Vísir - 19.05.1971, Síða 8
VISIR . Miðvikudagur 19. mai 1971.
Otgefandí: KeyKJaprem nf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfuiitrúi: Valdimar H. Johannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiösla- Brðttugötu 3b Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur)
Askriftargjaid kr. 195.00 á mánuöi innanlands
r lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiöia Visiss — Edda hl.
Friðsöm barátta
]\ú er kominn 19. maí og skammt eftir til alþingis-
kosninganna. Þær verða að þessu sinni háðar 13. júní,
eftir hálfa fjórðu viku. Undirbúningur stjómmála-
flokkanna er fyrir löngu kominn í fullan gang. Kosn-
ingaskrifstofur hafa verið opnaðar og fundahöld eru
hafin. Að svo miklu leyti sem séð verður er þessi
undirbúningur með venjulegum hætti. Hann er alls
ekki umfangsmeiri né kostnaðarsamari en áður.
Enn er frekar hljótt um hina opinberu kosningabar-
áttu. Það sést bezt á dagblöðunum. Venjulega eru
slagorðin og upphrópanirnar komnar í fullan gang á
þessum tíma; einkum í málgögnum stjórnarandstöð-
unnar. Stórar fyrirsagnir með háværri gagnrýni hafa
yfirleitt byrjað að einkenna forsíður þessara blaða
mörgum vikum fyrir kosningar. Svo er ekki í þetta
sinn, þótt einstöku sinnum bregði slíku fyrir.
Vonandi er þetta merki um, að stjórnmálin á íslandi
hafi þroskazt. Án efa skilja nú margir forustumenn
stjórnarandstæðinga, að gagnrýni er því aðeins áhrifa-
mikil, að hún sé réttmæt. Gamli söngurinn um móðu-
harðindi af mannavöldum og aðrar kenningar af því
tagi ná ekki til eyrna fólks. Það er einfaldlega ekki
hægt að teljá fólki trú um, að lífskjör þess og efnahag-
ur þjóðarinnar hafi hríðversnað undanfarinn áratug.
Svo einfaldur er almenningur ekki.
' Hinn hvelli og móðursjúki tónn er á undanhaldi í
stjómmálaskrifum. Honum bregður einstöku sinnum
fyrir, enda er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En í heild em deilurnar um stjórnmálin í þetta sinn
mun raunsærri en áður. Þetta kann auðvitað að breyt-
ast, þegar nær dregur kosningum og kappið verður
forsjánni yfirsterkara. En hinn stillti tónn yfirgnæfir
um þessar mundir.
Hvaða tilgangi þjónar líka að vera með svartagalls-
raus á þvílíkum uppgangstímum, sem nú em? Hvaða
tilgangi þjónar að segja allt vera á hverfanda hveli,
þegar raunar hefur verið skapað nýtt ísland á aðeins
einum áratug? Að minnsta kosti verða kjósendur ekki
blekktir. Þetta skilja margir stjórnarandstæðingar nú
og vilja því fremur ræða um markmið og leiðir í
stjómmálum framtíðarinnar.
Friðsemin í kosningabaráttunni byggist meðal ann-
ars á því, að það er tiltölulega lítið, sem aflaga hefur
farið í þjóðmálunum á undanförnum árum. Þjóðin
hefur sigrazt á margvíslegum erfiðleikum. Hún býr
við traustan gjaldmiðil í samanburði við fyrri tíð og
traust efnahagslíf, sem ekki er sömu sveiflum háð og
áður var. Og hún hefur jafnframt aflað sér lífskjara,
sem eru í samræmi við þessa velgengni. Um þetta þýð-
ir ekki lengur fyrir stjórnarandstæðinga að deila.
Þess vegna geta alllr stjómmálaflokkar snúið sér
ao skynsamlegri umræðuefnum. Þeir geta deilt um
mismunandi leiðir inn í framtíðina og um misjafnlega
hæfa menn til að hafa forustu á leið þjóðarinnar.
Þess vegna getur baráttan nú verið þroskaðri en áður.
Sá sem Sadat fyrst rak: Sabry, varaforseti Egyptalands. Sabry var sérlega hliðhollur Rúss-
um, og sótti þá oft heim. Á myndinni spókar hann sig með loðhúfu meðal rússneskra
Sadat kemur sér fyrir
Umsjón: Haukur Helgason
MIKIÐ GENGUR Á fyrir Anwar Sadat í Egypta-
landi þessa dagana. Fyrir 2 dögum kom hann fram
í sjónvarpi í Kaíró og þrumaði í 85 mínútur yfir bBHHH
þjóð sinni, hafði þá rétt áður rekið hermálaráð- r-v r-r\ nr?[nTir\ rT?
herra sinn út í hafsauga. Ekki var Sadat þó tryggari /?\p vj IjiJ /Ji /?\A 1
í sessi en svo, að hann lét trygga hermenn standa
alvopnaða allt um kring útvarpsstöðina, ef ein-
hverjum líkaði ekki ræðan og vildi grípa fram í
fyrir honum.
Sagði Sadat í ræðunni, að ekki hefði dugað ann-
að en að setja Mohammed Fawsi, hermálaráðherra
í stofufangelsi og einnig nokkra félaga úr Sósíalista
bandalaginu, eina leyfða stjórílmálaflokknum í
Egyptalandi. . ...-
, Um nóttina komu þingmenn saman í þjóðþing-
húsinu og héldu neyðarfund. Var á þeim neyðar-
fundi samþykkt að reka 18 þingmenn af þingi,
svipta þá rétti til þingsetu, þeirra á meðal þing-
forsetann, eftir því sem sú hálföpinbera frétta-
stofa „Middle East Agency“ skýrði frá.
Þegar þingið hafði svo hreins-
að til innan veggja sinna, tóku
„þjóðhollir“ þingmenn sig til
að lýsa stuðningi við allt það
sem Sadat kynni að taka sér
fyrir hendur, þ. e. a. s. ef gerð-
ir hans miðuðu að þvi að frelsa
þjóðina, koma á almennilegum
lögum I landinu og hressa upp
á herinn, eftir því sem Karíó
útvarpiö sagöi. Einnig skýrði út
varpið frá því aö útvarpshúsið
væri að fyllast af heillaóska-
skeytum til Sadat alls staðar af
Egyptalandi og reyndar víðar
að.
Eftir því sem Sadat sagði sjálf
ur í ræðunni sem hann flutti á
sunnudaginn, mátti ekki tæpa.ra
standa með að hann gripi til
aðgerða, þ. e. ef marka skal
orð hans, en hann sagði aö mót
blástur gegn sér hefði ver-
ið orðinn svo sterkur, „að jaðr-
aði við samsæri". Auk þeirra
7 ráðherra sfttn Sadat rak, sögðu
5 upp störíum, en alls voru í
stjórninni 32 ráðherrar. Sadat
hefur nú skipað eitthvað af
prófessorum og öðrum skólá-
mönnum í lausu stöðurnar,
nema hvað Sadek verður her-
málaráðherra og Salem innan-
rikisráðherra.
Stuðningur granna
Leiðtogar Súdans, Libyu og
Sýrlands flugu til Kaíró þegar
eftir að Sadat haföi hreinsað
til í ríkisstjórninni og lýstu yf
ir eindregnum stuðningi við
framferði hans.
Voru ekki nema fáeinir
klukkutímar liðnir frá því ráð-
herrarnir fréttu um stöðumiss-
inn, að leiðtogar voru komnir
í heimsókn með yfirlýsingar um
stuðning. Libya og Sýrland eru
með Egyptalandi í Arababanda-
laginu, en Súdanir hafa farið
fram á að fá aö vera með í
þVi félagi.
1 útvarpsræðu sinni auglýsti
Sadat „frjálsar kosningar" sem
hann kallaöi svo, og myndu
þær fara fram einhvem tíma
í framtlöinni. Kosningar þess-
ar fara að sjálfsögöuaöeinsfram
innan eina stjórnmálaflokksins
sem leyfður er, og kvaðst Sadat
í ræðu sinni ætla að verða
„hræðilega grimmur“ viö þá
sem hugsuðu sér að svindla í
kosningunum.
Segulband undir rúmi
Segulband var falið inni i
einkaherbergi Sadats, að hans
eigin sögn í útvarpsræðunni, og
fann hann tækið inni hjá sér
með því að nota sérstakt elek-
trón’iskt þefunartæki, en nokkr-
ir ráðherra hans höfðu komizt
á snoðir um að vera kynni að
eitthvað gruggugt væri á seyði
kringum Sadat, og létu þeir
hann vita. Þá fór Sadat að
leita að tækinu — og fann það.
Sagði hann að 2 fyrrum ráöherr-
ar hjá honum, þeir Gomaa og
Sharaf hefðu komið tækinu fyr-
ir f herbergi sínu í Repúblikana-
höllinni.
Gomaa viröist hafa veriö
nokkuð áhrifaríkur maður inn-
an stjórnarinnar gömlu, aö
minnsta kosti sögðu ráðherr-
arnir 5 af sér, er þeir fréttu um
að Gomaa hafði verið sparkað.
„Og þeir héldu að Egyptaland
myndi hrynja sundur“, sagði
Sadat, ,,en þegar í stað höfðum
við myndað nýja rfkisstjóm,
settum bara í staðinn prófessora
og tæknimenntaða menn. Sumir
þeirra eru mjög duglegir menn
sem land okkar hefur mikla
þörf fyrir“.
Og auövitað voru andstæð-
ingarnir málaðir eins dökkum
Anwar Sadat heldur ræðu
sfna.
litum og frekast var kostur.
„Þetta voru óheiöarlegir stjórn-
málamenn”, sagði Sadat, „sem
notuðu þá vitaskuld óheiðarleg
brögð“.
Ekki vildi hann skýra frá því
hverjir hefðu verið fangelsaðir,
en sagði aðeins: „Lögin og rétt-
irnir munu sjá tii þess að rétt-
lætinu verði framfylgt“. — OG