Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 8
V I S I R . Mánudagur 26. apríl 1971. ? VISIR Otgefandi: KeyKjaprenr nl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson Ritstjóri: Jónas {Cristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sbnar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I iausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Velmegun til hvers? JJvað vinnst við velmegunina? Þetta er spurning, sem sífellt oftar lætur á sér kræla. Menn líta yfir hinar miklu framfarir, sem orðið hafa á íslandi síðustu þrjá áratugina og einkum síðasta áratuginn og spyrja: Hef- ur velmegunin orðið okkur til góðs? Ríkidæmi þjóðarinnar er enn svo nýtt af nálinni, að það er ekki hægt að svara þessum spurningum. En þær gefa til kynna, að menn hafi grun um, að ýmsar hættur séu samfara velmeguninni. Það er t.d. full ástæða til að varast þá þróun, að þroski og ábyrgð einstaklinganna drukkni í heimi ríkisvalds og múg- mennsku. Velmegunin er til lítils, ef einstaklingarnir verða að feitum þrælum, sem hirða mola af borði stórfyrir- tækja og stéttarfélaga og af borði hins opinbera. Hún er til lítils, ef menn hætta að hugsa og varpa öllum áhyggjum og allri ábyrgð á herðar ópersónulegra afla, sem stuðla að múgmennsku í þjóðfélaginu. Velmegunin nær hins vegar tilgangi sínum, ef hún kemur einstaklingum þjóðfélagsins til þroska, ef hún stuðlar að mannhelgi þeirra og frelsi, frumkvæði þeirra og sjálfstæðri hugsun, hvort sem um er að ræða efnahagslífið, menningarlífið eða önnur svið þjóðlífs- ins. Velmegunin nær tilgangi sínum, ef hún er fyrir einstaklingana, frekar en fyrir valdastofnanir þjóðfé- lagsins. Velmegunin á að auðvelda félagslega samhjálp. En sú samhjálp má ekki vera þess eðlis, að menn kasti frá sér allri ábyrgð og geri kröfu til, að ríkið sjái fyrir sér. Hin félagslega samhjálp á að jafna möguleikana og hindra, að elli, slys, sjúkdómar eða félagsleg óhöpp setji líf manna úr skorðum. Hún á að gera þetta með þeim hætti, að hún hvetji menn til sjálfshjálpar, hvetji þá til að komast sem fyrst yfir erfiðleikana. Velmegunli. á að geta tryggt okkur óspillt og ómengað umhverfú Framfarirnar mega ekki verða á kostnað þeirra lífsgæða, sem eru mikilvægari en vél- ar og auður. Við eigum einmitt að nota ríkidæmi okk- ar til að skapa okkur betra umhverfi og bæta fyrir það, sem forfeður okkar hafa syndgað í þeim efnum. Velmegunin á að geta byggt upp skólakerfi, sem vinnur gegn múgmennskunni í þjóðfélaginu og byggir upp sjálfstæðar, hugsandi verur, framtakssama og ábyrga borgara, þroskaða einstaklinga. Skólakerfi veífíiegunarinnar á að reyna að ná því bezta úr hverj- um einetaklingi, án ti'llits til búsetu hans, kyns eða heimilisaðstæðna. Velmegunin á að stuðla að hinum séríslenzka jöfn- uði í auði og eignum, að menn eignist sitt eigið hús- næði og taki almennt fjárfiagslegan þátt í atvinnu- lífinu, með þeim áhrifum og þeirri ábyrgð, sem því fylgir. Allt þetta á velmegunin að geta, ef ríkisdýrkun er látin víkja fyrir einstaklingshyggju. Tveir hermdarverkamenn færðir burt frá júgó slavneska sendiráðinu í Stokkhólmi, þar sem þeir höfðu myrt sendiherrann. HERMDARVERK Á NORÐURLÖNDUM Samtök öfgamanna frá Króat'iu 'i Dan- mörku og Sviþjóð eru angi af sjálfstæÖis- hreyfingu, sem nú eflist i heimabyggð þeirra — Rætur i fasisma á striðsárunum LANDFLÓTTA MENN FRÁ KRÓATÍU hafa verið athafna- samir á Norðurlöndum að undanfömu og framið hermdarverk. Þeir myrtu júgóslavneska sendiherrann í Stokkhólmi, Vladi- mir Rolovic, er þeir réðust inn í sendiráðið. Tveimur vikum áður höfðu samtök Júgóslava í Sviþjóð haft samband við Olof Palme og beðið hann að beita meiri hörku í viðskiptum við Króatana, sem þeir kalla „Ustasja-fasista“. Þetta var ekki gert, fýrr en eftir morðið á sendiherranum. Þá gekk sænska stjómin svo hart fram gegn þeim, að þeir hótuðu Palme for- sætisráðherra og Nilson utanríkisráðherra hefndum. í kjölfar júgóslavneskra verkamanna Þessi þjóöernissamtök manna frá Króatíu ,,hertóku“ í febrúar ræðisskrifstofu Júgóslavíu 1 Gautaborg. Árásarmenn hótuöu að skjóta starfsfólkið, ef dauðadæmdur Króati I Júgó- slavíu, Milenko Hrkac, yrði ekki látinn laus. Að lokum gáf- usf þeir upp í það sinn, og ekki varð tjón á fólki. Króatía var eitt sinn sjálfstætt ríki. en er nú innlimað í Júgó- slavíu undir stjórn Títós. Sam- tök landflótta Króata eru sögð komin til Norðurlanda í kjölfar- ið á verkamönnum frá Júgó- slavíu, sem margir vinna nú þar, þótt þeir eigi fjölskyldur heima i Júgóslavíu. Samtök Króatanna stefna að þvj að hafa áhrif á júgóslavneska verkamenn og telja þá á sitt mál. í Júgóslavíu sjálfri vex þessa dagana sundrungin millj lands- hlutanna. Mikið ber á sjálf- stæðishreyfingu Króata, sem berst fyrir aukinnj sjálfstjórn i eigin málum. Tító forseti fór fyrir skömmu hörðum orðum um sundrungina í landinu og sagöi, að ,,tilvera ríkisins væri í háska“. Kommúnistar í Króatíu vilja sjálfsstjórn Ný samtök stúdenta tóku völdin í háskólanum í Zagreb fyrir skömmu ^essir stúdentar vilja meiri ':rn Króatiu. Kosning hinnui nýju forystu stúdenta undirstrikaði ágrein- inginn milli Króata og Serb- anna, sem mestu ráða í Júgó- slavíu. Forystumenn kommún- istaflokksins I Króatiu fögnuðu kosningunum, þó að nú væru aðeins fjórir félagar í komm- únistaflokknum I nítján manna stjórn, en kommúnistar höfðu áður ráöið öllu I stjórninni. Þessi afstaða forystumannanna í Króatíu var því'með ólíkindum og ekki að skapi Títós, en hún er talin gefa til kynna, að for- ystan I Króatíu sé tilbúin að gefa króatískum þjóðemissinn- um frjálsar hendur. I háskólan- um. Forysta kommúnistadeildar- innar í Króat'iu hefur líka und- anfama mánuði barizt fyrir meira sjálfstæði sér til handa, svo að hún yrði ekki eins háö miðstjóm kommúnistaflokksins í Belgrad. Kommúnistar I Króa- tíu vilja, að fullt jafnrétti verði milli þeirra sex fylkja, sem mynda Júgóslavíu, en er Króa- tía .annað fjölmennasta fylki með Zagreb sem höfuðstað. Vinsælii eins og Dubcek? Kaþólskir menn í Króatíu og ýmsir menn. sem ekki fylgja kommúnistum að málum, hafa stutt þessar kröfur flokksdeild- arinnar þar Sumir segja, að kommúnistar í Króatfu séu nú jafnvinsælir þar og Dubcek og hans menn vora 1 Tékkósló- vakíu. Hvarvetna á húsveggjum I Zagreb er skrifað nafn Miko Tripalos, sem er ungur foringi kommúnista þar og hefur verið t fararbroddi í baráttunni fyrir sjálfstæöisstjórn fylkisins. Tító hefur séð sig til neyddan að koma til móts við Króata og hann lofar endurskoðun á stjómskipan. Öfgamennimir, sem nú fremja hermdarverk á Norðurlöndum, eru angi af þessari hreyfingu. Um nokkurra ára skeið hafa þeir færzt 1 aukana I Svfþjóð og Danmörku. Þeir sprengdu árið 1966 sprengju I sendiráði Júgóslavlu við Österbro í Kaupmannahöfn. Danska lög- reglan er stöðugt á verði vtð sendiráöið, og menn óttast, að til meiri tíðinda kunni að koma. Samtökin Ustasja hafa um nokkurt skeið verið athafna- söm 1 Vestur-Þýzkalandi. þar sem margir verkamenn frá Júgóslavíu hafa verið. Nokkrir júgóslavneskir embættismenn þar hafa verið myrtir. Nafnið Ustasja þýðir uppreisn. Meiri grimmd en þýzkir nasistar Hreyfingin varð til árið 1929, en árið áður höfðu aðskilnaöar- sinnar frá Króatiu verið myrtir á þinginu í Belgrad. 80 þúsund manns era sagðir hafa fallið f viðureign milli Króatanna og annarra. Foringi Ustasja var Ante Pavelic. Hann átti þátt í moröinu á Axelander konungi í Marseilles 9. október 1934. Pavelic fór 1 útlegð, en sneri aftur heim árið 1941, þegar Ital- ir höfðu hertekið Júgóslavíu í annarri heimsstyrjöldinni. Þá stofnaði Pavelic sjálfstætt ríki í Króatíu, sem fylgdi Mussolini og Hitler aö málum. Sagt er, að fylgismenn hans hafí jafnvel gengið lengra en nasistar og ítalskir fasistar í grimmd á striðsáranum. Eftir stríðið komu Tító og kommúnistar til valda, og Júgó- slavía varð eitt ríki. Jafnan hefur verið nokkur kurr milli fylkjanna einkum Króata og Serba. Nú er talið, að Tító muni brátt láta af störfum, og óvissa ríkir um, hver verði eftirmaður hans. Foringi Ustasja, Pavelic, lézt fyrir nokkrum árum í Suður- Ameríku, og er talið, að hann hafi veriö myrtur. Síðan hefur hreyfingin ekki haft sérstakan aðalforingja. Hún hefur þó engan veginn sungið sitt síöasta, eins og at- burðirnir seinustu vikur bera með sér. Umsjón: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.