Vísir - 14.06.1971, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Mánudagur 14. júní 1971.
I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
TiíiSv’'V.
Truman kennt um uð Bundu
ríkin lentu / Víetnumstríði
Bandaríska utanríkisráðu-
neytið vill ekkert segja um
opinbera skýrslu, sem fjall
ar um það, hvemig fjórar
bandarískar ríkisstjórnir
hver af annarri, flæktust í
Víetnamstríðið, allt frá lok
um heimsstyrjaldarinnar
og þar til friðarsamningar
hófust í París árið 1968.
Blaðið New York Times birti
skýrslu þessa í gær, og er hún eitt
þúsund blaösíður. Samkvæmt
henni var það Harry S. Truman
Bandaríkjaforseti sem ákvað að
veita Frökkum hernaðarlegan
stuðning í baráttu Frakka við
skæruliðahreyfingu Ho Chi Minh,
og olli því að Bandaríkin urðu
beinn þátttakandi í átökunum í
Víetnam.
Eftir þessa ákvörðun Trumans
hefur öörum bandarískum ríkis-
stjórnum fundizt óhjákvæmilegt að
gera ráðstafanir til að koma í veg
fyrir, að Norður-Víetnam undir for-
ystu kommúnista næði völdum í
Suður-Víetnam.
Svokölluð dómínókenning varð
leiðarvísir hverrar ríkisstjórnar-
innar á fætr.r annarrar. Talið var,
að félli Suður-Víetnam mundu
önnur lönd einnig falla.
Meðan Eisenhower var forseti
urðu Bandaríkin enn frekar þátt-
takandi í •Vietnamstríðinu, og undir
forystu Kennedys forseta enn
meira.. Það kom því í hlut þeirra
ríkisistjórna, sem á eftir komu,
Johnsons og Nixons, að velja á
milli, hvort draga ætti liðið til
baka eða færa stríðið út.
Johnson ákvað, að breyta þessari
Brefar og EBE:
ÞINGMENN MEÐ - EN
ALMENNINGUR Á MÓTI
„leynilegu" styrjöld í opna styrj-
öld og gera sprengjuárásir á Norð-
ur-Víetnam, þótt margir ráðgjar
mæltu á móti.
HVAÐ
NÆSTP
Myndin sýnir, hvernig geimstöð
Sovétmanna var gerð. Til hægri en
Saljut, mannlausa geimfarið, sem
var sent út í geiminn alllöngu áður
en Sojus-U sameinaðist því.
Til vinstri er Sojus-geimfarið.
Myndin sýnir að vísu ekki geim-
förin sjálf, heldur líkön af þeim.
— Þegar Sojus-11 hafði tengzt við
Saljut, gátu geimfararnir skriðið
á milli þeirra. Þeir komu sér næst
vel fyrir í hinu stóra Saljut-geim-
fari, þar sem þeirra biðu vistir en
þó fyrst og fremst hvers konar
vísindatæki.
Nú bíða menn þess, hvert verði
næsta skref Sovétmanna í tilraun-
um þeirra með geimstöðvar.
Manntjón í átökum
lögreglu og „dópista
✓/
500 ungmenni og lögregla háðu
hörð átök i Albuquerque í Nýju
Mexíkó í nótt. Að minnsta kosti 24
særðust, þar af tveir lífshættulega.
Níu særðust af riffilskotum. Grjót
og flöskur var óspart notað í átök-
unum. Báðir aðilar skutu af byssum.
35 kröfugöngumenn voru hand-
teknir. en 15 sleppt aftur í nótt.
Uppþotin hófust, þegar lögreglan
! reyndi að taka f'astan hóp unglinga
sem voru grunaðir um eiturlyfja-
neyzlu.
Kveikt var í þremur lögreglu-
bílum.
Lögreglan beitti táragasi, þegar
hópui ungmenna safnaðist utan við
lögreglustöðina. Þarna voru um
1000 unglingar saman komnir.
Neyðarástandi hefur verið lýst
yfir í Albuquerque og útgöngubann
er í gildi frá k' eitt til átta að
næturlagi.
322 af þingmönnum á
brezka þinginu eru fylgj-
andi aðild Bretlands að
Efnahagsbandalaginu, en
aðeins 177 eru aðildinni
andvígir. Þetta sýnir könn
un, sem brezka blaðið
Daily Mail hefur gert. Þann
ig er afstaða þingmanna
önnur en afstaða almenn-
ings samkvæmt
könnunum.
skoðana-
Þrír af níburunum
dóu í nótt
Þrír létust í nótt af þeim sjö
af níburunum í Ástralíu, sem
•höfðu fæðzt lifandi;. Þrir þeirra
fjögurra, sem voru lifandi í
morgun, eru í mikilli hættu.
Læknar sjúkrahússins til-
kynntu í nótt. að tveir drengir
og ein stúlka hefðu þá látizt.
Líðan eina drengsins, sem lifir,
og tveggja af stúlkunum var
mjö'g slæm. Aðeins ein stúlkan
var ekki talin í lífshættu.
Læknarnir sögðu að móður-
inni liði eftir atvikum vel. Hin
29 ára Geraldine Brodrick ói á
laugardag níu börn, og fæddust
tvö andvana. Bömín vógu mill’
450 og 900 g’-örnm hvert. Þau
fæddust átta vikum fyrir tím-
ann
Blaðið komst að þeirri niðurstöðu
að 126 a-f þingmönnum hefðu enn
ekki gert málið upp við sig. Jafn
vel þótt þessi hópur snerist allur
á sveif með andstæðingum aðildar,
þá heföu fylgismenn hennar meiri
hluta.
Blaðið bendir þó á að ríkisstjórn
íhaldsflokksins getur ekki komið
málinu í gegn á þing', nema hún
fái stuðning þeirra þingmanna
Verkamannaflokksins, sem eru fylgj
andi EBE, en afstaða þeirra getur
farið eftir einstökum framkvæmdar
atriðum. Aö minnsta kosti 50 þing
menn Verkamannaflokksins segjast
styðja aðildina eins og Heat-h for-
sætisráðherra tú'lkar hana.
Skoðanakannanir á Bretlandi hafa
ávallt sýnt að meðal almennings
eru andstæðingar aöildar . miklu
l’I-?iri en fylgismenn. Forystumenn
: stjórnmálum telja sig munu geta
breytt þessara afstc.ðu almennings
þegar á hólminn kemur.
Þingið fylgir Heath og EBE.
I