Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 2
HANN Bellisario heitir Ijós- myndari einn í Bretlandi, sem undanfarin 10 ár hef- ur næsta lítið annað gert en að taka myndir af brezku konungsfjölskyld- unni eða einstökum með- limum hennar. ' Bellisario er orðinn frægur sem „ljósmyndari konungsfjö!skyldunnar“ þ.e.a.s., maðurinn er ekki ERGIR KÓNGAFÓLRIÐ fastráðinn sem slíkur, heldur tekur hann sínar myndir gersamlega af sjálfsdáðun og óbeðinn, og helzt vdur hann ó- heppileg augnablik. Mynd imar selur hann síðan blöðum og tímaritum inn anlands sem utan fyrir morð f jár. Þessi mynd hér á síðunni er hins vegar ein a-f örfáum mynd- um, sem Bellisario hefur ekki tek ið af Margréti. Hann er enda í stór vöxnum höndum herra Falcon- ers, einkalögreglumanns Mar- grétar prinsessu. Bellisario leggur mikiö á sig við að njósna um drottninguna, hefur á sínum snærum slangur af njósnurum og leynilögreglu- mönnum, sem gera honum við- vart um hvert einhver úr konungs fjölskyldunni leggi leið sína þenn- an og þennan daginn. Beilisario hefur yfirleitt lifað w Eiturlyf og kynlífj UNESCO sfóð að rannsóknum á áhrif-\ um ofskynjunarlyfja á kynlif fólks : Vísindamenn á vegum Sam- einuöu þjóðanna hafa um árabil stundað rannsóknir á því, hvaða áhrif ýmis eiturlyf hafa á kyn- W fólks. Frá niðurstöðum þess- afa rannsókna er sagt í grein, er birtist nýlega í ársfjórðungsriti frá vísinda- og fræðslustofnun SÞ. Greinin er eftir Thaddeus Mann, og hann kemur víða við í greininni: I Ópíum og hass Bæði í gömlum og nýjum bók- menntum er mikið gert úr ágæti ópfums sem kynörvandi lyfs. — Múhameöstrúarlæknar frá Móg- húl-tímanum gáfu mönnum lyf- seðla upp á ópíum, ekki aðeins til að sjá sjúklingunum fyrir rúsi, heldur til að styrkja „sæðiskraft inn“. Jafnvel enn í dag líta margir í Indlandi og Kína á ópíum sem frekar veikt kynörvandi lyf. En ópfum, sem er svo þægi- legt í fyrstu, verður að martröð um síðir. ,,Hveitibrauðsdögunum“ eins og fyrsta neyzlustigið er nefnt, fylgja nær undantekningar laust ekki aðeins andleg hrörnun, heldur einnig kynferöisleg aftur- för, kyndeyfð, minnkandi bólfimi og frjósemin minnkar. Næst á eftir ópíum kemur hampurinn og efni unnin úr hon- um í hópi þeirra lyfja, sem kalla fram velliðan og ofskynjanir. — Þessi lyf heita mörgum nöfnum, svo sem hass, kannabis, marihu- ana o. fl. Á nítjándu öld voru margir af frægum skáldum og rithöfund- um sífellt prófandi eiturlyf, til dæmis þeir Baudelaire og Gauthi er, sem voru að meira eða minna leyti háðir ópíum og hassi. ÞessÍT menn hafa sagt okkur meira en flestir aðrir um. hvaða áhrif sí- felld eiturvíma hefur á kynlífið. Gauthier skrifaði: „Rómeó hefði fljótlega orðið hundleiður á Júlíu sinni, ef hann hefði reykt hass. Fyrir hass-neytanda tekur því ekki að eltast við jafnvel fegurstu stúlkuna í Veróna". Ofskynjunarlyf Vel þekkt eiturlyf eru meskalín og psilocybin Þau eru unnin úr jurtum, en skylt þeim er LSD-25, • sem er gerviefni, og heitir í raun J inni lysergic acid diethylamide. • Það er reynsla þeirra, sem • rannsakað hafa málið, að ofskynj- J anirnar, sem fyigja þessum efn- • um líkist ekki atriði úr „Hið ljúfa • Iíf“ heldur miklu fremur atriði J ú,- langdregnu leikriti eftir Beck- • ett. Þessi lyf kalla fram ástand, J þar sem neytandinn sér ótal • margt, og kynlif iðkað undir á- • hrifum þeirra einkennist helzt af • ofskynjunum, sem standa í engu • sambandi við raunveruleikann. • Engu að síður er ekki því að • neita, að f vissum tilfellum kunna • ofskynjunarlyf að geta orðið til 2 góðs, einkum gætu þau komið að • góðum notum fyrir geðlækni, sem • er að fást við sjúklinga, sem eru ’ ófrjóir, klæðskiptingar. náttúru- 2 lausir, kynvilltir eða þar fram • eftir götunum, En þó efast menn • um að lækningagildi þessara lyfjaj sé einhvers virði, því að vitað er, • áð þeir sem eru veikir á svellinu * eiga það á hættu að verða fyrir* gífurlegum andlegum áföllum. ef« þeir neyta þessara lyfja. J góðu lífi við þessa iðju sína, en stundum hefur hann þó lent í vandræðum, eins og t.d. árið 1964 þegar hann tók mynd af Mar- gréti prinsessu þar sem hún var á sjóskíðum. Þótti það ekki við hæfi að mynda þá viröulegu prins essu hálfbera ög kannski í soldið afkáralegum stellingum, — Siða- reglunefnd brezkra blaðamanna tók sig til og Iýstri frati á Belli- sario fyrir vikið. Bellisario fer ekkert í launkofa með, að eina markmið hans með þessum eltingaleik við kóngafólk ið sé að græða peninga. Og pen inga virðist hanrn fá næga frá hin um og þessum tímaritum, gefnum út á meginlandinu. Bellisario hefur ekkert á móti einstökum meðlimum konungsfjöl skyldunnar, en hann segist vera sósíalisti og þess vegna á móti konungsveldi. Ef honum er illa við einhvem úr Buokingham-höll, þá er það sennilega Filippus prins — sem er enda ekki undarlegt, þar sem drottningarmaðurinn hatar ekkert eins og ljósmyndara. Eitt sinn var Filippus á ferðalagi í Skotlandi, og þá bar svo við, að hann stóð allt í einu beint and spænis Bellisario með myndavél ina. Og Filippus sagði með fyrir- litningarhreimi við þennan ítala (Bellisario er af ítöisku foreldri, en fæddur og uppalinn í Eng- landi): „Hvers vegna ferö þú ekki aftur þangað sem þú komst frá?“ „Ég þakka kærlega", sagði Bellisario — á grfsku. BRÚÐARKAKAN Tricia Nixon er hugulsöm. — Hún veit með vissu, að alla Bandarikjamenn og kannski Is- lendinga Ifka, Iangar afskaplega til að koma í brúðkaupsveizlu sína og Edda Cox, sem haldin verðUf f Hvita húsinu daginn fyr ir kosningarnar hér heima. og þess vegna hefur hún sent út upp skrift að brúðarkökunni, þannig að menn geti bakaö hana heima hjá sér í eldhúsinu, og setzt síð- an niður þetta laugardagskvöld og fmyndað sér að þeir séu í veizlu Nixons og Cox. Uppskriftin: Hellið saman í blöndunarhylki einu pundi af sykri, einu pundi af smjöri (linu), átta únsum af flórsykri, safaúr2 sítrónum og ögn af salti, Bætið við rólega 11 eggjahvítum (ekki hrærðum) og hrærið út í þær 1 pundi af flórsykri (4 bollar og 2 teskeiðar) og einum áttunda úr únsu af lyftidufti. Bætið siðan út í þetta 2 eggjahvítum. — Þessa hræru á svo að baka í 45 mínút- ur í ofni við 325 gráða hita á Fahr enheit. Þess þarf væntanlega ekki að geta. að allir almennilegir kokkar segja að áhugamaður hafi samið þessa uppskrift, þetta hljóti að vera brandari, Svona geri enginn alvörukokkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.