Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 9
VI SI R . Fhnmtudagur 10. júní 1971. 2 öryggisverðir vernda lif og limi Reykvikinga Þeir heita Gísli Guðmundsson og Kjartan Ólafsson. Voru áður verkstjórar hjá Reykjavíkurborg, en eyða nú hverjum degi í að aka á kortínum sínum um borgina, og fylgjast með því að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar gangi sómasamlega frá öllum umbrotum og jarðraski, þannig að ekki geti skapazt hætta af skurði eða gryfju. Þeir eru titlaðir öryggisverðir, og fyrir þeirra tilstilli eru nú komnar girðingar eða viðvörunargrindur kringum og við húsgrunna, eða skurði, moldarhaugar sléttaðir og gamlar girðingar endurnýjaðar. Vísismenn fóru í ökuferð með þeim Gísla og Kjartani í gær, og þeir bentu okkur á ýmsa þá staði innan borgarmarkanna, sem hrasgjörnum manni eða vondum bílstjóra gæti stafað hætta af. Öryggisveröirnir skipta borg- inni með sér, þannig að Gísli lít- ur eftir ástandinu austan- við Kringlumýrarbraut. en Kjartan fyrir vestan, ,,og við erum stöö- ugt á ferðinni. Sitjum reyndar hér í bækistöð okkar við Grens ásveginn hálftíma fyrir hádegi og svo milli klukkan 13 og 14, og þá er hægt að hringja til okk ar í síma 18000 og við tökum við ábendingum fólks, förum á þá staöi sem það vill að við lít- um á, og fáum viðkomandi aðila til að bæta úr, ef okkur þykir þörf á“, segir Gísli. Mikið um upphringingar og kvartanir? „Eiginlega er ekki hægt að segja það“, segir Kjartan, „kannski eru þeir ekki svo marg ir, sem vita um okkur hér, en svo er líka hitt, að okkar starf er nýlega hafið, við byrjuðum 1. apríl sl., og vorið er bezti árs tíminn hvað öryggismálin snert ir. Nú er bjart allan sólarhring inn, og málin horfa allt öðru vísi við heldur en á haustin, þegar dimmt er. og Iýsingar er þörf við alla framkvæmdastaði“. Húsgrunnar afgirtir „Við leggjum mikla áherzlu á, að menn girði af grunna. Hús grunnar eru oft djúpir, það vill safnast fyrir í þeim vatn, og þótt þeir standi hvergi nærri um ferðargötum. þá fara börn um allt. Við lítum ævinlega eftir grunnum, sem viö vitum, að lítið er unnið f og ef þeir eru hálfir eða fullir af vatni, látum við byggjandann eða eigandann dæla úr þeim“, segir Gísli, — „Breiðholtið var sérlega varhuga vert til skamms tíma. Þangað fluttu fjölmörg börn úr gömlum og grónum hverfum, og er þau komu þangað upp eftir, hafa þau án efa séð veröldina í al- veg nýju ljósi. Opið svæði og hægt að fara víða, en því miður mikið um hættulegar gryfjur, opnar mógrafir og annað slíkt, sem fullar voru af vatni. Nú hefur verið bætt .úr því ástandi. Þessar gryfjur fyíltar upþ, vatn ið ræst úr þeim, þannig að börnum ætti ekki að stafa svo mikil hætta af þeim“. Moldarhaugar viðsjár- verðir Þeir Kjartan og Gísli hafa greinilega látið hendur standa fram úr ermum. Meira er um að þeir bendi okkur á „fyrir- myndar“-staði en hættustaði. — Flestir verktakar sem standa í umfangsmiklum framkvæmdum, hafa girt svæði sitt af, og má kannski benda á hornið á Grens ásvegj og Suðurlandsbraut sem einn slíkan „fyrirmyndarstað“. Þar er ístak hf. að byggja fyrir Rafveituna, og er allt byggingar. svæðið rammlega afgirt, og eng inn óviðkomandi kemst þar inn. „Og þótt frágari'gur eða um- gengni geti hugsanlega verið upp og ofan inni á slíkum svæð um“, segir Gísli, ,,þá held ég Uúsgrunnar geta verið varasamir, þótt afgirtir séu. Þeir fyllast stundum af vatni, og svo var um þennan í Fossvog- inum. í vor var mýrin hins vegar ræst fram, og síðan er um- hverfið snyrtilegt og engum hætt þar nálægt. að maður væri ekki svo mjög að argast í því. Þarna er ævin- lega fjöldi manns að vinna. og jafnvel langt fram eftir öllum kvöldum, og lítil hætta á að ó- vitar séu að flækjast innan girð ingar. Annars eru það ekki aðeins grunnar og athafnasvæöi, sem hættuleg geta verið. Alls staðar þar sem eitthvað er raskað til, myndast moldarhaugar, misjafn lega stórir aö vísu, en séu þeir mjög brattir og grýttir. er ævin- Iega hætta á hruni. Nú eru til dæmis stórir moldarhaugar við Bústaðaveginn, neðanvert við hitaveitustokkinn þar sem verið er að reisa hús. Þessir haugar eru fyrirferðarmiklir, en við teljum að þeir séu ekki sérlega hættulegir, þótt börn séu aö spranga uppi á þeim, því að þeir eru aflíðandi og ekki grýttir. Ef þeir væru hærri. og grjót ská halít utan í þeim, væri mikil hætta á hruni, og þá myndum „Hér er vel séð fyrir öryggismálunum... reyndar þurfti ég að fara 3 ferðir áður en þessi girðing var sett upp“, sagði Gísli Guðmundsson, öryggisvörður. Þetta byggingarsvæði er norðanhalit í Múianum við Suðurlandsbraut. við skipa verktökum að jafna úr þeim“. Bættar umgengnis- venjur Öryg'gisverðirnir láta næsta vel af verktökum. „Sumir eru auðvitað seinni að kippa við sér en aðrir“, segir Kjartan, „og stundum þurfum viö aö hafa oftsinnis tal af þeim til þess að fá þá til að reisa eina girðingu, en það hefst ævinlega og menn- irnir vilja vitanlega fremur drifa upp eina girðingu en standa 'i sífelldu þrasi við okkur út af þvf. Við getum líka kvartað und an verktökum við skrifstofu borgarverkfræðings og þá kann svo að fara að hysknum verk- taka verði neitað um ýmsa fyrir- greiöslu, þar til hann hefur gert nauðsynlega bragarbót. Vit- anlega getur alla vega staðið á fyrir verktökum, þegar við kom- um og heimtum giröingu. Þeir hafa kannski ekki mannskap af- lögu í slíkt verk, en um slíkt þýðir ekki að fást. Örygginu verður ævinlega að vera borg- ið“ Vísismenn óku viða um borg- ina með öryggisvörðunum og satt að segja virtist okkur víð- ast vel að verkj staðið og greini legt að áróður fyrir öryggismál- um, svo og slys, sem orðið hafa við framkvæmdasvæði. hafa ýtt harkalega við mönnum. En ör- yggisverðirnir eru ráðnir til þess að hvergi verði slakað á og eftivlits i hvfvetna gætt. „og það fer ekki að reyna alvarlega á okkur" sögðu þeir Gísli og Kjartan, .fyrr en aftur fer að skyggja, því að í myrkri verða margir beir staðir. sem virðast I góðu lagi núna hættulegir allri umferð Þá ar ekki nóg að slá upp vírnetsgirðingu kringum grunn. heldur verður lýsing að vera góð og allir pyttir og allar holur vel afmarkaðar“. — GG — Ætíið þér að vaka á kosninganóttina? Hrefna Guðmundsdóttir, hús- móðir: — Nei, það hef ég aldrei gert og tek tæpast upp á þv’i, meðan áhugi minn er ekki meiri. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa svipaöan áhuga, hafa lltiö spek úlerað í kosningaþrasinu. Jörundur Markússon, banka- starfsmaður: — Já, alveg örugg lega. Ég hef alltaf vakað og verið spenntur. É'g er líka alveg sérstaklega spenntur núna. Út- litiö er svo óvenju tvísýnt ... & * > , * * Guðjón Hanssoþ,v' ökukennari: — Já. iá. Daníel Dagsson, húsasmiður: — Nei, þaö ætla ég ekki að gera. Finnst nógu snemmt að heyra úrslitin á mánudagsmorgun. Það er alltof mörgum vinnustund- um spanderað í þessar kosning- ar — ég á við þá, sem þurfa að sofa kosninganóttina úr sér langt fram á mánudag. Ul-.vur-r,.- ; . ,«rt.1IIÉl lllirWMI— Knútur Jónsson, tæknifræöing- ur: — Nei. gkki, þar sem ég get gengið að úrslitatölunum vísum Sigurd Wilhelmsen, sjómaður: -r- Nei, ég hef nefnilega harla litinn áhuga á !cTslitur.um, þar sem ég er færeyskur. Væri hins vegar um að ræða alþingis kosningar í Færeyjum mundi ég áreiðanlega vaka — já, þó þaö væri margar nætur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.