Vísir - 12.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 12.05.1971, Blaðsíða 6
s VISIR. MiðvScudagur 12. maí 1971, Landspróf í eðlisfræði Landspröfi í eðlisfræði er ný- lokið og hér koma verkefnin, sem landspróf snemendur fengu að spreyta sig á. Athugið að skrifa eininguna við svarið, þegar það á við. 1.—5. Nemandi nofakur óskar að kanna úr hverju hlutur einn er og mælir massa hans á skála- vog, en rúmmálið með þvl að stinga hlutnum I mæliglas, sem í er vatn. Fyrri mælingin gefur 13.6 g, en sú slðari 5,0 nd. Eðlismassatafla efni g/(cm)3 járn 7,86 gull 19,29 strontium 2,60 silfur 10,5 ál 2,70 blý 11,34 barium 3,69 magnesium 1,74 a) Hver er eðlismassi hlutar- ins? b) Hvemig má nota mæliglas- ið til að mæla rúmmál hlutarins? c) Er sama hvar á jörðinni þessj mæling er gerð? d) Gerið grein fyrir, hvort nið- urstaðan yrði önnur, ef mælingin væri gerð við annað hitastig. e) Efst er tafla yfir eðlismassa nokkurra efna. Á svarið við a-lið við eitthvert efniVþessari töflu? 6. —10. Samsæta (ísótóp) af frumefninu magnesíum hefur sæt istöluna 12 og massatöluna 25. a) Teiknið mynd, sem sýnir frumeindagerð samsætunnar —■ (stöðu allra öreinda). b) Hvemig jón teljið þið, að magnesíum myndi? 11.—15. Myndin að neðan sýnir straumrás með þrem viðnámum, sem tengd er 20 volta jafn- straumsgjafa. 19.—20. Flugvél nokkur er á þrem hjólum (sjá mynd), og er lengdin milli fram og aftur hjóla 16 m. Vélin vegur í tiltekið skipti 40 tonn og er þyngdar- punkturinn hennar í miðri vél, 12 m aftan við framhjólið. a) Hve mikill þungi hvílir á framhjólinu? b) Hve mikill þungi hvilir á hvoru afturhjóli? a) Hvaða áhrif hefur halli flat arins á hröðun hlutar, t. d. kúlu, sem sett er á flötinn? b) Sýnið með stefnukröftum, hvernig tog þyngdarkraftsins verkar á kúluna. c) Skáplan er oft notaðíýmiss konar verktækni. I hverju er hag- ræði þess fólgið? /ám <E H-/Z* —♦(' twabfí*. PbAfKTUA 21.—22. Sama vél fer nú á loft og I flugtaki er krafturinn frá hreyflunum 80.000 N og vélin notar 1200 m langa braut. a) Hve mikla vinnu fram- kvæma hreyflarnir I flugtakinu? b) Vélin er 30 sekúndur í flug- takinu, hvert er afl hreyflanna? (41.—43.) Aukaspuming, sem efaki þarf að svara, en getur orð- ið til hækkunar, ef rétt er svarað. Getur þú skýrt hvers vegna það kostar minni vinnu í flugtaki, ef mótvindur er? 23.-26. Einn Íítri af 20° C heitu vatni er bitaður upp í 100° C I hraðsuðukátii, sem tekur 1100 vött við 220 volta spennu. a) Hve margar kílókaloríur þarf til að hita vatnið? b) Hve mikinn straum tekur ketillinn? c) Hve langan tíma tekur að hita vatnið? (1 kal = 4, 2 Joule). AAAÁÁ 20V ytan a) Fmnið heildarviðnám straumrásarinnar. t>) Finnið strauminn I viðnám- inu X. c) Finnið spennufallið I við- námiira Y. d—e) Teiknið inn á rásina, i hvemig tengja má straummæli, A, og spennumæli, V, til að J mæla strauminn og spennufallið | I viðnáminu Z. 16.—18. 1 bullustrokknum til hægri em N sameindir af lofti. Rúmmál loftsins er V og þrýst- ingurinn P. a) Hve verður þrýstingurinn, þegar bullunni er þrýst niður, svo að rúmmálið verður % V? b) Skýrið það, sem gerist, þeg- ar loftið í strokknum er hitað. c) Hvað gerist, ef N/2 sameind um af lofti er bætt I strokkinn? d) Hve mikið kostar rafmagniö I hitvmina, ef kilóvattstundin kostar kr. 2,50? 27.—29. í tilraunum, þar sem kanna skal þyngdarsvið jarðar, er oft notaður skáflötur og má breyta halla hans að vild. 30. Teiknið framhald ljósgeisl- ans, sem fellur á glerkubbinn á myndinni. 31.—40. Ritgerðir. Velja skal tvö verkefni og merkja það, sem þiö viljið taka meira tillit til sem nr. 31.—36. en hitt sem nr. 37.-40. Verkefni: a) Hljóð og útbreiðsla þess. b) Seglar og segulsvið jarðar. c) Þrýstingur í vökvum. Nýtt! Fairline eldhúsið Fairline eldhúsiS er nýtt og þaS er staSlaS. Ein- göngu notuS viSurkennd smíSaefni og álímt harS- plast í litaúrvali. KomiS meS máliS af eldhúsinu eSa hústeikninguna og viS skipuleggjum eldhús- iS og teiknum ySur aS kostnaSarlausu. Gerum fast verStilboS. GreiSslu- skilmálar. Fairline eld- húsið er nýtt og þaS er ódýrt. ÓSinstorg hf. SkóIavörSustíg 16 Sími 14275 fbúðin var þinglesin á annars nafn Adda á Seltjarnarnesi skrifar: „Það var svo kostulegur brand ari, sem henti okkur hjónin á dögunum, að það væri blátt áfram synd að sitja að honum ein og leyfa ekki' öðrum að njóta með sér. Við hjónin ætluðum sem sé að fá okkur veðbókarvottorð út á íbúðina okkar á Seltjarnamesi og sendum eftir því til Hafnar- fjarðar. en þar er fógetaembætti okkar umdæmis. Þá kom í ljós, að íbúðin var þing’esin á nafn manns, sem við höfðum selt ibúð fyrir 5 árum, en sú ibúð var í allt öðru húsi og við aðra götu héma á nesinu. Ekki veit ég, hvaða afleiðing ar það hefði haft fyrir okkur hjónin, ef sá maður hefði kom izt i gjaldþrot eða eitthvað (sem er að vísu lítill möguleiki) þenn an tima, sem fbúðin var á hans nafni. Ég má ekki hugsa þá hugsun til enda. — Þetta fékkst nú allt leið rétt sem betur fer, og það stóð ekki á afsökunarbeiðni o. s. frv. En okkur þótti þetta alveg met!“ Fegurðarsamkeppnin Laufey skrifar: „Ásamt nokkrum vinkonum minum var ég viðstödd krýn- ingu ungfrú íslands í Háskóla- biói, og við eram allar hjart- ans sammála Jónu Guðmunds- dóttur úr Keflavík, sem skrifar í þáttinn í gær — hvað varðar það, að þetta var furðulegt. Að mínu mati átti ljóshærða stúlkan, He’ga Óskarsdóttir, tví- mælalaust skilið aö hreppa ann- að sætið, ef fríðleiki var ein- hvers metinn. Og ef tekið var tillit til menntunar, þá stóð hún ekki hinum að baki, sem ýmist vora gagnfræðingar eða tilvon- andi gagnfræðíngar. En mig minnir það hafa verið sagt. að hún væri í menntaskóla. — En kannski menntunin hafi ekkert gildi? Annars vakti það forvitni m’ina. að ein stúlkan sem komst í fremstu númeraröð, var að- eins 17 ára, en ég hé’t aö Þær þyrftu að vera orðnar 18 ára til þess að vera liðtækur f sam keppnina. Það kann að vera misskilningur, en það er svo margt óljóst og óupplýst um þessa samkeppni, að það býður heim alls konar misskilningi.“ Um sundlaugarnar í Laugardal í þættinum I gær rúmaðist ekki fyrir athugasemdir, sem fylgja áttu bréfi „Sundlaugar- gests“ er skrifaði um þörf fyr- ir bætta aðstöðu gæzlumanna við laugarnar. Bréfritarj hóf máls á því, að alltof mörg dauðaslys hefðuorð ið í laugunum, sem auðvitað verður ekki á móti mælt. Eitt voveifiegt slys er einu slysi of margt. Síðan laugarnar voru opnaðar sumarið 1967 hefurorð ið þar eitt slíkt hörmulegt slys. Þrir gæzlumenn, eða sund- laugaverðir, gæta lauganna, með an þær eru opnar almenningi. í bígerð er að bæta aðstöðu til eftirlits við laugamar með því að reisa sérstakan varðturn á grasbalanum við enda brúarinn- ar. tJr honum gefst laugarvörð- unum góð yfirsýn yfir laugarn- ar. og það, sem er að gerast. Standa vonir til þess að þessi tum verði reistur í sumar. Með varðtuminum gefst laug- arvörðunum betri yfirsýn yfir sundlaugarnar. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 V/s/Y vísar á viðskiptin "............. 1 ....J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.