Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1971, Blaðsíða 3
VlSIR. Fimmtudagur 10. júní 1971, 3 í MORGUN ÚTLÖNDK MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Deilt um réttindi togara i Noregi: Stjómin tapaði tvívegis Umsjón: Haukur Helgason Engir bílar - bara Minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins í Noregi beið í gær ósigur í tveimur mikilvægum málum á þingi. Með 56 atkvæðum gegn 55 voru samþykkt lög um togaraveiðar, sem sjáv arútvegsráðherrann hafði barizt hart í mót, einkum með tilliti til samningavið- ræðnanna milli Norð- manna og Efnahagsbanda lagsins. Samþykkt var, að togarar gætu til frambúðar veitt innan landhelgislín- unnar eftir nánari reglum, en þetta telur ríkisstjómin muni veikja mjög aðstöðu Noregs gagnvart EBE. Fonnaður þingflokks hægri flokksins, Kaare Willoch, sakaði ráðherra um að hafa blandað EBE-viðræðunum inn í umræður á þingi á óheppilpgan hátt og sagði, að Norðmenn gætu hætt að veita togurunum þessi fríð- indi, þegar þeir sjálfir vildu. Með því mætti halda erlendum togur um utan tólf mílna. Aðrir ræðumenn stjórnarand- stöðunnar lögðu áherzlu á hags- muni fiskveiðanna. Yrðu togar ar lokaðir úti frá tólf mílna lög- sögunni og þeim svæðum, bar sem þeir veiða nú, gætu orðið miklir örðugleikar í rekstri. Þá mundi verða slæmt ástand í strandhéruöunum og kjör fólks þar versna. Aðaldeiluefnið er heimild fyr ir togara upp í 500 tonn brúttó til veiða á svæðinu milli f jögurra og tólf mílna. Tilgangur heimild arinnar er að afla fyrir vinnslu- stöðvar í Noregi. I tiilögu ríkis stjórnarinnar var gert ráð fyrir að togarar þessarar stærðar gætu aflað á þessum svæöum fram til 1. júlí 1974. Ríkisstjórnin telur að ótak- mörkuð heimild til veiða á svæð inu milli fjögurra og tólf mílna valdi erfiðleikum í viðræðunum við EBE. Það er einmitt hin harða stefna Efnahagsbandalags ins í fiskveiðimálum, sem er einn helzti þrándur í götu samn inga Norðmanna við það. Efnahagsbandalagið sam- þykkti á síðastliðnu hausti aö heimila veiðar aöildarríkjanna innan landhelgi hvers annars. — Sérhvert aðildarríki mætti veiða með sömu kjörum og strandrík- ið sjálft, sem væri í bandalaginu. Stjórnarkreppan að leysast í Hollandi Stjómarkreppan í Hollandi virð- ist vera að leysast. Fimm flokkar hafa náö samkomulagi um stjóm armyndun. Stjórnarkreppan skall á eftir kosningar 28. apríl, en þá missti fyrrverandi stjórnarsam- steypa 7 þingsæti og meirihlut- hlutann. í nýju samsteypustjóminni munu taka þátt þeir fjórir flokkar, sem voru í fyrri stjórn, kaþólski flokk urinn, frjáislyndi flokkurinn og 2 flokkar mótmælendatrúarmanna, en nú bætist við klofningsbrot úr jafnaðarmannaflokknum, sem fékk átta þingsæti í kosningunum. Með því hefur þessi flokkasamsteypa meirMuta þingmanna á bak við sig. Það var háskólaprófessarinn Piet Steenkamp, sem skýröi frá þessum samningum, en JúMana drottning hafði falið honum aö kanna við- horf flokka til stjórnarmyndunar. Hanh mun nú gefa drottningu skýrslu, og hún mun síðan benda á einíhvem af leiðtogum þessara flokka og fela honum stjómar- myndun. Óvíst er, hver það verð ur þó er ólíklegt að fráfarandi for- sætisráðherra Piet De Jong myndi aftur stjórn, því að jafnaðarmenn þeir, sem ætla að taka þátt í stjórn arsamstarfi hafa sett það skilyrði að De Jong hætti. Þar sem Norðmenn, Danir, ír- ar og Bretar sækja um fulla aðild að EBE, ættu þessi ríki að ó- breyttum reglum að veita öðrum aðildarríkjum sams konar rétt- indi. Þetta geta Norðmenn ekki sætt sig við, og raunar að því er virðist hinar þjóðirnar ekki heldur. Til dæmis hefur Skot- Iandsráðherra Breta lýst því yf ir, aö aðild Bretlands að EBE komi ekki til greina, nema þetta landhelgismál verði leyst. Norska stjórnin beið einnig ó- sigur í atkvæðagreiðslu á þingi um strandlög. í þessum atkvæðagreiðslum stóðu stjórnarandstöðuflokkarn- ir saman. — Minnihlutastjórn Verkamannaflokksins er til kom in af því að eftir fall stjórnar borgaraflokkanna í vetur gátu þeir ekki samiö um nýja stjórn. í Noregi er ekki hægt að rjúfa þing fyrr en kjörtímabili er alveg lokið. Aldrei hefur slíkur glundroði verið í umferð á Manhattaneyju í New York-borg. Verkfallsmenn opnuðu brýrnar áður en þeir fóru í verkfallið svo að bílar kom ust ekki yfir. Þetta var hins veg ar hrein paradís fyrir siglinga- <8>menn. Vestrænir búast við „afleysingarsveit" fyrir sovézku geimstöðina Mikið vopnahúr skæruliða fannst skammt frá London Sovézku geimfaramir þrír, sem nú era í fyrstu geimstöð sögunnar á braut um jörðu, eiga í dag að bvrja víðtækar rannsóknir. Þeir fóru i gær yfir aMan tækjabúnað á báöum geimförunum, Sojus-W og Saljut-1, en þau eru tengd saman í eitt. Ekkert er enn vitað um, hversu lengi geimfararnir munu verða í þessari ferð eða hvert verða muni næsta stigið. Stefnubreyting var gerð í gær'í annað sinn á tveimur dögum vegna þeirra vísindalegu til rauna, sem eiga að fara fram. Allt bendir til þess að Dobrovoiskij, Vol kov og Patsajev verði enn f marga daga í ferðinni. Vestrænir fréttamenn reikna með því að nýju geimfari, Sojus-12 verði skotiö út f geiminn einhvern tfma næstu tvær vikurnar og geimfarar þess fars muni leysa af þá þrjá, sem nú era f geimstöðinni. Feikilegar vopnabirgðir, sem komnar eru úr geymsl im kanadíska flughersins vndust í gær í veðhlaupa bænum Ascot sunnan London. Sennilega hefur átt að flytja vopnin til 'Torður-írlands. Meðal þeirra vopna, sem fund ust í vöruskemmu í nágrennj hinn ar heimsfrægu veðhlaupabrautar, voru 300 vélbyssur og talsvert af tuttugu millimetra flugbyssum. — Vopnin voru urp það bil tíu ára, en öll vel smurð og í góðu lagi. Sextíu manna lögregluliö með hunda leitaði að vopnum í Ascot í gær. Frá Beifast á N-írlandi fréttist í morgun, að bifreið hefði gjöreyði- lagzt og önnur skemmzt í spreng ingu í nótt við fangelsi í bænum Armagh. Sprengmgin var svo öfl- ug, að margar rúður brotnuðu í fangelsishúsinu. Ekkert tjón varð á fólki. Armagh er 15 kílómetra frá Betfast. Sennilega hafa skæruliðar „frska lýðveldishersins“ ætlað sér að nota vopnin í átökunum í Norður-írlandi að því ér taliö var í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.