Vísir - 30.03.1971, Síða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 30. marz 1971.
cyVíenningarmál
Á Kópavo
t’ins konar listaíhátíö var hald
in 1 Kópavogsbíói vikuna
sem leiö — Kópavogsvaka svo
nefnd. Hefur ýmissa viöburða
á vökunni þegar verið getið í
blaöinu, tónleiika, kvikmynda
og málverkasýninigar sem út af
fyrir sig var hið markveröasta
sem fyrir augu bar á Kópavogs
vöku. I Kópavogi var á 10 ára
afmæli bæjarins, árið 1965, sam
þykkt aö stofna sérstakan lista-
og menningarsjóð og verja til
hans árlega Vi°/o af útsvars-
tekjum bæjarins. Auik annarra
verkefna sjóðsins hefur fyrir
þetta fé verið komiö upp hinu
fallega myndasafni, 30 málverk
og 4 höggmyndir, sem sýnt var
á Kópavogsvöku og ótvíræft
er vísir aö snotru listasafni.
Að svo komnu munu myndir
safnsins einkum vera varðveitt
ar í skólum og skrifstofum
bæjarins. En skipuleg safn-
myndun af þessu tagi mun
brátt kalla á betra sýningar-
húsnæði en veitingasal félags-
heimiiisins og síðar meir eigin
legt safnhús sem sjálfsagt yrði
með tímanum ein miðstöð menn
ingarlifs í bænum. Þetta fram-
tak Kópavogs má vafalaust
verða öðrum bæjarfélögum fyr
irmynd viðlíka starfsemi —
þar sem hún er ekki þegar haf-
wu
TMFenningarsjóðurinn í Kópa-
vogj mim einnig hafa staö
ið meö öðrum aðiljum að Kópa-
vogsvökunni sem einkum var
ætlaö að kynna og vekja
athygli á starfsemi ýmissa
félagssamtaka sem starfa að
menningarmálum í bænum,
bókasafns, leikféíags, tónlistar-
félags o. s. frv. Það fer eftir
þessum tilgangi að verulegur
hluti af efni vökunnar var sam-
felldar dagskrár af ýmsu tagi,
leikiþættir, uppiestrar, umræðu
þættir, söngur og hljóðfæraslátt
ur, auk tónleika tónlistarféiags
ins í bænum sem mér skilst
að verið hafi ein bezt gerða
dagskrá vökunnar. En dagskrár
gerð af þessu tagi er raunar
ýmsum vanda bundin — stund
um iþví lí'kast sem efni til slikr-
ar dagskrár, einatt gömlu og úr
sér gengnu, snjói saman af
hreinni og beinni hendingu. Það
er ekki nóg að viöa að sér ein-
hvers konar efni, kalla saman
upplesara, söngvara og ræðu-
menn og láta síðan skeika að
sköpuðu. Slíkar dagskrár þurfa
að hafa eitthvert innra sam-
hengi til að bera, allra helzt að
leiða áhorfendum eitthvað fyr-
ir sjónir sem þeir hafa ek'ki
komið auga á sjálfir, áöur,
hvort heldur það stafar af sam-
setningi gamalkunnug? efnis
eða nýju efni til flutnings við
slík tækifæri. Á Kópavogsvöku
var veriö að kynna starfsemi
hinna ýmsu menningarfélaga í
bænum. Hugmyndir áheyrenda
um starfsemi þessara félaga
hljóta þá að mótast af því sem
þau höfðu sjálf að miðla dag-
skrám sínum, efnisvalinu og
fiutningi efnisins, gerð og sam-
hengi dagskránna.
Ég var-.ekki y^tjííjdur Jyrstu
dagskrár Kópavogsvöku af
þessu tagi, við .setningu vök-
únnar og dagskrá bókasafns
Kópavogs fyrri sunnudag, en
báðar virtust þær hafa anzi
handaliófskennda efnissk rá.
Hins vegar var bamaskemmtun
vökunnar, dagskrá úr verkum
Stefáns Jónssonar, allvel og
skynsamlega gerð, hæfilega
löng, efniö vel valiö við hæfi
ungra áhorfenda og flytjenda
sem flestir voru böm og ungl-
ingar. En dagskrá Leikfélags
Kópavogs á fimmtudaginn stað
festi allar iliar grunsemdir —
alltof mikiö af efni hennarvarð
bara broslegt. Einkum og sér í
lagi átti þetta. við aðal-tillag
Leikfélagsins sjálfs, ieikþáttinn
Vonarstund eftir Gunnar M.
Magnúss, kostulegt samansafn
af allra hégómlegustu þjóð-
ræknisglósum, framsett og flutt
rneð rembilegum belgingi. Það
er bágt hlutskipti að klæmast
með þessum hætti á minningu
Fjöinismanna og Jónasar Hall-
grímssonar. En Leikfélag Kópa-
vogs liefur margt gert vel á
umliðnum árum og hefði eflaust
mátt kynna starfsemj þess með
markveröara móti.
k laugardagskvöld lék ung-
mennafélagið Dagsbrún af
Rangárvðllum, gestaleik á Kópa
vogsvöku, Syndir annarra eftir
Einar Kvaran. Ég imynda mér
að þessa sýningu megi hafa til
marks um meðalgetu áhuga-
mannafélaga og leikllstariðk-
ana út um byggðir lands, og
víst er um það að slíkum félög
um er óþarft og óþarflegt aö
einskoröa sýningar sínar við
aiira einföldustu farsaleiki þótt
þeir séu meðfærilegir. Einar
Kvaran samdi leikrit sín handa
Leikféiagi Reykjavíkur, fá-
brotnu sviðinu í lönó, takmörk
uðum mannafla félagsins á
þeirri tíð, og það er ofur-eðk-
legt að þau verði enn i dag
nærtæk verkefn; áhugamanna-
félögum sem viija reyna sig við
alvörugefin verkefni. Á hinn
bóginn hafa leikir hans, að
Lénharði fógeta undanskildum,
ekki verið teknir á ný til sýn-
inga í Reykjavík á seinni ár-
um og áratugum, Syndir ann-
arra, að ég held, ekki síöan það
var frumsýnt í Iðnó 1915, þó
það megi með rökum telja
bezt gerða leik Einars Kvaran.
Væri kannski vert að reyna
það á ný á reykvisku sviði? Til-
finningasemi leiksins, siðferðis
leg áhugamál og umræða hans
kunna að þykja úrelt orðin. En
„pólitísk" hugmyndafræðj og
oröaforði hans eru, eða gætu
minnsta kosti orðið i snjallri
sviðsetningu furðu tímabær enn
í dag. Að hve miklu leyti eru
menn fúsir að afsala sér þjóð-
iegum verðmætum til að öðl-
ast í staöinn auð, framfarir,
velmegun? Það er almennum
orðum spurningin sem leikur-
inn spyr þótt all-reyfaralega sé
meö efnið farið. Og máisvari
nýrra tíma, auðsins og fram-
faranna, Grímur íögmaöur, er
eftirtektarverðasta hlutverkið í
lelknum þótt hann bíði auðvitað
ósigur, eins og vant er um
slí'ka menn hjá Einari Kvaran,
áhugj leiksins beinist að innri,
siðgæðislegum framförum og
veimegun fremur en veraldleg-
um. En með hinum meiriháttar
umræöuefnum er i leiknum all-
fjölbreytt og lífleg persónugerð,
drög að Reykjavíkurlýsingu
sinna tima sem vei gætu. reynzt
áhugaverö viðfangsefni f ieikn-
um meöförum á sviðinu.
Um sýningu ungmennafélags-
ins Dagsbrúnar er þess enn
fremur að geta að reyndur og
menntaður leikhúsmaður, Ey-
vindur Erlendsson stjórnaði
leiknum en sikólagengin leik-
kona lék eitt aðalhlutverkiö, frú
Guðrúnu — Jöhann Axelsdótt-
ir sem þekkilega kom fyrir í
sjönvarpsleik í haust. Slíkt sam
starf atvinnu- og áhugamanna
er vafalaust það sem koma skal
í leiklistariðkunum áhugafélag-
anna. En með tilliti til þessa
var samt athugavert hve sterk
ur viðvaningsbragur var á sýn
ingunni í heild, miklir og aug
ljósir annmarkar á framsögn
og framgöngu sem unnt ætti
þó aö vera að komast fyrir
með natinnj leikstjóm, nógu
vandaöri vinnu.
Jjær samkomur Kópavogsvöku
þar sem ég kom voru
allvel sóttar og yfirleitt ágæt-
lega tekið. Varla hefur verið
efnt til hennar í gróðaskyni en
hit.t þarf varla að óttast aö vak
an hafi bakað aöstandendum
sínum óþörf fjárút'Iát. Vafalaust
tókst sá tilgangur hennar að
kynna þá aðiija og þeirra verk
sem að jafriaði halda uppi menn
ingarstarfi í bænum. Það má
ætla aö allvel sé að slíkri starf
semi búið í Kópavogi, henni
tekið af áhuga og skilningi af
almenningi í bænum. Við slík
skilyrði er vafalaust unnt aö
vinna markverð verk. En Kópa
vogsvaka leiddi samt ekki íljös
að þessi starfsemi, )>ó hún sé
all-fjölbreytt, sé um þessar
mundir tiltakanlega markviss
né metnaðargjörn í Kópavogi.
VISIR ÍVIKULORIN
m
VÍStR í VIKULOKIN
frá byrjun er orðinn rúmlega 1450 króna
virði, 336 síöna litprentuð bók
í fallegri möppu.
VÍSIR í VíKULOKIN
fylgir aðeins til fastra áskrifenda.
Vönduð mappa getur fylgt á
kostnaðarverði.
vís:r í vikuloksn
er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun
til nýrra áskrifenda.
(nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)