikillar bjartsýni hefur gætt um mögu- lei'ka fslenzku stöðuvatnanna. Silungsmagnið f vötnunum er ekki ótakmarkað og íslenzku stöðuvötnin eru ekkj óteljandi. Aðeins 82 vötn á landinu ná einum ferkílómetra. Framleiðslugeta vatnanna er háð ákveðnum takmörkunum, sem veiðiárnar eru efcki. Fisk- urinn f vötnunum er bundinn þar alla sína ævi. Framleiðslu- geta vatnanna er mest aðeins 10 kg á hvern hektara og alveg niður f bókstaflega talað ekki neitt. I ánum aftur á móti geng- ur laxinn niður í sjó 10—15 cm langur, en kemur aftur eftir nokkur ár upp f ámar 4— 40 punda og hefur því tekið nálega allan sinn þroska í haf- inu. Vaxtarhraði og þroskahraði silungsins í vötnunum hins veg- ar er að miklu leyti háður því, hvemig aðstæðumar í vatninu eru hve háfct það er yfir sjó, kailt, djúpt, frjósamt, þ.e. berst t.d. mikið af steinefnum í vatn- ið með aðrennsli í það o.s.frv. Þá hefur veðurfarið mikið að segja. að því er veiðimálastjóri segir. Vaxtartfminn f vötnunum er aðeins 60—90 dagar á ári. Bf tíðin er slæm skerðiist þessi tími enn. Næstum efckert hefur verið unnið til að rannsaka hvemig megi auka afrakstur vatnanna. Menn hafa verið að bera áburð í vötnin, sem veiðimálastjóri segir, að sé alveg tilgangslaust. Islenzki silungurinn er dýraæta. Það eru því afar mikil afföll, að æfcla að auka á viðikomu hans og vöxt með áburði á vötnin, þar sem um 90% tapast á hverju þrepi. Ef t.d. nægjanlegur á- 'burðúr er látinn' í" vatn til að auka þörungagröðurinn í því um eitt tonn, nægir það til að auka vatnaflær t.d. um 100 kg, sem aftur nægja fyrir 10 kg af silungi, nema ef fleiri liðir koma til, t. d. hornsíli. Þá verða afföllin enn meiri, segir veiði- málastjóri. En það má gera margt fyrir vötnin t.d. með því að skipu- leggja nýtingu, þannig að full nýting fáist úr þeim án þess að gengið sé á stofninn. Þá er unnt að skapa betrj aðstæður f vötn- unum, betra skjól, aðrennsli, frárennsli o.s.frv., en til þess að slíkt sé hægt veröur að rannsaka hvert stöðuvatn sér- staklega. Eins og Vfsir hefur skýrt frá hefur orðið nokkur fcogstreita um laxveiðina undanfariö, en íslenzkum stangveiðimönnum hefur skiljanlega sámað, að er- lendir veiðimenn hafa f krafti fjármagns ýtt Islendingum í sí- auknum mæli út úr beztu lax- veiðjánum. Þessarj þróun þarf að snúa við og eins og drepið hefur verið á hér að ofan, er ekki aðejns mögulegt, að tryggja Íslendingum næga laxveiði, held ur er unnt að skapa mjög veru- legar gjaldeyristekjur með lax- veiöinni. Aðeins þaö sem virð- ist í augsýn gæti gefið af sér 3 milljarða f hreinar gjaldeyris- tekjur, auk gjaldeyristekna atf eyðs'iu 20.000 laxveiðimanna og ferðum þeirra til og frá land- inu, en einnig má búast við, að margir þeirra tækju fjölskyldur sinar með sér. Gjaldeyristekj- urnar gætu því orðið vemlega mi'kið meiri, ef við höfum vit og hugkvæmni til að fá hingað vel- stæða veiðmenn til að létta enn frekar á pyngju sinni, t.d. með lengrj dvöl eða kaupum á vönd- uðum íslenzkum vörum. — VJ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.