Vísir - 19.05.1971, Síða 4

Vísir - 19.05.1971, Síða 4
V í S IR . Miðvikudagur 19. maí 1971, i V erkstæðismenn Viljum ráða 2 vana verkstæðismenn. Uppl. í síma 40530. VÉLTÆKNI HF. HELAVÖLLUR í kvöld kl. 20.30 leika Fram — Þróttur Dómari: Einar Hjartarson Línuv.: Guðm. Sigurbjömsson og Jón Hermannsson Mótanefnd ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboöum í frágang lóðarinnar ar Grensásvegi 52—60, Reykjavík. Útboðs- gögn fást afhent í teiknistofu Þorkels G. Guðmundssonar, Hrauntungu 35, Kópavogi, gegn 500 kr. skilatryggingu. . - . ' ' ' ‘! $ IKalið kostaði 18 milljónir nyrðra Kai í túnum hefur undanfar- in ár verið mikið vandamál, — og á síðasta ári kostaði það 18 milljónir króna fyrir norð- lenzka bændur, — þ.e. það sem Bjargráðasjóður veitti bændum Ií harðærislán vegna kalskemmd anna. Óbeiiit tjón er vitanlega mun meira. Sjö hreppar nyrðra hafa ekki tekið nein lán vegna kalskemmda, en mest hefur far ið til bænda í Ljósavatnshreppi, 2 milljónir króna. Víða er deilt á lánaaðstoð þessa meðal bænda og kalla sumir þetta bú- skussaverðlaun að sögn norðan blaðsins Alþýðumaðurinn. Leiklistarskólinn 20 ára í dag ■ | I dag minnast þrír leikarar \ i þess að 20 ár eru liðin frá þeim ■, tíma er þeir útskrifuðust úr '' Þjóðleikhússkólanum, fyrstu ; i nemendur þess skóla. Þetta • [ voru þau Gerður Hjörleifsdótt- ] i ir, Margrét Ólafsdöttir og Valdi ; I mar Lárusson. Ellefu af rúm- !1 lega 30 sem þreyttu fyrsta inn- tökuprófið, komust inn f skól- ann. en þessi þrjú útskrifuðust þegar næsta vor vegna sérlega góðrar frammistöðu. Alls hefur skólinn útskrifaö 77 leikara, 69 þeirra hafa stundað leiklist meira eða minna eftir að skóla lauk. 27 þeirra starfa við Þjóð leikhúsið, 6 hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en margir úti um land sem leikarar og leikstjór- ar. Kristniboðið vant- aði 400 þúsund til að ná endum saman Islendingar halda uppi tölu- verðu kristniboði erlendis. ekki sízt í Konsó. Gengislækkanir urðu þess valdandi að útgjöld í^lenzka trúboðsins tvöfölduð- ust, á síðasta ári kostaði það 2,7 milljónir að reka kristni boðsstöðvarnar, — vantaði 400 þúsund krónur upp á að endar næöust saman hjá Kristniboðs- sambandi íslands, sem rekur stöövarnar í Eþíópíu. Reksturinn er kostáður af frjálsum framlög um ýmissa einstaklinga. Gjafir í desember-febrúar sl. námu 414 þús. krónum. Og árangur starfsins? 525 manns voru tekn ir í söfnuðinn i Konsó á síðasta ári, þ.e. skirðir eða fermdir, voru þá 1681 i söfnuðinum um áramótin, nemendur í bama- skóla stöðvarinnar voru 226 tals ins bar af aðeins 28 stúlkur. I sjúkraskýli stöðvarinnar eru 17 rúm, en sjúklingar sem nutu aðhlynningar á síðasta ári voru samt 18.748. Túnfisksala stöðvuð Sala á túnfisktegund einni var nýlega stöövuð, — kvikasilfurs innihald hennar reyndist 0,95 mg/kg. en mörkin í Bandankj unum og Kanada er 0,5 mg/kg, enda þótt helmingj meira magn sé leyfilegt t.d. í Sv’iþjóð og Japan, Ákvæði vantar annars hér á landi um þetta efni og sala túnfisksins var stöðvuð vegna vinsamlegrar afstöðu inn flytjandans. Borgarlæknisemb- ættið lét ffamkv. rannsókn á túnfiskinum, sem fæst í fjöl- breyttu úrvali f verzlunum borg arinnar. — en jafnframt voru tekin sýni af ýsu, þorski og heilagfiski. Var þetta gert um áramótin síðustu, en niðurstöð- ur liggja fyrst nú fyrir. * | fttybní>qq6»i K . Yfirleitt eigum við þvf að venjast að bygginganfram- kvæmdir standi árum saman, — jafnvel áratugum saman. Þar sem fé og fyrirhyggja er fyrir hendi, eins og hjá Loftleiðuin, þar tekur þetta skemmri tíma og fasteignirnar fara að ávaxta sig fyrr en ella. Þessar fcvær myndir eru dálitið sögulegar. Sú minni vaj- tekin fyrir rúmu ári, þá var gapandi grunnurinn þas: sem nú stendur hin glæsilega viðbótarálma Loftleiðahótels- ins. Byggingamefndin er á myndunum. FYRIR ÁRI — Erling Aspelund, hótelstjóri, Ólafur Júlíusson, byggingafræðingur, Þorvaldur Dan- íelsson, byggingafulltrúi Loftleióa, Þóröur Kristjánsson og Þórður Þórðarson, verktakar, og Stefán Ólafsson, verkfræðingur. hefur lykifinn oð betri afkomu fyrirtœkisins.... .... og viS munum oSstoða þig viS aS opna dyrnar aS auknum viSskiptwm. I /s//f Auglýsingadeild I DAG Erling, Ólafur, Þorvaldur, Þórður Kr. og Þórður Þ., og Finnbjörn Þorvaldsson, skrifstofustjóri Ixrftleiða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.