Vísir


Vísir - 30.03.1971, Qupperneq 16

Vísir - 30.03.1971, Qupperneq 16
■ VISIR Þjófurinn eða þjófarnir höföu borið sig kænlega að þjófnað- inum. Höfðu þeir tekiö stóra rúðu úr glugga, en sett hana síðan í aftur með sömu um- merkjum, og létu því ekiki eftir sig nein vegsummerki. Kann því að hafa liðið nokkur tími frá því þjófnaðurinn var fram inn og þar til hann varð upp- vfs. „Lögregla okkar telur sig þó hafa nofckur spor að fara eftir, og hún vinnur nú að rannsókn málsins", sagði talsmaður varn arliðsins við fréttamann Vísis í morgun. — GP mmm Klædnadurinn í sumarferðinni Ef að líkum lætur munu íslendingar þúsundum og tugþúsund- um saman halda utan í orlofsferðir í sumar. Ferðaskrifstofan Sunna hefur nú tekið sér fyrir hendur að kynna íslenzkum konum, hvernig tízkuklæðnaðurinn verður á meginlandinu í sumar, svo að konur geti valið sér fötin í ferðina í samræmi við tízkuna. — Á fimmtudagskvöldið verður tízkusýning á Hótel Sögu, þár sem sýnd verða föt frá tízkuhúsum Lundúna, Parísar, Kaupmannahafn- ar og Rómar. —VJ Nú geta menn eignaztl sinn eiginn geirfugl Ákveðið í dag með smíði skuttogara á Akureyrí? Er nú ekki komið nóg? spurðu margir, þcgar það heyrðist, að komin væri á kreik ný geirfugls- söfnun. Raunar kom á daginn, að að þessari söfnun var ekki staðið af eins mikilli alvöru og þeirri fyrri, enda er það skop- blaðið Spegillinn, sem hrint hef- ur þessari söfnun af stokkunum. Þessi mynd var tekm af Speg- ils-geirfuglinum og tmgri reyk- viskri stúlku niðri við Tjöm í gær, en fuglinn er til sýnis í Málaraglugganum. Raunar geta menn búið sér til svona geir- fugl sjálfir að því er þeir Speg- ilsmenn tjáðu Vísi í gær, og er hægt að gera hann úr margs konar efni, tré, gipsi, hænsna- neti, dagblöðum og grautarlími, eða jafnvel úr frauðplasti. Þessi fugl varö til í Kópavogi. — GG Slippstöbinn býðst til oð sm/ðo jbó fyrir 167.7 milljónir — oðe/ns !°Jo ber á milli — séð er fyrir endann á mánaða samningaviðræðum • Nú mun veriö farið að sjá fyrir endann á 8 mánaða samningaviðræðum um það, hvort Slippstöðin á Akureyri smíðar tvo skuttogara fyrir Út- geröarfélag Akureyrar, en reikn- að er með því, að endanleg á- kvörðun um það verði tekin í dag. Mjög lítið mun bera á milli samningsaðila eða um 1%. — Slippstöðin vill nú smiöa skut- togarann fyrir 167,7 miiljónir króna. Sex manna samninganefnd Út- gerðarfélags Akureyrar og stjórn- valda hafa setið á stöðugum samn ingafundum með forstöðumönnum Slippstöðvarinnar síðan á fimmtu dag á Akureyri. Þarna er mikið í húfi fyrir Akureyringa, enda sam þykkti Útgeröarfélag Akureyrar í ágúst síðastliðnum að skuttogaram ir yrðu smíðaðir á Akureyri enda þótt þeir yrðu nokkru dýrari, en unnt var aö fá þá smíðaða fyrir á Spáni á þeim tíma. Bæjarstjórn Akureyrar lýsti því síöan yfir nokkru síðar, að hún ábyrgðist, að mismunurinn yrði brúaður. í samninganefndinni, sem sem- ur við Slippstöðina eiga sæti Vil helm þorsteinsson, Gísli Konráðs son og Albert Sölvason af hálfu Útgerðarfélagsins. Guðmundur Ól- afsson af hálfu ríkisábyrgðarsjóðs, Gylfi Þórðarson (formaður nefnd- arinnar) af hálfu sjávarútvegsráðu neytisins og Garöar Ingjvarsson af hálfu Seðlabankans. —VJ ÞriSjudagur 30. marz 1971. Kosningaþing í algleymingi 110 ÚRSÖGN ÚR NATO TEKIN FYRIR - EN ÞÁ VANTAÐI FULLTRÚA ALÞ. BANDALAGS Magnús Kjartansson (Ab) og flokksbræður hans hafa mörg und- anfarin iþing flutt tillögur um úr- sögn íslands úr Atlantshafsbanda- laginu. Þessar tillögur hafa jafnan „sofnað“ á leiðinni um þingið. Ut- anríkismálanefnd hugðist í gær taka tillögur Magnúsar fyrir, en þá tókst svo óheppilega til, að fulltrúi Alþýðubandalagsins, Gils Guð- mundsson, mætti ekki á fundinum. Nefndin hætti því við að fjalla um tillöguna, enda hefði enginn þeirra sem mættu veriö henni fylgj- andi. — HH þingmálum fleira en í fyrra ir páska, en þá á þingi að ljúka. í gærkvöldi voru þingmenn til dæmis á fundum allan daginn og til ellefu í gærkvöldi. Hefur enginn efazt, sem fylgzt hefur með, að aiþingismenn eigi skilin góð laun fyrir slíkt starf. Nú munu fram komin nærri 200 frumvörp og hátt í 100 þingsályktunartillögur auk fyr- irspurna á um 20 þingskjölum. Framsóknaimenn munu hafa flutt flest frumvörp, en ri'kis- stjórn hefur einnig lagt fram mikinn fjölda frumvarpa á þessu þingi. Nú er aðeins rúm vika eftir og verður þingmönnum áreiðan- lega erfitt að ljúka afgreiðslu þeirra mála, sem stefnt er að afgreiðslu á í þetta sinn. Mörg merk mál hafa þó farið hrað- byri um þingdeildir að undan- fömu. — HH Stálu fyrir um 300 þús. krónur ■ innbrot i BX-verzlun á Keflavikurflugvelli Brotizt var inn um helgina í BX-verzIun (Base Exchange) varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og stolið þaöan varn ingi, sejn nema mun að verð- mæti þúsundum doilara. — Við fyrstu yfirsýn var álitiö, að stolið hefði verið fyrir meira en kr. 300.000. Það verður kosið í vor. Þess verður mjög vart af flóði þingmála og þingskjala. Þingmál eru orðin yfir 300 á þessu þingi og þingskjöl 780. Á sama tíma í fyrra voru þingmálin „aðeins“ 192 og þingskjölin 466. Þingmenn hafa hamazt undan- farna daga. Oft hafa veriö marg- ir fundir á dag, enda munu allir sammála um að komasj í frí fyr

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.