Vísir - 22.06.1971, Side 8

Vísir - 22.06.1971, Side 8
V í SIR. Þriðjudagur 22. júní 1971. Otgefandi: Keyklaprem ot. Framkvæmdastióri: Sveinn R Byjötfsson Ritstjóri ■ Jónas KristjánssoD Fréttastjðri Jón Birgir Pétursson Ritstlórnarfulltrúi Valdimar H. löhannessoD Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstiön ■ Laugavegi 178 Slmi 11660 fS llnur) Askriftargiald kr 195.00 ð mánuöi innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prpntsmiöia Vtsis — Edds ht Þunglamaleiki Myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar virð- ist ekki ætla að verða neitt áhlaupaverk. Það sem er í uppsiglingu, en ný vinstri stjóm. Og slík stjóm virðist ekki vera auðmynduð. Það tók viku að ná saman fundi stjórnarandstöðuflokkanna, og þá höfðu fulltrúar eins flokksins ekki enn fengið umboð til að ræða um eitt né neitt. Tregða Hannibalista getur ekki byggzt á því, að erfitt hafi verið að ná þingflokknum saman. Það vom einmitt tveir af þremur utanbæjarþingmönnunum, er mættu fyrir Hannibalista áfyrstaviðræðufundivinstri flokkanna. Tregða þeirra byggist á djúpstæðum efa- semdum sumra forustumanna flokksins um, að hætt- andi sé á stjórnarsamstarf með kommúnistum. Þannig fór fyrsti viðræðufundurinn út um þúfur og annar fundur er ekki boðaður fyrr en á föstudaginn kemur. Þá fyrst fæst svar við því, hvort þessir þrír flokkar, Fíamsókhárflókkúrínn, Alþýðubandálágíð og Hannibalistar geta hafið viðræður um málefnasamn- ing og stjórnarmyndun. Þetta er auðvitað ekki vænleg byrjun, enda sendir Þjóðviljinn Hannibalistum tón- inn út af seinlætinu. Stjórnarkreppan mun því að minnsta kosti standa í tvær vikur eftir kosningar. Slíkt þætti hvarvetna annars staðar ótrúlegt í ljósi þess, að stjórnarandstað- an fékk hreinan og starfhæfan meirihluta í kosning- unum. Þar við bætist, að líkur eru á því, að það taki nokkurn tíma að ganga frá málefnasamningi og velta ráðherraembættunum á milli. Stjórnarkreppan gæti því hæglega staðið í nokkrar vikur, þótt myndun vinstri stjórnar yrði niðurstaðan. Það eykur á vanda vinstri flokkanna, að forustu- flokkur vænf''v>legrar vinstri stjómar er í tiltölu- lega veikri aðsto^ kosn,r»o.r. Framsóknar- flokkurinn tapaði veruiegu fylgi í kosningunum og missti einn þingmann í kjördæmi hins væntanlega forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn verður því ekki eins áhrifamikill í stjórnarmynduninni og æski- legt væri af forustuflokki nýrrar rfkisstjómar. Forustumenn Framsóknarflokksins hafa því minni styrk en ella til að setja niður deilur þær og úlfúð, sem örugglega rís milli Hannibalista og Þjóðviljaffðsins, sem stjórnar Alþýðubandalaginu. Báðir þessir hópar líta á sig sem sigurvegara í kosningunum og era ekk- ert áfjáðir í að láta Framsóknarflokkinn, flokk á nið- urleið, segja sér fyrir verkum. Og meðan ráðamennirnir þjarka, bíður þjóðin og bíður. Flún á þá réttlátu kröfu, að vinstri stjórnin, ef af verður, starfi ekki jafn-þunglamalega og viðræð- urnar gefa vísbendingu um. Þjóðin á ekki skilið ríkis- stjóm, sem er svo upptekin af innri vandamálum sínum, að hún nái jafnvægi í núlll Flugfélögin berjast. Lengst til vinstri auglýsir BOAC ferðir fyrir ungt fólk fyrir 16.700 kr. Alitalia býður upp á litlu meira alla leiðina til Rómar — Pan Am tilkynnir Evrópuferðir fyrir 9.240 kr. og svo framvegis. Fargjaldastríðið í Atlantshafsfluginu: Upphafið að endalokum IATA? ,Loftleiðir harðast úti' Segja má að Loftleið- ir hafi „lifað á“ því að selja farmiða yfir Atl- antshafið ódýrara en önnur flugfélög. Loftleið ir hafa ekki verið aðilar að hinu alþjóðlega flugfé lagasambandi IATA (Int ernational Air Transport Association). Félagið hef ur þyí ekki verið háð skil, málum þessa „hrings“ um fargjöld og annað. Loftleiðir hafa selt mið ann um 100 dölum, eða 8—9000 krónum ódýrar en IATA-félögin. Nú er byrjað fargjaldastríð milli flugfélaga, magn- aðra en áður hefur þekkzt. Þetta setur Loft- leiðir óneitanlega í veru lega hættu. ,SamIokustríðið“ IATA hefur verið við lýði f aldarfjórðung. Nú eru 103 flug- félög i sambandinu, Stundum hefur samkomulagið verið erfitt, tii dæmis geisaði fyrir áratug svokallað „samlokustr'ið", þeg- ar mörg flugfélög Evrópu urðu fyrir því aðkasti frá keppinaut- unum, aö þau veittu ókeypis smurbrauð, sem samsvaraði fullri máltíð. Þetta töidu keppi- nautarnir að væri brot á samn- ingum IATA-félaganna. Aðrar sakargiftir eru til dæmis að veita ókeypis bjór al- mennum farþegum og óheiöar- Ieiki í auglýsingum, Þetta eru allt smámunir hjá þvl stríði, sem hófst f sumar. Raunar á striðið langan aðdraganda. En fyrir skömmu brauzt út upp- reisn margra flugfélaga rígskorðuöum ákvörðunum hringsins um fargjöid yfir Atlantshaf. Ríkisfélagið Sabena reið á vaðið Stríðið hófst með raiklu kapphlaupi flugféiaga að lækka fargjöld fyrir ungt fólk. Frá þessu hefur verið sagt I fréttum að undanförnu, svo og þeim vanda, sem það hefur bakað Loftleiðum. Kapphlaupið um íækkun fargjalda fyrir ungmenni vakti strax spár um lækkun á almennum fargjöldum yfir At- lantshaf — fyrir fólk á öllum aldri. Tvö af stærstu félögunum, Pan American og Air Canada, gáfu í skyn, að þau mundu ekkj hika við að brjóta IATA- isfregluf>‘JÍJllc,'r * Fyrst kom belgíska ríkisflug- félagið Sabéná. Það tilkynnti, að frá og með 1. júni, gengju í gildi sérstök lág fargjöld fyrir ^túdenta undir þrítugu á leiö- inni milli New York og Briissel. mimmii m mm (Jmsjón: Haukur Helgason Ákvörðun félagsins var einhliða. Nýju fargjöldin éru rúmar 19 þúsund krónur báðar leiðir, sem er lækkun um 30 þúsund krónuf frá venjulegum almenn- um fargjöldum, samkvæmt tímaritinu Newsweek. Sabena hafði fært sér í nyt ,,gat“ í reglum IATA, þar sem segir, að sé flugfélagi fyrirlagt af rikis- stjórn að hafa sérstök fargjöld fyrir ákveðna hópa, þá sé flug- félaginu heimilt aö gera það. Þetta olli gremju annarra flug- félaga í IATA, Foimaður Air France, Pierre Cot, sagði: „Við höfðum beðið Sabena að endur- skoöa afstööu su'na, en við bú- umst ekki við, að félagið geri það, og þá munu önnur félög fylgja fordæmi Sabena". önnur félög fylgdu fordæmi Sabena, hvert á fætur öðru. 17.503 krónur Róm— New York Mðar leiðir Pan Araerican og Trans World Airlines lækkuðu far- gjöld sín á sama hátt og Sabena hafði gert. Air France gekk síðan enn lengra og bauð upp á ferðir milli Parísar og New York, báö- ar leiöir, fyrir 17.600 krónur fyrir stúdenta. British Overseas Airways Corporation (BOAC), þýzka félagið Lufthansa og hið hollenzka KLM slógust í þessa skrúðfylkingu ungmenna. Air Lingus banð lægst fargjöld frá írlandi yfir Atlantshaf, 15.840 krónur báðar leiðir, á öörum tima en háannatímanum. Metið átti hins vegar hið ítalska Alitalia, sem bauð ferðir hina löngu leið frá Róm til New York, 8500 mflna ferð, báðar leiðir, fyrir aðeins um 17.500 krónur, fyrir farþega milli 12 og 26 ára. Fulltrúi Alitalia sagði, að þessi ráðstöfun hefði verið tekin vegna hinnar hörðu samkeppni fremur en að hún ætti rætur í heilbrigðu mati á arðsemi. Newsweek segir, að Loftleiðir tapi mestu Áhlaup flugfélaganna beindist aðallega að leiguflugi, en náms- fólk og aðrir hafa í sívaxandi mæli notfært sér það og fengið miklu lægri fargjöld á þann hátt. Nú buðu flugfélögin jafn- vel betri kjör en menn höfðu vanizt þar. Bandaríska ttaiaritið Newsweek segir, að Loftleiðir hafi orðið fyrir mestum skakka- föllum. Þar hafi menn komið að „tómu húsi“ í síðustu viku, meðan slegizt hafi verið inn far- miðana I afgreiðslum flugfélaga skammt frá, Ennþá er ekkj séð, hversu mikið fargjöldin lækka og hve mjög lækkunarinnar muni gæta um almenn fargjöld. Þetta er eitt vandamáliö, sem liggur fyrir næsta fundi IATA, sem verður í Montreal 28. þessa mánaðar. Pan American og Air Canada hafa látið að því liggja, að þau mun; lækka fargjöld fyr- ir alla aldursflokka farþega. Ráðagerð þessara flugfélaga beinist að þVi, að menn fái veru- legan afslátt af verði, ef þeir greiði fargjaldið þremur mánuð- um fyrir ferðina. Takist þessum tveimur flug- félögum ekkj að fá félaga slna í IATA til að fallast á þessi sjón- armið, láta þau að því liggja, að þau muni framkvæma lækk- unina hvort sem er. Þetta gæti verið upphafið á endalokunum fyrlr IATA. (Byggt á grein I slðasta hefti bandarlska tímaritsins News- week).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.