Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 2
„Lífið er ekki
kapphlaup44
George C. Sott er ekki dauð-
yflislegur I sjón. I návist hans
er alitaf eins og hætta sé í
nánd. Það er aldrei að vita, hve
nær hann getur rokið upp.
Hann er hár vexti og lítur út
fyrir að hafa marga hildi háð.
Nefið á honum er þannig f lag-
inu, að hann lítur út fyrir að
hafa lent í ryskingum einu sinni
eða tvisvar.
Scott stendur nú á hátindi
frægðar sinnar sem leikari.
Hann situr með glas í hendi í
Granada á Spáni, þar sem hann
er að leika í kvikmynd, og hann
segir:
„Það sem ég sækist eftir er
að hafa einhver áhrif. Sem leik-
ari er maður ósköp áhrifalítill.
Ég sé þó ekki eftir því að hafa
valið það starf, því ég fæ gott
kaup og mér finnst gaman að
vinna, og sömuleiðis hef ég
kynnzt ýmsu stórkostlegu fólki.
En starfiö sjálft er ekki mikil-
vægt, það hefur ekki mikið gildi.
Maður getur gert fólki til hæf
is með þessu starfi, jafnvel
skemmt því, en líðan og líf
fóiks mundi ekki breytast veru-
lega, þótt engir lei'karar værutil.
Sem lífefnafræðingur hefði ég
getað lagt miklu meira af mörk-
um eða sem verkfræðingur eða
jafnvel stjórnmálamaður, þótt ég
mundi ekki kæra mig um að enda
sem fylikisstjóri í Kalifomíu.
Þess vegna býst ég við, að ég
verði að hætta að leika einn
góðan veðurdag. Ég vil hætta, áð
ur en fólk fær leilfeJijTifr.
Ég kæri mig ekki um 'að fól'k
segí: ’„ÍÍÖi' þáma er Geórge Soott.
Hann leikur ,, brjálaða . hqrshöfð-
ingja (eins og hann gerði i Ðr.
Strangelové). Eða: Nú ætlarhann
að leika hlutverkið sitt enn einu
sinni“.
Klofinn persónuleiki
Mér datt aldrei í hug, að ég
mundi ná upp á tindinn — en
sámt vissi ég, að mér mundi tak
ast það. Svona er ég klofinn per-
sónuleiki. Ég vildi ná tindinum,
en um leið og mér tók að miða
eitthvað áleiðis minnkaði metnað
argimdin, og það var gott, því
það forðar mér frá því að eyði-
leggja sjálfan mig á því stór"
mennsfcubrjálæði, sem hefur eyði
lagt svo marga leikara — já, og
stjómmálamenn.
Það var leiklistin sem bjarg-
aði mér. Ef ég hefði ekki féngið
vinnu sem leikari, hefði ég ein
hvern tíma lent i áflogum við
ofjarl minn og fengið hníf í bak
ið. ' ' \ / L \ '
Ku-Klux-Klan
í New Jersey
Nokkrir menn I New Jersey,
USA eru svo langt á eftir tím-
anum, að þeir þykjast vissir um
að ekkert geti bjargað veröldinni
frá glötun ognegrum nema Ku-
Klux-Klan. Þama er einn úr þeirri
gömlu leynihreyfingu, klæddur
einkennisbúningnum og vopn-
aður marghleypu. Fyrir aftan fugl
þennan er mynd á vegg. Myndin
er af Robert Shelton, leiðtoga
Sameinaðra Klana Ameríku. Ný-
lega hafa félagar Ku-Klux-Klan •
staðið fyrir mannránum og brenne
um á krosisi á svæði milli Hou-J
ston í TexaiS og Hightstown, •
halda ' menn að þetta f jör sem •
negrahatarar þessir eru að hleypa J
í starfsemi sína, sé til þess gert •
að fá áhrifagjama unglinga til*
að ganga í lið með sér, en fólksj
fæð Ku-Klux-KIan er telcin að«
hrjá félagsskapinn mjög. J
George C. Scott gerði margan Hollywood-manninn klumsa af
undrun og hneykslun þegar hann sagði nei takk við Óskarsverð-
launum.
Ég drakk heil býsn og lá í
slagsmálum — ekki vegna þess
að ég sé áflogahundur i eðli
mínu — heldur vegna þess að ég
var önuglyndur yfir því að fá
hvergi vinnu, og bitur yfir því aö
geta ekki brotizt úr þeirrj fá-
tækt, sem ég var staðráðinn í að
losna úr.
Vil ekki sjá Óskar
Um Óskarsverðlaunin, sem hon
um voru úthlutuö fyrir frábæra
túlfcun .á. hlutyerki. sínu sem
Patton hershöfðingi í samnefndri
mynd segir hann, (en hann hafn-
aði veróiaununum): „Lffið er ekki
kapphlaup, heldur eilíft stríð um
að komast af, og í því stríði
særast margir. Og vegna þess
að lífið er ekki kapphlaup lft ég
þannig á, að ég eigí ekki í neinni
keppni við starfsbræður mína, og
þess vegna vil ég ekki sjá Ósk-
arinn.
Patton hershöfðingi er einn
þeirra, sem hafa haft mest áhrif
á mig. Hann er í mínum augum
tákn sjálfsvirðingat, sjálfstæðrar
hugsunar og starfshæfni, en þess
ir hlutir eru tiltölulega sjaldgæf-
ir nú til dags.
Tækifæri afgangs
Állt, sem maður gerir, gerir
maður upp á eigin spýtur. Að
lifa er einmanalegt. Streitan er
mikil, sé hún manni ofviða, er
ekki úm annað að gera en fara
til sálfræðings, en það geri ég
aldrei, ellegar taka svefnlyf eða
skera sig á púlsinn eða fara á
fyllirí. Einn hlutur er samt öllu
öðru mikilvægari, eri það er aö
gefast aldrei upp, leggja aldrei
árar í bát. Þegar allt gengur á
afturfótunum, dugir ekki að
leggja árar í bát. Maður á alltaf
eitt tækifæri ennþá.“
Scott sem Patton hershöfðingi.
Fyrir leik hans í því hlutverki
vildu þeir senda honum Óskar.
Rafsuðuvír
OXYGEN
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
SUWUNDSBRAUT 6 SÍMI38640