Vísir - 12.05.1971, Page 13

Vísir - 12.05.1971, Page 13
VISIR. Miðvikudagur 12. maí 1971. 13 PILLUR MEÐ OG MÓTI DRAUMUM — svefnt'öflur veröa notaöar á annan hátt / framtiðinni jyjargar þúsundir fólks um ail- !an heim taka inn svefn- töflur. Hvort fölk fær þær teg- undir svefntaflna, sem eiga bezt viö líkamsástand þess er spurn ing, sem enginn getur svarað með fullri vissu núna. í Dan- mörku hefur veriö fjaliað um þetta mál og komizt að þeirri niðurstöðu, að það verður að fara að sérhæfa notkun svefn ■lyfja. Þessi sérhæfing í lyfjagjöf mun koma fram i þvi m.a., að f sumum tilfellum eru skúkling um gefnar töflur, sem takmarka drauma þeirra. í öðrum til'fell- um verður hins vegar að gefa inn töflur, sem láta hinn sofandi dreyma óhindrað. Orsök þessara nýju aðferöa er sú að nú er ljóst oröið, að draumar hafa oft gagnleg áhrif á heilbrigði en í sumum ti’lfellum geti þeir kom- ið af stað sjúkdómskasti. Um þetta er fjallað í grein f nýútkomnu hefti af blaðinu Nordisk Medicin. Þar segir L. E. Battiger yfirlæknir: „Það eru margir, sem líta enn á svefninn sem það ástand, sem maður er laus við allt, en i svefninum fer fram mikil starfsemi og nokkuð af því þýðingarmesta sem gerist i líffærunum. Við vitum meira um svefninn en áður, en við vitum ekki hvaða einkenni góð- ur svefn hefur, og við vitum næstum ekki neitt um það hvers vegna við sofum. gvefnrannsóknir síðasta ára- tugar hafa slegið því föstu, að það eru til tvær tegundir svefns, djúpi svefninn nefndur ortosvefn og létti svefninn, þeg ar okkur dreymir, nefndur para svefn. Fölk verður veikt, þegar það er svipt parasvefninum. — Þegar það sefur aftur reynir það að vinna aftur það, sem það hefur misst af draumum. Ef maður er of mikið þv'ingaður á þennan hátt að ná aftur draumaskammtinum sinum, get ur maöur fengið martröð og svefnleysi. Við skulum því vera almennt ánægð með hin 20% svefntímabilanna þar sem við vit um, að okkur dreymir mikið. Parasvefninn er samt ekki ein göngu tengdur draumum. Sam tímis draumunum virðast líffær in vera í streituástandi. Ýmis- legt tengt hjarta, lungum og ristli gerist í parasvefninum. — Það, sem vekur sérstaka at- hygli er að hjartaáfali að næt- urlagi verður venjulega \ para- svefninum. Hið sama er að segja um önd unarerfiðleika tengda veilu hjarta. Að þeir koma fyrir er ekki í tengslum við það, að sjúklingurinn liggur í rúminu heldur þau tímabil svefnsins, þegar mann dreymir mikið. Fólk, sem þjáist af magasjúk dómum myndar meiri sýrur í parasvefninum. Þetta hefur eins og svo margt annað komið í ljós með vfsindalegum mæling um. Einnig hefur það verið mælt aö manneskian sefur venjuleg- ast um það bil 53 klukkustundir á viku að meðaltali. Svefntím- inn styttist frá 15—19 ára aldr inum og til 55—59 ára aldurs- ins, en eftir það eykst hann aft ur. Aftur á móti getur það verið erfitt fyrir eldra fólkið að sofa alla nóttina, en það sem hina eldri skortir í nætursvefni vinna þeir oft upp aftur með þvi að sofa á daginn. Jþftir að það hefur komið f ljós, að vissir sjúkdómar brjót ast fram auðveldar í drauma- Flestum líður bezt af því að dreyma meðan þeir sofa. svefninum getur það haft þýð- ingu að athuga hvort hægt sé að hafa afskipti af svefni þeirra sjúklinga, sem fyrir því verða þrátt fyrir það, að draumasvefn inn sé verðmætur geta sjúkdóms tilfellin verið svo erfið, að það getur verið ráölegt að velja milli tveggja slæmra kosta. Það kann aö gagna sjúklingum með hjarta- og magaeinkenni að þeir séu sviptir draumasvefninum. — Gömlu svefnlyfin eins og alko- hol, doriden, placidyl, noludar og renoval verka í þessa átt og ættu þess vegna hugmyndafræði lega að passa fyrir hjartasjúkl- inga og aðra, sem eru sérstak- lega veikir fyrir sjúkdómi sínum meðan þeir sofa draumasvefnin um. Fyrir aðrar manneskjur getur það hins vegar verið skað legt fyrir vellíðanina að missa af daumasvefninum. Efni eins og kloralhydrat, diazepam og klop- oxid (m.a. selt undir nöfnum eins og ansopal, valium og Kbri- um) grípa aðeins lítið inn í draumasvefninn. En þetta er aðeins byrjunin á þeirri rann- sókn, sem getur sagt okkur hvaða svefnlyf á að veljg frem ur til að gefa sjúklingum þeim, sem þurfa svefnlyf yfirhöfuð. Með því að setja inn ýmsa hormóna hefur það áhrif á draumasvefninn og 1-dopa, sem er notað gegn vissri tegund af lömun takmarkar hann. 1 orto- svefninum eykst magn vaxtar- hormóna. Það er ekki búið að fá fram not þeirrar staðreyndar enn í smáatriðum, en einnig í þessum tilfellum er hægt aö hafa áhrif á með ýmsum lyfjum. Svefnrannsóknimar eru i sprengiþróun en við vitum enn sem komið er mjög lítið um þessa nýjung“, segir yfirlæknir- inn að lokum. —SB VÍSIR í VIKULOKIN VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. VöKduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VfSIR í VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í faílegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá bpian til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgen##

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.