Vísir - 19.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1971, Blaðsíða 1
ÓK Á TVÖ BÖRN Drengur og telpa á reiðhjóli, 8 og 6 ára gömul, urðu fyrir bifreið við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu í gærkvöldi um kl. 21.30. Ökumaðurinn, ungur piltur, kvaðst 'hafa ekið austur Hringbraut ar og farið nokkuð greitt til þess að ná grænu ljósi við gatnamótin. En þegar yfir gatnamótin kom rakst bíllinn á hjól barnanna. Köst uðust þau af hjólinu og 1 götuna. Drengurinn hafði lærbrotnað og hlotið áverka á höfði og telpan kinnbeinsbrotnaö. — GP Krefjast þess að allir dómararnir víki úr sætum! — deila vegna Mývatnsbotnsins tekin fyir i gær að láta Kisilgúrverksmiðjunni í Botnmál Mývatns var tekið fyrir í gær í þing- húsi Skútustaðahrepps í Skjólbrekku við Mý- vatn. Þar skeði það, að allir f jórir lögmenn máls aðila lögðu fram skrif- lega kröfu um það, að allir dómendurnir þrír vikju úr sæti í málinu. Það var einarðlega tekið fram í kröfulýsingu þessari, að lög- mennirnir og umbjóðendur þeirra teldu dómarana mjögvel hæfa sem slíka, en ef máliö færi til æðri réttar kynni þaö að varöa ómerkingu, aö dómar- arnir væru hver um sig á ýms- an hátt eða vegna stöðu sinnar viðriönir máiið, þannig að þeir yröu ekki taldir aigerlega hlut- iausir. í slíkum tiífeilum á dóm- urinn sjáifur að kveða upp úr- skurð um hvort ástæða sé til, aö dómari víki úr sæti. Réttar- höldunum lauk með því, að dómurinn tók sér frest í þessu skyni. Dómsmál þetta þykir að þv'i leyti til einstakt, að þó það sé höfðað af jarðeigendum og ábúendum jaröa við Mývatn, þá er það í raun og veru prófmál um eignarrétt jarðeigenda eða ríkis að miðhluta allra vatna i byggð á íslandi, ef þau eru breiðari en 230 metrar. Málið er höfðað af eigendum og ábúendum allra 36 lögbýla við Mývatn til viðurkenningar á því, að strandeigendur við Mý- vatn eigi einir svonefndan „al- menning'1 vatnsins, þ. e. vatnið og botn þess, utan netalaga, 115 m frá landi. Tilefni málsins var það, að er Kísilgúrverk- smiðjan hf. var stofnuð skuld- batt íslenzka ríkið sig til þess té endurgjaldslausan rétt til töku kísilgúrs úr botni Mývatns. I því sambandi var lagt fram álit prófessors Óiafs Jóhannes- sonar þess efnis, aö ríkiö væri eigandi allra vatna á íslandi aö botni meðtöldum, þegar komið væri 115 m frá landi. Málið hefur nú breytzt á þann veg að tveir aöilar hafa haslað sér völl sem sækjendur við hlið strandeigenda. Nokkrir landeigendur jarða í grennd við Mývatn, Arnarvatns, Grænavatns o. fl. krefjast þess, að réttur þeirra til vatnsbotns- ins sé einnig viðurkenndur og einnig krefst hreppsnefnd Skútu staðahrepps þess, fyrir hönd hreppsins, að viðurkennd sé eignaraöild hreppsins að botni Mývatns. Jóhann Skaftason sýslumaður fór með málið við þingfest- ingu og tilnefndi sem meðdóm- endur Friðrik A. Magnússon hrl. Akureyri og Björn Frið- finnsson bæjarstjóra á Húsavík. Lögmaður Mývatnsbænda, sem eru aðalstefnendur er Páll S. Pálsson hrl. en af hálfu ríkis- sjóðs aðalstefnds Sigurður Óla son hrl. Lögmaður utanvatns- bæjarbænda er Ragnar Stein- bergsson hrl., en lögmaður Skútustaðahrepps er Guðmund- ur Skaftason hrl. — SB : M eð sex fíkur j j í bandi — þar j ! er hundahaldið ! i öllum frjálst j J.Þetta lýóst hwergi í löndum þarí •sem hwndar eiga sér öruggan: • tilverurétt. Þessi mynd var tek» ^in fyrir viiku í Gautaborg í Sví* • þjóð, og hún er af þeirri öldnu: »frú Svenson sem er úti að viðra* • tíkumar sínar sex. Sex tíkur?: •Alveg satt! og heimilisbragurinn* *er meö ágætum. enda fá tíkumS ^ar útrás fyrir h'fsþorsta sinn: • meS iþví að skreppa einu sinni á* ^dag út að ganga með hana frú: •Svenson í bandi. Meha að segja: Jsex böndum. (Ljósm. Vísir). • uorpn brýf ur lög- reglusamþykktina E' Á vorin er fallegt að virða fyrir sér, þegar grasblett- ir í borgarlandinu taka að grænka, en hitt er ekki alveg eins huggulegt, að frá þessum fallegu blettum Ieggur oft og einatt megnan óþef. Borgin sjálf og svo einstakl- ingar reyna nefnilega að hressa upp á gróðurinn með því aö dreifa áburði á grasreitina, og þessi áburður er yfirleitt ákaf- lega daunillur, jafnvel svo að fólk tefcur á sig krók til að þurfa ekki að ganga í gegnum fallegustu almenningsgarðana í Reykjavík. Þessi ólyktardreifing er harla einkennileg, þótt hún sé eflaust fallega meint, því að blátt bann liggur við henni í Lögreglusam þykkt Reykjavíkur, en 90. gr. samþykktarinnar hljóðar svo: „Á tún, sem liggja að al- mannafæri, má ekki bera nokk um þann áburð, sem megnan óþef leggur af.“ —ÞB — en Norðmenn hafa þegar hafið söiu á vatni sínu tii útlanda, — í fernum. Lögreglan verndar varp fuglana fyrir skyttum „Isvatn" trá Ölgerðinni — æfa sig / oð skjóta niður varpfuglana „Vatn á flöskum? Já, það er rétt. Þeir pöntuðu hjá okkur nokkra kassa af átöppuðu vatni hjá Loftleiðum. Þeir vildu fá þetta á EFTA-ráðstefnuna, þótti ekki til hlýöilegt að bjóða fundarmönnum að drekka kranavatn“, sagöi Töm- as A. Tómasson, fulltrúi hjá Agli Skallagrímssyni. „Við sandsíum vatnið þá í ör yggisskyni, og svo er því tappað á flöstear,. og bragöið er nákvæm- lega eins og kranavatnið", sagði Tómas, „við vorum svo heppnir að eiga til miða á flöskurnar, og á þeim stendur auövitað „Isvatn“.“, sagði Tómas. Ætlar Ölgerðin að flytja þetta vatn út? „Þessi útflutningsmál okkar eru alltaf í athugun, en enn sem kom- ið er ,hefur þetta ekkert hreyfzt. En við bíðum bara eftir að árangur náist í samningum". —GG Grindvíkingar hafa orðið þess varir, að skotmenn leggja Ieiðir sínar í fugiabjörg í nágrenni þeirra og æfa sig við að skjóta í mark — en skotmörkin eru varpfuglar sitjandi á syllum. „Hafa menn komið að tugum dauðra fugla liggjandi undir Kross berginu út undir Reykjanestá. Hel skotnir fuglar, sem skotmenn hafa ekki einu sinni kært sig um að hirða. Um helgina komu menn að tveimur mönnum, sem voru að skjóta í berginu austan hraunsins við Grindavík, hjá svonefndum Dúknahelli. Stóðu mennirnir í fjör- unrii. og skutu upp í bergið, svo að fuglarnir, rita og fýll hrundu niður. Þegar aðkomumennirnir reyndu að nálgast skotmennina til þess að veita þeim tiltal, forðuðu hinir sér burtu, og náðist ekki til þeirra. Að skjóta í varpstöðvum fugla er bannað, og mælist afar illa fvr- ir. „Við höfum þráfaldlega orðið að stugga skotmönnum í burt, sem hingað hafa sótt í nágrennið og til Krísuvíkur til þess að skjóta í mark. en því miður höfum við aldrei komið að þessum mönnum, sem skjóta fuglana af hreiorunum“, sagði Guðfinnur Bergsson, lögreglu þjónn í Grindavík. „Menn hafa að- eins komið að verksummerkjunum. Frá Selvognum og út að Reykjaties tá er öll meðferð skotvopna bönn- uð nema með leyfi landeigenda, sem fæslir veita leyfi“. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.