Vísir - 12.05.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 12.05.1971, Blaðsíða 7
'VfBPiS:. Miðvrkudagur 12. maí 1371. 7 Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndin Svartklædda brúðurin Sitiómandi: Francois Trul'f- ant Handrií Francois Truffaut og Jean-Louis Richard Kviktnyndun: Raoul Contard AftalWutverk: Jeanne Moreau, Jean-Claude Briaiy, Michel Bouquet, CStarles Denner, Claude Rieh o. fl. Frönsk, enskt tal, íslenzk- ht textí, Tónabíó. !9©©t«i4M,á-Swr i H'n: „öng og fögur brúöur stend- »r við hfið brúðguma sínum á kirkjubrepinu í frönsku sveita-. þoirpi, þar sem þau taka á móti hammgýuóskum vina og aöstand" enda. Handan við kirkjutorgið stendur gteti- og veitingahús, þar sem nokkrir kunningjar sitja við dryfekju og spH. Einn þeirra handleikur hlaðinn riffil. Geng- ur meö hann út að glugganum. Skyndilega hnígur brúðgum- inn ungi niður á kirkjudyra- þrepið. Skotinn til bana. Og brúðurin krýpur bjá Mki hans. Það er nokkru siðar, að auð- ugur maður, Bliss aö nafni, hef- ur inni boð fyrir fjölda gesta í einu af glsesilegustu hótelunum á Bláströnd við Miðjarðarhaf i tilefni af trúlofun sinni. Meðal gestanna er ung kona, fögur og tíguleg, sem hann ber ekki kennsl á, þegar hún gefur sig á tal við hann og kveðst þurfa að ræða við hann einslega. Þau ganga saman út á svalirnar. Andartaki síðar liggur hann dauður niðri á gangstéttinni, hefur falHð yfir svalahandriðíð - að því er gestimir halda. Enn síðar gerist það 'i frönsku fjallaþorpi, að maður nokkur sem þar dvelst, kemst í kynni við unga og glæsilega konu, sem hann hrífst mjög af og býður heim til sín. Það er um kvöld, unga konan er eggjandi í við- móti og þau setjast að drykkju. Hann hefur þó ekki lokið úr glasi sínu, þegar hann hnígur niður á gólfið, þar sem hann engist sundur og saman af kvöl- um og froðan Mtar vit hans. Unga konan virðir hann fyrir sér og aö nokkurri stundu Mð- inni hverfur hún á brott ... Enn eru myrtir tveir menn, og er þessi sama, ókunna og glæsilega kona þar enn á ferð. Og þótt langt sé á milli þessara fjögurra manna, þegar hún sæk- ir þá heim, og ekkert bendi til neins sambands þeirra á milli. þá voru þeir einu sinni staddir saman í gistihússherbergi i Mtlu frönsku sveitaþorpi við drykkju og spil, þegar kirkjuklukkurnar hinum megin við götuna hringdu til brúðkaups. Reyndar voru þeir fimm saman. Sá fimmti sá sem handiék riffilinn ... Dag nokkurn kemur ung, glæsileg kona í bílasölu í franskri borg. og spyr eftir for- stjóranum. Hann er ekki viðlát- inn og litlu síðar er honum varp- aö í fangelsi, þar eð hann er grunaöur um ólöglegt bílabrask. Um sama leyti hefur lögreglan þar hendur í hári ungrar og glæsilegrar konu, sem grunuð er um að hafa framið morð annarri borg. Á meðan frekari rannsókn fer fram í máli henn- ar, aðstoðar hún í eldhúsj fang- elsisins, en þaðan eröllum föng- unum færður matur í klefana ■þetta er söguþráðurinn í mynd Truffauts, „Svartklædda brúðurin“. sem nú er verið að sýna í Tónabíói. Það er alltaf akkur i því, þegar hingað slæðast kvik- myndir eftir einhverja athyglis verða kvikmyndagerðarmenn, en þeim hópi tilheyrir Truffaut óneitanlega Hitt er svo annað mál, hvort allar kvikmyndir hans eru athyglisverðar. Truffaut er mikill aðdáandi Alfreðs Hitchcocks, og „Svart- klædda brúðurin“ er mynd, sem ber það með sér, að hún er gerð í anda gamla meistarans. En það er ekki oft, sem læri- sveinarnir taka lærimeisturun- um fram, og ’i þessu tilviki kem ur í ljós, að Truffaut hefur ekk- ert gott af því aö bera sig sam an við Hitchcock. Að efnj til er myndin ekki annað en reyfarj og sjaldan tekst að lyfta henni á hærra plan. Ýmiss konar smáatriði eru næsta fáránleg og ósenniieg. eins og til dæmis er það lítt trúlegt, að kona, sem hefur heit ið að drepa fimm menn sé svo minnislaus að hún þurfi að ganga með nöfn þeirra í stíla- kompu og merkja við í hvert skipti, sem hún stútar einhverj- um þeirra. Myndin er í litum, og ákaf- lega failega tekin, enda sér Raoul Coutard um þá hlið máls ins. Leikendur eru og prýðis- góðir og meira að segja Jeanne Moreau gamla stendur fyrir sínu. þótt það sé dáHtið bjá- kátlegt, þegar hinir leikendurn- ir eru s'ifellt að falla í stafi yfir því. hve hún sé falleg — hún var það einu sinni. í heild er það um myndina að segja, aö sem reyfari er hún sæmilega skemmtileg en tæpast nógu spennandi, hún er mjög ve! gerð, en samt hvorki fugi né fiskur að því leyti til, að hún er hvorkj æsispennandi skemmtimynd, né aðdáunarvert listaverk. Að lokum má geta þess, að myndin er ,,döbbuð“, það er að segja, enskt tal hefur verið sett inn á hana, en það ætti að teljast óþarft því að islenzk ur texti fylgir. Getum tekið lærling í blikksmíði. — Breiðfjörðs blikksmiöja hf. Sigtúni 7. Sími 35000. Menn vanir blikksmíöi óskast. — Breiöfjörðs blikksmiðja hf. Sig- taini 7. Sími 35000. Að gefnu tilefni er vakin athygli á því, að skipting lands, t.d. í sumar- bústaðalönd, er háð sérstöku samþykki hlutaöeigandi byggingarnefndar. Bygging sumarbústaöa er eins og bygging annarra húsa óheimil án sérstaks leyfis byggingamefndar. — Ef bygging er hafin án leyfis, verður hún fjarlægð bótalaust og á k.ostnaö eiganda. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. — í Seltjarnarneshreppi. — í Kópavogi. í Garðahreppi. — í Hafnarfirði. — í Mosfellshreppi. Oddvitinn í Bessastaðahreppi. — í Kjalarneshreppi. Byggingaverkfræðingar Byggingatæknifræðingar Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkis- ins óskar að ráða til starfa verkfræðing og/ eða tæknifræðing með minnst 2ja ára reynslu við byggingastjórn og eftirlit. Launakjör samkvæmt samningum ríkisins. Starfið er fólgið í undirbúningi, umsjón og eftirliti með byggingarframkvæmdum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu vorri fyrir 22. þessa mánaðar. 1$ i NNKÁUPASTOFNUN BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 RÍKISINS ' » 1 ■ Verkamenn Viljum ráða tvo verkamenn í sementsaf- greiðsluna. > ) Sementsverksmiðja ríkisins Ártúnshöfða. — Sími 83400. Afgreiðslusfarf — j i Söluturn j Rösk og ábyggileg stúlka ekki yngri en 20 ára óskast til afgreiðslustarfa í Söluturninum Bar ónsstíg 27, vaktavinna. Uppl. í síma 81842 í kvöld kl. 19—21, ekki á staðnum og aðeins á ofangreindum tíma. Meiraprófsbílstjóri Vanur meiraprófsbílstjóri óskast til að aka leigubifreið, reglusemi áskilin. j Umsóknir ásamt upplýsingum um fym störf sendist augl. Vísis merkt „Áreiðanlegur bíl- stjóri“. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.