Vísir - 14.06.1971, Blaðsíða 13
V 1 S I R . Mánudagur 14. júní 1971
Bjóðum aðeins jbað bezta
Baðhettur — Baðolía
REVLON steinkvatn
REVLON krem eftir bað
— auk þess bjððum við við-
skiptavinum vorum sérfræði-
lega aðstoð við val á
snyrtivörum.
SNYRTIV ÖRUBÚÐIN
Laugavegi 76. Sími 12275
SÖLUSKATTUR
Tryggingasjóður
Kaupmannasamtökin efna til hádegisfundar í
Leikhúskjallaranum n.k. þriðjudag kl. 12.15.
Fundarefni: Tryggingasjóðir og lífeyrissjóðir.
Þórir Bergsson tryggingafræðingur flytur er-
indi og svarar fyrirspurnum. — Þátttaka til-
kynnist í síma 19390 eða 15841, fyrir mánu-
dagskvöld.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Glerísetning
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir gjaldtímabiliö
marz og apríl 1971, svo og nýálagðar hækkanir á sölu-
skatti eldri tímabila hafi gjöld þessi ekki verið greidd í
síðasta lagi 15. þ.m.
Dráttarvextirnir eru í 1Ví% fyrir hvern byrjaðan mán
uð frá gjalddaga, sem var 15. maí sl. Eru því lægstu
vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m.
Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu-
rekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum.
Reykjavík 10. júní 1971
Fjármálaráðuneytið
Tökum að okkur ísetningu á tvöföldu og ein-
földu gleri, sjáum einnig um að útvega tvö-
falt gler, innlent eða erlent. Útvegum ennfrem
ur allt annað efni, sem þarf við glerísetningar.
Leitið tilboða. Sími 85884 eftir kl. 7.
Einstæðar mæður
skattlagðar
Einstæð móðir skrifar:
„Þótt til séu lög um að konur
og karlar fái greidd sömu laun
fyrir sömu vinnu, er það eins-
dæmi að karlmenn séu ráönir
samkvæmt 7.—10. launaflokki
rikisstarfsmanna til skrifstofu-
starfa. Þessir flokkar eru 1'
raun og veru eingöngu ætlaðir
konum og í mörgum tilfellum er
hér um að ræða einstæðar
konur með börn á framfæri.
Það þar ekki stóran heila til að
skilja að í þessum tilfellum
hlýtur lífsbaráttan að vera
hörð. Við erum minntar. á trygg-
ingar og bætur, en spurningin
er: „Hvaða bætur eru það, sem
eru svo taldar fram sem tekjur
og skattlagðar?" Þetta er aðeins
tilfærsla úr hægri vasanum yfir
í þann vinstri. Barátta fyrir
ýtrustu nauðsynjum með marg-
faldri vinnu, sem miskunnarlaust
er skattlögð án tillits til að hér
er um að ræða eina konu sem
vinnur verk manns og konu
samanlagt. Til eru mörg dæmi
hér á landi, en hér verður að-
eins drepið á eitt.
Á síðastliðnum 6 árum hefur
einstæð kona með 4 börn á
framfæri og öll í skólum, búið
f íbúð að gólffleti 48 fermetrar,
og að mati borgarlæknis, sem
hér fer á eftir orðrétt: „Sam-
kvæmt ákvæðum byggingar-
nefndar og heilbrigðisnefndar
um glugga og birtu er þetta
húsnæði ekki leyft til íbúðar".
Hefði verið réttara að segja
„ekki hæft til ibúöar“. En rang-
lætið virðist ekki aðeins leyft
heldur varðveitt af borgaryfir-
völdunum, sem neituðu þessari
konu um 100.000.00 króna lán
til kaupa á hollara húsnæði. Á
síðastliðnum 4 árum hefur þessi
kona greitt samtals 170,000.00
krónur \ skatta, sem hlýzt af
þvl að vinna tvöfalda vinnu.
Það væri synd að segja að ein-
stæðar mæður og ekkjur séu
ekki þjóðnýttar í þessu velferð-
arriki okkar íslendinga. Á
meðan giftar konur sem vinna
utan heimilis en hafa þó fulla
fyrirvinnu fá 50% af launum
dregið frá skattálagningu, fá ó-
giftar mæður og ekkjur, sem
gegna tvöföldu hlutverki engan
frádrátt. KONUR, er ekki kom-
inn tfmi tii að við setjumst nið-
ur og HUGSUM, því OKKAR
ATKVÆÐI er þó jafnstórt og
atkvæði karlmannsins."
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15
SENDUM
BÍLINN
37346