Vísir - 12.05.1971, Page 9

Vísir - 12.05.1971, Page 9
VISIR. Miövikudagur r*. mai 1971 V Sigk fyrir þöttdrn segkm Sjóskátar æfa siglingar á Hafravatni ' ' „JJún er alveg stórkostleg, skútan, — fínn siglari. Ég mun ekki sleppa neinu tækifæri í sumar til að sigla henni,“ sagði Bjarni Sverrisson, einn úr hópi 8 sjóskáta, sem á laugardag unnu að því að flytja 17 feta langa kappsiglingaskútu úr bflskúr viö Urðarstekk í Breið- holti upp að Hafravatni. Áhugi þeirra leyndi því ekki, að fleiri höfðu svipaöar ráöa- gerðir á prjónunum um frístund irnar í sumar en Bjarni einn. — ÖH vinnan á kvöldin í bil- skúrnum hans Guðmundar Jóns sonar að Urðarstekk 10 við að gera skútuna sjóklára var ekki til þess að láta svo skútuna liggja ónotaða. í hálfan mánuð höfðu þeir stritað við að ná af henni gamla lakkinu og bera á hana upp á nýtt. Qg þegar þaö stirndi á gljá- andi skrokkinn, þar sem hún vaggaði. komin á flot á Hafra- vatni, uppskáru þeir laun erfið isins, þar sem þeir stóðu í sand inum og virtu hana fyrir sér. — Augnaráðið, sem þeir sendu henni, hefði nægt til þess að vekja afbrýðisemi hvaða frið- leikssnótar sem var. En skútan er þeim líka meira en bátur til skemmtisiglinga. Á henni reisa þeir framtíðarvonir sinar að nokkru. — Sjómaður á þurru landi og sjóskáti án báts, það er Kkt á komið með báðum. Hvorugur deyr kannski ráðalaus, en þeir eru ekki í ess- inu sínu. Og nú er báturinn feng inn, eða skútan vildum við sagt hafa, því að bátur er ekki nógu virðulegt nafn. Sautján feta langur kappsigl ari af Rambler-gerð, sem tek- ið hefur þátt í kappsiglingum V< Það stimdi á skútuna, þar sem hún vaggaði, komin á flot á Hafravateni. — Um borö í henni er svefnpláss fyrir tvo og aðstaða fyrir eldunartæki og ýmis þægindi. Fimm af áhöfninni: Bjarni, Marteinn, Guðmundur Gunnars- son, Stefán, Ómar — og svo messaguttinn, Siggi, sonur Guðmimdar Jðnssonar. við England, á heimtingu á fullr; virðingu., Þótt hún svífi, létt eins og fis, yfir vatninu, þegar búið er aö heisa upp segl- in við 24 feta hátt mastrið, þá má ekki koma fram við hana af neinni léttúð. „Á Hafravatni ætlum við að læra á henn; tökin,“ sagði Guö mundur Jónsson, sem lagði til bflskúrinn undir „slippinn". Það er heilt nám að læra meðferðina á seglaútbúnaðinum og að sigla henni, og Skúli Magnússon, flug maður, sem átti hana áður, kenn ir okkur handtökin. Til þess fara hjá okkur næstu helgar og þau kvöld, sem tækifæri veit- ast til að fara upp eftir.“ Við Hafravatn hafa þeir góða aðstöðu til æfinga. Þar stendur 20 manna rúmgóður skáli, sem þeir geta notað sér til fveru, og vatnið sjálft er eins og skap að til æfinga fyrir byrjendur. „Að vísu heyrast þegar radd ir í hópnum, sem byrjaöar eru að kvarta undan þvf, að vatnið sé lítið — eftir að Skúli hefur tvisvar farið með okkur þarna upp eftir — en okkur er ljóst að við megum ekki láta ákaf ann hlaupa með okkur í gönur. Við finnum sjálfir, að við erum ekki nógu öruggir að stjórna henni. Auk frekari tilsagnar i því að sigla henni mun Skúli . kenna okkur bóklega hlið á þessari íþrótt, svo sem gerö og meðferð seglanna, umhirðu skút unnar o. s. frv.“ sagði Guðmund ur. „Ætlunin er svo að flytja hana og sigla henni hérna á Viðeyjarsundinu, en það er varla að búast við því, fyrr en f fyrsta lagi í júlí.“ Piltamir átta, sem halda hóp inn um skútuna, eru fyrrum félagar úr dróttskátasveitinni, Sagittarius, — allir sjóskátar. Sjóskátar eru allmargir f skáta félögunum í Reykjavík.Aukþess ara 8 úr skátafélaginu Skjöid ungi, sem spannar Voga og Langholtshverfiö, hafa verið myndaðir sjóskátaflokkar í hin um félögunum, og f vesturbæn um einum eru um 40 sjóskátar. Þessir átta, Ingvin Gunnlaugs son, Bjami Sverrisson, Ómar Karlsson, Guðmundur Gunnars son, Stefán Haraldsson, Mar- teinn Björnsson, Jón Sigurðs- son og Guðmundur Jónsson, hafa starfað saman um skálann við Hafravatn og við að gera skútuna sjóklára undanfarnar vikur. Reyndar hefur starf þeirra miðazt við það að búa þá undir að mynda flokka sjóskáta með yngri og óreyndari skátum í haust og vetur. Ákafi þeirra við að afla sér reynslu í með- ferð og sig’ingu skútunnar í sum ar miöast því að miklu leyti við að gera þá sjáifa tilsagnarfæra í fþróttinni. risnsm-- — Hafið þér gaman af siglingum? Guðjón Kristinsson, skrifst.m. hjá Eimskip: ■— Já. Ég hef kynnzt seglbáta- og hraðbáta- siglingum bæði hér og erlendis og líkað afar vel. Eina, sem dregur úr áhuga minum á að leggja stund á siglingar er veðr áttan hérlendis, hún er afar ó- heppileg til þessa sports. — Jú, ég hef farið í mlllilandasiglingar. í því sambandi vil ég benda á, að okkur vantar alveg milli- landaskip, sem hæfir þeim kröfum, sem gera á til skemmti ferðaskipa. Eins vantar okkur líka boðlegt strandferðaskip — túrismans vegna. Hilmar Jósepsson, lausamaöur í sveit: — Já, óneitanlegá. Ég á sjálfur eins tonns trillubát, sem ég nota aðeins til að leika mér á. — Jú, það er nokkuð dýrt sport, en skemmtunin af þessu sporti er líka ótvíræð. •m Ása Kolka Haraldsdóttir, skrif- stofustúlka: — Ég get ekki neit- að því, að milililandasiglingar freista mín, en einu siglingarn- ar, sem ég hef farið ennþá eru fiskibátsferð og svo ferð með Akraborg milli Akraness og Reykjavíkur. Þær ferðir drógu ekki úr áhuga mínum á sigling um — ekki heldur það að fara ei-ii sinni á s.ióskíði, sem ég hef einnig reynt ... Jóhannes Tryggvason, skrif- stofumaður: — Einu siglinguna sem ég hef fariö í, fór ég smá- strákur. Þá sigldi ég með Drottn ingunni. Áhugi á siglingum vakn aði ekki við það — og hefur enn ekki látið bóia á sér, þó að ferö in hafi gengið vel — takk fyrir. Svavar Guðmundsson, þjónn: — Ég vann um nc-kkurt f.keicí *. sjónum, en eftir að ég fór í þjón inn hef ég ekki á sjó komið. — Ef ég færi yröi það öllu frekar til aö vinna en að sporta mig.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.