Vísir - 04.06.1971, Side 2

Vísir - 04.06.1971, Side 2
CHARllS MANSON - f/A meimi eða vtmþreska bam? „Maðurinn vinnur fyrir henni, maðurinn þrælar fyrir henni, maðurinn gerir allt fyrir hana, og hún flatmagar innanstokks og segir honum fyrir verkum, þvf að yfirleitt kemur hún aðeins í stað móður hans. Móðir hans sagði honum fyrir verkum og tamdi hann í 20 ár, og skilaði honum síðan til konu hans, sem segir honum, hverju hann á að klæðast, hvenær hann á að fara á fætur, hvenær hann á að fara í vinnuna.. „Þið hafið misst sjónar á guði. Þið syngið konunni söngva ykkar. Þið takið konuna fram yfir manninn. Konan er ekki guð. Konan endurspeglar aðeins manninn... og geti maðurinn ekki hugsað æðri hugsanir en konan, þá er hann í vanda staddur.“ TTvaða karimaður er svona kald- hæðinn? Hver er þessi kald- ranalegi maöur? Hver er þessi kvenhatari? Charles Manson heitir hann. Enginn 'annar en Charles Manson. Manson? Það var skrýtið, því að það nafn er farið að nota um útfama kvennabósa og flagara, sem sífellt vilja vera umkringd- ir iostfögrum og ástriðuheitum konum. Manson er maðurinn, sem hef- ur svo mikið vald yfir konum, að >jgienn spyrja daglega: „Hvað er það, sem þær sjá eiginlega við þann peyja? Hvað með hann og allt þetta kvenfólk?“ Charles Manson er alþekkt nafn nú orðið. Til að ganga úr skugga um það þarf ekki annað en taka upp tímarit, uppsláttarbók eða dagbíað," ogfþkj^för1 'váfla ‘HjS'þvf, að þar sé minnzti-á Manson eða morð keimlík þeim morðum, sem hann stóð að. En spurningin um kvenhyl'li Mansons er yfirleitt borin upp af þeim, sem vita naumast hver Charlie er og vitá ekkert um hann. Það, sem stendur spyrjend- unum fyrir hugskotssjónum, eru frásagnir blaöanna, áður en rétt- arhöldin hófust, af kynferðissvalli sem stóð í 24 tíma á sólarhring, barnabúrum,. þar sem ’ börn lágu í eiturlyfjavímu og Charlie, æðsta presti lífsnautnastefnunnar. Jú. víst var þar kynsvall, eitur lyf og berrössuð börn og lífsnautn ir, en þegar öllu 1 er á botninn hvolft var samt varla um annað að ræöa þar en tilbreytingarlaus- an barnaskap. I búðum hippanna var ekkj að finna eina einustu raunverulega konu og engan sannan karl- mann. Charlie í gervi heimiiisföður- ins hefði gert raunverulega konu vitlausa. Kona vill eiga elskhuga en ekki föður. Og stúlkurnar, þess ar tilfinningalega seinþroska, brjósta- og mjaðmalausu og sljóu stúlkukindur hefðu gert sannan karlmann vitlausan úr leiðindum. Jafnvel þótt algert frelsi ríki í kynferðismálum get- ur slíkt ástand orðið leiðigjarnt, þegar ekki er um annað að ræða en krakkalegan hópleik, sviplaus- an og ástríðulausan. Þegar maður heyrir til stúlkn- anna þriggja fyrir rétti undrast maöur, hvemig Gharlie gat haldið þær út, og maður ámuðvelt'með 'á'ð' skíljá,' hvéfs' ’végfta hdftWVar" oft á' flakki og fann sér gjarnan aðrar ástkonur. Þessar skæru, skræku raddir, sem skrafa og skrifa endalaust um, hvað þær hafi verið hamingju samar við matreiðslu og sauma og barneignir og félag um karl- mennina. Ef frá er talið kynlff og eiturlyf, hefðu þessar stúlkur getað komið úr miðaldanunnu- klaustri. „Við hættum allri innbyröis samkeppni og afbrýðisemi, við matreiddum og kveiktum eld i arni...“ „Viö hleyptum karlmönn unum aldrei inn í eldhúsið." ,,Ást er ekkj synd, ást er falleg“ ... „Maöurinn fann upp tímann, við fylgdumst hvorki með klukkum né dagatö!um.“ „Til þess erum við (að elda og þrífa) og okkur ber að ala eins mörg börn og við getum." / Þær titruðu af gleði, þegar þær rifjuðu upp, hvernig Char- lie verndaði þær fyrir flækingum, sem komu til búða þeirra. („Ó hann gat verið alveg hræðilegur ásýndum!“) og hvernig hann refs- aði jieim, af því að það ýar þeim fyrir beztu. („Hann er bezti fað- ir, sem við höfum átt.“) og hvem- ig hann miðlaði þeim gífurlegum sannleiks- og vísdómskornum. („Ástina getur maður ekki átt.“ ... „Guð er ekki að finna í kirkj- Flestir hafa heyrt getib um Charles Manson, en jbó eru jbað fáir, sem vita í rauninni nokkuð um, hvers konar maður jboð er, sem var höfuðpaur- inn / Tate- og La Bianca-morðunum um.“ ... „Maður þarf ekki að hugsa, allt sem er, er beint fyrir framan nefið á manni.“....Hann er maður, og sem slíkur ábyrgur fyrir allt, sem menn hafa gert, ég er kona, og seni slfk abýrg fyn'r aiit, sem konur hafa gert,“) Og fléirá af þessu tagi — barna skólarugl. Þegar þetta fólk snerist bitur- lega gegn ófrumleika sinna borg- aralegu foreldra, klæddist það allt nákvæmlega eins, talaði eins og hegðaði sér eins og tönnluðust á sömu setningunum: „Charlie elskar ástina og ég elska ástina, svo að Charlie og ég elskum hvort annað.“ „Hann varð til þess, að mér fapnst ég vera kona,“ sagði Patricia (Katie) Krenwinkel, en hún er ein þeirra, sem játað hafa þátttöku í morðunum. „Mér hef- ur aldrei f fundizt eins gott að elska eins og þegar ég var með Charlie." og vesalings Katie s-agði svo, að þau tvö ár, sem hún Leslie Van Houten, Patricia Krenwinkel og Susan Atkins komu snoðrakaðar í réttarsalinn í Los Angeles til að heyra dauðadóm kveðinn upp yfir sér. * » '"ipRi Charles Manson hefði verið í slagtogi með Charlie, hefðu þau elskazt um það bil íjórum sinnum. Og þétta er maðurinn, sem sagður er kynóður. Saga Katie sýnir bezt. hvers vegna stúlkurnar hlýðnuöust Man son svona gersamlega — fyrir nú utan að þær voru allar tauga- veiklaðir eiturlyfjaneytendur í byrjun. Katie átti við vandamál að stríða. Á líkama hennar er óeðli- lega mikill hárvöxtur, og henni fannst hún vera ljót. Hún sagði sálfræðingi, að . hún hefði aldrei verið með karlmanni nema þá í svartamyrkri, unz Charlie varð fyrsti maðurinn, serr. heimt- aði að hafa ljósin kveikt, og kom henni til að finnast hún falleg. Tj’ftir þessa fyrstu reynslu sína með Manson, grét Katie með höfuðið 1 kjöltu hans, og upp frá því tilheyrði hún honum. Hún átti ástríka foreldra, en hvemig gátu þeir staðizt nokkra samkeppni við mann, sem gat komið þess- ari hárugu, óaðlaðandi stúlku til að finnast hún falleg? Charlie hafðj geðflækjur várð- andi föður sinn, sem hann þekkti í rauninni aldrei, þar sem hann var óskilgetinn, og skiljanlega hataðist hann við móður sína, sem skildi hann eftir f eymd og fátækt á munaðarleysingjahæli, betrunarhæli og f fangelsi. Hann var svo lítill. að hann tók upp á því að sigrast á fólki með því að láta þvf f té það, sem það þarfnaðist helzt — Katie þurfti fegurð, hin fáfróða Susan Atkins þurfti á hálfbakaðri heimspeki að halda, og Leslie Van Houten þarfnaðist skemmt- ana og leikja í lffsflótta sínum. Föðurgeðflækjan og andúð Charlies á raunverulegum konum kom sifellt betur í ljós. eftir þvi sem leið á réttarhöldin. Þegar hann kom í vitnastúkuna, nefndi hann orðið ,,faðir“ um það bil tuttugu sinnum: „Ég sýndi þeim eftir beztu getu, hve góður faðir ég er.“ „Ég reyndi að vera góður faðir, og gera það, sem böm mín langaði til að ég gerði.“ ... „Fað- ir minn er fangelsið“. „Faöir minn er kerfið ykkar.“ Hlutj úr síðustu ræðunni, sem hann flutti, áður en hann og stúlkurnar þrjár voru formlega dæmd til dauða, hljóðar svo: „Ég hef alltaf gert mitt bezta til að halda uppi lögum föður míns, og ég mun hlýða dómi föður míns.“ Tj'yrirlitning Charlies á konum kom bezt í ljós, þegar hann var reiður. Maður, sem raunveru- lega kann að meta konur, hefði ekki reynt að móðga dómarann á sama hátt og Charlie gerði dag einn í réttarsalnum, er hann kall aöi. „Þú ert ekki annað en kona!" Heilaþvegnu stúlkurnar þrjár tóku þá að raula í einum kór eins og smábörn: „Dómarinn er kona. Dómarinn er bara kona,“ unz farið var með þær úr réttarsaln- um. í einni grein, sem hann skrif- aöi fyrir neðanjaröahblöð f Los Angeles, skrifaði Charlie: „Dóm- arinn er ekki einu sinni karlmaö- ur. Konan hans situr í þriðju sætaröð og segir honum, hvað gera á ... hún hvíslar í eyra hans. Hann eins og flestir þeir, sem setja sig á háan hest yfir aðra og dæma aðra, er ekki karl- maður, heldur endurspeglun konu, óánægðrar eiginkonu eða móður.“ Þegar maður veltir fyrir sér lífinu í búðum hippanna — hinni bamalegu fíkni þeirra í van- þroska heimspeki og barnaleiki, þegar allir klæddu sig í ýmiss konar búninga og léku hlutverk og fleira af svipuðu tagi, kemst maður, að þeirri niðurstöðu, að þessu fólki hafi verið hollast að komast sem fyrst undir manna hendur. Hvernig hefðu þau verið eftir tuttugu ár eða svo, hlairpandi um allsber með æðahnúta, Charlie hvítskeggjaður og gigtveikur, og öll bömin í hippanýlendunni upp- komin, og gegnandi nöfnum eins og „Poo Bear“ og „Otvalinn" og „Zezozece C. Zadfraok"?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.