Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 9
V I S I R . Mánudagur 26. apríl 1971 ) höld yröu meiri. ef börn yröu fremd eldri en nú er. — Van- höldin heföu sjálfsagt orðiö mun meiri, ef fermingaraldur- inn heföi til daemis verið færöur upp fyrir svo sem 40 árum. Á þeim tímum gerðust margir frá- hverfir kirkjunni. Þetta held ég sé að breytast mikiö núna. Menn eru miklu hlynntari kirkjunnj en var. — Yröu meiri vanhöld við fermingar ef öllum veizlum yröi sleppt? — Mér þykir þaö ekki ólík- legt. — Fermingarveizlurnar og ýmislegt annaö tilstand ut- an kirkjunnar kemur henni 1 sjálfu sér ekkert viö. En þetta treysti ég mér ekki til aö „kritisera". Þetta eru tímamót f lífi barnanna. Og það tíökast víða annars staöar, til dæmis hjá mörgum frumstæðum þjóð- um, að böm taki á þessum aldri einhvers konar vigslu, sem aö vfsu á ekkert skylt viö kristin- dóm. Fermingarböm staðfesta sldm sína i fermingunni. sjálfsagt æði misjafnt. Hversu mikil alvara þar fylgir, er Un |m þaö má alltaf deila, hvort ferma eigi börn eldri eða yngr; en hér tíökast, Færri mundu fermast, ef börn yrðu fermd eldri Veizlurnar kosta frá þrem upp i 100 ftúsund — Gjafirnar jafnan svipaðar að verðmæti og ti/kostnaðurinn AÐ OKKAR ÁLITI er meðalkostnaður við ferm- ingu einhvers staðar milli 40 og 70 þúsund, sagði húsbóndi nokkur, sem Vísir hringdi til nú um dag- inn. Og fleiri foreldri, sem blaðið hringdi til stað- festu, að þetta væri ekki fjarri sanni. Er fermingin „stress“ — hátíð fyrir foreldra? Óneit- anlega gefa margar fermingarveizlur tilefni þess að álykta svo. Marga skemmtun er hægt að finna betri en fermingarveizlur. Um það munu æði marg- ir sammála. Ekki mun það fjarri sanni að kostnað- ur foreldra og aðstandenda við slíkar veizlur hald- ist í hendur við „aðgangseyrinn“ það er að segja kostnaðarverð gjafanna, sem fermingarbarnið fær. — Kannski lægi því beinast við að foreldrarnir „splæstu“ þessari summu á bamið og slepptu veizl- unni. Eitt fermingarbarnanna, sem Vísir hringdi til, hafði fengið 100 þúsund krónur í fermingar- gjöf. Veizlukostnaðurinn hafði ekki verið reiknaður út. Hins vegar sagöi trésmiðs- kona inni í Laugarnesi: — Sá kostnaður, sem viö lögðum f veizluna, hefur ekki verið ýkja mikill, varla meiri en þrjú þúsund, og þá er auðvitað ekki talin mín vinna og okkar á heimilinu. Gestirnir voru ekki nema tólf. Sjálfsagt telst þo.3 lítil veizla. Hins vegar fékk •**íftgurinn fatnað, sem kostaði eitthvað um 15 þúsund. Og gjafirnar sem hann fékk voru um 14 þúsund krónur. Auk þess fékk hann úr og rakvél, þannig að hann var hæstánægð- ur. Tþaðir nokkur sagði hins vegar að veizla og annað f sam- bandi við ferminguna hefði kostað eitthvað d kringum 50— 60 þúsund. I veizlunni voru um 40 manns. Það var keyptur kaldur matur, sem kostaði 350 kr. á mann.Konurnar, semganga um beina kostuðu 2 þúsund kr. Hljómsveitarmenn, sem léku fyrir dansi fengu 3500. (Slíkt mun ekki óalgengt f fermingarveizlum) Auk þess svo öl og ýmislegt annað, sem til þarf, alfatnaöur á fermingar- barniö og þar fram eftir götun- um. Fermingarbarn í Amarnesi fékk veizlu upp á 40 þúsund að meðtöldum fatnaði. — Viö vildum ekki láta þetta ganga út í öfgar, sagði faðirinn. — Hins vegar eru gjafirnar annað eins eða meira að and- virði. Sjálfsagt leggur margur meira út fyrir fermingu bama sinna, en innistæða er fyrir.„Minna fer. fyrir hinni kirkjulegu athöfn, sem fermingin er. Vísir ráð- færði sig f því sambandi við tvo presta. — Meöan viljum viðhalda kristinni kirkju verð- um við að sjálfsögðu að halda fermingunni, sagði Grímur Grímsson, sóknarprestur f Ás- prestakalli. — Ég hef satt að segja ekki gert það endanlega upp við mig, hvort mér þætti heppilegra að fermingin miðaö- ist viö yngra eða eldra aldurs- skeiö en nú er. — Þrettán— fjórtán ára aldurinn, þessi yfir- gangsaldur er óróaaldur. Eflaust væri betra að tala við þau yngri, auðveldara að kom- ast að þeim. Böm taka við svo mörgu nýju á þessum árum, að tilgangur fermingarinnar fer kánnski fyrir ofan garð og neð- an hjá þeim sumum. Þetta er þó misjafnt. Mörg böm eru far- in að hugsa mikið á þessum aldri. Og oft kemur fyrir að þau vega það og meta, hvort þau eigi að láta fermast eða ekki. Ég gæti trúað því að van- sagði Frank M. Halldórsson, sóknarprestur í Neskirkju. Þetta er breytilegt hjá hinum ýmsu kirkjudeildum, sagði Frank. Hollenzka kirkjan fermir böm tiL dæmis ekki- fyiw en þau eru átján ára, minnir mig. Ef ald- urstakmarkið yrði fært upp kæmu eflaust færri til ferming- ar. Fleiri börn myndu þá missa af þeirri uppfræðslu í kristnum fræðum, sem fermingarbörnin fá nú. Börn fá ekki kristindóms- fræðslu i skólunum nú eftir að fermingunnj sleppir. — Taka börn ferminguna yfirleitt alvarlega? — Það hygg ég. Undir niðri taka þau þetta alvarlega, eða jafn alvarl. og hvað annað, sem hendir þau á þessum aldri. Og þaö kemur kannski fram hjá þeim sfðar. Krakkar eru nú einu sinni svona á þessum aldri. — Finnst þér veizluhöld meiri en góðu hófi gegnir? — Það er annað mál, hvort veizlutilstandiö gengur ekki stundum út 1' öfgar. Kannski myndast oft samkeppni ósjálf- rátt. — En það er nú svo að við hvern áfanga f lífinu vilja menn fagna. Aðstandendur og skyldulið vill gera þetta fyrir börnin og þetta er auövitað á þeirra valdi. — JH Fermingarbörn ganga niður kirkjutröppur í Skálholti. Þau eru klædd hvítum kyrtlum eins og nú tíðkast orðið hvarvetna. nsnsm: Finnst yður að leggja ætti niður fermingar- veizlur? Leifur Þórarinsson, tónskáld: — „Ég hef enga skoðun á málinu. Ég er sjálfur ófermd- ur, og mín börn ráöa því sjálf, hvað þau gera“. Úlfhildur Ömólfsdóttir, skrif- stofastúlka, húsmóðir: — „í raun og veru ekki — annars er þetta einkamál hvers og eins“. L: Magnús Einarsson, varðstjóri: „Þaö á hver og einn að meta þaö sjálfur. Ég er fermdur og vil ekki að fermingar leggist af. Ég á eitt barn fermt, og það var haldin veizla, annars er þaö samkomulagsatriði á hverju heimili“ Helga Sigurðardóttir, skóla- stúlka: „Ég lét ekki ferma mig, og mér finnst þessar veizlur voöalega vitlausar". Viöar Sigurðsson, skólastrákur: „Já, mér finnst að það ætti að leggja niður veizluna .. ferm- ingin sjálf skiptir svo sem engu máli. Nei, ég hef enn ekki á- kveðið hvort ég læt ferma mig“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.