Vísir


Vísir - 09.03.1971, Qupperneq 16

Vísir - 09.03.1971, Qupperneq 16
Ný loðnuganga fannst i morgun við Hrollaugseyjar Þriðjudagur 9. marz 1971. Grunnskólafrum- vurpið ekki ufgreitt í vetur r'rumvarpið um grunnskóla og aðrar miklar breytingar á skólamál um mun væntanlega ekki verða af- greitt á yfirstandandi þingi. Munu ';ingmenn telja sig þurfa að hafa nálið lengur til meðferðar, en það er nú í höndum menntamálanefnd- ir Neðri deildar. Skammt er eftir af þingtíma. Ætlunin mun að reyna :tð ljúka þinginu um páskaleytið. Þetta kom fram í umræðum í ifri deild í gær, þegar samþykkt /ar með 14 samhljóða atkvæðum að vísa til ríkisstjórnarinnar frum arpi um ráðgjafar. og rannsóknar tofnun skólamála sem Einar igústsson (F) og fleiri fluttu. —HiH — Við höfum lóðað hér að mjög mikið magn og erum að láta trolliö fara, sagði Sveinn Sveinbjömsson, leiðangurs- stjóri á r/s Árna Friðrikssyni í samtali við Vísi klukkan tíu í morgun. Þetta er örugglega loðn^ sagði Sveinn. Við er- um hér á grunnu vatni skammt undan Hrollaugseyj- um. Dýpið er svona 30—40 faðmar og lóðningaraar virð- ast ná allt frá botni og upp úr. Hér er auk þess mjög mikið af fugli. Þarna virðist nú loðnuganga vera að koma að austan á leið vestur með landinu. Ekkert veiðiskip er ,nú þar austur frá. Loðnan sem var við Ingólfs- höfða virðist nú alveg horfin vestur með og veiðiskipin voru í gær Ö.I1 á vestursvæðinu, vest ur af Krísuvíkurbergi eða nán- ar tiitekið út af Selatöngum. 1 morgun mátti hins vegar sjá fjölda skipa útj á Grindavík- inni, grunnt undan landi, Og voru Grindavíkurbátar aðeins fimm mínútur að sigla að torf- unum. Loðnan virðist halda sig f mjög þéttum kekki og þéttist fremur en gisnar, segja sjómenn. 1 Grindavík var aðeins landað úr einum báti í gær Grindvik- þar i höfninnj með fullfermi. Löndun gengur nú hægar í Reykjavík, þar sem þróarrými er að fyllast. Nær 15 tíma lönd unarbið er nú í Reykjavík og biðu um tíu skip löndunar í Reykjavík í morgun. Voru þaö Magnús, Bjartur, Gissur hvíti, Ásberg, Helga II. Álftanes, Súl an, Njörvi, Börkur og Þorsteinn var á leiðinni inn. Mestan afla hafi Súlan um 450 lestir, en öll voru skipin méð fullfermi eöa þar um bil. —JH Enn íæst aðeins heitur sjór — borað á Reykjanesi „Það verður ekkert borað eftir aeitu vatni á Reykjanesi fyrr en f. næsta ári, kannski kringum næstu lramót“, sagðj Rristján Sæmunds- 'on, jarðfræðingur Orkustofnunar /ísi í morgun. „Syðst í Njarðvfk- irheiði er ein borhola, sem boruð ar 1967. Sú hola er 500 m djúp, eftir beitu vatni 1972 og næst úr hennj næstum 50 stiga heitur sjór. Nú er í athugun aö bora frekar þar suður frá, t. d. á Rosmhvalanesi, en þó get ég ekkert um það sagt, hvenær borað verður, né heldur nákvæmlega hvar.“ Sagði Kristján, að jafnframt því sem athugað værj með möguleika á heitu vatni, yrðj tekið með í reikninginn hvað kosta myndj og hvort mögulegt væri, að nota raf- hita á Suðurnesjum í stað Tieits vatns til upphitunar, ,,og líka verð ur athugað hvort hægt er að nota heitan sjó til hitunar en það er verkefnj fyrir verkfræðinga, og enn ekki hægt að segja til um hvað út úr væntanlegum athugunum kem ur.“ —GG íslenzkt leikrit sett á svið af íslenzkum leikurum í Kaupmannahöfn 5LENZKT leikfélag er um þessar mndir að fara að frumsýna í Kaup sannahöfn leikrit, sem samið er tir sögu Guðbergs Bergssonar, Androkles og ljóni£“. Mun áætl- 3 að frumsýna á föstudaginn. Æf- igar hafa farið fram í tslendinga- úsiniL Leikritsgerðin er eftir Ólaf áuk Símonarson. Þar voru ungir íslenzkir náms- íuenn, sem stofnuðu þetta leikfélag "g hefur því verið valið nafnið Leiksmiðjan Androkles". Fyrsta verkefnj Leiksmiðjunnar var ein- ''ittungurinn Jóðlff eftir Odd Sjö.msson, sem frumsýnt var á 'jrrablóti Félags íslenzkra náms- manna í Kaupmannahöfn. Leikstj. var danski leikarinn Folmer Ru- bæk. Jóðin léku þær Helga Hjörvar og Inga Bjarnason. En Þorbjörg Höskuldsdóttir gerði leiktjöld. Leik smiðjan hefur ennfremur efnt til listkynningar í íslendingahúsinu. Þar lásu ungir höfundar úr eigin verkum. Ólafur Torfason sýndi frumgerða ræma og frumsýnd var kvikmyndin ,,En bömefilm" eftir Hans Henrik Jörgensen, en eina hlutverk myndarinnar leikur Helga Hjörvar. — JH Jeppi Ragnars i Smara fundinn Jeppinn R-5166, sem stoliö var á sunnudag frá Ragnari Jónssyni, forstjóra, fannst í Þverholti í gær. Þar komu menn að bílnum yfirgefnum um kl. 5. Hafði þjófurinn skilið þar við jeppann óskemmdan. Menningin ætti því að geta rúll að áfram á jeppanum svo sem ^ verið hefur. *'n LAXASTRÍÐIÐ Á NÝJU STIGI iga Bjaraason og Helga Hjörvar í ,Jóðlífi“ í Kaupmannahöfn, ngar konur, er verða „barnalegar" eða e.t.v. ellilegar í leiknum. „Laxastríðið“ er komið á nýtt stig. Foringjar bandarískra lax- veiðimanna sem beita sér fyrir mótmæiaaðgerðum gegn Dön- um, munu heimsækja Normann fiskimálaráðherra í aprfl f Höfn. Samtímis hefur áróðurinn gegn Dönum blossað upp í Bandaríkj- unum eftír sjónvarpsþátt. Dag- lega berast sjávarútvegsráðu- neytinu mótmælabréf. í gagnsókn sinni hafa Danir sent bróf til 101 sjónvarpsstöðvar, 208 útvarpsstöðva, 560 dagblaða og 55 tímarita, að sögn Normanns ráð- herra. I bréfunum er gerð grein fyrir sjónarmiðum Dana um lax- veiðar við Grænland. Hugsanlegt er, aö frekari tak- markanir verði settar á laxveiði Dana á úthafi. í fyrra var aflinn takmarkaður við 4800 tonn á árinu, og aðeins leyfð veiði í fjóra mán- uði. Nú í vor verður samið um aflamagnið, sem veiða má í ár. Normann segist fagna heimsókn bandarísktt>laxveiðimannanna. -HH Landslag og loðna. í Vestmannaeyjum blandast loðnan sannar- lega inn í landslagið eins og sjá má á þessari mynd frá EyjVm. Á bis. 9 er nánar um loðnuna í Eyjum. Tveir piltar, 18 og 20 ára að aldri, voru staðnir að innbroti í verzlun Silla & Valda að Há- teigsvegi í nótt. Var komið aö þeim í verzluninni og þeir hand samaðir á staðnum en áður höfðu þeir þó náð að bera útúr verzluninni 66 lengjur af vindl ingum, sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér. teknir Lögreglan handtók annan mann um helgina sem grunaður er um að vera valdur að innbrot unum í fimm fyrirtæki að Suður landsbr. 12, sem sagt var frá Vísi í gær. Maðurinn þrætti fyr ir allar sakir. en var útskurðað- ur í allt að 30 daga gæzluvarð hald, meðan frekari rannsókn verður haldið áfram. —GP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.